Morgunblaðið - 03.11.1998, Síða 2

Morgunblaðið - 03.11.1998, Síða 2
2 C ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ HÆÐARBYGGÐ 11 í Garðabæ er til sölu hjá Fasteignamarkaðnum. Þetta er óvenju glæsilegt hús og vandað að allri gerð. Ásett verð er 27,5 millj. kr. Glæsilegt einbýlis hús í Garðabæ HJÁ Fasteignamarkaðnum er til sölu stórt og mikið einbýlishús að Hæðarbyggð 11 í Garðabæ. Húsið er á tveimur hæðum og alls 315 ferm. að stærð. ARKO teiknaði hús- ið og allar innréttingar eru sérsmíð- aðar samkvæmt teikningu Gunnars Magnússonar arkitekts. Húsið var byggt 1978 og er steinsteypt. „Þetta er afar glæsilegt hús, al- veg í sérflokki," sagði Ólafur Stef- ánsson hjá Fasteignamarkaðnum." Á aðalhæðinni eru þrjár stofur. Eldhús, þvottaherbergi og búr eru einnig á þessari hæð, en búrið eru inn af eldhúsinu. Innréttingar eru mjög vandaðar. Baðherbergi er einnig á fyrstu hæðinni, það er flísalagt með mjög góðum innréttingum. I svefnálmu eru tvö svefnherbergi og fataher- bergi. Hægt er að bæta við einu herbergi á aðalhæð. Á neðri hæð er reiknað með stúd- íóíbúð með sérinngangi. Að auki er á neðri hæð stór innbyggður bílskúr og stórt herbergi, vel innréttað fyr- ir tómstundaaðstöðu eða sem veg- legt íbúðarherbergi. Ennfremur er á neðri hæð saunaklefi eða gufubað með baðaðstöðu og svo geymsla. Húsið er allt hið vandaðasta, en parket, steinflísar og marmari eru á gólfum. Stórar suðursvalir eru á húsinu þar sem gengið er niður í garðinn. Lóðin er mjög sérstök verðlaunalóð með heitum potti og gróðurhúsi. Ásett verð er 27,5 millj. kr. Atvinnuhúsnæði á góðum stað FASTEIGNASALAN Lundur er með í einkasölu atvinnuhúsnæði við Lágmúla 5. Þetta er 950 ferm. hús- næði á annarri hæð í tveggja hæða steinhúsi, byggt um 1970. „Um er að ræða skrifstofu- og lagerhúsnæði í þessu vel byggða og vel staðsetta húsi,“ sagði Hilmar Ævar Hilmarsson hjá Lundi. „Hús- næðinu er skipt í tvær einingar. Vörulyfta er í skrifstofu- og lager- húsnæðinu, en hinum megin er starfandi líkamsræktarstöð. Góð aðkoma er að þessu húsi og góð bílastæði, en húsið er á áberandi stað og auglýsir sig þannig talsvert sjálft. Góð langtímalán hvfla á hús- næðinu og langur leigusamningur getur fylgt. Þetta getur því verið góður kostur fyrir fjárfesta. Einnig eru möguleg ýmiss konar skipti. Ásett verð er 48 millj. kr.“ LÁGMÚLI 5. í þessu húsi er til sölu hjá Lundi 950 fermetra atvinnu- húsnæði á annarri hæð. Ásett verð er 48 millj. kr. Gott atvinnuhús- næði í Kópavogi MEIRI hreyfing er nú á atvinnu- húsnæði en verið hefur lengi, enda er eftirspurnin miklu meiri. Hjá fasteignasölunni Kjöreign er til sölu iðnaðar- og skrifstofuhúsnæði að Vesturvör 22 í Kópavogi. Það er í raun tvö hús, framhús og bakhús og er byggt 1968 og 1982 úr steini. „Þetta er mjög gott hús og það fylgir byggingarréttur á lóðinni," sagði Birgir Georgsson hjá Kjör- eign. „Framhúsið skiptist í tvær hæðir, samtals 515 ferm. Á efri hæðinni er gert ráð fyrir skrifstofu- húsnæði, en það er nú innréttað sem glæsilegt íbúðarhúsnæði. Á neðri hæð er rekinn léttur iðnaður. I bakhúsi, sem er rúmir 300 