Morgunblaðið - 03.09.1998, Page 12
VIDSIOFTIMVINNULÍF
FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1998
Fólk
Ráðnir til
Norðuráls
• Pétur Andersen hefur verið ráð-
inn yfirmaður í skautsmiðju hjá
NorðuráM hf. Pétur útskrifaðist sem
vélstjóri frá Vélskóla íslands árið
1978, vélvirki 1975 og sem iðnrekstr-
arfræðingur frá Tækniskóla Islands
1991. Hann rak eigið fyrirtæki í fjög-
ur ár en starfaði áður við uppsetn-
ingu spilkerfa hjá Gróttu hf. Þar áð-
ur vann hann sem yfirverkstjóri í
véladeild hjá Skipalyftunni hf.
Pétur er kvæntur Andreu Gunn-
arsdóttur og eiga þau tvö börn.
• Lárus Hjalte-
sted hefur verið
ráðinn vaktstjóri
hjá Norðuráli hf.
Lárus lauk 4.
stigs prófi frá
Vélskóla Islands
árið 1980 og
sveinsprófi í vél-
virkjun 1981. Lár-
us starfaði í Áburðarverksmiðju rík-
isins sem vaktsjóri 1981-1998.
Lárus á tvö börn.
• Páll E. Ólafs-
son hefur verið
ráðinn vaktstjóri
hjá Norðuráli hf.
Páll lauk 4. stigs
próf frá Vélskóla
Islands árið 1979
og sveinsprófi í
vélvirkjun 1983.
Starfaði sem 1.
vélstjóri og yfirvélstjóri hjá Eim-
skipafélagi íslands frá 1979-1998.
Páll er kvæntur Hólmfríði Bjarka-
dóttur og eiga þau þrjú börn.
• Ingólfur Ing-
ólfsson hefur ver-
ið ráðinn vakt-
stjóri hjá Norður-
áli hf. Ingólfur
lauk 4. stigs prófi
frá Vélskóla ís-
lands árið 1979 og
sveinsprófi í vél-
virkjun sama ár.
Hann starfaði sem vélstjóri hjá
Landsvirkjun um tíma en vann sl. 10
ár hjá Haraldi Böðvarssyni á Akur-
eyri.
Ingólfur er kvæntur Ragnheiði B.
Björnsdóttur og eiga þau þrjú börn.
• Júníus Guð-
jönsson hefur
verið ráðinn vakt-
stjóri hjá Norður-
áli hf. Júníus lauk
4. stigs próf frá
Vélskóla Islands
árið 1984. Júníus
vann sem vél-
stjóri á loðnuskip-
um og í smiðju árin 1984-1988. Hann
hefur starfað sem yfirvélstjóri á F/T
Hrafni Sveinbjarnarsyni sl. 10 ár.
Júníus er kvæntur Þóru Péturs-
dóttur og eiga þau þrjú böm.
• Ivar Már Jóns-
son hefur verið
ráðinn yfirmaður
stjómkerfis fram-
leiðslu í kerskál-
um. Ivar lauk raf-
magnsverkfræði-
prófí frá Háskóla
Islands, 1988 og
M.A.Sc. prófi,
1991 í stýri- og reglunartækni frá
University of British Columbia í
Vancouver, Kanada. Starfaði á Kerf-
isverkfræðistofu Háskóla íslands
1988-189. Árið 1991-1992 starfaði
hann sem stýriverkfræðingur við
rannsóknarstofnun Pulp and Paper
Centre í Vancouver. Frá 1992 - árs-
ins 1994 var hann kerfis- og stýri-
verkfræðingur hjá Measurex Devron
Inc. í North Vancouver. Árið 1994
hóf hann störf hjá RARIK í Reykja-
vík sem verkfræðingur á þróunar-
deild síðar á Orkuviðskiptadeild.
Ivar er kvæntur Svandísi Irisi
Hálfdánardóttur hjúkrunarfræðingi
og eiga þau tvö böm.
