Morgunblaðið - 03.12.1998, Page 2
2 B FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1998
MORGUNB LAÐIÐ
Oll liðin í efstu deild hyggjast
styrkja leikmannahópa sína
fyrir átökin næsta sumar, öll
[ hafa þau gengið frá ráðningu þjálf-
ara sinna og hafið æfíngar af krafti.
[ Könnun Morgunblaðsins leiðir í ]jós
að Kristinn Lárusson er líklega eft-
[ irsóttasti knattspyrnumaðurinn hér
innanlands þessa dagana, en til
skamms tíma gilti það einnig um
; Þorvald Makan Sigbjörnsson, sem
[ genginn er til liðs við KA. Einnig er
barist um landsliðsmarkvörðinn
, Birki Kristinsson og miðjumanninn
Steinar Guðgeirsson og fátt bendir
til þess að erlendum leikmönnum
' fækki frá því í fyi-ra.
Eyjamenn missa miðjumenn
, Útlit er fyi-ir að tveir lykilmenn á
miðju Islands- og bikarmeistara
Eyjamanna verði ekki með liðinu á
næstu leiktíð. Þeir Kristinn Lárus-
son og Steinar Guðgeirsson, sem
báðir gengu til liðs við Eyjamenn
fyrir ári, verða ekki með liðinu á
næsta ári vegna atvinnu sinnar í
höfuðborginni. Á móti kemur að
Baldur Bragason er kominn frá
Leiftri.
Jóhannes Olafsson, formaður
ÍBV, sagði í samtali við Morgun-
blaðið að útséð væri um að Kristinn
, yrði með og líklega yi'ði hið sama
upp á tengingnum með Steinar.
„Þeir eru komnir með sína framtíð-
[• arvinnu fyrir sunnan og það er ekki
svo gott við þessu að gera. Við vilj-
um að menn hafi hugann við þetta
og geti einbeitt sér að því að leika
fyrir liðið,“ sagði hann. Bæði Krist-
inn og Steinar eru samningsbundnir
ÍBV, en að sögn Jóhannesar verða
þau mál leyst í góðu.
Nokkur erlend lið hafa spurst
fyrir um markahrókinn Steingiím
Jóhannessonar og m.a. sent inn
formleg tilboð. Því hefur alfarið ver-
ið hafnað af hálfu ÍBV. „Þetta hafa
ekki verið nægilega há tilboð,“ segir
Jóhannes. „Sá tími er einfaldlega
liðinn að norsk og sænsk lið geti lit-
ið á íslenska knattspymu sem ein-
hvem útsölumarkað. Þeir hafa
greitt háar fjárhæðir fyrir leikmenn
sín á milli, jafnvel fyrir leikmenn í
neðri deildum og leitað síðan hingað
eftir góðum mönnum á niðursettu
verði. Islensk lið gera nú lengri
samninga við leikmenn og bjóða
betri kjör, þannig að slik útsölu-
starfsemi er liðin tíð.“
Þýski framherjinn Jens Paeslack
leikur ekki með ÍBV á næstu leik-
tíð. Á móti kemur að Rútur Snorra-
son er allur að koma til af meiðslum
sem hafa hrjáð hann lengi og komu
að mestu í veg fyrir leik hans sl.
tímabil. Þá hefur Sigurvin Ólafsson
verið í endurhæfmgu eftir slys, en
óvíst er um hversu langan tíma tek-
ur fyrir hann að ná fullri heilsu.
Aðrir leikmenn verða áfram með
liðinu og Bjarni Jóhannsson verður
áfram þjálfari. Ivar Bjarklind hefur
skrifað undir nýjan samning og ívar
Ingimarsson er kominn heim eftir
að hafa verið til reynslu hjá enska
liðinu Bristol Rovers. Ekkert kom
út úr þeirri för og ekki er gert ráð
fyrir öðru en að ívar leiki með liðinu
næsta sumar.
