Morgunblaðið - 24.11.1998, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 24.11.1998, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1998 B 7 S Vargar á Islandi VARGATAL heitir nýjasta verk Sigfúsar Bjartmarssonar rit- höfundar. Þar segir Sigfús af vörgum á Is- landi og reynir að skoða þá nieð augum manns og útfrá dýrun- um sjálfum. Sigfús hefur áður sent frá sér sögur og ljóð. Hann segist ekki flokka verkið undir ákveðna bókmennta- tegund, enda hafí hann lítinn áhuga á skilgreiningum, en hann blandi hér sam- an sögulegum, þjóð- Iegum fróðleik, náttúrufræði og sögum af vörgurn og mönnum. Veiðihugur lesanda Vargatals vaknar fljótt við lestur bókarinn- ar og ýmislegt í fari mannsskepn- unnar fær nýjar skýringar. „Á íslandi rekjum við upphaf lifnaðarhátta okkar mun oftar til bænda en til veiðimanna,“ segir Sigfús þegar hann er spurður nánar útí verkið. „Þó hafa fáar þjóðir verið minni ræktunarmenn en íslenskir bændur. Hér var veitt úr sjó, ám og vötnum og fuglar nýttir öldum saman og hér hefur maðurinn staðið í nokkuð sam- felldu stríði við varginn. Stríði sem er náttúrlega ekkert annað en samkeppni þar sem maðurinn er í hlutverki yfírrándýrsins. Að sama skapi og við breiðum yfir forna lifnaðarhætti minnumst við þess sjaldan að eyjan sem við búum á er staðsett langt í norðri og enn sjaldnar minnumst við þess að héðan er miklu styttra til Grænlands en til Evrópu. Þegar ég vann að bókinni var ég rnjög meðvitaður um að sögurnar gerð- ust á norðurhjara veraldar. 011 auglýsingamennska á náttúrunni, sem annaðhvort er upprunin frá rómantískri sýn síðustu aldar eða frá ferðaþjónustu nútímans, gerir náttúruna saklausa og fallega. Með bókinni vildi ég spyrna við þessu, því í raunveruleikanum er náttúran á norðlægum slóðum hörð, grimm og siðlaus. Hér er harðbýlt, langvarandi myrkur og miklar öfgar í veðri. Það þarf gimnia sam- keppni til að komast af við jafn erfíðar að- stæður. Náttúruvísindin vita frekar lítið um skynheim dýra. Eg reyndi að selja saman veröldina eins og hún gæti litið út með aug- um dýranna með því að nýta það litla sem þó er vitað að er ólíkt skynjun mannsins. Flest rándýr hafa svipaðan mismun á skynjunum, sjón, heyrn og lyktnæmi, þannig sjá til dæmis sum þeirra útfjólublátt, önnur innrautt og mörg dýr skynja segulbylgjur eins og fuglar sem aldrei rekast á veggi í myrkri. Önnur sjá ekki aðrar skepnur en geta greint um- merki þeirra, til dæmis uglur sem skynja hland bráðar sinnar og geta þannig veitt sér til matar. Við erum stödd í seinni hlutan- um á nijög þéttu gereyðingar- stríði gegn náttúrunni. Fáir gera sér grein fyrir því að framleiðni og aukning í landbúnaði hefur þegar kostað níutíu prósent af dýrum sem lifðu af gæðum lands- ins Iífíð, því lífsskilyrðin voru tek- in frá þeim. Inní þessari tölu eru ekki dýr sem eru drepin til matar. Þó þetta sé ekki alveg svona al- varlegt hér á landi þá er afstaða okkar og heimtufrekja gagnvart náttúrunni alveg sú sama og ann- ars staðar. Áhyggjur mínar yfír framgangi þessa stríðs flý ég ekki.