Morgunblaðið - 26.11.1998, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.11.1998, Blaðsíða 2
2 B FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER1998 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT Körfuknattleikur Holland - ísland 77:65 Watervijk-höllin í Almere í Hollandi, Evr- ópukeppni landsliða í körfuknattleik, mið- vikudaginn 25. nóvember 1998. Gangur lciksins: 4:0, 5:5, 7:10, 12:17, 18:24, 32:24, 39:6, 41:30. 45:30, 50:33, 59:40, 59:46, 65:58, 67:62, 71:64, 75:65, 77:65. Stig Hollands: Eric van der Sluis 18, Vincent Krieger 11, Rolf van Rijn 11, Mario Bennes 10, Marcel Huybens 10, Geert Hammink 7, Roberto van den Broek 5, Ra- oul Heinen 3, Bas de Voogd 2. Fráköst: 26 í vörn -11 í sókn. Stig íslands: Hermann Hauksson 21, Guð- mundur Bragason 15, Teitur Örlygsson 10, Herbert Arnarson 7, Helgi Jónas Guðfms- son 7, Falur Harðarson 5. Aðrir sem léku voru Friðrik Stefánsson, Jón Arnar Ingv- arsson og Hjörtur Harðarson. Páll Kristins- son kom ekkert við sögu í leiknum. Fráköst: 14 í vörn -14 í sókn. ViIIur: Holland 14 - ísland 11. Dómarar: Eric de Nede frá Belgíu og Markus Hesse frá Þýskalandi. Dæmdu mjög lítið en voru samt góðir. Áhorfendur: 850. Handknattleikur 1. deild kvenna Valur - ÍR......................27:14 Knattspyma Meistaradeild Evrópu A-RIÐILL: Aþena, Grikklandi: Olympiakos - Porto................2:1 Sinica Gogic 17, Predrag Djordjevic 55 - Zlatko Zahovic 76. 70.000. Amsterdam, HoIIandi: Ajax - Króatia Zagreb.............0:1 - Josip Simic 68. 30.000. Staðan: Olympiakos ...........5 3 11 7: 5 10 Króatía Zagreb .......5 2 1 2 4: 6 7 Ajax .................5 2 1 2 4: 3 7 Porto ................5 113 8: 9 4 Leikir sem eftir eru: Porto - Ajax, Croatia Zagreb - Olympiakos. ÍÞRÓTTIR KNATTSPYRNA / MEISTARADEILD EVROPU Rosenborg tapar ekki heima LEIKMENN Rosenborg fógnuðu sigri á Athletic Bilbao á Lerkendal- vellinum í Þrándheimi í Meistara- deild Evrópu í knattspyrnu í gær- kvöldi, 2:1. Þeir hafa ekki tapað leik á vellinum í nóvember í meistara- deildinni síðan þeir léku fyrst í henni. 1995 unnu þeir pólska liðið Legia, 4:0, 1996 lögðu þeir IFK Gautaborg að velli, 1:0, og í fyrra voru það leikmenn Real Madrid sem fengu skell á vellinum, 2:0. Rosenborg fékk óskabyrjun gegn Athletic Bilbao er Jan Derek Sören- sen skoraði mark eftir aðeins tvær mín. og hann bætti síðan öðru marki við á 50. mín., en Jorge Perez skoraði mark gestanna á síðustu mín. leiksins. Arni Gautur Arason lék ekki í marki Rosenborg. Ástæðan fyrir því að hann var settur út, var að sögn þjálfara liðsins, Nils Arne Eg- ge, að hann ákvað að láta lið sitt leika sóknarleik. Árni Gautur hefur ekki nægilega æfíngu í því að koma knettinum strax í leik með því að kasta honum út, en það er aftur á móti aðalsmerki Jörn Jamtfali, sem tók stöðu Ama Gauts. Reutcrs ÞÝSKU leikmennirnir Mario Basler og Lothar Mattháus hjá Bayern fagna marki Baslers gegn Brond- by á Ólympíuleikvanginum í Miinchen. B-RIÐILL: Prándheimur, Noregi: Rosenborg - Athletic Bilbno.........2:1 Jan Derek Sorensen 2, 50 - Jorge Perez 91. 15.404. Staðan: Rosenborg ..............5 2 2 1 7: 6 8 Galatasaray ............4 2 11 7: 6 7 Juventus ...............4 0 4 0 4: 4 4 Athletic Bilbao..........5 0 3 2 4: 6 3 Leikir sem eftir eru: Galatasaray - Juvent- us, Athletic Bilbao - Galatasaray, Juventus - Rosenborg. C-RIÐILL: Milanó, Italíu: Inter - Real Madrid.................3:1 Ivan Zamorano 50, Roberto Baggio 86, 90 - Clarence Seedorf 58. 77.829. Moskva, Rússlamli: Spartak Moskva - Sturm Graz ........0:0 25.000. Staðan: Inter .................5 3 11 7: 5 10 Real Madrid.............5 3 0 2 15: 7 9 Spartak Moskva ........5 2 2 1 6: 4 8 Sturm Graz .............5 0 1 4 2:14 1 Leikir sem eftir eru: Real Madrid - Spartak Moskva, Sturm Graz - Inter. D-RIÐILL: Miinchen, Þýskalandi: Bayern Miinchen - Brondby...........2:0 Carsten Jancker 51, Mario Basler 57. 