Morgunblaðið - 24.11.1998, Page 4

Morgunblaðið - 24.11.1998, Page 4
4 B ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ + BÆKUR Nýjar bækur • í DRAUMI lífsins er eftir Hákan Lindquist í þýðingu Ingibjargar Hjartardóttur. I kynningu segir að bókin sé ljóðræn og tregafull frá- sögn af ást og missi sem læt- ur gngan ósnortinn. I fyiTa kom út bókin, Bróð- ir minn og bróðir hans, eftir höfundinn. Útgefandi er Skjaldborg. Bókin er 153 bls. Umbrot og frágangur: Skjaldborg. Bókin er prentuð í Singapúr. Verð: 1.880 kr. • MINNISPUNKTAR ímannkynssögu - At- burðir og ártöl frá upphafí til vorra daga er eftir Jón R. Hjálmarsson. I bókinni er að finna alla helstu atburði mamkynssög- unnar í tímaröð. A öllum öld- um frá því að ritlistin var fundin upp hafa menn verið að skrá sögu sína með einum eða öðrum hætti. Einnig þessi bók er innlegg í þá við- leitnh Og þótt gengið sé út frá tímabili skráðrar sögu þá þótti við hæfi að láta skrána byrja á nokkrum tímasetn- ingum frá forsögulegum tíma. Er þar stuðst við ýmsar kenningar vísindamanna í náttúrusögu, jarðfræði, fornleifafræði og mannfræði. Að loknum þeim hluta tekur við atburðaskrá hins sögulega tíma í meginatriðum. Útgefandi er Mál og mynd. Bókin er 68 bls., prentuð í Prentsmiðjunni Viðey. Bókband: Flatey. Verð: 1.240 kr. • RÁÐGÁTA um rauðanótt er bók ætluð ung- lingum eftir Ingibjörgu Möller. Bókin fjallar um fjóra reyk- víska krakka á fermingar- aldri. Aðstæður þeirra eru mismunandi og margt hefur á daga þeirra drifið. Vináttu- bönd þeirra eru sterk og söguhetjurnar standa saman gegnum þykkt og þunnt. Ævintýri elta krakkana á röndum og leikurinn berst út ingibjörg í eyðieyju í nágrenni Reykja- Möller víkur. Þetta er þriðja bók höfundar, sem hlaut,^ ásamt dóttur sinni, Fríðu Sigurðardóttur, ís- lensku barnabókaverðlaunin árið 1996 fyrir bók- ina Grillaðir bananar. Ráðgáta um rauðanótt bar sigur úr býtum í samkeppni sem Bandalag kvenna efndi til á árinu 1997. Útgefandi er Fróði hf. Bókin er 136 bls., prentuð í Prentsmiðjunni Odda hf. Kápu hannaði Linda Guðlaugsdóttir. Verð 1.490 kr. • ÍSLENSK knattspyrna 1998 er skráð af Víði Sigurðssyni. Þetta er 18. bókin í þessum bókaflokki. í henni er að fmna upplýsingar um allt það helsta sem gerðist í knattspyrnunni á Islandi á árinu, viðtöl og frásagnir af ýmsu tagi. Litmyndir er að finna af öllum meistaraliðum ársins auk viðtala og ljósmynda af áberandi einstaklingum. Útgefandi er Skjaldborg. Bókin er 160 síður. Umbrot og frágangur: Skjaldborg. Bókin er prentuð í Singapúr. Verð: 3.980 kr. Tímarit • ANDVARI, rit Hins íslenska þjóðvinafélags, er komið út. Þetta er 123. árgangur, hinn fer- tugasti ínýjum flokki. Ritstjóri er Gunnar Stef- ánsson og skrifar hann for- ystugrein í minningu um Halldór Laxness, „Ögrandi þjóðskáld". Aðalgreinin að þessu sinni er ítarlegt æviá- grip séra Sigurðar Pálssonar vígslubiskups eftir Gunnlaug A. Jónsson prófessor. Aðrar greinar fjalla