Morgunblaðið - 03.11.1998, Page 1

Morgunblaðið - 03.11.1998, Page 1
Prentsmiðja Morgunblaðsins Þriðjudagur 3. nóvember 1998 Blað C Staðall um hljóðvist Áhugi fólks á betri hljóðvist í íbúðarhúsum fer vaxandi. Steindór Guðmundsson, verkfræðingur hjá Rb., fjallar um samnorrænan staðal um hljóðvist í fbúðarhúsum. Þar er m. a. gert ráð fyrir nokkuð hertum lágmarkskröfum. / 10 ngJLHWM trt i w* •.( ? • V ^ ’ ’fi'iaé&fgli CD ED O’"*’ - HSiÍl l 1 „j-m- t #'í Kynnisferð lagnamanna ÍSLENZKIR lagnamenn leggja mikla áherzlu á að fylgjast sem bezt með allri framþróun á sínu sviði. í þættinum Lagnafréttir segir Sigurður Grétar Guð- mundsson frá kynnisför fimm- tán íslenzkra lagnamanna til Þýzkalands. / 28 Ú T T E K T íbúða- hótel SNEMMA á þessu ári keyptu tveir ungir menn hús ísafoldarprentsmiðju að Þingholtsstræti 5 í Reykja- vík í því skyni að gera það upp og hafa þeir nú látið innrétta 19 íbúðir og tvö skrifstofuher- bergi á efri hæðum þess en breytt götuhæðinni í verzlun- arpláss. Þarna eru að verki þeir Þor- lákur Traustason og Guðmund- ur Jónsson, en fyrirtæki þeirra heitir Langastétt ehf. Ætlunin er að reka í húsinu svokallað íbúðahótel. Alls er húsið um 1480 ferm. Það er steinsteypt og skiptist í þrjár hæðir fyrir utan ris og kjallara. „Framkvæmdir hafa gengið mjög vel. Þær hófust í maí í vor og íbúðahótelið var form- lega tekið í notkun 1. nóvem- ber, þó að framkvæmdum við húsið sé ekki Iokið,“ segja þeir félagar í viðtalsgrein hér í blaðinu í dag. Húsið var nánast í fokheldu ástandi miðað við þessar breyt- ingar, þegar þeir tóku við því og segja má, að allt í því sé nýtt nema steypan. Ibúðirnar eru um 25 ferm. að innanmáli. Þær fara í út- leigu til fyrirtækja og stofnana og að sögn þeirra félaga hafa margir aðilar sýnt þeim áhuga. Þannig hefur flugfélagið Atl- anta þegar ákveðið að taka heila hæð í húsinu á leigu fyrir starfsmenn sína og gesti. Kostnaðaráætlun við þessar framkvæmdir er um 130 millj. kr. og það hefur gengið vel að fjármagna þær. / 18 Hátt fermetraverð í fjölbýli í Garðabæ VERÐ á 2ja herb. íbúðum í fjölbýli er nú hæst i Garðabæ af öllum sveit- arfélögum á höfuðborgarsvæðinu, eins og fram kemur á meðfylgjandi teikningu, sem sýnir meðalverð á fer- metra í íbúðum í fjölbýlishúsum, er skiptu um eigendur á þessu svæði á 12 mánaða tímabilinu sept. 1997- ágúst 1998. Byggt er á upplýsingum frá Fast- eignamati ríkisins. Fermetrastærðir eru séreignarfermetrar, en sameign- arfermetrai' eru ekki taldir með. Dýrast er fermetraverðið í 2ja herb. íbúðunum, en það fer síðan lækkandi, eftir því sem íbúðirnar eru stærri. í Garðabæ var fermetraverð í 2ja herb. íbúðum að meðaltali 86.059 kr., en 84.702 kr. í Kópavogi, 84.087 kr. í Hafnariírði, 82.732 kr. í Reykjavík en 79.062 kr. á Seltjarnarnesi. í 3ja herb. íbúðunum var verðið 80.700 kr. í Garðabæ, 80.499. kr. á Seltjarnar- nesi, 78.971 kr. í Reykjavík, 75.823 kr. í Kópavogi og 73.850 ki\ í Hafnar- firði. Miðað við þessar tölur er fer- metraverð í 2ja herb. íbúðum í Garðabæ að meðaltali 4,0% hærra en í Reykjavík og 2,2% hærra í 3ja herb. íbúðunum. I 4ra herb. íbúðum er verðið aftur á móti 2,6% lægra í Garðabæ. Þessar fjárhæðir miðast við stað- greiðslu og eru meðalverð. Frávik frá þeim geta því verið mikil. íbúðarhús- næði er ekki staðlað og misjafnt, hve mikið er í það borið, hvort sem það er gamalt eða nýtt. Einnig er misjafnt, hve vel íbúðum er haldið við. Lítið framboð hefur verið af íbúð- um í fjölbýlishúsum í Garðabæ þar til á allra síðustu árum, að nokkuð hefur verið byggt af þeim. Skýringin á háu fermetraverði í 2ja og 3ja herb. blokkaríbúðum í Garðabæ gæti verið sú, að einkum er um nýjar íbúðir að ræða, en fermetraverð er að sjálf- sögðu hæst í þeim. Hið sama á raunar við um Kópa- vog, en hvergi er byggt jafn mikið af nýjum íbúðum og þar. Byggingarað- ilarnir byggja til þess að selja og hlutfall nýrra íbúða, sem skipta um eigendur, er því sennilega mjög hátt í Kópavogsbæ. Húsnæðisverð í fjölbýli í Reykjavík, Seltjarnarnesi, Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði sept. 1997- ág. 1998, staðgreiðsluverð Tveggja herbergja GARÐABÆR KOPAVOGUR HAFNARFJORÐUR REYKJAVIK SELTJARNARNES REYKJAVIK KOPAVOGUR HAFNARFJÖRÐUR Fjögurra herbergja “ ' . " REYKJAVIK GARÐABÆR Meðalverð á hvern fermetra Kr. Fj. íbúða i 86.059 (16) 84.702 (102) 84.087 (82) I 82.732 (669) 79.062 (23) 80.700 (24) 80.499 (21) 78.971 (823) 75.823 (229) 73.850 (129) 77.540 (20) 73.875 (585) 71.987 (16) 70.250 (149) 66.802 (105) 69.757 (275) 68.124 (55) 66.728 (44) 64.546 (11) 54.790 (5) .o> Q) oo •2 1 i/v, ÞU FÆRÐ MEIRA O, FYRIR HÚSBRÉFIN HJÁ FJÁRVANGI Kaupgengi Húsbréfa er mismunandi eftir fjármálastofnunum. Fjárvangur keppist við að bjóða besta kaupgengið og staðgreiðir Húsbréfin samdægurs. Ráðgjafar Fjárvangs veita allar upp- lýsingar um kaupgengi Húsbréfa. Hærra kaupgengi þýðir hærra verð fyrir Húsbréfin þín. ITP^ FJÁRVANGUR L Ö G GIL T VEHÐBníFAFYBIRTSU Laugavegi 170 sfmi 5 40 50 60, www.fjarvangur.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.