ferm. er góð lofthæð og stórar innkeyrslu- dyr. Aðkoma að húsinu er mjög góð og það hentar vel fyrir ýmiss konar rekstur. Fallegt útsýni er frá hús- inu út á sjóinn. Ásett verð er 45 millj. kr., en ekkert er áhvflandi." VESTURVÖR 22 í Kópavogi er til sölu hjá Kjöreign. Þetta er iðnaðar- og skrifstofuhúsnæði með góðri aðkomu. Upplýstir íbúðarkaupendur Markaðurinn Mikilvægast er, að íbúðarkaupendur vlti að hverju þeir ganga, segir Grétar J. Guð- mundsson, rekstrarstjóri Húsnæðisstofn- unar ríkisins. Síðan eiga íbúðarkaup að vera á ábyrgð þeirra. EFLAUST verður seint hægt að fyrirbyggja erfíðleika íbúðar- eigenda með öllu. Næsta víst er að hér eftir sem hingað til verði ákveð- inn fjöldi fólks fyrir því að forsend- ur, sem gengið er út frá við íbúðar- kaup, bregðist. í gegnum húsnæðis- lánakerfið er þó mögulegt, með skipulögðum hætti, að stuðla að því að einhverjum verði forðað frá erfið- leikum. Og það er gert í dag. íbúð- arkaupendur þurfa að uppfylla ákveðin skflyrði áður en lánveiting í húsbréfakerfinu er samþykkt. Ein leið tfl að stuðla að því að fyr- irbyggja erfiðleika íbúðareigenda er að tryggja að kaupendur fái upplýs- ingar um allt það er máli skiptir áð- ur en þeir kaupa, þannig að hver og einn geti tekið skynsamlegar ákvarðanir í sínum eigin málum. Önnur leið er að haga málum þannig að lánakerfið hugsi fyrir fólk og meini því um lánafyrirgreiðslu, og komi þar með í veg fyrir kaup og hugsanlega erfiðleika, nema fyrir liggi að kaupin séu í samræmi við strangar fyrirframgefnar forsendur kerfisins. Engin leið er hins vegar til að sjá fyrir allar hugsanlegar breytingar á þeim forsendum, sem gengið er út frá við íbúðarkaup. Sem dæmi má nefha ef ung og bamlaus hjón kaupa íbúð. Hvaða forsendum á að ganga út frá undir slíkum kringumstæðum, ef ætlunin er að gera áætlanir af mikilli nákvæmni af hálfu lánakerf- isins? Á að reikna með tveggja manna fjölskyldu, eða á að gera ráð fyrir að kaupendumir eignist bam eða böm á næstu áram? Annað eins hefur gerst og slíkt hefur í flestum tilvikum töluverð áhrif á greiðslu- getu fólks. Um þetta geta auðvitað engir sagt nokkuð nema viðkomandi kaupendur. Þess vegna er miklu lík- legra að fyrri leiðin, sem nefnd er hér að framan, skfli betri árangri við að fyrirbyggja erfiðleika íbúðar- kaupenda, þ.e. að þeir séu vel upp- lýstir um allt er máli skiptir vegna íbúðarkaupa en ekki að lánakerfið hugsi fyrir fólk. Millivegurinn bestur Þar fyrir utan er líklegt að ýtr- ustu kröfur um skilyrði fyrir íbúðar- kaupum myndu útiloka stóran hluta kaupenda og skapa meiri erfiðleika en verið væri að reyna að leysa. í þessum efnum er millivegurinn án efa bestur. Mikilvægast af öllu er að íbúðai-kaupendur viti að hverju þeir ganga og séu vel upplýstir um það sem þeir era að takast á hendur. Síðan eiga íbúðarkaup að vera á ábyrgð viðkomandi án þess að aðrir séu að hafa vit fyrir þeim. Þau skilyrði sem íbúðarkaupend- ur hafa þurft að uppfylla til að fá fyrirgreiðslu í húsbréfakerfinu hafa verið hugsuð út frá þessu sjónar- miði, þ.e. að tryggja eins og frekast er unnt að fólk viti að hverju það