Morgunblaðið - 06.11.1998, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 06.11.1998, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Afmælissýning Félags íslenskra landslagsarkitekta I TILEFNI 20 ára afmælis Félags íslenskra landslagsarkitekta (FÍLA) er efnt til sýningar í Tjarn- arsal Ráðhúss Reykjavíkur dagana 7. - 20. nóvember 1998. Félagið var stofnað 24. febrúar 1978 og er því 20 ára á þessu ári. Fjörutíu og fimm ár eru síðan fyrsti íslenski lands- lagsarkitektinn kom úr námi og hóf störf hérlendis. Stofnfélagar voru fimm en félagsmenn eru nú 40 tals- ins. A þessum tíma hefur byggst upp íslensk landslagshönnun, sem tekur mið af sérstæðum skilyrðum hér á landi, segir í fréttatilkynn- ingu. Markmið félagsins era að stuðla að þróun landslags- og garðbygg- ingarlistar, vinna að skynsamlegri landnotkun og þróun byggðar og tryggja varðveislu náttúru- og menningarverðmæta. Ennfremur að gæta hagsmuna félagsmanna og efla góða samvinnu og kynningu þeirra. Landslagsarkitektúr er 4-6 ára háskólanám sem lýkur með BA- eða mastersnámi í viðurkenndum skól- um og er lögvemduð starfsgrein hér á landi. Námið verður að sækja er- lendis og hafa Islendingar sótt skóla til Kanada, Noregs, Svíþjóðar, Dan- merkur, Bretlands, Bandaríkjanna, Þýskalands og víðar. Sýningin í tilefni af 20 ára afmæl- inu spannar nær hálfrar aldar sögu landslagsarkitektúrs á íslandi og gefur ágætt yfirlit yfir fjölbreytt verksvið landslagsarkitekta á sviði hönnunar og skipulags: Sýningin verður síðan tengd við umhverfið með gönguleið um áhugaverð opin svæði í nágrenni Ráðhússins. Félagið hefur í sam- vinnu við Borgarskipulag unnið að gerð „garðvísis" í þessu skyni og liggja frumdrög hans frammi á sýn- ingunni. Gönguleiðin þræðir upp áhugaverða garða og útivistarsvæði í Miðborginni þar sem áningarstað- ir eru gamlir og nýir garðar, stofn- analóðir og torg. Á sama hátt og Kvosin er elsti kjarni byggðarinnar, sem borgin hefur þróast og vaxið frá, em garðarnir þar elsti hlekkur- inn í útivistarvef Reykjavíkur. Sum- ir þessara garða eru frá því fyrir aldamót og eru því mjög mikilvægir fyrir garðsöguna og hafa menning- arsögulegt gildi á landsvísu, segir í tiikynningunni. Arlegur jólabasar Hringsins HRINGURINN heldur sinn árlega handavinnu- og kökubasar sunnu- daginn 8. nóvember nk. kl. 13 í Perlunni. Þar verða margir fallegir munir hentugir til jólagjafa og heimabak- aðar kökur. Jólakort Hringsins með mynd eftir Louisu Matthías- dóttur verða einnig seld á basarn- um. Allur ágóði rennur til Barna- spftalasjóðs Hringsins. Hringskonur hafa unnið að mannúðarmálum í marga áratugi. Sérstaka rækt hafa þær lagt við Barnaspftala Hringsins og allan búnað hans. Áætlað er að heíja framkvæmdir á byggingu fullkom- ins og sérhannaðs barnaspítala á Landspitalalóð nú fyrir áramót en Hringskonur hafa lofað 100 millj. kr. til byggingarinnar, segir f fréttatilkynningu. Basarmunir eru til sýnis í glugga Hans Petersen í Bankastræti. Hringskonur vilja þakka öllum velunnurum félags- ins, bæði einstaklingum og fyrir- tækjum fyrir stuðning og traust sem félaginu hefur verið sýnt i gegnum árum, segir ennfremur. 0 Fundaröð Arna Johnsen alþingismanns á Suðurlandi Fundir í Aratungu, Njálsbúð og Flúðum færðir til ALMENNIR fundir í Aratungu, Njálsbúð og Flúðum í 25 funda röð Árna Johnsen, alþingis- manns á Suðurlandi, hafa verið færðir til frá auglýstri dagskrá. Fundurinn á Flúðum sem átti að vera mánudaginn 9. nóvem- ber verður miðvikudaginn 25. nóvember kl. 21 en ræðumenn þar verða Sigurgeir Þorgeirs- son, framkvæmdastjóri Bænda- samtaka íslands, Hjálmar Jóns- son alþingismaður og Árni. Fundur sem vera átti í Ara- tungu miðvikudaginn 11. nóvem- ber verður mánudaginn 23. nóvember kl. 21. Ræðumenn verða prófessor Sigmundur Guð- bjarnason, Egill Jónsson alþing- ismaður og Árni. Fundur í Njálsbúð sem vera átti 10. nóvember verður þriðju- daginn 24. nóvember kl. 21 en þar verða ræðumenn Friðrik Sophusson, alþingismaður og varaformaður Sjálfstæðisflokks- ins, og Árni Johnsen alþingis- maður. FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1998 59 Taktu þátt í skemmtilegum leik % \L á mbl.is og þú gætir unnið miða á m myndina, Maura-bol, Maura-stækk- unargler og síðast en ekki síst glæsilega iMac-tölvu frá Aco-Applebúðinni. Um þessar mundir er kvikmyndin Maurar (Antz) frumsýnd. Hún er um margt sérstök en hún er að öllu leyti unnin með tölvugrafík og sýndarveruleika- tækni. Margar af skærustu stjörnum Hollywood Ijá persónum Mauranna (Antz) rödd sína. Ein ný spurning birtist á dag á mbl.is meðan á leiknum stendur en hægt verður að svara eldri spurningunum. Aco •Ajiplebúðin HASKOLABIO
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.