“ Svo rakst ég á þá gömlu trú að á óþekktum stað í auðninni stæði gríðarstórt snjóhús þar sem dánu dýrin byggju og að inni í því væri sjór og ís og land og vötn og himinn og hvað annað sem einn heimur þarf með. Jú og þá gaf augaleið að í áttlausri auðninni væru bara til tvær áttir, ein fram til lífsins og önnur aftur í dauðann. Skömmu síðar frétti ég einhvern- veginn að á norðurslóðum yrði fólk ævinlega vart við dauðann skömmu eftir að hann færi að huga að því, greindi allt í einu hvítan skugga aftur í slóðinni, nú eða í hríðinni framundan grillti í snjólitan göngu- mann. - Og sá þurfti engan ljá, settist bara við hlið þess í fönninni og sat meðan þurfti, nú eða hrakningsfólkið gróf sig niður á andlit. Ur Vargatali Sigfús Bjartmarsson BÆKUR_______________ Með álíka marga út- limi og þúsundfætla Iiannes Jón Sigurðsson Proppé BÆKUR Lfkamsfræði FLÖGÐ OG FÖGUR SKINN Ritstjóri: Jón Proppé. Umsjónarinað- ur: Hannes Sigurðsson. Prentun: Oddi hf. íslenska menningarsamsteypan art.is, Reykjavík 1998. 430 bls. ÞAÐ hefur staðið nokkuð í undir- rituðum að skrifa ritdóm um þessa margarma bók. Flögð og fögur skinn hefur áreiðanlega álíka marga útlimi og þúsundfætla, að minnsta kosti eru þeir svo margir að engum dettur í hug að telja þá, ekki frekar en fætur skriðdýrsins óyndislega. En þó að sköpulag bókarinnar hafí orðið til þess að aumur ritdómarinn hikaði við að taka á henni þá varð hann ekki fyrir vonbrigðum þegar hann lagði loksins í það - eins og skordýrafræðingur, sem skoðar í gegnum smásjá, komst hann að því að búkur kykvendisins var bæði margsamsettur og athyglisverður. Þessi bók fjallar um líkamann. Svo enn sé greint frá hversdagsleg- um raunum ritdómarans þá átti hann í töluverðum vandræðum með að finna rétta inntakslýsingu á bók- inni í haus ritdómsins. Eins og sjá má datt hann niður á orðið líkams- fræði. Þar er hann þó kominn út á hála braut því vafasamt er að hann finni einhverja haldgóða skilgrein- ingu á þeim fræðum sem nær yfir umfjöllunarefni bókarinnar. En sjá- um nú samt til. Bókin er líkams- fræði í þeim skilningi að í henni er reynt að lesa líkamann sem menn- ingarlega afurð. í henni er með öðr- um orðum reynt að skoða hvernig menningin er skrifuð á líkamann; hvernig líkaminn er merktur hug- myndum mannsins um sjálfan sig og heiminn og hvernig samfélagið - í hvaða mynd sem það nú birtist - setur mark sitt á hann. Eins og fram kemur í inngangi bókarinnar, sem Jón Proppé og Úlfhildur Dags- dóttir rita, er umræða þessi um lík- amann að miklu leyti sprottin upp úr kynjapólitíski’i greiningu undan- farinna ára. „Aiiersluna sem hér má greina á hið líkamlega og á þátt lík- amans í táknheimi okkar má ekki síst rekja til þeirrar póst-femínisku umfjöllunar sem tekið hefur sjálfa hugmyndina um kynið til gagngerr- ar endurskoðunar," segir þar. Bókin sajnanstendur af sex meg- inköflum. I hverjum kafla er ein megingrein og svo mismargar styttri greinar. Fyrsti kaflinn nefn- ist „Förðuð skinn" og fjallar um lík- amsímyndirnar sem kvikmyndir, auglýsingar og annar ímyndariðn- aður framleiðir og fella okkur flest í sama foi’mið. Guðni Elísson ritar inngangsgreinina um tálkvendið í kvikmyndum noir-hefðarinnar. Annar kaflinn nefnist „Þú ert það sem þú borðar (ekki)“. Þar er fjallað um tengsl þess sem við látum ofan í okkur og líkamans, um tengsl matar og kynhlutverka, um matarmenn- ingarsjúkdóma eins og lystarstol og lotugræðgi og fleira og fleira. Dagný Kristjánsdóttir ritar inn- gangskafla sem heitir ,,“Ég gæti ét- ið þig“„ en þar segir einmitt: „Mat- ur er vald. Matur er ást og kynlíf. Matur er vinátta, trú og sjálfsmynd. Matur skiptir sem sagt máli á flest- um sviðum mannlegrar tilveru." Þriðji kafli heitir „Kynstur og kynjalíf* en í honum er fjallað um tvískiptingu kynjanna sem þegar allt kemur til alls reynist ekki eins ótvíræð og ætla mætti. Geir Svans- son ritar meginkafla sem nefnist „Kynin tvö/Kynstrin öll, Um kynusla kyngei’visútlaga