Morgunblaðið - 26.11.1998, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.11.1998, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1998 B 3 ÍÞRÓTTIR KNATTSPYRNA AEK hafnaði 70 millj. kr. tilboði PSG í Arnar AKSTURSÍÞRÓTTIR / HEIMSMEISTARAKEPPNIN í RALLI FOLK ■ GERARD Houllier, knattspyrnu- stjóri Liverpool, hefur fest kaup á Frode Kippe, miðverði Lilleström - félags Rúnars Kristinssonar. Kaup- verðið hefur ekki verið gefíð upp. Kippe verður fímmti Norðmaður- inn á Anfield, en fyrir eru þeir Veg- ard Heggem, Stig Inge Björnebye, Björn Tore Kvarme og Oyvind Le- onardsen. ■ FRODE Kippe, sem leikur með U-21 árs landsliði Noregs, er hávax- inn og sterkbyggður og átti mjög gott tímabil með Lilleström í norsku deildinni í sumar. Hann var einn fjögurra lykilmanna Lilleström sem félagið verður að selja vegna fjárhagsörðuleika; Brann hefur þegar keypt markvörðinn Magnus Kilsted. Rúnar Kristinsson er að skoða aðstæður hjá Aberdeen en Mamadu Diallo á í erfiðum meiðsl- um og verður sennnilega ekki seld- ur í bili. ■ LIVERPOOL er á eftir fleiri leik- mönnum. Þannig er talið fullvíst að franski miðvörðurinn Jean-Michel Ferri gangi í raðir félagsins á næstu dögum frá tyrkneska félaginu Ist- anbulspor. ■ FERRI er 29 ára gamall og lék fímm landsleiki á sínum tíma með franska landsliðinu, sem þá var undir stjóm Gerards Houlliers, nú- verandi stjóra Liverpool. Talið er að kaupverð leikmannsins verði tæplega tvöhundruð milljónir króna. ■ BRYNJAR Valdimarsson sigraði Jóhannes B. Jóhannesson auðveld- lega um helgina, 5:0, í úrslitaleik fjórða og síðasta stigamóts BSSÍ í snóker á þessu ári. í þriðja til fjórða sæti urðu Arnar Petersen og Jó- hannes R. Jóhannesson. ■ ARNAR Richardsson sigraði í 1. flokki en í öðru sæti varð Örvar Guðmundsson. ■ MIKA Hakkinen heimsmeistari í Formulu 1 kappakstri var um síð- ustu helgi kjörinn íþróttamaður ársins 1998 í Finnlandi af Samökum íþróttafréttamanna þar í landi. Hakkinen fékk tæplega tvo þriðju greiddra atkvæða. ■ MIKA Myllyla skíðagöngumaður og ólympíumeistari í 30 km göngu og bronsverðlaunahafi í 10 km göngu og boðgöngu hreppti annað sætið í kjöri finnska íþróttafrétta- ritara. Heimsmeistaratitillinn fauk út í veður og vind hjá Sainz Kviknaði í bflnum 350 metrum frá marki Finninn Tommi Makinen varð heimsmeistari í rallakstri þriðja árið í röð á þriðjudagskvöld eftir sögulega keppni í breska rallinu. Allt benti til að Spánverjinn Carlos Sainz yrði heimsmeistari, en svo óheppilega vildi til að það kviknaði í bfínum þegar hann átti aðeins 350 metra eftir ófarna í markið. Makinen, sem féll úr keppni á fyrstu sérleið á sunnudag, sat á hótelherbergi og var að undirbúa sig fyrir flug heim til Finnlands þegar Sainz færði honum titilinn nánast á silfurfati. Munurinn á þeim var aðeins tvö stig. Sainz var ekki skemmt eftir óhappið. „Þetta er það versta sem hefur komið fyrir mig. Ég náði ekki að komast í mark því vélin gaf sig þegar ég átti innan við hálfan kílómetra eftir af 589. Þetta er ekki sanngjarnt. Það er ekki hægt að hugsa sér ömurlegri endi á keppn- istímabilinu," sagði Sainz sem nægði fjórða sætið til að verða meistari og var í því sæti þegar óhappið átti sér stað. „Það er varla hægt að lýsa því í orðum hvernig mér líður. Við vorum með titilinn í höndunum og ætluðum því að keyra af öryggi í markið, þurftum ekki að taka neina áhættu. Svo rauk þetta út í veður og vind eins og hendi væri veifað. Þetta er ótrú- legt.“ „Ég er auðvitað mjög ánægður, en þetta var óvænt. Ég beið á hótel- inu í tvo daga eftir að keppnin kláraðist, svona rétt til að vera við- staddur ef Sainz myndi mistakast. Það er frábær tilfinning að fagna heimsmeistaratitlinum aftur, eða í þriðja sinn,“ sagði Makinen. „Auð- vitað vorkenni ég Carlos Sainz. Ég veit að allt getur gerst i rallakstri því þannig er þessi íþrótt.