Morgunblaðið - 03.11.1998, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1998 C 11
nýmæla í staðlinum er að ekki verð-
ur lengur gerður greinarmunur á
lágmarkskröfum um hljóðeinangrun
í fjölbýli annars vegar og í rað- og
parhúsum hins vegar, eins og hingað
til hefur verið gert. Sömu kröfur
gilda um allt nýtt íbúðarhúsnæði, ef
það á annað borð uppíyllir lág-
markshljóðflokkinn C. Þetta þýðir
að kröfurnar fyrir fjölbýlishús verða
hertar frá því sem nú er, en lág-
markskröfur fyrir rað- og parhús
verða nokkurn veginn óbreyttar.
Sérstök flokkun
á umhverfíshávaða
Staðallinn skiptist í tvo hluta,
þannig að annars vegar er húsið
sjálft gæðaflokkað (A,B,C) og hins
vegar er umhverfí hússins gæða-
flokkað m.t.t. umhverfishávaða ut-
anhúss. Þannig hefur það ekki endi-
lega áhrif á gæðaflokkun hússins
sjálfs þótt t.d. sé lögð hraðbraut í
næsta nágrenni þess. Hins vegar
gæti slík framkvæmd valdið lækkun
á umhverfisflokkun hússins (einnig
flokkar A,B,C).
Varðandi umhverfishávaða eru
lágmarksákvæðin (flokkur C) svipuð
fyrir hávaða frá atvinnustarfsemi og
verið hefur í mengunarvarnareglu-
gerð, en síðan eru strangari kröfur
fyrir flokka B og A. Þá eru einnig í
staðlinum ákvæði um umferðarhá-
vaða, og eru þau nokkuð breytt frá
því sem verið hefur.
Lögð er áhersla á að allar íbúðir
hafi a.m.k. eina hljóðláta hlið, þar
sem unnt verður að opna glugga og
fara út á svalir án þess að umferðar-
hávaði sé truflandi. Mengunar-
varnareglugerð setur ákvæði um
umferðarhávaða, þar sem almenna
krafan fyrir nýbyggingar er sú sama
fyrir allar húshliðar (55 dB).
Flokkunarstaðallinn leyfir hins
vegar hátt hljóðstig við húshlið sem
snýr út að götu, en tilskilið er að all-
ar íbúðir í húsinu hafi líka hljóðláta
hlið, þar sem kröfurnar eru strang-
ari en þær sem nú gilda (50 dB í
stað 55 dB). Eins og alltaf eru síðan
strangari kröfur um þessa hljóðlátu
hlið fyrir gæðaflokka B og A.
Rétt er að benda sérstaklega á að
þótt hljóðstig utan við glugga sé
ekki takmarkað á hávaðahhðinni,
eru sömu kröfur gerðar tU innihá-
vaða í íveruherbergjum þar og á
hljóðlátu hliðinni. Krafan gildir fyrir
lokaða glugga en opnar loftrásir. A
hávaðasömu hliðinni þarf sem sé
sérstaklega vel hljóðeinangrandi
glugga og loftrásir með góðri hljóð-
deyfingu.
Staðallinn hefur ekki reglugerðar-
ígildi, svo mengunarvamareglugerð
mun gilda óbreytt áfram fyrst um
sinn. Ekki er þó ólíklegt að ákvæðin
í staðlinum muni með tímanum hafa
þar áhrif til breytinga, enda virðast
þau skynsamlegri en núgildandi
ákvæði. Þetta myndi m.a. opna
möguleika fyrir ný fjölbýlishús ná-
lægt umferðargötum. Húsin þurfa
þá að vera í (samfelldum) lengjum
samsíða götunni og allar íbúðirnar
þurfa að ná í gegnum húsið og hafa
svalir a.m.k. á þeirri hlið sem snýr
frá götu. Hljóðstiginu inni er náð
niður með sérstökum hljóðeinangr-
andi gluggum og hljóðdeyfðum loft-
rásum, eins og áður segir. Erfitt
verður hins vegar að uppfylla þessar
kröfur ef byggð eru „turnhús" ná-
lægt umferðargötum.
Islensk byggingar-
hefð breytist.
Hvaða breytingar munu þessar
nýju reglur hafa í fór með sér fyrir
hefðbundnar íslenskar byggingarað-
ferðir?
