Morgunblaðið - 24.11.1998, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.11.1998, Blaðsíða 2
2 B ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ ________________BÆKUR______ í leit að Islandi og mér BÆKUR Ferðasaga GÓÐIR ÍSLENDINGAR eftir Huldar Breiðljörð. Bjartur, 181 bls. FERÐASÖGUR geta verið með skemmtilegustu frásögnum ef vel er haldið á penna og ferðalangurinn hefur næmt auga fyrir því sem fyrir hann ber í mannlífínu og náttúr- unni. íslenskar bókmenntir eiga nokkrar perlur sem tilheyra þessari bókmenntagrein, nefna má ferða- sögu Jóns Indíafara, Reisubók séra Ólafs Egilssonar, ævisögu Önnu frá Moldnúpi: Fjósakona fer út í heim, og (nær okkur í tíma) ferðasögur Thors Vilhjálmssonar. Huldar Breiðfjörð er ungur rithöfundur sem sendir nú frá sér sína fyrstu bók, ferðasöguna Góðir Islendingar. Hugmyndin að bók Huldars er sniðug og maður hálffurðar sig á því að engum skuli hafi dottið í hug áð- ur að skrifa bók um það „að fara hringinn", eins og það er nú almenn og „íslensk" iðja. En þannig er það oft með góðar hugmyndir, þær eru nærtækari en nokkurn grunar og því sést okkur yfir þær í leit að fjar- lægari (,,frumlegri“) hugmyndum. Kannski er rétt að minna á kvik- mynd Friðriks Þórs sem byggðist á sömu grunnhugmynd þó að úrvinnslan sé gjörólík: myndavél fest framan á bifreið sem brunar hringveginn. En hvernig er hring- ferð Huldars? Eins og í flestum góðum ferða- sögum lýsir ferðalang- urinn (sögumaðurinn) tvenns konar ferð. Annars vegar er það ferðin um landið sem miðar að því að „fínna ísland“, fá það í æð, svo að segja, og þess vegna er ferðin farin í janúar og febrúar „því það eru íslenskustu mánuðirnir" (7). Hins vegar er það ferðin inn á við sem miðar að því að „finna sjálfan sig“, leita „Islend- ingsins" í sér í von um að eflast við það: að mannast. Það er sambandið á milli þessara tveggja „ferðalaga" sem er sá ás sem frásögn Huldars snýst um: Samband sjálfs og lands. Og það samband er að mörgu leyti kostu- legt og gefur frásögninni bæði líf og spennu. En hvers kon- ar (sögu)sjálf er það sem mætir okkur á síð- um bókarinnar? Frá- sögnin er ýmist í 1. eða 2. persónu. Sögumaður lýsir sjálfum sér bæði að utan og hið innra. Af þeirri tvísýn skapast oft skemmtileg íronía, eða sjálfsháð, sögu- maður dregur ekki dul á eigin ófullkomleika og „aumingjaskap", firringu sína frá nátt- úrunni og því lífi sem lifað er á landsbyggð- inni. Hann er borgar- barn í húð og hár, hefur lengst af hangið á Kaffibarnum, átt þar inni- haldslitlar samræður við aðra bar- gesti, eða starað ofan í bjórglasið. Þegar hann loksins rífur sig upp af barstólnum, kaupir sér Lappland- erjeppa og leggur í ‘ann, hefst nokkurs konar „meðganga" þar sem bíllinn er í hlutverki móðurlífs sem á ferð sinni hringinn nærir „fóstrið" sem við lok ferðarinnar „er togað út í dagsbirtuna" (180). Þessi líking við fullburða fóstur í lok bókarinnar helst í hendur við þá sjálfsleit eða sjálfssköpun sem á sér stað allt frá byi'jun. Spurningar eins og: „Hvað er ég?“ (20), „Hvenær yrði ég loksins ég?