Morgunblaðið - 03.09.1998, Page 10
10 B FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Farið að rofa
til i A-Asíu
s
Utflutningur frá S-Kóreu, Thailandi og
Indónesíu hefur aukist um 20-30% í magni
UM fátt annað er nú meira talað
en efnahagserfíðleika og yfírvof-
andi kreppu og dómsdagsspá-
mennirnir hafa vissulega haft úr
nógu að moða. Rússneski björninn
stendur á brauðfótum, Suður-Am-
eríkuríkin gera ekki meh-a en
halda sjó og þeir, sem ekki fylla
flokk bölsýnismannanna, þora vart
að láta í sér heyra. Góðu fréttimar
eru þó þær, að sum Austur-Asíu-
ríkin virðast vera komin yfir það
versta.
Sama aukning og í Mexikó eftir
gengisfellingu
Þetta má meðal annars lesa út
úr tölum um viðskipti landanna.
Þótt útflutningur ýmissa Asíuríkja
hafí ekkert aukist og jafnvel dreg-
ist saman á síðasta ári ef miðað er
við dollaragengi, þá hefur hann
aukist verulega í magni. I Suður-
Kóreu, Thailandi og Indónesíu
hefur útflutningurinn aukist um
20-30% á einu ári og því virðist
sem gengisfellingin í þessum ríkj-
um öllum hafi skilað því, sem að
var stefnt. Er aukningin um það
bil sú sama og í Mexíkó eftir geng-
isfellinguna þar 1994 og þá var þó
staðan í efnahagslífi heimsins betri
en nú.
Spá hagvesti á næsta ári
Lægra dollaragengi og verð-
lækkun á heimsmarkaði hefur að
vísu vegið þessa aukningu upp og
hún hefur því litlu breytt iyrir þau
fyrirtæki, sem eru með miklar
dollaraskuldir. Heimaíyrir endur-
speglast samt aukinn útflutningur
í aukinni framleiðslu og meiri at-
vinnu og sérfræðingar bandaríska
bankans J.P.Morgans telja, að
þessi þróun muni leiða til raun-
verulegs efnahagsbata á næsta ári.
Spá þeir, að þá verði 2,5% hag-
vöxtur í S-Kóreu og Thailandi í
stað 6% samdráttar á þessu ári.
Utflutningsaukningin ásamt
minni innflutningi hefur nú þegar
leitt til þess, að greiðslujöfnuður
sumra þessara ríkja hefur batnað
mikið. Á fyrra misseri þessa árs
var afgangurinn í S-Kóreu 1.560
milljarðar ísl. kr., næstum 16% af
þjóðarframleiðslu, en á sama tíma
fyrir ári var hallinn 710 milljarðar
kr. f Thailandi var afgangurinn á
fyrstu fimm mánuðum ársins 426
milljarðar kr., um 12% af þjóðar-
í Suður-Kóreu, Thailandi og Indónesíu hefur útflutningurinn aukist
um 20-30% á einu ári og því fer kannski að rofa til hjá þessum fyrr-
um starfsmönnum Hyundai sem hafa reynt að vekja athygli á mál-
stað sínum fyrir endurráðningu með því að láta krúnuraka sig.
framleiðslu, á móti 284 milljarða
halla í fyrra.
Þessi umskipti, aðstoð Alþjóða-
gjaldeyrissjóðsins, IMF, og nokk-
urt aðstreymi einkafjármagns á
nýjan leik hafa gert sumum ríkis-
stjórnum kleift að byggja upp
gjaldeyrisvarasjóði sína. I desem-
ber sl. var gjaldeyriseign s-
kóreska seðlabankans ekki nema
rúmlega 350 milljarðar kr. en var
komin í rúmlega 2.900 milljarða
kr. í júní. í Malasíu hefur greiðslu-
jöfnuðurinn batnað nokkuð en
gjaldeyriseignin samt minnkað og
bendir það til, að þar sé einkafjár-
magnið enn á flótta.
Vextir lækkaðir
Vegna þessa hefur gjaldmiðill
sumra ríkjanna styrkst og til
dæmis hefiir s-kóreskt won og
thailenskt baht hækkað um meira
en 30% gagnvart dollara frá því í
janúar. I kjölfarið hafa vextir
lækkað. í S-Kóreu hafa þriggja
mánaða vextir lækkað úr 25% í
desember í 11% nú og í Thailandi
úr 26% í 14%.