um bókmennta- og leiklistarsögu. Páll Valsson ritar um Sigurð Breiðíjörð, Jón Yngvi Jóhannsson um Grím Thomsen og Ármann Jakobsson skrifar grein um Jón Thoroddsen yngri. Þá er grein eftir Kristján B. Jónasson um skáldsögur Ind- riða G. Þorsteinssonar, 79 af stöðinni og Land og syni. Jón Viðar Jónsson birtir grein í tilefni af Aldarsögu Leikfélags Reykjavíkur. Öm Ólafsson andmælir grein Ama Sigurjónssonar um Sigurjón Jónsson í Andvara 1996 og Árni svarar. Ljóð Wallace Stevens, Sunnudagsmorg- unn, er birt í þýðingu Sverris Hólmarssonar, ennfremur tvær Ijóðaþýðingar eftir Amheiði Sigurðardóttur. Andvari er 168 bls., prentað í Odda hf. Sögufélagið, Fischersundi 3, annast dreifingu. Jón R. Hjálmarsson Hákan Lindquist I blindg’ötu tækni- hyggjunnar? ✓ I nýjasta hefti Skírnis er meðal annars varpað fram knýjandi spurningum um heilbrigðisvísindi nútímans: Erum við hugsanlega stödd í blindgötu tæknihyggj- unar? Einnig er fjallað um „hinsegin fræði“ og „hinsegin sögur“, sennilega í fyrsta skipti á Islandi. Þröstur Helgason gluggaði í Skírni sem er ferskleikinn upp- málaður að þessu sinni. AÐ ER ekki síst hlutverk þeirra fáu menningar- og bók- menntatímarita sem hér eru gefin út að kynna okkur lesendum ný sjónarhorn á menningu og bók- menntir og hjálpa okkur að átta okk- ur á því sem er að gerjast í fræðun- um og almennt í hugsunarlífi hér- lendis sem erlendis. Sumum hefur þótt skorta nokkuð á að þrjú megin- tímarit okkar, Skírnir, Tímarit Máls og menningar og Andvari, sinntu þessu hlutverki sínu nægilega vel. Hefðbundin húmanísk sjónarhorn hafa þótt ríkjandi í þessum ritum. Þó er óhætt að segja að hið fyrst- nefnda þeirra hafi verið leiðandi í því að opna nýja glugga. í nýjasta hefti þess eru meðal annars nokkrar greinar sem varpa nýstárlegu ljósi á menningarástandið hér á landi. Gömul og ný arfbótastefna Allir eiginleikar manna, jafnt lík- amlegir sem andlegir, ráðast af erfð- um; ef þjóðfélagið á að taka framför- um og ríkinu að farnast vel er nauð- synlegt að taka mið af erfðaeigin- leikum þegnanna. Einhvern veginn þannig hljómar grunnhugmyndin á bak við mannkynbótastefnuna sem til varð á síðari hluta nítjándu aldar í Englandi. Þessi stefna barst víða, meira að segja hingað, en í sinni rót- tækustu mynd birtist hún í kyn- þáttahreinsunum nasista og fleii'i á öldinni. Samtök voru stofnuð í kring- um mannkynbótastefnuna í Bret- landi árið 1907 og á næstu árum í rúmlega þrjátíu þjóðlöndum. Sam- tökin stóðu fyrir ráðstefnum, rann- sóknum og útgáfu bóka og tímarita. Fjöldi meðlima var misjafn eftir löndum, en í mörgum tilfellum voru helstu talsmenn mikilsvirtir mennta- menn sem í krafti þekkingar sinnar gátu haft áhrif á viðhorf almennings og ráðamanna. Alþjóðleg samtök voru stofnuð og var fyrsta ráðstefna þeirra haldin árið 1912. Markmið stefnunar voru í aðalatriðum tví- þætt: Annars vegar jákvæðar mann- kynbætur sem miðuðu að því að „hæfir“ þjóðfélagsþegnar ættu