Morgunblaðið - 03.09.1998, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.09.1998, Blaðsíða 4
KNATTSPYRNA FH-ingar lögðu Blika og skutust í annað sætið FH-ingar eru komnir í annað sæti 1. deildar eftir 2:0-sigur á Breiðabliki, efsta liði deildarinnar, á Kópavogsvelli í gærkvöldi, en Blikar þurfa enn eitt stig til að gulltryggja þátttökurétt sinn í efstu deild að ári. Guðmundur Sævarsson gerði bæði mörk Hafn- firðinga í síðari hálfleik. Fyrri hálfleikurinn var mjög róleg- ur. FH-ingar áttu eina merkilega færið, en það var skot Jóns Gunnars Gunnarssonar á 40. mínútu, sem fór í hliðamet Blikamarksins. Eldmóðinn virtist vanta í leikmenn, sérstaklega leikmenn Kópavogsliðsins. Þeir voru meira með boltann, leituðu of mikið inn á miðjuna og voru of lengi að koma boltanum frá sér til samherja. Gestimir áttu því ekki í teljandi vandræðum með að brjóta sóknar- lotur þeirra grænu á bak aftur. Sjálfír áttu FH-ingar nokkra spretti, aðallega upp hægri kantinn þai- sem Guðmundur markaskorari Sævarsson var að verki. FH-ingar voru þó of fámennir fremst og send- ingarnar ekki nógu nákvæmar. Baráttugleði leikmanna jókst í síð- ari hálfeik. Guðmundur kom gestun- um yfir er þrjár mínútur vora liðnai- af honum. Það gerði hann með við- stöðulausu skoti eftir að Sveinbjöm Allansson, markvörður Breiðabliks, náði að teygja sig aftur og slá bolt- ann frá marki þegar fyrirgjöf Davíðs Jónssonar breytti óvænt um stefnu af vamarmanni. Blikar fengu tvö tækifæri til að jafna metin. Sigurður Grétai-sson þjálfari átti gott skot að marki, sem Daði Lárasson varði og Bjarki Pét- ursson skaut yfir úr opnu færi eftir fyrirgjöf. Guðmundur gerði síðara markið fyrir FH á 69. mínútu af stuttu færi eftir undirbúning Jóns Gunnars. Við það drógu FH-ingar sig aftar á völlinn og beittu þeir snörpum skyndisóknum, sem hefðu hæglega getað fært þeim þriðja markið. Bjargað var á markh'nu eftir að Guðmundur hafði leikið laglega á tvo Blika og Brynjar Gestsson skall- aði rétt yfir markið. Pétur Ormslev, þjálfari FH, var ánægður efth' mikilvægan sigm', en sagði lið sitt oft hafa leikið betur. „Nú verðum við að vinna báða leik- ina sem við eigum eftir til þess að eiga möguleika. Blikarnir eru nærri því öruggir með að komast upp og voru ef til vill með daufara móti í dag. Vitaskuld var ég þó smeykur fyrir leikinn, en við stóðumst álagið og náðum að skora og bæta öðra marki við. Við áttum heldur ekki í teljandi erfiðleikum með vai'narleik- inn og mér finnst úrslitin sanngjörn þegar á heildina er litið,“ sagði Pét- ur. Maður leiksins: Guðmundur Sævarsson, FH. ÚRSLIT Knattspyma 1. deild karla Breiðablik - FH..............0:2 - Guðmundur Sævarsson (48., 69.). Fj. leikja U J T Mörk Stig BREIÐABLIK 16 12 0 4 31:13 36 FH 16 9 2 5 27:14 29 VÍKINGUR 15 8 4 3 25:15 28 FYLKIR 15 8 3 4 27:20 27 KA 15 6 3 6 17:21 21 SKALLAGR. 15 5 5 5 28:28 20 STJARNAN 15 5 5 5 15:17 20 KVA 14 5 3 6 16:19 18 ÞÓARAk. 15 2 2 11 14:28 8 HK 14 1 1 12 16:41 4 Vináttulandsleikir Malta - Þýskaland ...................1:2 Joe Brincat (26.) - Darren Debono (6. - sjálfsm.), Stephan Passlack (72.). 5.000. Nis, Júgóslaviu: Júgóslavía - Sviss...................1:1 Dejan Stankovic (51.) - David Sesa (58.). 15.000. Búkarest, Rúmeníu: Rúmenía - Liechtenstein..............7:0 Gheorghe Popescu (18.), Catalin Munteanu (30.), Adrian Ilie 3 (32., 45., 51.), Viorel Moldovan (56.), Modestus Haas (60. - sjálfsm.). 