Lægri vextir og meiri útílutn-
ingur benda til, að það versta sé
afstaðið í S-Kóreu og Thailandi en
vissulega er enn margt í veginum
fyrir eiginlegum uppgangi. Skuld-
irnar eru enn miklar, bankakerfið
veikt og pólitískur óróleiki gæti
sett sitt strik í reikninginn. Þá er
efnahagsástandið í Kína og Japan
fremur óljóst þótt þess sjáist
merki, að japönsk fyrirtæki séu i
raun farin að taka til hjá sér. Þótt
enn sé á brattann að sækja þá er
þó óneitanlega dálítil skíma
framundan.
(Heimild: The Economist)
Lakari
vöruskipta-
jöfnuður
VÖRUSKIPTAJÖFNUÐURINN á
fyrstu sjö mánuðum ársins var 20,7
milljörðum króna lakari en á sama
tíma í fyrra. Á tímabilinu voru flutt-
ar út vörur fyrir tæpa 78,6 milljarða
króna en inn fyrir 96,5 milljarða.
Halli var því á vöruskiptunun við út-
lönd sem nam 18 milljörðum en á
sama tíma í fyrra voru þau hagstæð
um 2,7 milljarða.
Samkvæmt fréttatilkynningu frá
Hagstofunni var heildarverðmæti
vöruútflutningsins á fyrstu sjö
mánuðum ársins 6% meira en á
sama tíma í fyrra og jókst í krónum
talið um 4,1 milljarð króna. Aukn-
inguna má m.a. rekja til álútflutn-
ings (3,5 milljarðar) en á móti kem-
ur að í fyrra var seld úr landi flug-
vél fyrir 2,6 milljarða kr. en engin
slík sala hefur átt sér stað á þessu
ári. Útfluttar sjávarafurðir voru
74% alls útflutningsins og var verð-
mæti þeirra 7% meira en á sama
tíma árið 1997, eða sem nemur 3,7
milljörðum á föstu gegni. Aukning-
in er aðallega vegna útflutnings á
frystum flökum (2,9 milljarðar) og
söltuðum og þurrkuðum fiski (1,2
milljarðar) en á móti kemur sam-
dráttur í útflutningi á frystri rækju
að verðmæti 1,2 milljarðar.
Heildarverðmæti vöruinnflutn-
ings fyrstu sjö mánuði þessa árs var
35% meira en á sama tíma í fyrra,
jókst í krónum talið um 24,8 millj-
arða.
VðRUSKIPTI^ við útlöndH Verðmæti innflutnings og útfluf| jan. - júlí 1997 og 1998 1997 (fob virði í milljónum króna) jan.-júlí -rv V'i nngs / 1998 Breyting á jan.-júlí föstu gengi*
Útflutningur alls (fob) 76.319,4 78.568,7 +5,5%
Sjávarafurðir 56.156,2 58.516,4 +6,8%
Landbúnaðarvörur 992,8 1.128,3 +16,5%
Iðnaðarvörur 15.566,2 17.940,8 +18,1%
Ál 7.807,0 11.090,2 +45,6%
Kísiljárn 2.226,7 1.859,2 -14,4%
Aðrar vörur 3.604,2 983,1 -72,1%
Skip og flugvélar 2.892,6 219,8 -92,2%
Innflutningur alls (fob) 73.552,2 96.539,9 +34,5%
Matvörur og drykkjarvörur 6.290,7 8.354,2 +36,1%
Hrávörur og rekstrarvörur, ót.a. 18.797,4 25.229,6 +37,5%
Óunnar 789,4 1.192,7 +54,8%
Unnar 18.008,0 24.036,9 +36,8%
Eldsneyti og smurolíur 5.730,9 5.125,7 -8,4%
Óunnið eldsneyti 100,4 196,3 +100,3
Bensín, þ.m.t. flugvélabensín 1.119,5 1.072,3 -1,9%
Annað unnið eldsn. og smurolíur 4.511,0 3.857,1 -12,4%
Fjárfestingarvörur 18.658,5 25.179,3 +38,3%
Flutningatæki 10.603,3 16.837,5 +62,7%
Fólksbílar 5.138,6 6.616,7 +31,9%
Flutn.t. til atv.rek. (ekki skip, flugv.) 1.337,6 1.940,4 +48,6%
Skip 1.790,7 2.440,8 +39,7%
Flugvélar 120,0 3.500,5 -
Neysluvörur ót.a. 13.345,3 15.683,3 +20,4%
Vörur ót.a. (t.d endursendar vörur) 126,1 130,2 +5,8%
Vöruskiptajöfnuður 2.767,0 -17.971,2
‘ Miðað er við meðalgengi á vöruviðskiptavog; á þann mælikvarða er meðalverð erlends gjaldeyris í
janúar-júlí 1998 2,4% lægra en árið áður. Heimlld: HAGSTOFA ÍSLANDS
Sstmið um aðgang
að 79 erlendum
GSM-kerfum
LANDSSÍMINN hefur undirritað
samninga um aðgang að 79 erlend-
um GSM-símkerfum. 63 samning-
anna eru orðnir virkir. Að sögn
Birgis Óskarssonar, yfirdeOdar-
stjóra hjá Landssímanum, er unn-
ið að gerð fleiri samninga og er
vonast til að þeir verði orðnir um
100 talsins um áramót.