Litið til yngri flokka
Að sögn Jóhannesar er ekki ljóst
hvort liðið mun leita eftir frekari
liðsstyrk fyrir komandi átök. Hann
vildi ekki staðfesta hvort rætt hefði
verið við Birki Kristinsson, en við-
urkenndi að óformlegar viðræður
hefðu átt sér stað við Þorvald Mak-
an Sigbjörnsson, sem nú hefur
ákveðið að velja KA, eins og fram
kemur í frétt annars staðar í blað-
inu. „Við tökum ekki hvern sem er.
Eg á von á því að meira verði litið til
yngri flokka nú,“ sagði Jóhannes.
„Það er að minnsta kosti eindregin
ósk frá stjórninni um það. Það er
komið að því að hleypa þeim meira
inn í leik liðsins, þessum efnilegu
peyjum sem fyrir eru hjá liðinu. Sá
tími var kannski ekki kominn i fyrra
eða fyrir tveimur árum, en hann er
kominn nú,“ sagði formaðurinn.
KR-ingar urðu í öðru sæti efstu
deildar sl. sumar, töpuðu á heima-
velli gegn Eyjamönnum í hreinum
úrslitaleik. Þeir hafa lítið misst eftir
ÍÞRÓTTIR
Slegist um bestu
knattspyrnumenn þjóðarinnar
Lrflegur
leikmanna
markaður
Aðeins eru rúmir tveir mánuðir frá lokum ís-
landsmótsins í knattspyrnu og úti fyrir minnir
fátt á grasi vaxnar knattspyrnugrundir. A þess-
um árstíma eiga sér þó stað geysilegar hræringar
í leikmanna- og skipulagsmálum liðanna og Björn
Ingi Hrafnsson komst að því að sumir leikmenn
eru eftirsóttari en aðrir.
sumarið, en fengið nokkurn liðs-
styrk og ættu því að koma sterkari
til leiks á næsta ári. Atli Eðvaldsson
þjálfar KR annað árið í röð.
Leikmannahópur KR er afar stór
á íslenskan mælikvarða og flestir
leikmanna eru á löngum samning-
um, utan Sigþór Júlíusson, en
samningur hans rann út nú í haust
og er búist við að hann verði endur-
nýjaður innan tíðar. „Þessi mál hafa
verið í nokkurri biðstöðu að undan-
förnu vegna breytinga á rekstrar-
formi deildarinnar," segir Björgólf-
ur Guðmundsson, formaður knatt-
spymudeildai- KR, „en nú á ég von
á því að málin komist á hreint.“
Þær breytingar sem Björgólfur
minnist á eru stofnun KR-Rekstrar-
félags hf., nýs félags sem tengja
mun starfsemi knattspyrnudeildar
KR og fjárfestingafélagsins KR-
Sport hf. Stefnt er að hlutafjárút-
boði í KR-Sporti á næstu vikum og
er ætlunin að veita fé til uppbygg-
ingar knattspyrnuliðsins. Ekki er
ólíklegt að eitthvert fé verði notað
til að styrkja Ieikmannahópinn, sem
reyndai' þegar hefur verið gert að
hluta. Þannig er Skagamaðurinn
Sigursteinn Gíslason kominn til liðs
við KR, en þar lék hann í 2. og 3.
flokki og eitt tímabil í meistara-
flokki áður en hann fór á æsku-
stöðvarnar uppi á Skaga. Þá er
piltalandsliðsmaðurinn Jóhann Þór-
hallsson kominn úr Þór, en nokkur
lið í efstu deild höfðu rætt við hann.
Aukinheldur hafa KR-ingar átt í
viðræðum við sóknarmanninn Einar
Örn Birgisson, sem lék með norska
liðinu Lyn á síðasta tímabili.
