Morgunblaðið - 26.11.1998, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.11.1998, Blaðsíða 1
——————— ...... ................. BLAÐ ALLRA LANDSMANNA ♦ 1998 U FIMMTUDAGUR 26. NOVEMBER BLAÐ Kristinn níundi í Winter Park KRISTINN Björnsson varð í níunda sæti í svigi í Winter Park í Colorado í gærkvöldi. Þetta var alþjóð- legt stigamót, ekki ósvipað Evrópubikarkeppninni að styrkleika. Styi'kstig mótsins var 2,00 fis-stig og fékk Kristinn 10,93 stig fyrir ái'angur sinn. Margir af kepp- endum heimsbikarsins tóku þátt í mótinu til að hita upp fyrir svig heimsbikarsins sem fram fer í Aspen á laugardaginn. Sigurvegari í mótinu var Giorgio Rocca frá Ítalíu, sem fékk tímann 1.21,23 mín. Kristinn var á 1.22,48 mín. og var með þriðja besta brautartímann í síðari umferð. Benjamin Raich, heimsmeistari unglinga frá Austurríki, varð annar og Mitja Valencic, Slóveníu, þriðji. Finninn Mika Marila varð fjórði og Rainer Scönfelder, Austurríki, fimmti. Meðal þeiiTa sem féllu úr keppni voru Japaninn Kiminobu Kimura, Didier Plaschy, Frakklandi, og Þjóðverjinn Markus Eberle, en þeir eru allir í fyrsta ráshópi í heimsbikarnum. HANDKNATTLEIKUR / UNDANKEPPNI HM SEINNI leikur liðanna er á sunnudag. Sér Þor- björn Jensson fram á breytingar á leikmanna- hópnum fyrir þann leik? „Ég er nú ekkert far- inn að hugsa um það ennþá, nú á ég eftir að skoða leikinn aftur á myndbandi og sjá hvað borgar sig að gera í stöð- unni.“ - Kemur ekki til greina að kalla Róbert Julian Duranona frá Þýska- landi til að ná meiri ógn- un ísóknarleikinn? „Nei,“ sagði Þorbjörn Jensson. Getum gerl betur „ÞETTA hafðist og tvö stig eru komin í hús,“ sagði Þorbjörn Jensson, þjálfari íslenska landsliðsins, eftir sigurinn í gærkvöldi. Við vorum með meiri forystu á tímabili, mest sjö mörk, en spiluðum mjög illa í lokin og misst- um þetta niður. Bjöm ingi Þetta segir okkur Hrafnsson hins vegar að við skrífar getum hæglega unn- ið þá í Ungverja- landi, ég er bjartsýnni fyrir þann leik nú en ég var fyrir þennan leik,“ bætti þjálfarinn við. „Við tókum mjög vel á þeim og stoppuðum þá alveg ótrúlega vel,“ sagði Þorbjörn ennfremur um Ungverjana. „Við höfðum allan tímann í fullu tré við þá og öll þeirra skot í gegnum vörnina voru af gólfinu og það segir okkur að við þurfum að leika örlítið öðruvísi vörn í útileiknum. Við verðum að spila inn á jákvæðu hlutina í þess- um leik og nýta okkur í seinni leiknum." Þorbjörn viðurkennir að íslenska liðið hafi átt í vandræðum með vöm Ungverjanna. „Við spiluðum of mikið inn í vörnina hjá þeim, sem er alls ekki rétta leiðin, og verðum að breyta því íyrir seinni leikinn. Menn voru að skjóta of fljótt og biðu ekki eftir því að markvörður- inn hreyfði sig fyrst. Við getum gert betur, bæði í vöm og sókn. Næsta verkefni okkar er að skoða þennan leik lið fyrir lið til að sjá hvað það var sem misfórst undir lokin svo við sjáum hvers vegna við misstum forskotið svona niður.“ - Kom eitthvað þér á óvart í leik Ungverjanna? „Nei, alls ekki. Þeir voru ná- kvæmlega eins og ég átti von á. Þeir leika eftir ákveðinni rútínu, enda margir frá sama félagsliðinu og ná þess vegna mjög vel saman," sagði Þorbjöm Jensson. AEK AÞENA HAFNAÐI 70 MILLJ. KR. TILBOÐI PSG í ARNAR GRÉTARSSON / C3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.