34.000. Barcelona, Spáni: Barcelona - Man. United.............3:3 Sonny Anderson 1, Rivaldo 56, 72 - Dwight Yorke 25, 67, Andy Cole 52. 70.000. Staðan: Bayern Miinchen .......5 3 11 8: 5 10 Man. United.............5 2 3 0 19:10 9 Barcelona .............5 1 2 2 9: 9 6 Brandby ...............5 1 0 4 4:16 3 Leikir sem eftir eru: Brandby - Barcelona, Manchester United - Bayern Miinche. E-RIÐILL: Wembley, London: Arsenal - RC Lens...................0:1 - Michael Debeve 73. 73.707. Rautt spjald: Ray Parlour (Arsenal), Tony Vairelles (Lens) á 90. mín. Kiev, Úkraeníu: Dynaino Kicv - Panathinaikos .......2:1 Serhiy Rebrov 72, Angelos Basinas 79. - sjálfsm. - Andreas Lagonikakis 35. 35.000. Staðan: Dynamo Kiev ............5 2 2 1 8: 6 8 RC Lens ................5 2 2 1 4: 3 8 Panathinaikos ..........5 2 0 3 5: 6 6 Arsenal..................5 1 2 2 5: 7 5 Leikir sem eftir eru: RC Lens - Dynamo Ki- ev, Panathinaikos - Arsenai. F-RIÐILL: Helsinki, Finnlandi: HJK Helsinki - PSV Eindhoven .......1:3 Mika Lehkosuo 70. - vítasp. - Ruud van Nistelrooij 29, 67, 81. - vítasp. 34.000. Lissabon, Portúgak Benfica - Kaiscrslautern..............2:1 Nuno Gomes 31, -Joao Pinto 69 - Jiirgen Rische 90.20.00. Staðan: Kaiserslautern ..........5 3 11 7: 4 10 Benfica .................5 2 1 2 6: 7 7 PSV Eindhoven ...........5 2 0 3 8: 9 6 HJK Helsinki ............5 1 2 2 6: 7 6 Leikir sem eftir eru: PSV Eindhoven - Ben- fica, Kaiserlautern v HJK Helsinki. • Efsta liðið úr hverjum riðli kemst í 8-Iiða úrslit og tvö Iið sem ná bestum árangri í öðru sæti. KÖRFUKNATTLEIKUR / EVRÓPUKEPPNI LANDSLIÐA Aðeins 37,5% skot- l nýting gegn Hollandi ÍSLENSKA landsliðið í körfuknattleik er nú svo gott sem fallið úr riðlakeppni Evrópumótsins. Liðið tapaði 77:65 fyrir Hollending- um í gærkvöldi og hefur tapað öllum sex leikjunum og á fjóra eftir og vart getur talist raunhæft að ætla að liðið nái að sigra í tveimur þeirra, en það er það sem þarf til að losna við að fara í forkeppnina fyrir næsta mót. Liðið tekur á móti Eistum í Laugar- dalshöll á laugardaginn og þá á íslenska liðið að sigra. Skúli Unnar Sveinsson skrifar frá Hollandi Þeir fimm íslensku áhoifendur sem voru í íþróttahöllinni létu vel í sér heyra, sérstaklega í byrjun leiks enda gekk þá mjög vel. Islenska liðið var fullt sjálfstrausts, lék mjög góða vöm sem tók sinn toll þvi Hollendingai’ léku hraða sókn og því urðu vamarmennirnir að vera á mik- illi hreyfmgu. Sóknin var einnig fín þessar fyi-stu tíu mínútur leiksins, menn börðust vel fyiir fráköstunum og nýttu þær 30 sekúndur, sem liðið hefur til að ljúka sókn, mjög vel. Staðan var vænleg því þegar fyrri hálfieikur vai’ nákvæmlega hálfnaðm’ var staðan 18:24 fyiir ísland. Holland með fjórtán stig í röð Þá var kominn tími fyi’ir Guð- mund Bragason að hvíla sig og það var eins og við manninn mælt, allt fór á verri veg því Hollendingar gerðu næstu 14 stig. Tekið var leik- hlé og reynt að endurskipuleggja sóknina, en það lagaðist lítið, ís- lensku leikmennirnir misstu bolt- ann nokkrum sinnum klaufalega og heimamenn sýndu enga gestrisni, heldur refsuðu með körfum. Staðan í leikhléi var 41:30. Síðari hálfleikur byrjaði ekki gæfulega því Guðmundm- fékk þriðju villu sína á fyrstu sekúndun- um og það sýndi sig fyrir hlé að liðið getur illa verið án hans. En hann passaði sig vel það sem eftir var leiks og þar sem dómaramir voru ekki að eltast við nein smáatriði þá fengu liðin hvorugt skotrétt, hvorki í fyrri né síðari hálfleik. Heima- menn voru miklu betri í upphafi síð- ari hálfleiks og náðu mest 19 stiga forystu, 59:40, er sjö mínútur voru búnar. Þá fór íslenska liðið að leika eðlilega á ný. Hermann Hauksson fór í gang og gerði 11 stig það sem eftir var leiks og Teitur Órlygsson gerði eina þriggja stiga körfu eins og honum einum er lagið, langt utan af velli og áhorfendur gátu ekki annað en látið