6.000. England 1. deild: Manchester City - Walsall ........3:1 Belgía Harelbeke - Beveren...............1:1 Lierse - Kortrijk.................5:1 Eenendrecht - Ekeren .............5:0 Lokeren - Charleroi ..............3:1 Standard Liege - Ghent ...........2:0 Sint Truiden - Club Bruges........1:1 Lommel - Westerlo.................0:1 Morgunblaðið/Golli GUÐMUNDUR Sævarsson gerði bæði mörk FH-inga í sigri á Breiðabliki, efsta liði 1. deildar, í gær- kvöldi. Hér skorar hann síðara markið eftir fyrirgjöf frá Jóni Gunnari Gunnarssyni. ÍR með tvö lið í 1. deild HANDKNATTLEIKUR Handknattleiks- menn á ferðina ÍR-ingar verða með tvö lið 1. deild í bikarkeppni FRÍ næsta ár. B-lið þeirra varð í öðru sæti í 2. deild um helgina og vann sér þar með rétt til að keppa í 1. deild ásamt Breiðabliki. Það verður þá í fyrsta skipti í sögu keppninnar seip tvö lið eru frá sama félagi. Önnur lið í deild- inni eru FH, HSK, LÍMSS, Ár- mann og UMSE/UFA. UMSB féll niður í 2. deild, en þar fyrir er aðeins eitt, iið - Afturelding. Uppi eru raddir um að breyta fyrirkomulagi bikarkeppniunar * næsta ár, en það kemur í ljós á næsta ársþingi FRI. UMSK sendi ekki lið í 2. deild að þessu sinni, en aftur á móti kepptu tvö félög innan sam- bandsins undir eigin merkjum - Breiðablik og Afturelding. Opna Reykjavíkurmótið í hand- knattleik hefst í kvöld. Leikið verður á þremur stöðum - í Graf- arvogi, Austurbergi og Seljaskóla föstudag, laugardag og sunnudag. Urslitaleikirnir fara fram í Austur- bergi á sunnudag - kl. 19 hjá kon- um og kl. 21 hjá körlum. Riðlaskiptingin er þannig í karlaflokki, leikið verður í Selja- skóla og Austurbergi. A-riðilI: Fram, FH, Selfoss, Fjöln- ir. B-riðiIl. Valur, Stjarnan, Þór, ÍR b. C-riðill: Afturelding, ÍR a, Breiða- blik, KR-Grótta. D-riðill: KA, ÍBV, HK, Hörður. Tveir riðlar eru í kvennaflokki, en leikið er í Grafarvogi: A-riðill: Haukar, Valur, KR- Grótta, FH, ÍR. B-riðill: Stjaman, ÍBV, Víkingur, Fram. Sigurvegarar mótsins fá 170 þús. kr. í verðlaun, lið í öðru sæti 57 þús. og lið í þriðja sæti 25 þús. kr. ■ Leikir / C2 EEK golfrnót cí ISÍesvelli Laugardaginn 5. sept. verður LEK golfmót á Nesvelli. Keppt verður í eftirtöldum flokkum: Karlar 55 ára og eldri með og án forgjafar. Karlar 50-54 ára með forgjöf + besta skor. Flokkur 70 ára og eldri með forgjöf (rauðir teigar). Konur 50 ára og eldri með forgjöf + besta skor. A flokkur forgjöf 0-20 - B flokkur forgjöf 21-36. Nándarverðlaun fyrir karla og konur á par 3 holum. Golfferð til írlands með Samvinnuferðum-Landsýn verður dregin úr skorskortum í mótslok. Þátttökugjald kr. 1.500. Skráning í síma 561 1930 Golfmót Víkings Afmælismót Víkings í golfi verður haldið sunnudaginn 6. sept. nk. á Oddfellowvellinum við Urriðavatn. Ræst verður út kl. 13:00. Fjöldi glæsilegra vinninga Víkingai' fjölmennið og takið með ykkur gesti. Skráning í Víkinni s. 581 3245, hjá Emi s. 897 9247 og 553 2899, hjá Atla s. 892 4814. Fulltrúaráðið. Firmakeppni Golfklúbbsins Keilis verður haldin laugardaginn 5. september nk. Ræst verður út frá kl. 9:00. Keppnisfyrirkomulag: Punktakeppni með frullri forgjöf, þó að hámarki 1 punktur á holu. Tveir keppa saman fyrir hvert fyrirtæki og telur betri bolti. Verðlaun fyrir þrjtí fyrstu sœtin er 25.000þús. kr. gjafabréf fyrir hvom keþþanda uþþ í utanlandsferð. Fyrirtæki sem ætla að taka þátt í firmakeppni Keilis em vinsamlegast beðin að tilkynna þátttöku í síma 565 3360 fyrir kl. 13:00 föstudaginn 4. september. Innifalið í mótsgjaldi er léttur málsverður að keþþni lokinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.