Morgunblaðið - 25.10.1998, Page 5

Morgunblaðið - 25.10.1998, Page 5
4 C SUNNUDAGUR 25. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. OKTÓBER 1998 C 5 x — Dæmigert vannært barn; augun stór og útstæð en barnið er að öðru leyti rýrt og beinabert. að búnaðurinn var úreltur, réttu lyf- in ekki til og eftirmeðferö hefði orð- ið allt of dýr. Læknar standa frammi fyrir slíkum ákvöröunum daglega. Og _þar er forgangsraöað í stórum stíl. Á hverjum degi er valið hverjir eiga aö lifa og hverjir veröa aö deyja. Grimmur veruleikinn hljóöar svo: stundum er hægt að bjarga tveimur með sama kostnaði og hægt væri að bjarga einhverjum einum. Og þá verður þessi eini aö deyja. Stundum geta læknar bjarg- að fimm fyrir einhvern einn. Og þá verður þessi eini að deyja. Sjúkrahúsum berast vörur erlend- is frá skv. samþykkt SÞ, en starfs- fólk sjúkrahúsa og hjálparstofnana hafði orð á að skriffinnska væri mikil, kerfið þungt í vöfum og oft um óþarfa stífni að ræða. Eitt dæmi var nefnt; lyfjasending MECC (Hjálparstofnunar kirkjunnar í Miö- Austurlöndum) var stöðvuð í nokkr- ar vikur í sumar vegna þess að tvær tunnur af sótthreinsisápu, sem ekki voru skráöar á þau skjöl sem með fýlgdu, var að finna í sendingunni. Vörurnar komust að lokum á áfangastaö, nema hvað sápan var skilin eftir og vegna þess var ekki hægt aö framkvæma skuröaögerðir á sjúkrahúsunum. Þó allt annaö væri fyrir hendi var um- rædd sápa nauösynleg til að sótt- hreinsa tæki og tól. í sumar komu einnig blóöpokar en ekki fékkst leyfi fyrir nálum og tilheyrandi slöngum, til aö gefa blóð í æð, þannig aö ekki var hægt að nota pokana og þeir eru enn í vöru- geymslu í Bagdad. Einhverju sinni kom líka mikið af röntgenfilmum en enginn framköll- unarvökvi, þannig að engum til- gangi þjónaði að taka myndir. Læknum líður ekki vel að þurfa að velja og hafna daglega. Einn þeirra sem starfaði nýútskrifaður læknir á vígvellinum í stríði íraka gegn írönum sagði aöstöðuna hafa verið miklu betri þar en í dag. Hann tók á móti særðum hermönnum, jafnt vinum og óvinum, og hafði allt sem hægt var við þær aðstæður. Nú er hann á stóru sjúkrahúsi þar sem tæki eru fyrir hendi, en gjarn- an úr sér gengin eða biluð og þá vantar oft varahluti. Síðan 1991 hafa ekki veriö gerð- ar neinar aðgerðir í landinu sem ekki eru beinlínis til þess aö bjarga mannslífi. Opin fótbrot er reyndar hægt að laga, að sögn, en slíti fólk liðbönd eóa krossbönd er það ávís- un á hækjur eða hjólastól. Pening- um er ekki varið í slíkar aðgerðir. Fyrir Persaflóastríð voru svona smámunir - fótbrot og önnur minni- háttar slys - lagfærðir samdægurs að sögn lækna. Það sem Ijósmyndari Morgun- blaðsins upplifði sterkast á sjúkra- húsunum er vonleysi fólks og mað- urinn að vestan fær erfiðar spurn- ingar: Af hverju er verið að þessu? Af hverju megum við ekki flytja inn meira af sjúkragögnum? Hvers vegna ekki læknatímarit og skýrsl- ur? Af hverju er okkur ekki gert kleift að sinna sjúklingum og gam- almennum? Neysluvatn er víða mjög mengað og í sumum tilfellum beinlínls lífshættulegt. Gripið hefur verið til þess ráðs að flytja drykkjarvatn með tankbílum þangað sem ástandið er verst. Fólk nær sér þannig f vatn á hverjum morgni í öll tiltæk ílát. Á myndinni lengst til hægri er vannærð stúlka með stóra bróður sínum. Skv. könnun Barnahjálpar sameinuðu þjóðanna frá því haustið 1997 þjást 14,6% ungbarna í landinu af næringarskorti. 