Morgunblaðið - 03.11.1998, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1998 C 19
ÞESSI mynd er tekin í íbúð á rishæðinni. Kvistirnir eru hannaðir í stfl við upphaflegt útlit hússins, þannig að
útkoman sé líkust því, sem slíkar gluggar hafi verið á húsinu alla tíð.
ÍBÚÐIRNAR eru alls 19. Þær
eru svokallaðar stúdíóíbúðir og
um 25 ferm. að stærð.
jafn hröð og í þessu tilfelli, þá vinnst
ekki tími til þess að gera útboðslýs-
ingar,“ segja þeir félagar.
Þeir segja bílastæðagjöld standa
mjög í vegi fyrir því, að gömul hús
séu gerð upp. „Ef hús eru stækkuð
með því að byggja ofan á þau eða
breikka þau, þarf að greiða bfla-
stæðagjöld til borgarinnar í hlutfalli
við stækkunina. Eitt bflastæðagjald
á þessu svæði nemur 900.000 kr.,
þannig að endurnýjun á húsi er ekki
lengur hagkvæm, ef það þarf
kannski að borga fyrir tíu bflastæði.
Við endurnýjun á húsi ísafoldar-
prentsmiðju lentum við ekki í þess-
um vanda, því að það er ekki verið
að stækka húsið heldur einungis
verið að breyta notkun þess.“
Hús Isafoldarprentsmiðju við
Þingholtsstræti 5 er ekki fyrsta hús-
ið, sem þeir félagar endurnýja með
þessum hætti. I fyrra keyptu þeir
hús að Framnesvegi 29 og gerðu þar
átta íbúðir, sem mjög vel gekk að
selja. „Það er óhætt að segja, að
götumyndin við Framnesveg hefur
gerbreytzt til batnaðar við endur-
nýjun þessa húss, en Jiað var í svip-
uðu ástandi og hús Isafoldarprent-
smiðju," segja þeir Þorlákur og
Guðmundur.
Sven-ir Norðfjörð arkitekt hefur
aðstoðað þá félaga og hannað breyt-
ingarnar innanhúss í húsi Isafoldar-
prentsmiðju. „Það er mjög skemmti-
legt verkefni að hanna hús upp á
nýtt, sem upphaflega hafa verið
hannað fyrir allt aðra notkun," segir
hann. „Þetta hús er frá upphafí
mjög vandað að allri gerð, ramm-
lega byggt og til langrar framtíðar.
Gildar súlur í húsinu bera þess
glöggt vitni.“
Sú spurning kemur strax upp,
hvort nokkur markaður sé fyrir
þetta húsnæði í framtíðinni, því að
einhverjir verða að vera til staðar til
þess að nýta það. Þeir Þorlákur og
Guðmundur segjast svara þessari
spurningu hiklaust játandi. Þeir
telja framboð á húsnæði af þessu
tagi svo nálægt miðborg Reykjavík-
ur vera lítið, en kannanir hafa leitt í
ljós, að ásókn er mikil í leiguhús-
næði í eldri hverfum borgarinnar og
þó einkum í hverfin næst miðborg-
inni.
Alltaf er til staðar viss hópur, sem
vill dveljast sem næst miðborginni,
enda hefur það marga kosti. Þá þarf
fólk miklu síður að hafa bfl til ráð-
stöfunar, en hægt að fara fótgang-
andi á marga staði í miðbænum.
Margir kunna einfaldlega bezt við
sig í miðbænum, enda hefur hann
ávallt haft mikið aðdráttarafl bæði
fyrir ungt fólk og þá sem eldri eru.
Vinnur gegn hnignun
miðborgarinnar
Víða um lönd hefur miðbæjum í
borgum hnignað. Ein af orsökum
þess er einmitt sú, að íbúum þar hef-
ur farið fækkandi. Eftir standa mið-
bæir, þar sem fáir eru á ferli, þegar
verzlunum, skrifstofum og bönkum
er lokað. Flestir eru sammála um,
að við þessari þróun þm-fi að sporna.
Miðbær Reykjavíkur hefur ekki far-
ið varhluta af þessari þróun. Ástæð-
an kann einmitt að vera sú, að skort-
ur er þar á góðu leiguhúsnæði.
Framtak þeirra Þorláks Trausta-
sonar og Guðmundar Jónssonar á
því mikinn rétt á sér, en endurnýjun
hússins að Þingholtsstræti 5 og
breyting þess í íbúðahótel ætti að
vinna gegn þessari þróun.
Erlendis er mikið um, að gömul
hús séu gerð upp og þeim fengið
nýtt hlutverk. Hér á landi er hins
vegar allt of lítið gert af slíku. Fjár-
magn í þá sjóði, sem hafa þetta hlut-
verk hér á landi, hefur verið alltof
lítið.
Húsvemdarsjóður Reykjavíkur
er að vísu til. Ur honum eru veittir
styrkir, en vegna fjölda umsókna
hafa upphæðir úr þessum sjóði
dreifst og verið frekar lágar. Það
hefur því ekki verið hægt að gera
mikið fyrir þeirra tilstilli. Húsfrið-
unarnefnd veitir líka styrki, en þar
eru styrkir einnig fremur lágir.