gengur en taki sjálft sínar ákvarðan- ir. Þegar húsbréfakerfinu var komið á fót á árinu 1989 vora tekin upp ný vinnubrögð við veitingu húsnæðis- lána. Greiðslumat var gert að skil- yrði fyrir afgreiðslu láns. Greiðslu- matið hefiir frá upphafi fyrst og fremst verið hugsað sem ráðgjöf. Ætlunin var að koma því að, að fólk eigi að bera saman greiðslugetu og greiðslubyrði áður en kaup eru ákveðin. Skilyrði voru til að byrja með höfð rúm. Miðað var við að fólk gæti gert ráð fyrir allt að 30% greiðslubyrði lána sem hlutfalli af heildarlaunum. Með því var ekki þar með sagt að fólk ætti að ráðast í kaup með þetta mikilli greiðslu- byrði, en hins vegar var gert ráð fyrir að þeir sem óskuðu þess gætu það ef þeir vildu. Með ákveðinni prósentuviðmiðun um greiðslugetu var í raun verið að gefa til kynna að nákvæmni þessara fræða væri ekki mikil. Of mikfl ná- kvæmni í greiðslumati gefur falska mynd, þvi fjölmargt getur breyst, sem getur kollvarpað öllum áætlun- um. Fljótlega eftir að byrjað var að vinna með greiðslumatið í húsbréfa- kerfinu kom í ljós að margir festu kaup á eins dýrri íbúð og mögulegt var og slepptu því alveg að horfa á þessi mál af skynsemi. Þess vegna var viðmiðunin í greiðslumatinu lækkuð í 20% af heildarlaunum. Á árinu 1994 var hún svo lækkuð enn frekar eða í 18%. Sjálfstætt mat Þá var hins vegar tekið upp nýtt ákvæði, að fjármálastofnanir, sem sjá um framkvæmd greiðslumatsins, skyldu leggja sjálfstætt mat á greiðslugetu hvers og eins út frá þeim gögnum sem þessar stofnanir hafa undir höndum. Þær gátu því vel þess vegna gert ráð fyrir hærri eða lægri greiðslugetu væntanlegra íbúðarkaupenda en 18% af heildar- launum þeirra. Greiðslumatið í hús- bréfakerfinu hefur því frá upphafi verið rúmt og í því er reynt að taka mið af mismunandi aðstæðum fólks. Fyrir marga er tiltölulega auðvelt að fá hærra greiðslumat í húsbréfa- kerfinu en reglur miða við. Reynslan hefur hins vegar sýnt að mörg slík tilvik enda ekki vel. Kaupendumir era þá að sjálfsögðu eingöngu að plata sjálfa sig. Þeir era með öðram orðum ekki vel upplýstir. Heila mál- ið er auðvitað það, að greiðslumat getur aldrei verið fullkomið. Og reyndar er varhugavert að gera ráð fyrir að svo geti orðið. Fjölmargt getur breyst fljótlega eftir að geiðslumat er framkvæmt. Þá er betra að hafa lagt áherslu á að íbúð- arkaupendur séu vel upplýstir áður en þeir kaupa, eins og nú er gert í húsbréfakerfinu. Fasteignasölur í blaðinu ídag Agnar Gústafsson bls. 7 Ás bls. 28 Ásbyrgi bls. 5 Berg bls. 5 Bifröst bls. 24 Borgir bls. 14 Brynjólfur Jónsson bls. 7 Eignamiölun bis. 16-17 Eignaval bis. 12-13 Fasteignamarkaöur bls. 4 Fasteignamiðlunin bls. 19 Fasteignamiðstöðin bls. 16 Fasteignasala íslands bls. 7 Fjárfesting bls. 8 Fold bls. 6 Framtíðin bls. 11 Frón bls. 31 Garður bls. 18 Gimli bls. 9 Hátún bls. 8 H-gæði bls. 30 Hóll bls. 20 Hóll Hafnarfirði bls. 29 Hraunhamar bls. 23 Húsakaup bls. 30 Húsvangur bls. 21 Höfði bls. 22 Kjöreign bls. 26 Lundur bls. 25 Miðborg bls. 3 Óðal bls. 27 Skeifan bls. 10 Valhöll bls. 15

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.