12,6% þeirra bíða varanlegan skaða vegna þessa og 7,5% eru í bráðri hættu. Morgunblaóió/Þorkell Dánartíðni barna innan eins árs að aldri hefur aukist gíf- urlega frá því fyrir Persaflóastríðið. Fimm árum fyrir við- skiptabannið, á árunum 1985 til 1990, létust að meðal- tali 450 á mánuði, en 8.500 ungabörn á mánuði um þessar mundir, skv. nýrri skýrslu Hjálparstofnunar kirkj- unnar í Mið-Austurlöndum. Dauðinn beið þessarar litlu stúlku handan næsta horns þegar myndin var tekin á sjúkrahúsi í Bagdad. Bólfesta ömurleika HEILBRIGÐISMAL ÁSTAND heilbrigðismála í landinu er vægast sagt hroöalegt. Fyrir 1990, þegar stríðið braust út, var heilbrigðisþjónusta til fyrirmyndar, að sögn; talin sú langbesta í Mið- Austurlöndum, en nú er öldin sann- arlega önnur. Starfsfólk heilbrigóisþjónustunn- ar var sérlega vel menntaö, bæöi læknar og hjúkrunarfólk, og tækja- búnaður allur mjög góður. Allt var f raun til alls; fjármagn eins og þurfti og öll hugsanleg lyf fyrir hendi en nú eru einungis fáanleg í landinu 2% þeirra lyfja sem læknar höfðu þá aðgang að. Eitt af því sem fæst ekki innflutt, vegna viöskiptabanns Sameinuöu þjóöanna, eru bækur og tímarit um læknisfræói og ýmis önnur gögn og skýrslur um tilraunir og framfarir í læknavísindum. Alls staöar þar sem Ijósmyndari Morgunblaðsins hitti lækna eða hjúkrunarfólk var haft orð á þessu og fólk gat ekki skiliö hvers vegna þessir hlutir væru bannvara. Skortur á þessum upplýsingum hefur leitt af sér stöðnun; læknar geta ekki fylgst meó framþróun í greininni, sem bætir gráu ofan á svart. íraskir læknar fá heldur ekki að sækja ráöstefnur erlendis. Flestir sérfræðingar í læknis- fræði, og öðrum greinum, hafa raunar yfirgefið landið til að sjá sjálfum sér og fjölskyldum sínum farborða, margir hverjir reyndar vegna þess að þeim buðust vel launuð störf erlendis. Fyrir refsiaögerðirnar fluttu írakar inn lyf fyrir 500 milljónir dollara ár- lega en í dag er 44 milljónum dala varið til þess. Þörfin er þó mun meiri nú en áöur vegna sjúkdóma, m.a. af völdum næringarskorts. Mjög sláandi var að koma á barnasjúkrahús í Bagdad. Sjúkra- stofurnar voru yfirfullar, sums stað- ar eru börnin á gólfinu af því að ekki eru til nægilega mörg sjúkra- rúm. Mikiö af starfsfólkinu er fariö úr landi og því skortur á bæði læknum og hjúkrunafólki. Þeir sem enn eru við störf eru það annaö- hvort af hugsjónaástæöum eða hafa ekki önnur úrræði því fjöl- skyldan er föst. Engar skurðaðgeröir eru geröar í írak nema í algjörri neyð, og alls ekki nema öruggt sé aö þær skili árangri. Eitt þeirra barna sem Ijós- myndarinn sá var aö deyja; hefði þurft hjartaaögerö, sem ekki var hægt að framkvæma sökum þess

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.