Auknar kröfur um lofthljóðein-
angrun munu væntanlega valda því
að hætt verður að nota þá bygging-
ai’aðferð að einangra fjölbýlishús að
innanverðu með múrhúðuðu ein-
angrunarplasti. Þess í stað mun það
sennilega verða reglan að fjölbýlis-
hús verði einangruð að utan og
klædd með múrklæðningu eða loft-
ræstri klæðningu. Auk betri hljóð-
vistar fást með þessu móti mun betri
hús að ýmsu öðru leyti.
Þó má áfram benda á leiðir til
þess að einangra að innanverðu, ef
þess er sérstaklega óskað. Þannig
má t.d. einangra með steinullarein-
angrun í plötuklædda grind. Enn-
fremur er nú í gangi rannsóknar-
verkefni við Rannsóknastofnun
byggingariðnaðarins í samvinnu við
framleiðanda eoinangrunarplasts,
þar sem m.a. er reynt að finna leið
til þess að áfram verði hægt að ein-
angra að innanverðu með einangr-
unarplasti og pússa á það.
Auknar kröfur um högghljóðein-
angrun kalla á annars konar gólfa-
frágang en hingað til hefur tíðkast
hérlendis. Fljótandi hljóðdeyfigólf,
létt eða þung eftir atvikum, verða
væntanlega algengasti frágangur-
inn, allavega ef byggt er tO þess að
uppfylla flokk A eða B. I sumum til-
vikum í flokki C mætti þó hugsa sér
sömu gólfefni og nú eru notuð ef
gólfplatan er endurbætt að neðan-
verðu með plötuklæddri grind, eða
með því að auka steypuþykktina
(upp í ca 26 cm?).
Aukinn bygginga-
kostnaður?
Nú þegar eru sum fjölbýlishús
hérlendis byggð þannig að þau upp-
fylla kröfur um hljóðflokk C og jafn-
vel B. Þau eru samt samkeppnisfær
í verði við „hefðbundin" fjölbýlishús
sem varla ná að uppfylla byggingar-
reglugerðina eins og hún er nú, hvað
þá auknar kröfur í nýrri reglugerð.
Gerð hefur verið úttekt á öllum
Norðurlöndunum á væntanlegum
kostnaðarauka í hverju landi fyrir
sig, og alls staðar var talið að með
nokkurra ára aðlögunartíma gæti
byggingariðnaðurinn tekið upp
breyttar byggingaraðferðir og
byggt íbúðir í flokki C nánast án
aukakostnaðar. Ef hefðbundnar
byggingaraðferðir eru hins vegar
teknar eins og þær eru núna hér-
lendis, og aðeins lappað uppá þær
með aukinni steypuþykkt, viðbótar-
klæðningum o.s.frv. má búast við
aukakostnaði sem nemur ca 2-4 % af
heildarbyggingarkostnaði, sem þýð-
ir ca 200.000 - 300.000 kr í auka-
kostnað fyrir dæmigerða 70 m2
íbúð.
Noregur og Finnland ríða
á vaðið með auknar kröfur
Norskur staðall með samsvarandi
flokkun og sá samnorræni tók gildi
1. júlí 1998. Ennfremur breyttu
Norðmenn byggingarreglugerðinni,
þannig að hljóðflokkur C skv. staðl-
inum var þá tekinn upp sem lág-
markskrafa.
I Finnlandi tóku gildi ný ákvæði í
byggingarreglugerð 1. október 1998,
þar sem gerðar er sömu kröfur
varðandi hljóðeinangrun og í hljóð-
flokki C skv. norræna flokkunar-
staðlinum. Finnar hafa hins vegar
ekki tekið upp flokkunarstaðalinn
sjálfan, og hafa um hann vissar efa-
semdir.
Líklegt er að Danir taki innan
skamms upp ákvæðin skv. íyrr-
nefndum flokki C sem lágmarksá-
kvæði í sinni byggingarreglugerð,
þótt ekki muni vera búið að taka um
það ákvörðun enn. Fyrrnefnd úttekt
leiddi í ljós að einna minnst þurfi að
breyta dönskum byggingaraðferð-
um til þess að uppfylla þessar nýju
kröfur. Danir eru ennfremur já-
kvæðir fyrir flokkunarstaðli. Svíar
eru hins vegar svolítið sér á báti, og
þar er mest tregða við að taka upp
nýjar lágmarkskröfur.
