Morgunblaðið - 03.12.1998, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 03.12.1998, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ HANDKNATTLEIKUR FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1998 B £ Morgunblaðið/Golli VALUR Arnarson var einn bestur leikmanna FH gegn Stjörnunni en það nægði ekki því Heiðmar Fel- ixson sem reynir að stöðva hann hafði betur ásamt félögum sínum. Arnar var helja Stjörnunnar EYJAMAÐURINN Arnar Pétursson var hetja Stjörnunnar er hann tryggði liðinu tvö stig með marki á síðustu sekúndu leiksins við FH í Kaplakrika í gærkvöldi, lokatölur 23:22. Markið kom eftir að Stjörnumenn höfðu verið í sókn síðustu tvær mínúturnar og ann- ars ágætir dómarar leiksins, Guðjón L. Sigurðsson og Ólafur Haraldsson, sýnt þeim nokkra þolinmæði. Sigurinn tryggði stöðu Stjörnunnar í 5. sæti deildarinnar með 13 stig, einu stigi minna en KA, en batt um leið enda á góðan sprett FH-liðsins, sem hafði unnið þrjá leiki í röð. FH er í 7. sæti með 9 stig. FH-ingar geta hins vegar nagað sig í handarbökin fyrir tapið, því lengst af leiknum léku þeir illa, einkum í fyrri hálf- lvar leik, þegar svo virt- Benediktsson ist sem þeir væru skrifar með hugann við allt annað en leikinn. Sóknarleikurinn var fábreyttur og varnarleikurinn staður. Ef ekki hefði komið_ til ágæt frammistaða Magnúsar Arnasonar markvarðar hefðu munurinn í hálfleik verið meiri en raun varð á - 13:8, Stjörn- unni í vil. FH-ingar komu með öðru hugar- fari til leiks í síðari hálfleik og hresstust eftir því sem á leið. Stjörnumenn reyndu að halda feng- um hlut og munaði þar mest um ágætan leik Heiðmars Felixsonar sem FH-ingar réðu illa við. Vamar- leikur FH skánaði og sóknarleikur- inn skánaði eftir því sem leikmenn eins og Knútm- Sigurðsson, Guð- mundur Petersen og Gunnar Bein- teinsson færðust í aukana. Stjörnu- menn töldu sig geta brotið FH-inga á bak aftur án þess að hafa mikið fyrir. Sóknarleikurinn varð kæru- lausari og um leið gripu Hafnfirð- ingar tækifærið og á fimm mínútna kafla um miðjan síðari hálfleik unnu þeir upp forskot gestanna og komust jdír 20:19, þegar hálf tólfta mínúta var eftir. Pað sem eftir lifði leiks var nokkurt óðagot á leik- mönnum beggja liða sem ólmir vildu stigin og létu fyrir vikið oft ákafann bera skynsemina ofurliði. Síðasta tækifæri FH til að komast yfir á lokakaflanum rann út í sand- inn er ruðningur var dæmdur á Val Arnarson, rúmum tveimur mínútum fyrir leikslok. Stjarnan fékk boltann og innsiglaði sigurinn um leið og lokaflautið gall. Enn og aftur kom í ljós að yngri leikmenn FH-liðsins eru ekki til- búnir að leysa þá eldri af hólmi. Ef Guðjón Arnason, Gunnar Beinteins- son, Hálfdán Þórðarson eni ekki með frá fyrstu mínútu til hinar síð- ustu virðist leikur liðsins vera allur í handaskolum. Valur er liðtækur en fær oft litla aðstoð o verður oft að vinna upp á eigin spýtur. Skortur á einbeitingu hafði næst- um komið Stjörnumönnum í koll eina ferðina enn. Liðið getur leikið vel í vörn sem sókn, en fellur niður á lægra plan þess á milli. Heiðmar var bestur þeirra, eins var Aleksandr Shankuts öflugur. Fj. leikja u J T Mörk Stig UMFA 11 8 1 2 293:263 17 FRAM 10 8 0 2 286:248 16 VALUR 11 8 0 3 262:231 16 KA 11 7 0 4 279:269 14 STJARNAN 11 6 1 4 272:272 13 HAUKAR 11 4 1 6 298:298 9 IBV 10 4 1 5 231:231 9 FH 11 4 1 6 263:264 9 ÍR 11 4 0 7 267:294 8 GRÓTTA/KR 11 2 3 6 276:294 7 HK 11 2 2 7 254:284 6 SELFOSS 11 2 2 7 252:285 6 Höktandi KA-menn hrukku í gang HAUKAR naga sjálfsagt neglur, handarbök og annað tiltækt eftir að hafa misst leikinn gegn KA út úr höndunum sér á Akureyri í gær. Gestirnir virtust hafa ráð undir rifi hverju, léku við hvern sinn fingur í fyrri hálfleik og náðu 7 marka forskoti. Vörn KA var hriplek og sóknin höktandi og heimamenn góndu agndofa á markatöfluna eftir 22 mínútur, staðan 5:12 og norðanpiltar litu hver á annan í hljóðri spurn. Með góðum kafla undir lok hálf- leiksins og mikill baráttu í seinni