• Halldór Guð-
mundsson málm-
efnisfræðingur
hefur verið ráðinn
yfirmaður rann-
sóknarstofu hjá
NorðuráM. Hall-
dór lauk B.Sc.
gráðu í eðlisfræði
frá Háskóla ís-
lands 1986 og lauk M.Sc. gráðu í efn-
isfræði (materials science) frá Uni-
versity of Virginia í ágúst 1988 með
völsun áls sem sérsvið. Halldór vann
á ámnum 1988-1998 á efnistækni-
deild Iðntækistofnunar íslands við
rannsóknir og ráðgjöf. Einnig var
hann stundakennari og aðjúnkt við
vélaverkfræðiskor HÍ á áranum
1993-1998.
Halldór er kvæntur Birnu Magn-
úsdóttur.
• B e r g 1 i n d
Söebech hefur
verið ráðin
birgðastjóri hjá
Norðuráli hf.
Berglind er stúd-
ent frá MK. Hún
er iðnrekstrar-
fræðingur af
framleiðslusviði
frá Tækniskóla íslands og lauk B.Sc.
gráðu af þróunar- og sálfvirknisviði
frá Tækniskóla Islands. Berglind
starfaði sem framleiðslustjóri hjá
leðuriðjunni Aston frá 1994 - 1997.
• Aksel Jansen
hefur verið ráðinn
innkaupastjóri
hjá Norðuráli hf.
Áksel útskrifaðist
sem iðnrekstrar-
fræðingur frá
Tækniskóla Is-
lands 1989. Aksel
starfaði sem
markaðsstjóri hjá Stálhúsgögnum
Steinars 1989-1992, hann var sölu-
stjóri hjá Umbúðasölunni 1993-1995
og í innflutningsdeild Samskipa
1995-1998.
Aksel er í sambúð með Völu
Hauksdóttur.
• Þorsteinn
Stefánsson hefur
verið ráðinn
fræðslustjóri hjá
NorðuráM hf.
Hann mun skipu-
leggja þjálfun og
kennslu hjá fyrir-
tækinu og vinna
að því að innleiða
liðsvinnu hjá starfsmönnum þess.
Þorsteinn er stúdent frá Mennta-
skólanum við Hamrahlíð 1990. Hann
stundaði nám í vélaverkfræði við HI
frá 1989-1991. Frá 1991-1997 var
hann við nám og störf við TU Berlin
í Þýskalandi og lauk þar Dipl.Ing.
gráðu í vélaverkfræði árið 1997, með
áherslu á framleiðslutækni og fram-
leiðslustjórnun. Hann starfaði frá
árinu 1997 hjá Marel hf. sem verk-
fræðingur á framleiðslusviði. Þor-
steinn hóf störf hjá Norðuráli 1. maí
sl.
Hann er í sambúð með Margréti
Leifsdóttur og eiga þau eitt barn.
Breytingar
hjá Sjóvá-Al-
mennum
• Einar Guð-
mundsson gegnir
nú stöðu for-
varnafulltrúa.
Einar útskrifaðist
frá KHÍ. Hann
hóf störf hjá
Ábyrgð hf. 1989
sem deildarstjóri
tjónadeildar og
hóf störf í tjónadeild Sjóvá-Al-
mennra 1992. Hann gegndi síðast
starfi fræðslustjóra.
• Helga Her-
mannsdóttir
gegnir nú stöðu
deildarstjóra í
fjármálaþjónustu.
Helga er með sér-
hæft verslunar-
próf og hefur
starfað hjá fyrir-
tækinu frá 1981.
9 Hrönn Þor-
móðsdóttir gegnir
nú stöðu fræðslu-
stjóra. Hrönn er
kerfisfræðingur
frá Tietgenskolen,
EDB-skolen í
Odense 1985 og
starfaði áður við
hugbúnaðargerð.
• Lilja Sigurðar-
dóttir gegnir nú
stöðu deildar-
stjóra í fjármála-
þjónustu. Lilja er
með sérhæft
verslunarpróf og
hefur starfað hjá
fyrirtækinu síðan
1987 ávallt í fjár-
málaþjónustunni,
síðast sem fulltrúi innheimtustjóra.
• Ómar Svavarsson hefur tekið við
stöðu deildar-
stjóra markaðs-
deildar. Ómar er
viðskiptafræðing-
ur. Hann hóf
störf hjá félaginu
1995 og gegndi
starfi markaðs-
fulltrúa.
Tilfærslur og
mannabreyt-
ingar hjá
Eimskip
• Sigríður Hrólfsdóttir hefur
verið ráðin til starfa sem forstöðu-
maður fjárreiðudeildar Eimskips.