Þeir voru reyndar fyrstir til þess
að innleiða staðal um gæðaflokkun
hljóðvistar, en hann er í nokkrum
atriðum frábrugðinn frá þeim sam-
norræna. Þar munar fyrst og fremst
því að vægari kröfur eru gerðar
varðandi högghljóðeinangrun í
flokki C, og svo eru Svíar með 4 dB
skref milli flokka í stað 5 dB skrefa í
norræna staðlinum. Nú er komin
næstum tveggja ára reynsla af notk-
un þessa sérsænska flokkunarstað-
als, og reynslan af honum er mjög
góð. Nánst öll nýbyggð íbúðarhús í
Svíþjóð munu nú vera byggð með
það sem markmið að uppfylla hljóð-
vistarflokk B, og reynslan sýnir að
það tekst í flestum tilvikum og enn-
fremur að kostnaðaraukningin hefur
reynst vera tiltölulega lítil.
Hérlendis tók ný byggingarreglu-
gerð gildi í júlí 1998, og þar voru
engar breytingar gerðar á kröfun-
um um hljóðvist. Hins vegar eru
ákvæðin skv. flokki C kynnt þar sem
leiðbeiningargildi innan sviga, þar
sem við á. Með þessu er væntanlega
verið að undirbúa þessa breytingu
hérlendis, og ekki er ólíklegt að
þessi strangari ákvæði verði tekin
upp við næstu endurskoðun reglu-
gerðarinnar. Staðlaráð íslands hef-
ur ennfremur lýst sig fylgjandi
flokkunarstaðlinum og mun greiða
því atkvæði að hann verði tekinn
upp sem samnorrænn staðall. Ekki
viljum við búa í lélegustu húsum á
Norðurlöndum hvað hljóðvist varð-
ar.
Frekari rannsóknir
hérlendis
Rétt er að ítreka að staðalfrum-
varpið hefur ekki verið samþykkt
enn sem samnorrænn staðall. Hins
vegar er til nánast samhljóða norsk-
ur staðall, og í raun er ekkert því til
fyrirstöðu að nota hann nú þegar
hérlendis til gæðaflokkunar íbúðar-
húsnæðis m.t.t. hljóðvistar, ef vilji til
þess er fyrir hendi.
Eins og fyrr er getið, eru ákvæði
um hljóðeinangrun samkvæmt þess-
um umrædda hljóðflokki C kynnt
sem leiðbeiningargildi í nýju ís-
lensku byggingarreglugerðinni frá
júlí 1998, þótt eiginleg markgildi séu
þar áfram óbreytt. Aður en þessi
strangari ákvæði verða tekin upp
sem markgildi er mikilvægt að þróa
og endurbæta íslenskar byggingar-
aðferðir, þannig að unnt verði að
uppfylla þessar nýju kröfur með
sem minnstum tilkostnaði. Enn-
fremur er mjög brýnt að rannsaka
hvernig megi uppfylla ákvæðin í
betri flokkunum, a.m.k. í flokki B og
jafnvel í fiokki A með endurbættum
íslenskum byggingaraðferðum.
Hvernig er hægt að uppfylla þessar
kröfur með sem minnstum tilkostn-
aði?
Rannsóknaverkefni, sem hefur
einmitt þetta að markmiði, hefur
verið skilgreint á Rannsóknastofn-
un byggingariðnaðarins í samstarfi
við þrjú byggingafyrirtæki. Styrkur
til verkefnisins fékkst frá Húsnæð-
isstofnun ríkisins og er verkefnið
nýfarið af stað. Verkefnið er skil-
greint tU þriggja ára og verður leit-
að eftir stuðningi við það hjá
RANNIS, auk þess sem vonast er
eftir áframhaldandi stuðningi frá
Ibúðalánasjóði (áður Húsnæðis-
stofnun rfldsins).
FRAMfíÍDÍNT
NÓATÚNI 17, - 105 REYKJAVÍK
Sölumenn:
Óli Antonsson
Þorsteinn Broddason
Sveinbjörn Freyr sölustjóri
Ingibjörg Eggertsdóttir ritari
Kjartan Ragnars hrl.
lögg. fasteignasali
Sími 5ll 3030
Fax 5ll 3535
Gsm 897 3030
kl. 12-14
KROSSALIND - BIÐIN A ENDA
—~
MJl . tl: th Llt
! • L tl LbLL
tíJí -i
tí r:
Nýkomin í einkasölu nokkur parhús sem verið er að hefja byggingu á. Til afh.