sem flest börn og hins vegar neikvæðar mannkynbætur sem miðuðu að því að hinir „óhæfu“ ættu sem fæst börn. Einstaklingar úr miðstéttum og hástéttum töldust „hæfari" en lágstéttarfólk fæddist „óhæft". Óhæfastir voru sjúkir og ýmiss kon- ar „undirmálsfólk", svo sem van- gefnir, betlarar, vændiskonur og drykkjumenn. Einnig þurfti að vernda þjóðina gegn utanaðkomandi hættu sem fólst í blöndun við „óæðri“ kynþætti. Þessi lýsing á mannkynbótastefn- unni er fengin (meira og minna orð- rétt) úr grein Unnar Bii-nu Karls- dóttur, sagnft’æðings, „Kynbætt af þúsund þrautum", sem birtist í nýjasta hefti Skírnis. Unnur Birna fjallar um það hvernig stefna þessi birtist í skrifum íslenski’a manna. Hugmyndir stefnunnar birtast með skýrum hætti í skrifum nokkmra ís- lendinga, einkum á íyrri hluta aldar- innar. Mikilvii’kastir í kynningu þess- ara hugmynda voru þeir Steingrímur Matthíasson, héraðslæknh’ á Akur- eyrí, Guðmundur Finnbogason, dokt- or í heimspeki og kennari við Há- skóla íslands, og Ágúst H. Bjarna- son, doktor í heimspeki og prófessor við Háskóla íslands. Unnm’ Bh-na segir að þeir hafi viljað að íslending- ar útfærðu meginhugmyndir mann- kynbótastefnunnar; „annars stæðu þeh’ frammi fyrir sömu úrkynjun og aðrar menningarþjóðir. Þeir voru reyndar sammála um að ástandið væri ekki nálægt því eins alvarlegt hér á landi og í útlöndum, en Islend- ingum bai’ að vera á verði. Ágúst tók svo sterkt til orða að „dauðadómur" væri kveðinn upp yfir íslenskri þjóð ef landsmenn færu ekki að ráðum mannkynbótastefnunnai’.“ Ýmis ráð voru til, svo sem að yfirvöld heimtuðu „heilbrigðisvottorð af þeim, sem ganga í hjónaband, til að fá frekari vissu um, að þeir sjeu færir um að fjölga mannkyninu, svo ávinningur sje að,“ eins og Steingrímur Matthí- asson lagði til. Unnur Birna segir að saga mann- kynbótastefnunnar sé „sannarlega athyglisverð í ljósi þeirrar þróunar sem orðið hefur í vísindum og tækni á síðustu ái’atugum“ en í henni end- urspeglist gildismat þeirrar tækni- hyggju sem við tökum nú sem sjálf- sögðum hlut, „oft efasemda- og gagnrýnislaust". Segir hún að greina megi visst bergmál af hug- myndum mannkynbótasinna í sam- tímanum. Enn sé deilt um „hvort megi sín meira í lífi manna, eðlið eða aðbúðin". Einnig hafi „vaxandi trú manna á mátt erfðavísindanna vakið að nýju upp áleitnar siðferðilegar spurningar um rétt manna til að hlutast til um gang náttúrunnar." Hafi verið bent á að ný arfbóta- stefna hafi orðið til sem „byggist meðal annars á þeirri sannfæringu að Tétt og skynsamlegt sé að nýta þekkingu erfðavísinda til að koma í veg fyrir sjúkdóma". Unnur Birna segir hins vegar spurninguna vera þá „hvort við nútímamenn séum al- mennt reiðubúnir að samþykkja handleiðslu vísindanna til „betri framtíðar með hæfai’a og heilbrigð- ara fólki“ og þá ekki síður hvort vís- FORSÍÐUMYND Skirnis er að þ indin séu „siðferðilega fær um að veita þessa handleiðslu". Tæknihyggja og