Sigríður útskrif-
aðist sem cand.
oecon af stjórn-
unarsviði frá
Háskóla Islands
árið 1990. Árið
1994 lauk hún
MBA gráðu frá
University of
Califomia,
Berkeley. Hún hefur sótt ýmis
námskeið á sviði gjaldeyrismála
m.a. námskeið hjá ACI alþjóða-
samtökum gjaldeyrismiðlara og
tók í framhaldi af því alþjóðlega
viðurkennt próf í gjaldeyrisvið-
skiptum.
Sigríður hefur starfað hjá við-
skiptastofu íslandsbanka frá 1994
við fjárstýringu og miðlun. Frá
1990 til 1991 vann hún sem ráð-
gjafi hjá Verðbréfamarkaði ís-
landsbanka hf. Árið 1992 starfaði
hún í endurskoðunardeild Ernst &
Young í Canada.
9 Sveinbjörn
n Sveinbjörnsson
oecon. prófi af
endurskoðunarsviði frá Háskóla
íslands árið 1990 og varð löggiltur
endurskoðandi árið 1993.
Sveinbjörn hefur unnið sem for-
stöðumaður fjármálasviðs OMu-
dreifingar ehf. frá janúar 1996.
Hann var skattstjóri í Norður-
landsumdæmi eystra á árunum
1992 til 1995. Sveinbjörn starfaði
hjá KPMG Endurskoðun hf. á
Ákureyri og í Reykjavík á árunum
1987 til 1992.
Torgið
EKKI BARA RÍKISINS
AÐ AUKA SPARNAÐ
SAMTÖK iðnaðarins stóðu í gær fyrir
morgunverðarfundi undir yfirskriftinni
„Hvernig eiga stjórnvöld að örva
sparnað?“. Framsögumenn voru þeir
Sveinn Hannesson, framkvæmda-
stjóri Samtaka iðnaðarins, Geir H.
Haarde, fjármálaráðherra, Halldór J.
Kristjánsson, bankastjóri Landsbanka
íslands, og Friðrik Már Baldursson,
forstjóri Þjóðhagsstofnunar.
í erindi sínu rakti Sveinn m.a. niður-
stöður úr yfirliti sem Samtök iðnaðar-
ins tóku saman um rekstur og af-
komu 18 iðnfyrirtækja á fyrri hluta árs
1998 sem bornar voru saman við
sambærilegar tölur frá fyrra ári. Fram
kemur að rekstrartekjur vaxa að með-
altali um 1,1% á milli ára, rekstrar-
kostnaður hækkar um 4,5% á milli
ára, hagnaður fyrir fjármagnsliði
minnkar úr 8,3% af veltu f 5,2% og
hagnaður af reglulegri starfsemi
minnkar úr 6,1% af veltu niður í
2,3%. Sveinn segir ástæður þessa
felast í hækkandi launakostnaði, háu
gengi íslensku krónunnar og háum
vöxtum sem vegi að samkeppnis-
stöðu og markaðshlutdeild innlends
samkeppnisiðnaðar. Hann segir ein-
kenni þenslu augljós í íslenskum
þjóðarbúskap: „Innlendar vörur og
þjónusta hækka langt umfram er-
lenda, vextir eru háir, krónan styrkist,
atvinnuleysi er horfið og viðskipta-
hallinn er orðinn uggvænlegur. Það er
samdóma álit allra þeirra sem um
málið fjalla að til þess að takast á við
þá miklu hættu sem stafar af þensl-
unni er brýnast að auka þjóðhagsleg-
an sparnað m.a. með hvötum tengd-
um skattheimtu." Sveinn vísaði í álit
margra hagfræðinga sem telja að
hægt sé að auka sparnað með breyt-
ingum innan skattkerfisins, án þess
að hreyfa við heildarskatttekjunum.
Dæmi um það væri tilfærsla á skatt-
lagningu frá fyrirtækjum yfir á ein-
staklinga sem væri líkleg til að auka
sparnað í Ijósi þess að tilhneiging fyr-
irtækja til að kyrrsetja hagnað og nýta
til uppbyggingar rekstursins væri
meiri en heimila til að spara og fjár-
festa.
