Morgunblaðið - 06.11.1998, Side 59

Morgunblaðið - 06.11.1998, Side 59
MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Afmælissýning Félags íslenskra landslagsarkitekta I TILEFNI 20 ára afmælis Félags íslenskra landslagsarkitekta (FÍLA) er efnt til sýningar í Tjarn- arsal Ráðhúss Reykjavíkur dagana 7. - 20. nóvember 1998. Félagið var stofnað 24. febrúar 1978 og er því 20 ára á þessu ári. Fjörutíu og fimm ár eru síðan fyrsti íslenski lands- lagsarkitektinn kom úr námi og hóf störf hérlendis. Stofnfélagar voru fimm en félagsmenn eru nú 40 tals- ins. A þessum tíma hefur byggst upp íslensk landslagshönnun, sem tekur mið af sérstæðum skilyrðum hér á landi, segir í fréttatilkynn- ingu. Markmið félagsins era að stuðla að þróun landslags- og garðbygg- ingarlistar, vinna að skynsamlegri landnotkun og þróun byggðar og tryggja varðveislu náttúru- og menningarverðmæta. Ennfremur að gæta hagsmuna félagsmanna og efla góða samvinnu og kynningu þeirra. Landslagsarkitektúr er 4-6 ára háskólanám sem lýkur með BA- eða mastersnámi í viðurkenndum skól- um og er lögvemduð starfsgrein hér á landi. Námið verður að sækja er- lendis og hafa Islendingar sótt skóla til Kanada, Noregs, Svíþjóðar, Dan- merkur, Bretlands, Bandaríkjanna, Þýskalands og víðar. Sýningin í tilefni af 20 ára afmæl- inu spannar nær hálfrar aldar sögu landslagsarkitektúrs á íslandi og gefur ágætt yfirlit yfir fjölbreytt verksvið landslagsarkitekta á sviði hönnunar og skipulags: Sýningin verður síðan tengd við umhverfið með gönguleið um áhugaverð opin svæði í nágrenni Ráðhússins. Félagið hefur í sam- vinnu við Borgarskipulag unnið að gerð „garðvísis" í þessu skyni og liggja frumdrög hans frammi á sýn- ingunni. Gönguleiðin þræðir upp áhugaverða garða og útivistarsvæði í Miðborginni þar sem áningarstað- ir eru gamlir og nýir garðar, stofn- analóðir og torg. Á sama hátt og Kvosin er elsti kjarni byggðarinnar, sem borgin hefur þróast og vaxið frá, em garðarnir þar elsti hlekkur- inn í útivistarvef Reykjavíkur. Sum- ir þessara garða eru frá því fyrir aldamót og eru því mjög mikilvægir fyrir garðsöguna og hafa menning- arsögulegt gildi á landsvísu, segir í tiikynningunni. Arlegur jólabasar Hringsins HRINGURINN heldur sinn árlega handavinnu- og kökubasar sunnu- daginn 8. nóvember nk. kl. 13 í Perlunni. Þar verða margir fallegir munir hentugir til jólagjafa og heimabak- aðar kökur. Jólakort Hringsins með mynd eftir Louisu Matthías- dóttur verða einnig seld á basarn- um. Allur ágóði rennur til Barna- spftalasjóðs Hringsins. Hringskonur hafa unnið að mannúðarmálum í marga áratugi. Sérstaka rækt hafa þær lagt við Barnaspftala Hringsins og allan búnað hans. Áætlað er að heíja framkvæmdir á byggingu fullkom- ins og sérhannaðs barnaspítala á Landspitalalóð nú fyrir áramót en Hringskonur hafa lofað 100 millj. kr. til byggingarinnar, segir f fréttatilkynningu. Basarmunir eru til sýnis í glugga Hans Petersen í Bankastræti. Hringskonur vilja þakka öllum velunnurum félags- ins, bæði einstaklingum og fyrir- tækjum fyrir stuðning og traust sem félaginu hefur verið sýnt i gegnum árum, segir ennfremur. 0 Fundaröð Arna Johnsen alþingismanns á Suðurlandi Fundir í Aratungu, Njálsbúð og Flúðum færðir til ALMENNIR fundir í Aratungu, Njálsbúð og Flúðum í 25 funda röð Árna Johnsen, alþingis- manns á Suðurlandi, hafa verið færðir til frá auglýstri dagskrá. Fundurinn á Flúðum sem átti að vera mánudaginn 9. nóvem- ber verður miðvikudaginn 25. nóvember kl. 21 en ræðumenn þar verða Sigurgeir Þorgeirs- son, framkvæmdastjóri Bænda- samtaka íslands, Hjálmar Jóns- son alþingismaður og Árni. Fundur sem vera átti í Ara- tungu miðvikudaginn 11. nóvem- ber verður mánudaginn 23. nóvember kl. 21. Ræðumenn verða prófessor Sigmundur Guð- bjarnason, Egill Jónsson alþing- ismaður og Árni. Fundur í Njálsbúð sem vera átti 10. nóvember verður þriðju- daginn 24. nóvember kl. 21 en þar verða ræðumenn Friðrik Sophusson, alþingismaður og varaformaður Sjálfstæðisflokks- ins, og Árni Johnsen alþingis- maður. FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1998 59 Taktu þátt í skemmtilegum leik % \L á mbl.is og þú gætir unnið miða á m myndina, Maura-bol, Maura-stækk- unargler og síðast en ekki síst glæsilega iMac-tölvu frá Aco-Applebúðinni. Um þessar mundir er kvikmyndin Maurar (Antz) frumsýnd. Hún er um margt sérstök en hún er að öllu leyti unnin með tölvugrafík og sýndarveruleika- tækni. Margar af skærustu stjörnum Hollywood Ijá persónum Mauranna (Antz) rödd sína. Ein ný spurning birtist á dag á mbl.is meðan á leiknum stendur en hægt verður að svara eldri spurningunum. Aco •Ajiplebúðin HASKOLABIO

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.