“ (31) eru leiðarstef í frásögninni. Ferða- langurinn, sem finnst hann vera ekkert í upphafi ferðalags, verður til í ferðalaginu og endurfæðist við lok þess. A þessu ferli er ennfrem- ur hnykkt í byrjun með ýmiss kon- ar dauðatilvísunum. Samband bíls- ins (Lappa) og ferðalangsins er nánasta samband bókarinnar. Frá upphafi er bíllinn persónugerður og sögumaður tekur miklu ástfóstri við þennan félaga sinn þótt í byrjun hafi ýmislegt gengið brösuglega í samskiptum þeirra. Margar skemmtilegar lýsingar eru á þessu sambandi þar sem mörk manns og vélar eru þurrkuð út. I upphafs- málsgi’ein bókarinnar liggur sögu- maður dúðaður „í svefnpoka, undir dúnsæng aftur í Volvo Lapplander“ (5) hefur „dregið fyrir alla glugga svo bíllinn virðist bólstraður að inn- an. Það er dimmt inni í honum“. Og honum „líður eins og [hann hvíli] í líkkistu". Þannig falla saman, í mynd bílsins, tákn fyi’ir dauða og líf: líkkista og móðurlíf. Þá má að lokum velta því fyrir sér um hvers konar endurfæðingu sé hér að ræða. Hvemig er ferða- Huldar Breiðfjörð langurinn annar en hann var þegar af stað var haldið? Borgarbarnið sem leggur af stað í byrjun hefur litla tilfinningu fyrir náttúrunni og er fullt fordóma gagnvart lands- byggðinni. Hann efast í raun um að hann eigi nokkurt eríndi „út á land“ og í honum togast á ótti og eftir- vænting: „Þetta ferðalag sem þú hélst að þú myndir guggna á eins og ýmsu öðru er raunverulega hafið. Þú lífhræddi, bílhræddi, lofthræddi, myrkfælni maður, átt eftir að hafa gott af því“ (35). Framan af skynjar hann náttúruna aðeins sem óvin- veitta og hættulega, sér enga feg- urð í henni og stoppar aðeins í sjoppum. Þegar ferðinni er að ljúka hefur viðhorf hans breyst mikið, hann er farinn að skynja fegurð náttúrunnar og kann að meta þær sögur og það mannlíf sem hann- hef- ur kynnst á ferðalaginu. Sá sem lýk- ur ferðinni er því annar en sá sem lagði af stað, hann hefur öðlast nýja sýn, nýja reynslu: hefur mannast. Góðir Islendingar er skemmtileg lesning, hugmyndin sem höfundur vinnur með gengur vel upp. Helst mætti finna að því að bókarlok eru helst til snubbótt - gaman hefði ver- ið að fá að fylgjast með ferðalangn- um örlítið lengur; að sjá hvernig höfuðborgin og mannlíf hennar kemur honum fyrir sjónir þegar hann kemur nýr og breyttm' maður - endurfæddur - til baka. Soffía Auður Birgisdóttir Tvísýni Þórarins BÆKUR Smásögur Þórarinn Eldjárn. Vaka-Helgafell, Reykjavik 1998, 150 bls. Verð: 3.980. Prentun: Oddi hf. ÞÓRARINN Eldjárn sendir nú frá sér fjórða smásagnasafn sitt, Sérðu það sem ég sé. Hann er einn fárra höfunda hér á landi sem fást jöfnum höndum við smásagna- og skáldsagnagerð, ljóða- gerð og skrif fyrir börn, auk þýðinga, bæði fyrir börn og full- orðna. Skemmst er að minnast skemmtilegr- ar þýðingar hans á Lísu í Undralandi eftir Lewis Carroll (1996) og nýverið sendi hann frá sér þýðingu á In- femo Strindbergs. A Degi íslenskrar tungu, hinn 16. nóvember síð- astliðinn, tók Þórarinn við verðlaunum kennd- um við Jónas Hall- grímsson en þau eru veitt einstaklingi sem þykir hafa lagt sérstaka rækt við og auðgað móðurmálið. Titill þessa nýja safns er sóttur í Grasaferð Jónasar Hallgrímssonar eins og Þórarinn hefur sjálfur bent á. Hvort söguhöfundur er að setja sig í spor drengsins í sögu Jónasar skal ósagt látið, en titillinn gefur að minnsta kosti fyrirheit um að líta megi þann heim sem sögurnar lýsa tvennum (ef ekki fleiri) augum. Hann getur einnig vísað á persónu- lega sýn þess er segir frá, jafn- framt því sem lesandinn er hvattur til að bregðast við þeirri sýn. Það sem tengir margar sögur safnsins er einmitt það sem kalla mætti tví- sýni af ýmsum toga, leikið er með ólík sjónarhorn eða mismunandi skilning og skýringar á sama fyrir- bærinu, veruleikinn rekst á skáld- skapinn og öfugt. Sögurnar snúast margar um hvernig við