“ Sigurvegari í rallinu á þriðjudag var heimamaðurinn Richard Burns á Mitsubishi. Finninn Juha Kankkunen varð annar á Ford Escort og Belginn Bruno Thiry þriðji á Ford. Finnar geta verið ánægðir því nú eiga þeir bæði heimsmeistarann í rallakstri og Formulu 1 kappakstri. Beckenbauer bestur í Þýskalandi FRANSKA félagið París St. Germain gerði um helgina gríska liðinu AEK tilboð í Arnar Grétarsson upp á eina milljón dollara eða 70 milljónir íslenskra króna. Forseti AEK hafnaði tilboði franska liðsins og sagði að Arnar væri ekki til sölu. Eg var spenntur iyrir því að fara til Frakklands og hefði slegið til og var því frekar von- svikinn að félagið tæki ekki tii- boðinu. Frakkarnir komu hingað til Aþenu á laugardag og ræddu þá við mig. Þeir horfðu síðan á leik okkar við Ionkos sem við unnum 2:1 á sunnudag. Um kvöldið lögðu þeir inn formlegt tilboð upp á milljón dollara og var því hafnað,“ sagði Arnar. „Ég ræddi við forseta AEK um þessi mál í gær og spurði hvað hann ætlaðist fyrir með mig. Hann sagðist bjóða mér nýjan samning fyrir jól og það yrði ör- ugglega góð jólagjöf. Ef ég sætti mig ekki við það sem hann býður get ég leikið út samningstímann sem er til janúar árið 2000 og far- ið þá laus allra mála. Forsetinn sagði að honum hefði líka borist tilboð frá ensku liði upp á 1,5 milljónir punda og því hafí líka verið hafnað,“ sagði Arnar. Hann sagði að forsetinn ætlaði sér að koma AEK í Meistaradeild Evr- ópu og því seldi hann ekki bestu leikmenn liðsins. Blokhin tekur við þjálfun AEK AEK hefur verið þjálfaralaust í þrjár vikur, eða síðan serbneska þjálfaranum Drag- ARNAR Grétarsson oslav Stefanovic var sagt upp. Til skamms tíma var talið líklegt að Rúmeninn Anghel Iordanescu tæki við liðinu, en hann er nú þjálfari gríska landsliðsins. Rík- isstjórnin hótaði að afturkalla at- vinnuleyfí hans ef hann hætti með landsliðið. I gær var síðan ákveðið að Rússinn Oleg Blokh- in, sem var knattspyrnumaður Evrópu 1975 er hann lék með Dynamo Kiev, tæki við liðinu. Blokhin hefur verið þjálfari hjá nokkrum grískum liðum, m.a. Olympiakos. Arnar sagði að gengi liðsins hefði verið framar vonum eftir að það var slegið út úr 1. umferð bikarkeppninnar af 3. deildar liði frá Saloniki fyrir tíu dögum. „Við erum nú í öðru sæti í deildinni, tveimur stigum á eftir Pan- athinaikos." FRANZ Beckenbauer, eða „Keis- arinn“ eins og hann hefúr oft verið kallaður, var kjörinn besti knatt- spymumaður aldarinnar í Þýska- landi í kjöri blaðamanna og sér- fræðinga um knattspyrnu sem Al- þjúða samband knattspymusagn- fræðinga og -tölfræðinga, IFFHS, stúð fyrir. Beckenbauer lék með þýska landsliðinu sem varð heimsmeist- ari 1974, liðinu sem fékk silfur á Wembley 1966 og brons í Mexíkú 1970. Hann var þjálfari heims- meistaraliðs Þýskalands á Italíu 1990. Gerd Miiller, samheiji Becken- bauers í landsliðinu sem varð heimsmeistari 1974, varð í öðm sæti og Fritz Walter, fyrirliði heimsmeistara Þýskalands 1954, hafnaði í þriðja sæti. í janúar útnefnir IFFHS knatt- spymumann Evrúpu á öldinni og em sjö leikmenn tilnefndir: Beck- enbauer, Englendingurinn Bobby Charlton, HoIIendingurinn Johan Cmyff, Spánveijinn Alfredo di Stefano sem fæddist í Argentínu, Portúgalinn Eusebio, Ungveijinn Ferenc Puskas og Frakkinn Michel Platini. Reuters SPÁNVERJINN Carlos Sainz gengur þungum skrefum frá brennandi bifreið sinni um leið og aðstoðarökumaður hans, Luis Moya, sýnir reiði sína með því að sparka í bifreiðina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.