Geir H. Haarde sagði þann árangur
sem nú hefur náðst í hagstjórn hér á
landi, byggjast á aukinni framleiðni,
tækninýjungum og atvinnuuppbygg-
ingu á nýjum sviðum, s.s. hugbúnað-
argerð og lífefnaiðnaði samhliða meiri
aga í hagstjórn en áður. Hann sagði
að mikill viðskiptahalli ætti ekki að
koma á óvart, né vekja ótta um of-
þenslu og benti á að gert væri ráð
fyrir að ríkissjóður geti greitt niður er-
lendar skuldir sínar um 20-25 millj-
arða króna á þessu ári og því næsta.
Árleg vaxtagreiðsla ríkisins til útlanda
gæti þannig lækkað um 1-1,5 millj-
arða króna. Viðskiptahallann mætti
því með öðrum orðum rekja til einka-
aðila og ekki síst til aukinnar fjárfest-
ingar í atvinnulífinu og engar vísbend-
ingar væru um annað en að þær verði
til að auka enn á framleiðni og sam-
keppnishæfni íslenskra fyrirtækja á
næstu árum.
Geir sagði hækkun vaxta án efa
vera árangursríkustu leiðina til að
auka sparnað þar sem hækkunin geri
hvort tveggja í senn, að auka fram-
boð og draga úr eftirspurn eftir láns-
fé. Opnun hagkerfisins setji þessari
leið hins vegar skorður, en geri um
leið meiri kröfur til þátttakenda á
markaðnum, hvort heldur þeir eru að
veita eða taka lán.
Geir taldi orðið brýnt að endur-
skoða lagaákvæði um eignarskatt og
vissulega gæti það orðið til að örva
sparnað og eignamyndum í þjóðfé-
laginu ef skatthlutfallið yrði lækkað
um leið og skattstofninn væri breikk-
aður. Núgildandi undanþágur ýmissa
peningalegra eigna og verðbréfa fælu
í sér mismunun og gerðu kerfið bæði
flókið og óréttlátt. Hann lagði áherslu
á að til að skattaívilnanir auki þjóð-
hagslegan sparnað, bendi athuganir
til þess að mæta þurfi tekjuskatts-
lækkuninni sem í þeim felst og
tryggja að afkoma ríkissjóðs versni
ekki. Þá væri mikilvægt að skattaí-
vilnanir sem ætlað væri að örva
sparnað væru eins almennar og kost-
ur væri, þær yrðu að vera auðskiljan-
legar og mættu ekki flækja skattkerfið
um of.
Friðrik Már Baldursson, forstjóri
Þjóðhagsstofnunar, lagði áherslu á
mikilvægi þess við endurskoðun á
skattkerfinu að huga ekki síður að
þeim þáttum sem virka letjandi á
sparnað til jafns við þá þætti sem eru
hvetjandi. Hann sagði að menn yrðu
að gera sér grein fyrir því að allur
undirbúningur og framkvæmd sparn-
aðaraukandi aðgerða af hálfu hins
opinbera tæki langan tíma sem taka
yrði tillit til í þessari umræðu.
Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri
Landsbankans, sagði þá þróun sem
hefur átt sér stað á íslenskum hluta-
bréfamarkaði, þar sem skráning fyrir-
tækja á Verðbréfaþingi hefur farið
stöðugt vaxandi, virka sem sjálfstæð-
an hvata til kaupa á hlutabréfum og
þ.a.l. sparnaðar. Sú þróun væri já-
kvæð og áform yfirvalda um hlutafjár-
útboð í Landsbankanum og Búnaðar-
bankanum á þessu ári myndu efla
þann markað og leiða til enn frekari
sparnaðar.
Segja má að þeir framsögumenn
sem tóku til máls á fundi Samtaka
iðnaðarins hafi allir verið sammála um
að auka þurfi þjóðhagslegan sparn-
að. Menn greinir auðvitað á um
áherslur og leiðir en þó má Ijóst vera
að möguleikar ríkisins til að hafa bein
áhrif á gang mála eru takmarkaðir.
Þeirra framlag felst fyrst og fremst í
að leggja grunninn og gefa fordæmi.
Það er síðan í höndum einstaklinga,
fyrirtækja og ekki hvað síst íslenskra
sveitarfélaga að draga úr ofþenslu í
íslensku hagkerfi. EG.