menningar- legar afleiðingar Önnur afar athyglisverð gi’ein í Skírni fjallar um vanda heilbriðisvís- indanna. Stefán Hjörleifsson sem er BA í heimspeki og er nú að ljúka námi í læknisfræði við Háskólann í Björgvin gagnrýnii’ þá tæknihyggju sem hann segir einkenna læknanám- ið og bendir á menningarlegar af- leiðingar hennar. Stefán „óttast að læknisfræðilegur hugsunarháttur kunni fyrir vangá að ryðja úr vegi menningarlegum verðmætum og fela fyrir mönnum stefnumið, sem eru nauðsynleg í tilverunni, án þess að önnur haldgóð verðmæti eða stefnumið komi í þeirra stað“. Hann varpar fram þeh’ri kenningu „að eft- ir því sem tæknivæðingu læknavís- indanna fleygir fram, aukist hið dul- magnaða vald sem þessi vísindi hafa yfir almenningi jafnt sem læknum, það er að segja að launhelgar lækna- Bók sem er ánægja að fletta BÆKUR Laiiflafræði HEIMSATLAS LANDABRÉFABÓK 21. ALDARINNA Mál og menning, 1998 - 333 síður. LANDABRÉFABÆKUR hafa alltaf haft sérstakt aðdráttarafl. Þær era fullar af leyndardómum og fyrirheitum. Framandi lönd era sýnd veiði, en ekki gefin. Heimsatlas Máls og menningar kom út fyrr á þessu ári og er tíma- bært rit, sem fyllir upp í langvar- andi tómarúm. Þar era ekki farnar hefðbundnar leiðir, heldur er bók- in blanda af kortabók og alfræði- riti. Á hverri opnu er auk korts að fínna ljós- og skýringarmyndir ásamt ýmsum upplýsingum um viðkomandi lönd eða landsvæði. Nú hafa línur og landamæri að miklu leyti skýrst eftir umrótið, sem varð við lok kalda stríðsins - hrun Sovétríkjanna og upplausn gömlu Júgóslavíu - þótt ekki sé óhætt að fullyrða hversu varanleg hin nýja heimsmynd verður. Þörf- in fyrir nýjar bækur af þessu tagi er hins vegar aldrei meiri en eftir slíkar sviptingar. Þannig er til dæmis Lýðveldið Kongó nú við hlið Kongó og nafnið Zaire, sem landið gekk undir til 1997, kemur aðeins fvrir í nafnaskrá. Ekki eru þó öll kurl komin til grafar og til dæmis óvíst hvað mun gerast í Tsjetsjnyu og Kosovo. Bókin hefst á almennum upplýs- ingum um jörðina. Farið er yfir gerð jarðar, mótun landslags, haf- strauma og kerfi vinda. Þá er fjall- að um loftslag, búsetu, efnahags- kerfi, ríkjaskipan og alþjóðleg átakasvæði. Þar er að finna kort, sem sýnir tíðni ungbarnadauða og lífslíkur á jörðunni eftir landsvæð- um, kort yfir skiptingu ríkja heims í lánardrottna og lántaka og sam- anburðarkort á auðlegð í heimin- um. Þannig er við lestur eða skoð- un þessarar kortabókar hægt að fá mjög glögga mynd af skipan mála í heiminum á augabragði. Síðan era rækileg kort af ein- stökum löndum og landsvæðum ásamt ítarefni. í bókinni era sér- ■.xólurújj SvartahafV' stakar síður um ísland og era þær sennilega veikasti þátturinn. Is- landskortið er unnið með hefð- bundnum hætti og engin tilraun gerð til að gæta samræmis milli útlits þess og korta af öðrum land- svæðum. Engar alfræðiupplýsing- ar fylgja og sama gildir um mynd- +

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.