Morgunblaðið - 24.11.1998, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.11.1998, Blaðsíða 1
í leit að íslandi Huldar Breiðfjörð/2 Tvísýni Þórarins Eldjárns/2 Ný Ijóðabók Baldurs Óskarssonar/3 Blikktromma Grass/3 Blindgata tæknihyggju Skírnir/4 Heillandi hrokagikkur/5 Steinunn og frænkurnar/5 Smásögur Guðrúnar Evu/6 Vargar, þúsundfætlur og lífið sem listaverk/7 Einsagan/8 Ást í meinum/8 MENNING LISTIR ÞIÓÐFRÆÐI BÆKUR Prentsmiðja Morgunblaðsins Þriðjudagur 24. nóvember!998 Blað Hvað gerir bandaríska lárviðar- skáldið? BANDARÍSKA lárviðarskáldið hefur ekki sömu skyldum að gegna og hið breska. Það þarf ekki að kveða forseta eða öðrum valdsmönnum lof og fær ekki heldur eins mikið ókeypis að drekka eins og þeir fengu Ted Hughes, John Betjeman og fleiri. Það fær þó hærri laun en hin skitnu 100 pund Bretanna. Eina sem krafíst er af banda- ríska lárviðarskáldinu sem situr aðeins tvö ár er að það komi með hugmynd sem örvi ljóðalestur Bandaríkjamanna. Ljóðaflutningur leiðin Núverandi lárviðarskáld Bandaríkjamanna, Robert Pinsky (f. 1940), segir í nýjasta tölublaði PN Review að hann vilji stuðla að auknum ljóðaflutningi. Bandaríkjamenn úr ýmsum stéttum, háum og lágum, eiga að lesa uppáhaldsljóð upphátt og ræða um þau við aðra. Meðal flytjenda eiga að vera öldunga- ráðsmenn úr hópi íhaldsmanna, þingmenn og forsetinn sjálfur. „Hin sanna miðlun skáldskapar", segir Pinsky, „er röddin - ekki rödd skáldsins heldur rödd les- andans sem flytur öðrum ljóð.“ Bandaríkjamenn eru kunnir fyrir að koma Ijóðum til skila með frumlegum hætti. Má minna á „Beat“-kynslóðina þar sem Al- len Ginsberg fór á kostum og las oft við djassundirleik. Einnig má segja að margar hljómplötur Bobs Dylan séu í raun ljóðaflutn- ingur, Dylan raular undir um leið og hann flytur texta sína sem aldrei eru aukaatriði hjá honum. Hinu nýjasta í þessum efnum hafa Islendingar kynnst hjá skáldinu Ron Whitehead. A bókarangli í Boston Bókabúðir í Boston og skáld frá Boston eða með einhverj- um hætti tengd Boston eru efni greinar Jóhanns Hjálm- arssonar sem var nýlega á ferð í þessari evrópskustu borg Bandaríkjanna. BÓKABÚÐIRNAR í Boston eru saga út af fyrir sig. í lok október var ég á rangli í þess- ari bandan'sku borg sem er sögð evi'- ópskust allra borga í Bandaríkjunum. I Cambridge (háskólahverfmu, einni af útborgum gömlu Boston) eru margar og glæsilegar bókabúðir. I eina af Harvard-bókabúðunum, sem er ekki með þeim alh-a stærstu, lagði ég leið mína nokkrum sinnum. Þar eru ekki þau þægindi sem hinar stæm bjóða upp á eins og kaffihús, stólar og sófar þar sem hægt er að láta fara vel um sig með bók heldur snýst allt í þessari búð um sjálfa vör- una. Stór hluti búðarinnar er með eldri bókum og í kjallara eru eingöngu „fornbækur". Það vakti athygli mína þegar ég kom fyrst inn í búðina að auk metsölubókanna og mest umtöl- uðu bókanna voru ýmis nýleg bók- menntaverk mest áberandi, ljóð, smá- sögur, skáldsögur, ritgerðh' um bók- mennth- og menningarmál. A sérstök- um standi vora bækur sem af- greiðslufólkið mælti með og var ljóst að þarna var að störfum fólk sem lét sér annt um bókmenntaverk. Að auki var þessi Harvard-búð full af tímaritum og blöðum um bækur og bókmenntir og í anddyri voru auglýsingar sem skýrðu frá bók- menntasamkomum, m. a. upplestr- urn og fyi'irlestrum. Ég átti þess kost og notfærði mér það að skoða bókabúð í öðrum borg- arhluta, Brookline. Hún var minni en sú fyrrnefnda en þegar inn var kom- ið gat gesturinn fræðst um það að búðin hafði verið kjörin besta bóka- búð ársins (ég veit ekki hvort um var að ræða alla Boston eða bara Brookline). Þetta var aðgengileg bókabúð og upp fyrir mér rann fljót- lega hvers vegna hún var svona vin- sæl. I búðinni var afgreiðslumaður sem vissi allt um bækur og öruggt að snúa sér til hans. Væri bók ekki til á staðnum bauðst hann til að panta hana og útvega í snatri. Þetta var ungur maður en hér heima er það yf- irleitt miðaldra afgi'eiðslufólk eða eldra sem er í þessu hlutverki í búð- um og stendur sig yfirleitt vel. Sem betur fer hafa íslenskar bóka- ROBERT Lowell og Elizabeth Bishop í Rio de Janeiro 1962. 