Morgunblaðið - 03.12.1998, Side 1

Morgunblaðið - 03.12.1998, Side 1
BLAÐ ALLRA LAND SMANN A ptorfttttMg&fö B 1998 FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER BLAD Einn kemur þá annar fer ÍR-ingar léku við Aftureldingu í 1. deild karla í handknattleik í gærkvöldi. Róbert Þór Rafns- son lék að nýju með IR eftir að sættir náðust um félagaskipti hans úr Gróttu/KR yfir í ÍR. Eins og komið hefur fram missti hann af síð- asta leik ÍR vegna þess að leikheimild hans var afturkölluð af Handknattleiksráði Reykjavíkur. Liðin sömdu síðan um ákveðna greiðslu fyrir leikmanninn um síðustu helgi. Þó svo að ÍR-ingar hafi getað fagnað endur- komu Róbert Þórs, urðu þeir fyrir áfalli í gær- kvöldi þegar hin aðalskytta liðsins, Ólafur Gylfason, handarbrotnaði í fyrstu sókninni. Hann gat því ekki leikið meira eftir það. Þetta sló ÍR-inga út af laginu og máttu þeir sætta sig við fyrsta tap á heimavelli sínum í íþróttahús- inu í Austurbergi. Kristinn Lárusson eftir- sóttasti leikmaðurinn Þorvaldur Makan í KA ÞORVALDUR Makan Sig- björnsson hefur ákveðið að ganga til liðs við 1. deildarlið KA. Þorvaldur er samnings- bundinn sænska liðinu Oster og á tvö ár eftir af samningi sfnum við félagið, en það féll úr úrvalsdeildinni í haust og sagði í kjölfarið lausum samn- ingi sínum við Þorvald. Ákvörðun Þoi-valdar er háð samþykki sænska félagsins, en ekki er talið að það muni standa í veginum. „Ég hyggst samt sem áður leita réttar míns gagnvart Öster, enda hafa þeir ekki staðið við gerða samninga," sagði Þorvaldur í gærkvöldi. KA endaði í neðri hluta 1. deildar á sl. tímabili og hefur ekki leikið í efstu deild síðan 1992. Nú er stefnt að því að rífa upp liðið og koma því aft- ur í hóp þeirra bestu. Slobodan Milisic er kominn frá ÍA og skv. heimildum Morgunblaðsins eru líkur á því að Framarinn Þoi-valdur Ásgeirsson gangi til liðs við KA úr Fram. Þorvaldur Mak- an segist bjartsýnn á gengi liðsins næsta sumar. „Það er hugur í mönnum og að sjálf- sögðu á að vera lið frá Akur- eyri í efstu deild," sagði Þor- valdur, en þrjú lið úr efstu deild leituðu eftir kröftum hans; ÍBV, Valur og Leiftur. Reuters KÖRFUKNATTLEIKUR / EVROPUKEPPNI LANDSLIÐA Stort tap i Kroatiu ISLENDINGAR töpuðu í gær, 111:77, fyrir Króötum í Evrópukeppni Iandsliða í körfuknattleik en leikið var í Sibenic. Króatar voru mun sterkari en leikmenn íslands og voru 62:44 yfir í leikhléi. Falur Harðarson var stigahæstur í liði Islands, gerði 21 stig. Falur er. hér á fleygiferð framhjá Jure Ruzic sem gerði 14 stig fyrir Króata. KNATTSPYRNA Kristinn Lárusson, sem lék með ÍBV á síðasta tímabili, er líklega eftirsóttasti knattspyrnumaður lands- ins. Að minnsta kosti þrjú lið eru á eftir framherjanum - Fram, Valur og Víkingur og samkvæmt úttekt Morg- unblaðsins eru fonáðamenn allra fé- laganna bjartsýnii- á að fá Kristinn í sínar raðii' fyrir næstu leiktíð. Kristinn er ekki eini leikmaður ÍBV sem hyggst fara frá liðinu. Miðjumaðurinn Steinar Guðgeirsson er einnig á leið til Reykjavíkur. Bæði Fram og Víkingur hafa átt í viðræð- um við Steinar. Birkir Kristinsson, markvörður ís- lenska landsliðsins, hefur ákveðið að hætta í atvinnumennsku á Norður- löndum og flytjast heim. Nokkur lið, þar á meðal ÍA og Fram, hafa átt í viðræðum við markvörðinn. Samkvæmt ítarlegri úttekt Morg- unblaðsins á liðunum í efstu deild karla er ljóst að þau munu mörg hver mæta talsvert breytt til leiks á næsta tímabili. Þannig hefur mjög kvarnast úr liði Skagamanna og framkvæmdastjóri liðsins telur ljóst að styrkja verði hópinn. „Það er þó alveg á hreinu að ekki verður leitað til Júgóslavíu," segir framkvæmda- stjórinn, þeim kafla er lokið,“. Framai'ar virðast einna stórtæk- astir á leikmannamarkaðnum þessa dagana og fjölmai'gir leikmenn virð- ast á leið til Safamýi'arliðsins. Ágúst Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri knattspyrnudeildar Fram, staðfestir að félagið hafi átt í viðræðum við þá Birki Kristinsson, Ki'istin Lárusson og Steinar Guð- geirsson. Liðið hyggst styrkja hóp- inn enn frekar fyrir átök sumarsins. „Ég á von á því að við sækjum tvo til þrjá góða leikmenn til útlanda þegar líða tekur á vorið,“ sagði Ágúst enn- fremur. Guðmundur Oddsson, formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks, gaf ekki kost á sér til endurkjörs á aðal- fundi sl. mánudag. Ekkert framboð kom í embættið og varð að boða séi’- stakan aukaaðalfund sem verður í næstu viku til að finna nýtt fólk í stjórnina. „Þetta er nú ekkert stórmál," sagði Guðmundur við Morgunblaðið í gærkvöldi. „Ég sagði á sínum tíma að ég gæfi mér þrjú ár sem formað- ur og ætla mér að standa við það. Fólk virðist ekki hafa trúað þessu og á aðalfundinum var einfaldlega eng- inn tilbúinn að taka við.“ Miklar sögur hafa gengið um meint leikmannakaup Víkinga í haust. Guðmundur H. Pétursson, formaður knattspyrnudeildar Vík- ings, segir að þetta séu aðeins draugasögur. „Ég hef heyrt þetta sjálfur og að fjölmargir leikmenn séu bendlaðir við félagið. Ég kannast hins vegar minnst við það sjálfur," sagði Guðmundur. ■ Liflegur.../B2 KÖRFUKNATTLEIKUR: HENNING HENNINGSSON HÆTTUR MEÐ SKALLAGRÍMI / B8

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.