Winnie áfram
Ekki er gert ráð fyrir öðru en að
Skotinn David Winnie, sem kjörinn
var leikmaður íslandsmótsins, verði
aftur með liðinu næsta sumar, en
hann leikur í vetur með Ayr, einu af
toppliðum skosku 1. deildarinnar.
Öðru gegnir um Bosníumanninn
Besim Haxijadini, sem ekki verður
með KR á næsta ári. Stjóm knatt-
spyrnudeildarinnar mun hafa
ákveðið að segja upp samningi sín-
um við leikmanninn.
Aðrir leikmenn KR eru á löngum
samningum og verða með á næsta
ári. Eina óvissan er viðvíkjandi
Stefáni Gíslasyni, sem er í eigu
norska úrvalsdeildarliðsins Ströms-
godset - er þar á þriggja ára samn-
ingi. Stefán lék með KR í fyrra sem
lánsmaður og skv. heimildum Morg-
unblaðsins er talið líklegt að sá
samningur verði framlengdur, enda
sjái norska félagið ekki fram á að
geta notað Stefán mikið á næstu
leiktíð.
Kvarnast úr liði
Skagamanna
Skagamenn eru það lið sem mest
hefur kvamast úr frá síðustu leik-
tíð. Landsliðsmaðurinn Steinar
Dagur Adolfsson er farinn í at-
vinnumennsku til Noregs, mark-
vörðurinn Þórður Þórðarson fór til
Norrköping í Svíþjóð og Sigur-
steinn Gíslason til KR. Þá er
Slobodan Milisic farinn til KA. Enn
er óvíst hvort Englendingurinn De-
an Martin kemur aftur til liðsins, en
hann leikur erlendis í vetur. Ákveð-
ið hefur verið að leita ekki eftir
frekara samstarfi við framherjann
Zoran Ivsic sem skoraði fjögur
mörk fyrir ÍA á síðustu leiktíð.
Þetta er mikil blóðtaka fyrir liðið
og miðjumennirnir Alexander
Högnason og Heimir Guðjónsson
verða „gömlu“ mennirnir í liðinu á
næstu leiktíð. Þó hafa samningar
við nokkra leikmenn verið endur-
nýjaðir, þá Jóhannes Harðarson,
Guðjón Skúla Samúelsson, Unnar
Valgeirsson og Sturlaug og Pálma
Haraldssyni. Framherjinn Sigurður
Ragnar Eyjólfsson, sem gerði sjö
mörk sl. sumar, lýkur háskólanámi
sínu í Bandaríkjunum nú um ára-
mótin og kemur þá til liðs við
Skagamenn. Sigurður Ragnar hefur
þó hug á að reyna að komast á
samning í bandarísku atvinnu-
mannadeildinni og myndu Skaga-
menn þá bera eitthvað úr býtum,
enda á leikmaðurínn eitt ár eftir af
samningi sínum við liðið.
Ekki leitað til Júgóslavíu
Nýráðinn framkvæmdastjóri IA,
Sæmundur Víglundsson, sem lengi
dæmdi í efstu deild, segir ljóst að
eitthvað verði að styrkja leikmanna-
hópinn, en menn muni þó flýta sér
hægt í þeim efnum. „Það er þó al-
veg á hreinu að ekki verður leitað til
Júgóslavíu," sagði Sæmundur,
þeim kafla er lokið,“ en flestir er-
lendu leikmenn Skagamanna hafa
komið þaðan á undanförnum árum.
„Við erum að leita að 2-3 sterkum
leikmönnum. Það er ekkert laun-
ungarmál að við þurfum framherja,
einhvem alvörumann sem getur
gert 14-16 á tímabili," sagði Sæ-
mundur ennfremur.
Morgunblaðið hefur heimildir
fyrir því að Skagamenn séu einnig
að leita fyrir sér að reynslumiklum
markverði. M.a. hafi verið rætt við
Birki Kristinsson landsliðsmark-
vörð en þær viðræður hafi ekki
komist á formlegt stig. Þá hefur og
verið fylgst með málum Gunnlaugs
Jónssonar, varnarmanns hjá
Örebro í Svíþjóð, en ekki er ljóst
hvort hann leikur með sænska lið-
inu á næstu leiktíð.