1927-1979 eftir hana með öllum ljóð- um hennar og þýðingum. Elizabeth Bishop var velmetið skáld meðan hún lifði og tók af ákafa þátt í hinu dæmigerða skálda- og listamannalífi. Hún var langdvölum í Suður-Ameríku. Orðstír hennar er þó mestm- nú því að menn hafa kom- ið auga á að hún stendur ekki að baki körlunum í bestu ljóðum sínum. Kannski hafa femínistar haft einhver áhrif á það? Ljóðasafn Bishops er ekki mikið að vöxtum og Ijóð hennar misjöfn. Fremst eru Ijóð þar sem hún yrkir opið og útleitið, frásagnar- ljóð sem mikils eru metin í Banda- ríkjunum og víðar. Kjörorð Bishops var að taka inn í ljóðin eitthvað af hversdagsleikanum og daglegu amstri til að færa þau nær daglega lífinu og venjulegum lesendum. Síðustu árin sem Robert Lowell lifði vakti hann einkum athygli fyini’ tvennt: Hann var eldheitur baráttu- maður gegn stríðinu í Víetnam og lét sig ekki vanta í mótmælagöngur og móðgaði forseta þegar tækifæri gafst; einnig drakk hann ótæpilega. Geðræn vandamál settu svip á lif hans og list. Life Studies (1959), eitt af höfuðverkum játningaskáldskap- arins, er í mestu uppáhaldi hjá mér, en bækur eins og For the Union Dead (1964), Near the Ocean (1967) og Notebook (1967-68) eru minnis- stæð verk. Þau nutu baráttuhita hans að því leyti að þau öfluðu hon- um fleiri lesenda en áðui'. Að loknu háskólanámi í Ohio og nokkur ár erlendis settist Lowell að í fæðingai'borg sinni, Boston, 1954. búðir tekið framförum og má kynn- ast því af eigin raun í Reykjavík sem nú hefur bókakaffi og fleiri væntan- leg. Aftur á móti skortir mikið upp á að í öllum búðunum sé að finna úrval eldri bóka. Það viðhorf virðist ríkja að tveggja mánaða bók eða eldri sé dauð bók. Uggvænleg „þróun“ hjá „bókmenntaþjóð". Rætur margra skálda í Boston Frá Boston voru og eru margir merkh' rithöfundar og yrði listinn langur með nöfnum þeirra. Hver minnist ekki Emersons og Poes, Hawthornes sem var ekki langt und- an og Longfellows sem bjó lengi í Boston, kenndi við Hai-vard. í seinni tíð var það einkum skáldið Robert Lowell (1917-1977) af kunnri skálda- og forystumannaætt í Boston sem beindi sjónum manna að borginni og varð heimskunnur. Síðan kom röðin að skáldkonunni Sylviu Plath (1932-1963) sem líka var frá Boston en settist að á Englandi og giftist lárviðarskáldinu enska Ted Hughes, sem nú er látinn. Örlög Syl- viu voru hörmuleg þegar hún féll frá á unga aldri við eina af sjálfsmorð- stilraunum sínum. Um Lowell er ekki svo margt að finna í bókabúðum Boston nú. Hins vegai' er áberandi þar vinkona hans og glaumfélagi, Élizabeth Bishop (1911-1979), líka frá Massachusetts en bækur um hana streyma á mark- að og útgáfur með úrvali ljóða henn- ar og heildarútgáfur þeirra eru til- tækar og þeim er stillt út í búðunum. Alls staðar sá ég Complete Poems N orræna Kvennabók- menntasagan fullskrifuð FIMMTA og síðasta bindi Nor- rænu kvennabókmenntasögunn- ar er nýkomið út og nefnist Liv og værk. Utgefandi er Munks- gaard-Rosinante í Kaupmanna- höfn. Aðalritstjóri er Elisabeth Moller Jensen, en með henni í rit- stjórn þessa bindis eru Lone Finnich og Anne-Marie Mai. Þetta bindi er uppsláttarverk í stafrófsröð um þá höfunda sem fjallað hefur verið um í bók- menntasögunni og vísað til þess helsta sem um þá hefur verið skrifað. Einnig eru aðrar nauð- synlegar skrár í ritinu og fjöldi mynda af höfundum. Um margar íslenskar skáld- konur hefur verið fjallað í ritinu, sumar ítarlega, aðrar með styttri umsögnum. Islenskir bókmennta- söguhöfundar í þessu bindi eru Dagný Kristjánsdóttir (í ritstjórn frá upphafí) og Soffía Auður Birgisdóttir, en fleiri íslendingar eru meðhöfundar hinna bind- anna. I formála segir Elisabeth Moll- er Jensen að ævi og verk kven- höfunda hafi alltaf keppt um at- hygli. Margar skáldkonur hafí í tímans rás getað vitnað um það að kynferði þeirra hafi frekar verið til umræðu en textinn, það sem þær hafi skrifað. tír þessu hafi bókmenntasagan viljað bæta þótt hún hafí rekist á sker, m.a. póstmódernismann sem kom því til leiðar að höfundurinn, textinn og bókmenntasagan voru gerð útlæg, sögð dauð, liðin tíð og þar með frásagnarlistin. ER kynferði skáldkonunnar mikilvægara en textinn?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.