reynum að fanga veruleikann, um það hvað við sjáum og hvað ekki, bæði í nútíð og fortíð. Skemmtilegt dæmi um þetta er sag- an „Önsa“ sem gerist á söguslóðum sem les- endur skáldsögu Þór- arins, Skuggabox, kannast við. Sögumað- ur er hins vegar kom- inn á slóðir annarrar sögu, hinnar fornu Ön- undarsögu, og hyggst kortleggja þær en verkefnið snýst í hönd- um hans (eins og verk- efni Umba í Kristni- haldi Laxness þótt með ólíkum hætti sé) þegar heimildarmenn reynast margsaga um Þórarinn Eldjárn flest það sem leit hans beinist að. 1 stað Önsuslóða finnur sögumaður lifandi slóðir sögu sem enn er að mótast og hann leikur sjálfur stórt hlutverk í, en sem varla fellur að sýn fræðimannsins sem gerir hann út af örkinni. Írónía Þórarins kemur vel fram í þessari sögu og beinir hann sem oftar spjótum að fræðimönnum, sem einnig fá sinn skerf í „Ónýtri sögu“. Samdrykkja fræðinganna á Nýjar bækur íhugun og þroskaleit • KONUR og Kristur er eftir Sigurbjörn Einarsson biskup. I kynningu segir: Konur voru í fornöld rúmur helm- ingur mannkyns, alveg eins og nú. En í annálum og sagnaritum fer ekki að sama skapi mikið fyrir konum. En hvað um þau fornu rit, sem skýra frá ævi og störfum Jesu Ki'ists? Eða þau sem kynna Sigurbjörn Einarsson iifið utan þeirrar hreyfingar, sem hann hratt af stað. Um þetta er fjallað í bókinni. í þessari bók er fróðleikur í léttum og aðgengilegum búningi. En fyrst og fremst er hún samin með tilliti til þess, að hún gæti orðið til hjálpar við íhugun og innri þroskaleit. Útgefandi er Setberg. Bókin er 160 bls. Verð: 2.480 kr. Landsbókasafninu, þar sem þeir drekka allt annað í sig en fræðin, fer að mörkum hins fáránlega en sagan fjallar einnig um árekstur þess sem augun nema, þeirrar „innri sýnar“ eða sögu sem síðan tekur við, og „veruleikans“ sem loks kollvarpar sögunni. Utkoman verður „ónýt saga“ eða kannski bara önnur saga. Það sem maður sér er stundum það sem passar best inn í söguna hverju sinni, sem má líka orða þannig að við gefum því sem við sjáum merkingu á okk- ar eigin forsendum. I „Arnsúgi", einni bestu sögu safnsins, er teflt saman veruleika, fantasíu og þjóðsögu og spennan á milli þessara þátta aldrei að fullu leyst upp. Ung stúlka fer á flug þegar örn hefur hana á brott með sér, en hún snýr síðan til baka til síns hversdagslega veruleika og er upp frá því aldrei alveg viss um hvort þessi upplifun tilheyrir draumi eða veruleika. Flug stúlkunnar getur átt sér röklegar skýringar en það sem stendur upp úr er upplifun hennar og sagan heldur fast í þessa upplifun. Tvær skýringar flugsins, draumur eða veruleiki, rekast á en leysa ekki hvor aðra upp og er sagan því full dulúðar og viss trega sem sker sig nokkuð úr öðrum smásögum Þórar- ins. Sagan „Var hó?“ er á hinn bóg- inn óhugnanlegasta saga safnsins þar sem feluleikur barna snýst upp í martröð sem á sér þó sínar spaugilegu hliðar. Feluleikur bam- anna kallast á við „feluleik" sögu- manns, lesendur vita ekki hvað varð um týnda barnið og þeir vita heldur ekki hver segir söguna eða hvernig hann tengist leiknum. Einnig vísar sagan óbeint í ævin- týri og barnabækur en kunnuglegt einkenni á skáldskap Þórarins eru mikil og lifandi textatengsl við aðr- ar bókmenntir, þjóðlegan fróðleik og sagnfræðilegar heimildir. Saman mynda sögurnar góða heild og vinna vel saman, þó með nokkrum undantekningum. Sér- staklega fannst mér sagan „Rauð- blá vindsæng" hafa mátt missa sín, hún nær ekki að rísa