Logi Ólafsson, þjálfari liðsins,
hefur yfiramsjón með leikmanna-
leitinni og nýtur þar m.a. aðstoðar
Teits Þórðarsonar, fyrram lands-
liðsmanns sem nú er landsliðsþjálf-
ari Eistlands og Flora Tallin þar í
landi.
Tveir erlendir frá Keflavík
Úr herbúðum Keflvíkinga er það
að frétta að erlendu leikmennirnir
tveir, þeir Sasa Pavic og Marko
Tanasic, sem komu til liðsins þegar
nokkuð var liðið á leiktíðina sl. sum-
ar, verða ekki áfram hjá liðinu.
Kostnaður vegna þeirra tvímenn-
inga þótti of mikill og ekki í sam-
ræmi við frammistöðu þeirra inni á
vellinum. Þá er framherjinn Krist-
ján Brooks kominn úr IR og Zoran
Ljubicic frá Grindavík og samning-
ar við þá Georg Birgisson og Ey-
stein Hauksson hafa verið endur-
nýjaðir. Samið var við Georg til
þriggja ára og Eystein til tveggja.
Óli Þór Magnússon er hættur með
Keflvíkingum, en aðrir sem léku
með liðinu á síðustu leiktíð verða
áfram. Þó er óvíst með Grindvíking-
inn Ólaf Ingólfsson. Hann gerði
þriggja ára samning við Keflvíkinga
í fyrra, en náði ekki að festa sig í
byrjunarliðinu og var varamaður
undir það síðasta. Hann mun því
hafa óskað eftir því að fá að fara, en
ekkert hefur verið ákveðið í þeim
efnum og engin lið óskað eftir að því
að kaupa upp samning hans.
Gunnar Óddsson verður áfram
spilandi þjálfari liðsins og Sigurður
Björgvinsson er einnig þjálfari. Að
sögn Rúnars V. Arnarsonar, for-
manns knattspyrnudeildar, eru
frekari leikmannakaup ekki fyrir-
huguð. „Við erum með fjölmarga
unga og efnilega leikmenn og höfum
þess vegna ekki í hyggju að leita
eftir meiri mannskap. Þá höldum
við einnig í vonina með að Gunnar
Már Másson jafni sig af meiðslun-
um og geti leikið með okkur næsta
sumar, en það er reyndar allsendis
óvíst,“ sagði Rúnar.
Hlynur og Finni til Leifturs
Nokkrar breytingar verða á liði
Leifturs frá síðustu leiktíð, en þá
hafnaði liðið í fimmta sæti deildar-
innar og komst í úrslitaleikinn gegn
ÍBV. Páll Guðlaugsson mun halda
áfram með liðið. Miðjumaðurinn
Baldur Bragason er genginn í raðir
Vestmannaeyinga, en Baldur var
einn besti leikmaðm- deildarinnar á
síðasta tímabili. Þá er Sindri
Bjarnason farinn í Val og Steinar
Ingimundarson hættur. Rastislav
Lazorik og Peter Ogaba hafa leitað
fyrir sér erlendis og verða ekki með
Léiftursmönnum á næstu leiktíð, og
óvíst er um varnarjaxlinn Andra
Marteinsson, sem er við nám í
Bandaríkjunum.
Færeysku landsliðsmennirnir
Uni Arge og Jens Martin Knudsen
verða áfram, en reyndar á efth' að
ganga frá samningi við Arge. Þá er
ljóst að Skotinn Paul Kinniard kem-
ur til liðs við Leiftur í byrjun maí,
en hann leikur ytra í vetur.