og efni(s)legar eftirmyndir" og ræðst til atlögu við hefðbundinn skilning á hugtakinu kyn. Fjórði kafli nefnist „Hinn opni líkami“ en þar er leitast við að skilgi-eina og skýra hvað ger- ist - eða hvaða skilning má leggja í það - þegar líkaminn er opnaður, stunginn eða merktur með ýmsum hætti, tattúum, hringum í eyru, nef, augu, prjónum í geii’vörtur og rist- um hér og þar. Úlfhildur Dagsdóttir ritar meginkafla sem nefndist „Með sinar í strengi og plægð orð í húð. Líkamshryllingur í orði og á borði“. Fimmti kafli heitir „Vinnan og vald- ið“ og fjallar um ímynd hins vinn- andi manns, hvernig vinnan mótar sjálfsmynd mannsins og fleira. Ei- ríkur Guðmundsson ritar megin- kafla sem nefnist „Fleira þarf í dansinn en fiman fót. Um líkama, vald og þekkingu“. í sjötta kafla erum við svo kominn „handan líkam- ans“ inn í heim tölv- unnar þar sem líkam- inn er ekki lengur til, nema ef til vill sem sýndarveruleiki. Jón Proppé ritar megin- kaflann sem nefnist „Vélar, fólk og hinn vélvæddi líkami". I bókinni er einnig að finna verk eftir um sjö- tíu listamen sem fjalla um líkamann en bókin er einmitt hluti af myndlistarviðburði (-sýningu í Nýlistasafninu og í fjórtán búðar- gluggum við Laugaveginn) sem átti sér stað í vor hér á landi undir sama titli. Ég hóf þennan ritdóm á því að lýsa bók þessari sem margfætlu. Ég veit ekki hvort sú líking sé réttlæt- anleg um líkama hugvísindanna nú um stundir. Að minnsta kosti virðist vera sem hinar fjölmörgu fræði- gi’einar sem heyra undir þann geira vísindanna séu meir og meir að tengjast sama búknum og þannig starfa meira sem ein heild. Af þessu skapast þverfagleg sýn sem Hannes Sigurðsson, sýningarstjóri og um- sjónarmaður „Flagðanna“, gerir að umræðuefni í formála bókarinnar: „“Flögð og fögur skinn“ er tilraun til að brjótast úr viðjum hins hefð- bundna sýningarhalds með þvf að tengja saman ólík þekkingarsvið og þjóðfélagshópa, sem hingað til hafa átt lítið saman að sælda, og fá þá til að taka á markvissan hátt á einu umfangsmiklu viðfangsefni: manns- líkamanum eins og hann kemur fyi’- ir í menningu okkar. Verkefnið er vettvangur skoðanaskipta og mis- munandi viðhorfa.“ Þessi samþjöppun fræðigreina hefrn- verið að eiga sér stað um nokkurt skeið og birtist með ýmsum hætti hérlendis, meðal annars í sam- tökum sjálfstætt starfandi fræði- manna, Reykjavíkurakademíunni, sem hefur einmitt hina þverfaglegu sýn sem eitt af markmiðum sínum, og í hinni nýstofhuðu Hugvísinda- stofnun Háskóla Islands sem á einmitt að leiða saman krafta og mis- munandi sjónarhorn ólíkra fræði- greina. Með þessari samþjöppun má skapa nýtt og ferskt sjónarhorn á fræðileg viðfangsefni. „Flögð og fóg- ur skinn“ er gott dæmi um það. Þröstur Helgason FRÆÐIRITIÐ Gefðu mér veröld- ina aftur eftir Eirík Guðmunds- son kom nýlega út hjá Bók- menntafræðistofnun Háskóla ís- lands og er hún 55. hefti í ritröð- inni Studia Islandica: íslensk fræði. Ritið Ijallar, eins og segir í undirtitli, um „sjálfsævisöguleg skrif íslendinga á áljándu og nítjándu öld með hliðsjón af hug- mynduin Michels Foucault". Ei- ríkur gerir grein fyrir hugmynd- um Foucaults um „sifjafræði sjálfsverunnar" og „fornminja- fræði þekkingarinnar“ sem hann notar til að skoða m.a. skrif Jóns Steingrímssonar eldklerks og Fjölnisinanna. Eiríkur kveðst hafa lesið Ævi- sögu Jóns prófasts Steingn'ms- sonar út frá því sem Foucault kallar sjálfstækni seni í tilfelli Jóns sé kristin sjálfskönnun. „Sjálfstækni er í rauninni bara þær aðferðir