af plani brandarans og gerir varla meira en að skemmta (sumum) lesendum. Höfundur hefur sjálfur sagt að það sé honum nægilegt takmark í list- inni en Sérðu það sem ég sé, líkt og fleiri verk hans, sýnir að honum er blessunarlega fleira til lista lagt. Kristín Viðarsdóttir Fróðleikur og skemmtun BÆKUR f|)róttir BOX Eftir Bubba Morthens og Sverri Agn- arsson. Prentun og bókhand: Prent- smiðjan Oddi. 168 bls. flestar mynd- skreyttar svart/hvftum myndum. Bdkaútgáfan Hólar, Akureyri, 1998. HNEFALEIKAR hafa verið bannaðir á Islandi í tæplega hálfa öld en hafa sennilega aldrei notið eins mikilla vinsælda og um þessar mundii'. Sjálfsagt hefur umíjöllun í sjónvarpi haft mikil áhrif og þeir sem hafa fylgst með beinum út- sendingum á Sýn hafa varla annað getað en smitast af lýsingum Bubba Morthens og Ómars Ragn- arssonar. Sá fyrrnefndi hefur ekki látið þar við sitja og hefur, ásamt Sverri Agnarssyni, sett saman bók um hnefaleika, sem heitir því ein- falda nafni Box. Mikill kraftur er í hljómlistar- manninum Bubba, þegar hann er á þeim buxunum, og í lýsingum á hnefaleikakeppni virðist oft sem hann sé í öðrum heimi; hann hrein- lega gleymir sér í ákafa og fögn- uði. Að sumu leyti er bókin í sama anda og á stundum má hafa á til- finningunni að Bubbi sé að lýsa í sjónvarpi. Fyrir vikið verða marg- ar viðureignirnar sem ljóslifandi. Eins og til dæmis frægur bardagi Muhammads Alis og Georges For- emans 1974. Fram kemur að For- eman hafi verið „rotari af guðs náð“ en í bardaganum hafi Ali, „sá stærsti", líkt höggum ríkjandi meistarans við „löðrunga smá- stelpna". í framhaldi tókst Ali að lokka Foreman inn í eitt hornið. „Þar ætlaði Foreman að smella á hann dúndurhöggi, en Ali vék sér fimlega undan; kom inn vinstri krók og síðan hrikalegu hægri handar höggi sem sendi Foreman beint í gólfíð. „Rumble in the Jungle“ var lokið.“ Höfundar segja í formála að ekki sé um fræðirit að ræða þó finna megi margan fróðleiksmolann. Til- fellið er að góðar og gagnlegar upp- lýsingar um hnefaleika eru í bók- inni. Greint er frá upprunanum og sögu nútímahnefaleika með áherslu á „gulldrengi" þungavigtarinnar. NASEEM Hamed varði titilinn í fjaðurvigt fyrir skömmu. Gömlu biýnin gleymast ekki og spáð er í spilin. Gluggað er í heims- metabók hnefaleikanna og litið á fornar hetjur. Helstu kappar fá yf- irleitt góða umfjöllun en í því sam- bandi hefði mátt vera meira um menn eins og Floyd Patterson og Ingemar Johansson hnefaleikara sem voru kunnir og þekkth' á Is- landi á sínum tíma. Frásagnir af meisturunum eru yfirleitt líflegar, fræðandi og skemmtilegar. Reyndar hefði mátt staldra við á stundum og skýra bet- ur hvað við væri átt, því margir áhugamenn um íþróttina hafa ekki „hundsvit á boxi“ eins og fram kemur í kaflanum um Oscar de la Hoya. Sumar þýðingar hefði líka mátt vanda betur; altjént hljómar ekki vel að maður sé með „sterka kinn“ eða að einhver hafi allt sem til þurfi til að verða sá besti á hin- um svokallaða „pund fyrir pund- lista“. Eins eru óþarfa villur í sum- um bardagaskrám sem hefðu horfið með betri prófarkalestri. Hins veg- ar gleymast kapparnir ekki svo glatt eftir lestur bókarinnar, allra síst Prinsinn. „Mozart hnefaleik- anna“ eins og höfundarnir kalla Naseem Hamed er í sviðsljósinu og þeir koma honum vel til skila. Þeh' segja að bókin sé hugsuð til skemmtilestrar og þar er ekkert of- sagt. Steinþór Guðbjartsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.