Morgunblaðið - 03.09.1998, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.09.1998, Blaðsíða 1
B L A Ð A L L R A LANDSMANNA KNATTSPYRNA Ragnar og samherjar mega ekki gifta sig SVIINN Kenneth Rosén, þjálfari norska liðsins Bryne, hefur tilkynnt að leikmenn sínir megi hér eftir ekki gifta sig meðan á keppnistímabili stendur. Þeir verði að velja annan tíma til þess. Þrír leikmenn liðsins hafa gift sig á þessu tímabili og allir valið að ganga upp að altarinu einum degi fyrir leik. Rosén segir að giftingin trufli auðvitað mjög einbeitingu Ieikmanna. „Nú er nóg komið í bili og leikmenn geta valið sér brúðkaupsdag utan keppnistimabilsins," segir Rosén. Einn íslenskur leikmaður er í liði Bryne, Ragnar Arnason sem lék áður með Sljörnunni. Á fullri ferð LANDSLIÐSMENN íslands í knattspyrnu vom kampakátir á æfingu á Laugardalsvelli í gær. Þeir reyndu m.a. með sér í sprett- hlaupum og er Birkir Kristinsson markvörður fremstur í flokki. Hermann Hreiðarsson kemur næstur en þeir Steinar Adolfsson, Rúnar Kristinsson, Tryggvi Guð- mundsson, Sigurður Örn Jónsson, Sverrir Sverrisson, Árni Gautur Arason og Ólafur Örn Bjarnason fylgja í humátt á eftir. Liðið býr sig undir Evrópulandsleik við Frakka sem verður á Laugardals- velli á laugardag. Á sama tíma og Guðjón Þórðarson, landsliðsþjálf- ari, stjórnaði fyrstu æfingunni fyr- ir leikinn í Reykjavík, var Roger Lemerre að stjórna æfingu hjá Frökkum í rigningu í Claire- fontaine í Frakklandi. Frakkar koma til landsins á morgun. Morgunblaðið/Golli Adams gagnrýnir Hoddle Reuters ÞAÐ fór vel á með þeim Glenn Hoddle og Tony Adams á landsliðsæfingu í Burnham í gær. GLENN Hoddle, landsliðsþjálf- ari Englendinga, er gagnrýnd- ur nokkuð af Tony Adams, fyrirliða Arsehal, í bók sem hann sendir frá sér í næstu viku. Kaflar úr bókinni hafa verið birtir í dagblaðinu Sun. Adams gagnrýnir Hoddle m.a. fyr- ir að hafa hvatt Paul Gascoigne til að drekka áfengi daginn áður en hann tilkynnti endanlegt lið fyrir HM í Frakklandi. Eins og kunnugt er hefur Gascoigne átt við drykkju- vanda að etja og því heimskulegt af Hoddle að hvetja hann til drykkju. Hann gagnrýnir þjálfarann fyrir að velja Alan Shearer sem fyi-irliða og taka hann fram yfír sig. Adams hefur verið fyrirliði Arsenal í tíu ár og stýrt liðinu innan vallar m.a. til meistara þrisvar sinnum. Hann hafi því reynslu til að gegna þessu hlutverki sem fyrirliði landsliðsins. Þá segir hann í bókinni að Hoddle hafi auðmýkt David Beck- ham fyiár framan alla leikmenn landsliðsins á æfingu meðan á HM stóð. Liðið var að æfa aukaspyrnur og þegar Beckham mistókst skot öski’aði Hoddle að hann væri ein- faldlega ekki nægilega góður til að framkvæma aukaspyrnur. Adams fer einnig jákvæðum orð- um um störf Hoddles í bókinni, en þau ummæli eru ekki bh’t í „Sun“. Talsmenn enska knattspyrnusam- bandsins segja að það megi ekki taka þetta of bókstaflega því mörg þessara ummæla í „Sun“ séu slitin úr samhengi. Bók Adams kemur í kjölfar bók- ai' landsliðsþjálfarans, „The 1998 World Cup Story“. Hoddle segir að þó svo að Adams hafi ýmislegt við störf sín að athuga komi það ekki til með að bitna á vali hans í lands- liðið. Þeh’ hafa rætt saman og það er ekkert illt á milli þeirra. ,Adams hefur rétt tfi að segja sína mein- ingu eins og hver annar,“ segir Hoddle. Englendingar leika á laugai’dag- inn fyrsta leik sinn í undankeppni EM og mæta þá Svíum. Adams er í enska leikmannahópnum. Adams tjáði sig í gær um blaða- skrif um bókina og sagði að hann hafi ekki haft í hyggju að særa Hoddle í bók sinni. „Eg ber mikla vh’ðingu fyrh- honum. Þegar rætt er um knattspyrnu, verður hann frábær félagi. Bókin var nokkuð sem ég þurft að senda frá mér, til að segja frá ýmsu sem á daga mina hafa drifið. I henni er einnig farið lofsamlegum orðum um Hoddle, en það er greinilegt að menn hafi mest áhuga að segja frá neikvæðu hlið- unum,“ sagði Adams. ALÞJÓÐARALLIÐ: „EKKERT ELSKU MAMMA NÚNA!“ / C2, C3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.