Leiftur hefur þegar fengið
nokkurn liðsstyrk, þann helstan að
varnarmaðurinn Hlynur Birgisson
er kominn aftur eftir atvinnu-
mennsku hjá sænska liðinu Örebro.
Þá er ungur og efnilegur leikmaður,
Ingi Hrannar Heimisson, kominn
úr Þór og einnig finnskur leik-
stjórnandi, sem leikið hefur með liði
í efstu deild þar í landi. Sá lék með
Leiftri í tveimur æfingaleikjum í
Færeyjum um miðjan október og
þótti sýna góða takta.
Þorvaldur Þorsteinsson, formað-
ur knattspymudeildar Leifturs,
segir ekki Ijóst hvort leitað verði
eftir frekari liðsstyrk. Hann stað-
festi þó að haft hefði verið samband
við Þorvald Makan Sigbjörr.sson.
Fjöldi til Fram
Framarar virðast einna stórtæk-
astir á leikmannamarkaðnum þessa
dagana, enda hefur stefnan verið
sett upp á við hjá félaginu með
stofnun hlutafélagsins^ Fótboltafé-
lags Reykjavíkur hf. Útlit er fyrir
að tveir til þrír leikmenn liðsins á
síðustu leiktíð rói á önnur mið eða
hætti, en fjölmargir leikmenn virð-
ast á hinn bóginn á leiðinni til Safa-
mýrarliðsins.
Ágúst Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri knattspymudeildar
Fram, staðfestir að félagið hafi átt í
viðræðum við þá Birki Kristinsson,
Kristin Lárusson og Steinar Guð-
geirsson. „Þau mál eru era enn á
viðræðustigi, en ég er bjartsýnn og
vona að þau klárist í þessari viku,“
sagði Ágúst í gærkvöldi. Hann
sagðist vita af áhuga annarra liða á
öllum þessum leikmönnum, en
kvaðst samt vongóður.
Framarar hafa fengið miðvallar-
leikmanninn ívar Jónsson frá HK,
Friðrik Þorsteinsson markvörð frá
Skallagrími, Jóhann Möller frá KS
og Rúnar Ágústsson úr Fylki. Þeir
hyggjast styrkja hópinn enn frekar
fyrir átök sumarsins. „Ég á von á
því að við sækjum tvo til þrjá góða
leikmenn til útlanda þegar líða tek-
ur á vorið,“ sagði Ágúst ennfremur,
en hann á sæti í leikmannanefnd
nýja hlutafélagsins.
Varnarmaðurinn Ásgeir Hall-
dórsson er farinn til Víkings, en
Ágúst Ólafsson verður að gera hlé á
knattspymuiðkun vegna meiðsla.
Þá er Iíklegt að Þoi-valdur Ásgeirs-
son, sonur Ásgeirs Elíassonar þjálf-
ara, gangi í raðir KA. Fari Birkir í
Fram verða þrír meistaraflokks-
markmenn hjá félaginu, því auk
Friði'iks er Ólafur Pétursson enn í
herbúðum Framara.
Þrír farnir
- tveir komnir
Hjá Valsmönnum hafa ekki orðið
miklar breytingar frá því leiktíðinni
lauk, en Ái-nór Guðjohnsen verður
aðstoðarþjálfari við hlið Kristins
Björnssonar þjálfara.
Einar Páll Tómasson, er snúinn
aftur úr atvinnumennsku hjá
norska liðinu Raufoss og mun ef-
laust styrkja vörnina mikið. Þá er
Sindri Bjamason genginn til liðs við
Val úr Leiftri. Valsmenn hafa hug á
að styrkja sóknina fyrir næsta tíma-
bil, en fengu afsvar frá Þorvaldi
Makan, rétt eins og Eyjamenn og
Leiftur. Hins vegar binda þeir enn
vonir við að fá Kristin Lárusson frá
IBV, en eiga þar í harðri keppni við
Framara og Víkinga, eins og komið
hefur fram.