Frá því að samningur er undir-
ritaður og þar til hann verður virk-
ur getur liðið nokkur tími vegna
þess að setja þarf upp línusam-
band um svonefnda signallínu til
þess að stýra samtölum milli
tveggja kerfa. Gerðar enj ná-
kvæmar prófanir á símkerfinu og
reikningaskrá kerfanna tveggja og
allar prófanir þarf að samþykkja í
báðum aðddarlöndum áður en
hægt er að opna sambandið. Að
sögn Birgis getur tekið langan
tíma að fá gallalausar prófanir í
einstökum tilvikum. Fáir starfs-
menn annast prófanirnar og línur
þurfa oft að fara í gegnum kerfi
nokkurra annarra landa. Þegar sú
tenging er komin á er samningur
orðinn virkur.
Virkir samningar eru í gangi við
Evrópulönd og flest viðskiptalönd
íslands. Ýmis ríki í Afríku, Asíu og
jafnvel A-Evrópurfld á borð við Al-
baníu og Júgóslavíu hafa hins veg-
ar ekki gert slíka samninga við ís-
land.
Islendingar sem nýlega voru á
ferð í Afríku komust að þvi að þeir
gátu ekki notað GSM-síma sína í
Malawi, Namibíu og Mósambík
þótt GSM-kerfi séu rekin þar í
landi.
Beðið eftir Afríku
Birgh' sagði að sum Afríkuríki,
t.d. Namibía, hafi gert samninga við
Landssímann en þeir samnningar
eru ekki orðnir virkir. Samningur
sem gerður var nýlega við S-Afríku
er virkur frá því í lok júlí.
Birgir segir að mörg Afríku- og
Asíuríkin séu að taka í gang
GSM-kerfi um þessar mundir og
þau láti það hafa forgang að gera
reikisamninga, eins og þessir
samningar eru kallaðir, við helstu
viðskiptalönd sín. Islendingar séu
áfjáðir í að gera reikisamninga en
þurfi e.t.v. að bíða þess að þessir
erlendu aðilar nái þeim áfanga í
uppbyggingu sinna eigin kerfa að
þeir vilji fara að huga að tengingu
við Island.
Islandsflug kaupir miðlara
ÍSL ANDSFLU G hefur nýlega
gert samning við Nýherja um
kaup á RS/6000 miðlara ásamt
SSA diskakerfi.
Markmiðið með kaupunum er
að auka afköst, rekstraröryggi
og koma á framtíðarskipan í
upplýsingavinnslu íslandsflugs,
að því er fram kemur í fréttatil-
kynningu, en mikill vöxtur hef-
ur að undanförnu verið hjá fyr-
Príþætt mark-
mið með kaup-
samningnum
irtækinu og fyrirséð að svo
verði áfram. Islandsflug byggir
meginupplýsingakerfí sitt á
Fjölni og mun nota Informix
sem gagnasafnskerfi á RS/6000
vélinni.
Á myndinni sem tekin var við
undirritun samninga Islands-
flugs og Nýheija eru frá f.v.,
Helgi Örn Viggósson sölustjóri
IBM Unix, Hrafn Þórðarson
sölufulltrúi, Þorvaldur Finn-
bogason umsjónarmaður tölvu-
mála íslandsflugs og Steinar
Sigurðsson fjármálastjóri flug-
félagsins.