Engu að síður hefur það samt ör-
ugglega skipt marga verulegu máli
að fá þessa styrki.
A höfuðborgarsvæðinu og á ýms-
um stöðum úti á landi eru mörg veg-
leg hús á góðum stöðum, sem komin
eru til ára sinna. Vegna aldurs og
vanrækslu er viðhald á þessum hús-
um víða orðið að knýjandi nauðsyn,
sem eigendur þeima geta ekki leng-
ur horft fram hjá. Samt eru þeir
býsna margir, sem láta skeika að
sköpuðu gagnvart þessu vandamáli,
sem vafalítið á eftir að verða enn
áleitnara á næstu árum en það er
nú.
Þessi hús þurfa ekki ósjaldan á
gagngerri endurnýjun að halda, eigi
þau ekki að ganga úr sér. Þá væri
mikill skaði skeður, því þessi hús
eiga sér flest mikla sögu, sem færi
forgörðum með þeim. Þau eru hluti
af byggingarsögunni og um leið
hluti af menningararfi okkar.
Húsin eru líka mun fallegri á eftir
og til prýði fyrir umhverfi sitt.
Kostnaðurinn við slíkar fram-
kvæmdir er samt töluverður og oft
litlu minni en við að byggja ný hús.
Endumýjun þessara húsa ætti samt
ekki alfarið að gerast með opinber-
um styrkjum, heldur verður sá
kostnaður, sem lagður er í þau, að
skila sér til baka.
Þess má geta, að vinnulaun er af-
ar stór þáttur í framkvæmdum við
endurnýjun húsa eða um 70%. Það
er sjónarmið, sem vert er að taka til-
lit til, þegar atvinnuástand í bygg-
ingariðnaðinum er lélegt.
FASTEIGN ER FRAMTÍÐ
FASTEIGNA
SÍMI 568 7768
MIÐLUN
Suöurlandsbraut 12, 108 Reykjavík Sverrir Kristjánsson
fax 568 7072 lögg. Fasteignasali
Þór Þorgeirsson, sölum Brynjar Fransson, sölum.
Heimasíða: http://www.fastmidl.is//
OPIÐ VIRKA DAGA FRÁ KL. 9-17. Sunnudaga frá 13-15
VANTAR - VANTAR
Við leitum að raðhúsi, parhúsi eða litlu einbýlishúsi ca 120-
200 fm ásamt bílskúr. Staðgreiðsla. Losun næsta vor
3ja herbergja
Einbýlishús
SJÁVARLÓÐ - EINBÝLI
| m “l
I /ÆIRWŒm HZ 89 i
lll ss -ii^ 1 n n
Til sölu þetta glæsilega ca 200 fm
einbýli ásamt ca 60 fm bílskúr á
einni fallegustu sjávarlóðinni á
höfuðborgarsvæðinu. Stórkostleg
staðsetning við sjóinn.
LYNGHEIÐI - KÓP. Til sölu gott
137 fm einbýli á einni hæð ásamt 30
,fm bilskúr. Fallegur garður, sólpallur
og heitur pottur. Húsið er klætt að
utan með Stení og því viðhaldslítið.
Mjög góður og rólegur staður.
AUSTURBORGIN Glæsilegt
301 fm einbýlishús á tveim
hæðum ásamt 32 fm bílskúr i
gömlu austurborginni. Verð 26
m.
Rað- og parhús
ÁLFAHEIÐI - KÓP. 139 fm sér-
býli á tveim hæðum ásamt 26 fm
bílskúr. Tvær stofur, 4 svefnherb.,
glæsilegt eldhús, flísalagt bað.
Parket. Suðurverönd. Áhv. 7,1 m. í
góðum lánum. Ekkert greiðslumat.
Verð 12,4 m.
4ra herbergja
SKÁLAHEIÐI - KÓP.
3ja - 4ra herb. 116 fm íbúð á 2. hæð í
þríbýlishúsi ásamt 35 fm bílskúr. Verð
9,0 m. og 3ja - 4ra herb. 97 fm íbúö á
3. hæð í sama húsi með 26 fm bílskúr.
Verö 8,6 m.
LINDASMÁRI - KÓP. Glæsi-
leg 4ra herb. 105 fm íbúð á
tveim hæðum. Stofa og borð-
stofa, 3 rúmgóð svefnherb.,
flísalagt bað. Mikil lofthæð.
Halógenlýsing. Suðursvalir.
Parket og filsar. Áhv. 5,2 m.
húsbréf. Verð 10,3 m.
LAUGARÁS - DRAGAVEGUR
Vorum að fá í sölu á þessum
eftirsótta stað, fallega 3ja herb.
90 fm íbúð í kjallara. (Lítið nið-
urgrafin.) Flísar og parket á
gólfum. Baðherbergi nýlega
endurnýjað. Sér inngangur. Sér-
hiti. Gott hús. Góður garður.
FLÉTTURIMI - LÍTIL ÚTB.