sem maðurinn beit- ir á hverjum tíma til að hafa áhrif á sjálfan sig, hvort sem er á líkama eða sálarlíf, með eitthvað ákveðið markmið í huga. Ævi- sögu Jóns er liægt að lesa í ljósi aldalangrar sögu um það hvernig maðurinn hugsar um sjálfan sig Lífið sem listaverk og hvernig hann færir fram sínar játningar. Jón er annars vegar eins konar píslarvottur en um leið er liann er að búa til lietju úr sjálfum sér. Það sem er merkilegt við þetta er hvernig hann bregst við þeim áfóllum sem hann verður fyrir, sem eru kunnari en frá þurfí að segja. Hann s.s. siglir í gegnum Skaftárelda og Móðu- harðindi, með orðræðu ritningarinnar að vopni. Það eru í sjálfu sér engin tiðindi en Jón stendur á mörkum hvað þetta varðar; hann stendur frammi fyrir því að gera ævisögu sína að hrcinni tilvitnun í ritning- una og svo hins vegar að útlista sjálfan sig sem sögulegt og ein- stakt sjálf. Hann er tímamóta- maður að þessu leyti í íslenskri sjálfsævisagna- gerð.“ Kenningar Foucaults varpa, að mati Eiríks, nýju ljósi á Upplýsinga- menn og Fjölnis- menn. „Sérstakiega f samhengi við það hvernig tungumálið fær meira vægi; verður að einhverju sérstöku fyrirbæri í bréfum þeirra - kemur upp á milli manns og heims. Það er gjarnan sagt að þessar síðustu tvær aldir einkenn- ist af eflingu sjálfsverunnar, að maðurinn sé farinn að fjalla um sjálfan sig með allt öðrum hætti en áður og túlki sjálfan sig sem sögulega og sálfræðilega sjálfs- veru. I bréfum Fjölnismanna má sjá hvernig sjálfsafneitun átj- ándualdarmanna lieldur í raun- inni áfram. Hér er ekki um að ræða kristna sjálfsafneitun sem hefur klárt markmið: að koma mönnum í himnasængina. Mark- miðið er horfið en afneitunin heldur samt velli. Það má eigin- lega tala um veraldlegt píslar- vætti íþessu sambandi. Þeir voru alltaf að reyna að orða ein- hvern sannleika sem var ekki haldbær. I sambandi við vanda nútíma- mannsins var útgönguleið Foucaults svokölluð „mæra- reynsla“ (e. transgression) til að komast út fyrir hina kristnu sjálfskönnun og leit húmanism- ans að sannleika í hverjum manni. Menn ættu að reyna að hugsa sjálfa sig upp á nýtt; skil- greina sjálfa sig, skapa sjálfa sig. Hann taldi að við gætum lært töluvert af siðferðishugmyndum Forn-Grikkja sem byggja ekki á stöðlun og valdboði heldur sjálf- ræði og fagurfræði þar sem hTið er listaverk.“ Sjálfsævisögu Jóns Steingríms- sonar má lesa sem sögu af „velgengni“ meinlætamanns- ins er tókst að skapa nýtt sjálf í texta _ breyta sjálfum sér í skrifum um sjálfan sig. Samt var Jón aldrei alveg úr hættu; hver mæðuveturinn rak annan eftir að hann gerði sjálf- an sig nánast að heilögum manni er hörmungar Eldsins dundu yfír. Mesta freistingin við slíkar aðstæð- ur var að álíta sjálfan sig utan við færi freistingarinnar, ímynda sér að maður hefði fundið einhvers konar griðastað fyrh’ vélum heimsins. Líf Jóns, fyrir og eftir Skaftárelda, var í frásögur færandi ekki síst vegna þeirra-freistinga sem steyptu sjálfið í mót sitt _ röðuðu sér líkt og hræv- areldar á siglutré, á meðan klerkur hímdi með kalda fingur í bæ sínum, ef til vill ekki ósvipaður heilögum Antoníusi á málverki Boschs: hleypti kjarki í sjálfan sig með nær- veru síns alvísa guðs og sannleika hans. Jón kom í ljós á barmi sturlunar þar sem hann vó salt yfir hyldýpi eigin sálarlífs. Hann skóp kristið sjálf á grundvelli fornar sjálfstækni sem gerði mönnum kleift að breyta sjálfum sér. Ur Gefðu méi: veröldina aftur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.