í. vor. Skemmtilega hönnuð, stílhrein og falleg. Frábært skipulag. Húsin eru
u.þ.b. 210 fm á 2 hæðum með stórum innb. 28 fm bílskúr. Aðkoma og garður
til suðurs. Eldhús, glæsilegar stofur og góðar svalir á efri hæð. Á neðri hæð
eru 4 svh. o.fl. Teikningar á skrifstofunni.
Einb., Raðh., Parh.
TEIGAR - MOS. Fallegt og vel um-
gengið 260 fm endaraðhús. Vandaðar
innr. og góð gólfefni. Möguleiki á 5-6 svh.
auk vinnuherbergis. Suðurstofur með út-
gang á hellulagða verönd með heitum
potti ( grónum garði. Verð 12,9 millj.
Áhv. 5,0 millj.
BREIÐHOLT MEÐ BILSKUR
Gott 140 fm raðhús á einni hæð. 3 svh.,
sjónvarpshol, flísal. baðherb. Suðurgarður.
Verð 10,8 millj.
4-6 herb. íbúðir
NÝI - MIÐBÆRINN Gullfallegt
250 fm tveggja hæða raðhús með
innb. bílskúr og miklu útsýni til suðurs
og vesturs. Húsið allt hið vandaðasta
hvar sem á er litiö. Verð 18,8 millj.
Áhv. 4,4 millj. byggsj. og húsbréf.
HLIÐAR - SKIPTI A
STÆRRI NÝTT í SÖLU. 100 fm efri
hæð við Drápuhlíð. Nýlega gegnumt.
baðherb. Góð stofa og borðst. 2. svh.
Suðursvalir. Áhv. 5,4 m húsbr. Verð
8,9 millj. ATH. SKIPTI Á STÆRRI
HÆÐ. 5723
BUAGRUND - VIÐ SJOINN
Fallegt 218 fm einb. ásamt stórum innb.
bílskúr. 4 rúmgóð svh., stórt sjónvhol og
stofur. Fullbúið hús á friðsælum stað. Áhv.
5,2 millj. hagst. lán. Verð aðeins 12,5
millj.
HRÍSRIMI - NÝTT HÚS Vandað
parhús á 2 hæðum. Húsið er nú rúmlega
tilbúið til innréttingar, baðherbergi, anddyri
og garðstofa flísalögð, allt húsið að innan
er nýmálað og búið að draga I rafmagn.
Verð 11,9 millj. Áhv. 4,5 milij. húsbr.
SUÐURHLÍÐAR - KÓP. nýtt I
SÖLU. Falleg 116 fm íbúð á 2. hæð ásamt
25 fm bílskúr á besta stað í mjög góðu
fjölb. Parket og flísar. Frábært skipulag.
Þvh. innan lb. Áhv. 5,2 byggsj. 33864
BLONDUHLIÐ - SERHÆÐ
Nýkomin [ einkasölu gullfalleg og mikið
endumýjuð 150 fm sérhæð auk bdskúrs.
Nýjar glæsilegar innréttingar I eldhúsi, baði
og svh. Parket og flísar á gólfum. Stórar
samliggjandi stofur, 2-3 svh., arinn I holi.
Sérinngangur. Verð 13,4 millj.
3ja herb. íbúðir
ORRAHOLAR - HUSVORÐ-
UR Vorum að fá í sölu 88 fm íb. á 2. hæð
í mjög góðu iyftuhúsi. Nýlegt parket og
flísar á gólfum og vandaðar innréttingar.
Vestursvalir. Verð 6,9 millj. 34075
STARENGI - SÉRINN-
GANGUR Nýkomin í sölu gullfalleg
85 fm íbúð á 1. hasð (slétt inn). 2 mjög
rúmgóð svh. með innb. skápum. Þvh. í
íb. Fallegar innréttingar, parket og flís-
ar á gólfum. Verð 7,9 millj. Áhv. 4,8
millj. húsbr. 5,1% vextir.
SORLASKJOL - SJAVAR-
ÚTSÝNI Mjög góð 100 fm 3-4 herb.
efri hæð á þessum vinsæla stað. Skipti
æskileg á stærra húsn. á svipuðum slóð-
um. Verð aðeins 9,3 millj. Áhv. 4,5 millj.