Mjög faileg, björt og rúmgóð 3ja
herbergja 90 fm íbúð á 2. hæð (
fjölbýli ásamt stæði ( bílskýli. Fal-
legar og miklar innréttingar, parket
og flísar á gólfi. Mikið útsýni. Laus.
Áhv. 7,45 m. húsbréf. Verð: 8,4 m.
Nýbyggingar
BARÐASTAÐIR 13-15
Til sölu 3ja og 4ra herbergja íbúðir í 16 íbúöa húsi sem er í
byggingu. íbúðirnar verða afhentar fullbúnar með vönduðum
gólfefnum. íbúðirnar afhendast 15.04.1999. Verð frá kr. 8.050
þ. til 9.450 þ. Möguleiki að fá keyptan bílskúr. Af 16 íbúðum
eru 11 eftir.
LJOSALIND 2-4 KOP. Til sölu í 12 íbúða húsi, 2ja, 3ja og 4ra
herb. íbúöir í 3ja hæða fjölbýlishúsi. íbúöirnar afhendast fullbúnar
að innan án gólfefna. Afhending í jan. árið 2000. Möguleiki að fá
keyptan bílskúr. Teikningar á skrifstofu.
GALTALIND 9-11 KÓP.
FLETTURIMI
Einungis ein 4ra herb. 119 fm ibúð á 2.
hæð óseld í þessu relsulega 14 íbúða
húsi. íbúðin afhendist fullbúin að innan
án gólfefna. Afhending í apríl 1999. Verð
9,6 m.
4ra herb. 120 fm íbúð á 3. hæð og í risi
ásamt stæði í bílskýli í nýju fjölbýli sem
afhendist tilbúin til innréttingar til afhend
ingar strax. Verð 9,15 m
BERJARIMI 168 fm parhús á tveim hæðum með innbyggðum bílskúr
sem afhendist fullbúið að utan en fokhelt að innan, til afhendingar strax.
Áhv. 6,6 m. Verð 8,7 m.
LEIRUBAKKI - LAUS 4ra herb.
fbúð á 1. hæð í fjölbýli. íbúðin er
m.a. stofa með rúmgóðum vestur-
svölum, 3 svefnherb., rúmgott eld-
hús. Þvottaherb. í íbúð. Hús nývið-
gert og málað að utan. Verð 7,2 m.
LINDARHVAMMUR - HF.
Mikið endurnýjuð 98 fm 3ja herb. ibúð
á 2. hæð (miðhæö) í þessu reisulega
húsi ásamt 32 fm bílskúr. (búöin er
stofa, tvö rúmgóö svefnherb., nýlegt
eldhús og nýlegt flísalagt bað. Parket á
gólfum. Ahv. 5,2 m. húsbréf. Verð 8,8
m.
VESTURBERG 3ja herb. 76 fm
íbúð á 2. hæð í fjölbýli. íbúðin er
m.a. stofa með vestursv., rúmgott
eldhús, tvö svefnherb., þvottah. f
(búð. Parket. Hús nýviðgert og
málað að utan. Áhv. 3,2 m. húsbréf
og lífsj. Verð: 5,9 m.
RAUÐARÁRSTÍGUR
3ja herb. 57 fm íbúð á 2. hæð í fjölbýli.
íbúöin er stofa, tvö svefnherb., eldhús
og bað. Parket. Verö 5,0 m.
2ja herbergja
BLIKAHÓLAR - LYFTUHÚS
Góð 2ja herb. 54 fm íbúð á 3.
hæð í lyftuhúsi. íbúðin er mikið
endurnýjuð, m.a. nýlegt eldhús
og gólfefni. Hús nýviðgert að
utan. Parket og flísar. Ahv. 3,2
m. byggsj. og húsbréf. Verð 5,0
VINDÁS 2ja herb. 58 fm íbúð á 4.
hæð ( fjölbýli. íbúðin er stofa með
austursv., eldhús, svefnherb. o.fl.
Áhv. 2,7 m. byggsj. og húsbréf.
Verð 4,9 m.innréttingar, til afhend-
ingar strax. Verð 8,3 m.
Atvinnuhúsnæði
VERSLUNARPLÁSS
MIÐSVÆÐIS Ca 650 fm salur
með góðum útstillingargluggum.
Mjög góð lán allt að 80%. Uppl.
aðeins á skrifstofu.
VERSLUN - IÐNAÐUR
SKRIFSTOFUR Til sölu skammt
frá gamla bænum 475 fm verslunar-
eða iönaðarhúsnæði og í sama húsi
ca 300 fm skrifstofuhæð. Teikning
og nánari uppl. á skrifstofu.
ATVINNUHÚSNÆÐI Á HÁLS-
UM Við höfum í einkasölu mjög vel
hannað atvinnuhúsnæði í smíðum í
Hálsahverfi. Húsnæðið er ca 4.500
fm og getur verið þrjár sjálfstæðar
hæðir, 1.500 fm hver, eða þrjú sjálf-
stæð hús. Húsnæði er tilbúið að ut-
an, þar með talið bílastæði. Stiga-
hús fullgerð.