hálfleik tókst KA-mönnum að snúa leiknum sér í hag og sigra, 23:22. Haukar voru afar vonsviknir en geta aðeins sjálfum sér um kennt. Jafntefli hefði þó e.t.v. talist sanngjarnt. Höktandi KA-vélin hrökk í gang þegar liðið var 7 mörkum undir í fyrri hálfleik. Sverrir Björnsson og Sævar Árnason Stefán Þór skoruðu 2 mörk hvor Sæmundsson og Halldór Sigfús- skrifar son bætti við fimmta marki liðsins í röð þótt KA-menn væru tveimur færri á lokamínútunum. Staðan var 10:12 í leikhléi og Halldór bætti um betur í upphafi seinni hálfleiks og eftir það var mikil spenna í leiknum. Oskar Armannsson hafði leikið KA-vörn- ina grátt í fyrri hálfleik en var nú tekinn úr umferð. Lipurt spil Hauka riðlaðist, vörn KA-batnaði eftir að Jónatan Magnússon lét til sín taka og þá fór Sigtryggur Albertsson að verja eins og hann gerir best. Hauk- arnir höfðu þó frumkvæðið allt þar til KA komst yfir í fyrsta sinn í leiknum, 20:19, þegar rúmar 10 mín. voru til leiksloka. Heimamenn voru síðan sterkari á lokakaflanum en Hauka virtist þrjóta örendi. Ymsar skýringar eru á þessum miklu sveiflum í leiknum. Haukai* léku skemmtilega í fyrri hálfleik og Jónas Stefánsson varði frábærlega í markinu allan tímann. Hann varði m.a. fjögur skot frá hornamannin- um Jóhanni G. Jóhannssyni og var fyrirliðinn tekinn af velli eftir þá út- reið. Þá átti Lars Walther 4 skot í ramma Haukamarksins en þessir tveir leikmenn hafa verið burðarás- ar KA í síðustu leikjum. Það sem breyttist var að Sigtryggur fór að verja óg hann hvatti sína menn vel áfram, vörnin small saman og Sveirir Björnsson fékk sjálfstraust í sókninni, auk þess sem Sævar og Halldór stóðu sig vel. Haukum tókst ekki að fylgja góðri byrjun eftir, Óskar komst ekki í takt við leikinn í seinni hálf- leik og þrátt f'yrir ágæt tilþrif hjá Kjetil Ellertsen og Sigurði Þórðar- syni var sóknarleikurinn brokk- gengur. Frammistaða Jónasar í markinu dugði ekki til; það var krafturinn í KA-mönnum sem réð úrslitum. Tekist á í Digranesi ALLT ætlaði af göflunum að ganga í Digranesi í gærkvöidi þegar Valsmenn sóttu HK heim, tekist var á um víðan völl og mistökum fjölgaði eftir því sem leið á leikinn og spennan jókst - eitt mark var skorað síðustu 6 mínúturnar og það var sigurmark Vals f 19:18 sigri. Fyrstu mínútumar reyndu menn að ná tökum á mótherjanum og skiptust liðin á að skora. HK-menn voru að venju harðir Stefán í horn að taka í vörn- Stefánsson inni en sóknarleikur- skrifar ;nn var meg slakara móti - þeir bættu það upp með enn grimmari vöm en Valsmenn fóru fljótlega að svara fyrir sig og jafnt var í leikhléi, 10:10. Valsmenn mættu betur undirbún- ir til síðari hálfleiks og náðu fjög- urra marka forskoti því ýmist strönduðu sóknarlotur HK á Guð- mundi markverði Vals eða hæpnum dómum. Kópavogsbúarnir lögðu þó ekki árar í bát, Hlynur Jóhannesson markvörður varði vel, sem gaf HK- mönnum von og með mikilli baráttu tókst þeim að jafna þegar rúmar sex mínútur voru til leiksloka. Hvort lið fékk þrjú tækifæri til að skora mark. Eitt skot HK var varið, annað ótímabært fór framhjá og ein sókn endaði með furðulegum ruðn-r ingsdómi. Aftur á móti lauk tveimur sóknum Vals þegar Hlynur varði en úr þriðju skoraði Ari Állansson sig- urmark þegar rúm mínúta var til leiksloka. „Eg veit ekki hvort dómararnir voru tilbúnir í erfiðan leik, við misstum líka einbeitinguna í dauða- færum en vörnin var góð,“ sagði Hlynur markvörður, sem varði 20 skot, en hann bar sig þó vel. „Eg hef þó engar áhyggjur af stöðunni því þetta er á réttri leið hjá okkur en hef frekar áhyggjur af því að tapa með einu marki því það gerðisV í sjö leikjum í fyrra - vonandi gerist það ekki aftur.“ Hjá Val nýtti Einar Örn Jónsson færin sín vel og Guðmundur varði ágætlega en Valsmenn geta þakkað fyrir að hirða bæðin stigin í þessum leik - því þeir voru lengi að ná átt- um í gríðarlegum baráttuleik, sem oft var líkastur slagsmálum. ■Jr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.