34037
MIÐBORGIN - JARÐHÆÐ
Rúmgóð 96 fm 3ja herbergja (búð I virðu-
legu húsi við Garðastræti. Fallegar lakkað-
ar hurðir og franskir gluggar. Stór og fal-
legur garður. Verð 7,9 millj.
2ja herb. íbúðir
FROÐENGI - SLETT INN
Nýkomin í sölu falleg og björt 54 fm
ibúð á jarðhæð I nýlegu húsi. Mjög
rúmgott svh. Eldhús opið í suðurstofu,
útg. á lóð. Tengt f. þvottavél á baðh.
Verð 5,1 millj. Áhv. 2,5 millj. húsbr.
ATH. SKIPTI Á 3-4RA.
VEGHUS - EKKERT
GREIÐSLUMAT nýtt ( sölu.
Mjög góð u.þ.b. 70 fm íbúð á jarðhæð
með nýlegum fallegum innr. Nýtt park-
et á gólfum. Geymsla og þvottaherb.
innan ib. Skipti á stærra kemur til
greina. Verð 6,7 millj. Áhv. 4,4 millj.
Byggsj. rík. með greiðslubyrði
aðeins 23 þús. á mán. 34156
FALKAGATA - FRAB. STAÐ-
SETN. NÝTT ( SÖLU. Mjög góð 35 fm
ibúð með SÉRINNGANGI. Parket á gólf-
um. Verð aðeins 3,0 millj. 30460
VINDÁS Mjög góð tæpl. 60 fm íbúð á
1. hæð. Flísar og parket á gólfum. Verð
5,5 millj. Áhv. 3 millj. langtímalán.
I smídum
GARÐSTAÐIR - FRÁB.
STAÐSETN. 140 fm raðhús á einni
hæð með innb. 20,5 fm bílskúr. Verð 9,7
millj., fullb. að utan, milliveggir komnir og
grófjöfnuð lóð.
BRÚNASTAÐIR - Á EINNI
HÆÐ Tæplega 190 fm raðhús innst I
botnlanga, neðan götu. Gert er ráð fyrir 4
svh. Innb. rúmgóður bílskúr. Síðasta hús I
3ja húsa lengju. Skilast fullb. utan, fokhelt
innan, lóð grófjöfnuð. Útsýni. Verð 9 millj.
FJALLALIND - SÍÐASTA
HÚS Mjög gott 172,5 fm raðhús á þess-
um vinsæla stað I Lindunum með 33,3 fm
bílskúr. Mjög gott verð, aðeins 9,3 millj.
fullb. að utan með endanlegri áferð og
grófjöfnuð lóð. Til afhendingar strax.
VÆTTABORGIR PARHÚS á 2
hæðum, 165 fm með innb. bílskúr. Verð
8.950 þús. Skilað fokh. innan, tilb. u.
málningu utan.
Atvinnuhúsnæöi
DALVEGUR 16B - TIL LEIGU
Nýtt húsnæði til leigu á þessum eftir-
sótta stað f Smáranum. Jarðhæð ca 40
fm, 2. hæð ca 140 fm. Ennþá mögul. að
hafa áhrif á innréttingar og herbergja-
skipan. Teikningar og upplýsingar á
skrifstofunni. Fyrstur kemur fyrstur fær!
SMIÐJUVEGUR - GUL GATA
Sérlega snyrtilegt atvhúsnæði tæplega
300 fm á jarðhæö með 4ra metra lofthæð
og góðum innkeyrsludyrum, gluggum að
götu. Verð 14,5 millj.
BRAUTARHOLT Nýkomið í söiu
gott ca 530 fm atvinnuhúsnæði sem að
mestu leyti er á jarðhæð og skiptist í 2
stóra sali og 4-5 skrifstofu- og vinnuher-
bergi. Góðar innkeyrsludyr. Hentar ýmis-
konar rekstri. Teikn. og uppl. á skrif-
stofu.
MIÐHRAUN - NÝTT Nýtt i söiu
samtals ca. 1600 fm nýbygging sem er að
risa á „Hrauninu" I Garðabæ. Byggingin
skiptist I 4 bil 375 - 420 fm. Góð lofthæð.
Skilast fullbúin að vori. GOTT VERÐ.
Teikningar og upplýsingar á skrifstof-
unni