aðdáun slna í ljós. Munurinn minnkaði enn og komst niður í fímm stig, 67:62, er 4,33 mín. voni eftir. En lengra komust íslensku leikmennimir ekki og urðu að sætta sig við að tapa með tólf stigum. Aðeins 37,5% skotnýting Það hefur oft verið talað um að ís- lenska liðið verði að byggja á skytt- unum og þær hafa oft staðið sig vel og verið með góða nýtingu, en í gærköldi var nýtingin alls ekki nógu góð, 37,5%. Hollendingar hittu hins vegar mjög vel og þar liggur aðal munurinn á liðunum, fyrir utan um 15 til 20 sentimetra stærðarmun. Skotnýting heimamanna var 58,18%. í flestu öðru stóðu íslensku strákarnir þeim hollensku á sporði. Hermann var bestur í íslenska liðinu, hitti ágætlega í síðari hálf- leik, en illa í þeim fyi-ri. Hann lék einnig ágætlega í vöminni og það má reyndar segja um allt liðið. Teit- ur lék mjög vel í vörn, en hafði sig of lítið í frammi í sókninni. Guð- mundur stóð sig vel í baráttunni við sér mun stærri og yngri menn og ekki má gleyma Hirti Hjartarsyni, hann átti sannkallaðan stórleik í vörninni í gær og hefði að ósekju mátt koma fyrr inná. Bæði Herbert Arnarson og Helgi Jónas Guðfínns- son áttu ágæta spretti. Gaman hefði verið að sjá Pál Kristinsson reyna sig þegar Guðmundur var hvfldui’ því Friðrik Stefánsson náði sér ekki nægilega vel á strik. Hollendingar léku mun betur núna en þeir gerðu þegar þeir léku fyrir ári í Laugardalshöll og munar þar mestu um tvo menn; lágvaxinn leikstjórnanda, sem er gríðarlega snöggur og platar menn uppúr skónum ef honum sýnist svo, og ekki síður stórskyttuna Sluis, en hann gerði 18 stig, öll úr þriggja stiga skotum og var með 100% nýt- ingu í slíkum skotum. Skipulag leiks okkar er rétt r Eg er auðvitað ósáttur með að tapa, en samt er margt sem ég er ánægður með í leik okkar og ég held það hafí sýnt sig að skipulag leiks okkar er rétt, því okkur tókst að halda stóru mönnunum niðri,“ sagði Jón Kr. Gíslason landsliðsþjálf- ari eftir leikinn. „Það kom því miður annað í stað- inn hjá þeim núna því skyttan (Sluis) var alveg ótnílegur og það er erfítt að verjast inni í teignum þegar þeir geta hent út á hann og hann raðað niður þriggja stiga skotum. Við lék- um vel fyrstu tíu mínúturnar en síð- an misstum við boltann nokkrum sinnum og þeir skoruðu nokkur ódýr stig þannig að munurinn vai’ð óþarf- lega mikill. Strákarnir sýndu þó hvað í þeim býr með því að ná að minnka muninn og í lokin hefði í raun allt getað gerst, munurinn var ekki nema fímm stig um tíma. Við gerðum að mínu viti ein mistök í leiknum og það var að leika ekki fastar. Dómararnir dæmdu h'tið og það sést best á því að hvorugt liðið fékk skotrétt," sagði Jón Ki’. Spurður hvort hann hefði ekki íhugað að setja Pál Kristinsson inná sagði Jón: „Jú, við vorum að hugsa um það þegar við hvfldum Guðmund í síðari hálfleiknum en ákváðum að setja Friðrik því hann er líkamlega sterkai’i. Ég sagði honum að slappa af og njóta þess að spila, en hann var dálítið stífur þegar hann kom inná í fyrri hálfleiknum." Jón Ki’. var einnig spurður hvern- ig hefði staðið á því að bæði Teiti og Hermanni var skipt útaf þegar þeir voru að ná taktinum í sókninni. „Þeir báðu báðir um skiptingu og það var sjálfsagt að verða við því. Teitur snéri sig lítillega og Hermann sagð- ist vera orðinn þreyttur og vildi fá smá hvíld.“ „Ég held okkur hafi vantað smá trú á því að við gætum unnið þá. Við byrjuðum vel en svo kom slæmur kafli og ég held það sé vegna þess að okkur vantaði trúna. Það er samt gott hjá okkur að ná að minnka mun- inn og gera síðustu mínúturnar spennandi, og það á móti sterku liði Hollendinga - í Hollandi,“ sagði Hermann Hauksson. „Ég náði mér á strik í síðari hálf- leik og fór þá að hitta eftir slaka hittni fyrir hlé, en því miður var það ekki nóg. Hollendingar voru með mjög góða skotnýtingu og það gerði gæfumuninn," sagði Hermann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.