Morgunblaðið - 03.12.1998, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1998 B 3
ÍÞRÓTTIR
Morgunblaðið/Steinþór
BIRKIR Kristinsson, landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, réttir konu í Jerevan í Armeníu hjálpar-
hönd fyrir landsleik Armeníu og íslands í haust. Hann er laus allra mála hjá Norrköping ■ Svíþjóð,
er fluttur heim til íslands og tilbúinn að verja mark íslensks liðs í efstu deild en nokkur hafa rætt
við hann með það fyrir augum.
Þríi' leikmenn eru farnir úr her-
búðum Valsara. Salih Heimir Porca
er genginn til liðs við Breiðablik og
Englendingamir Mark Ward og
Richard Burgers eru snúnir aftur
til slns heima. Ekki er gert ráð fyrir
að þeir komi aftur til Hlíðarenda
næsta vor.
Eggert Stefánsson, varaformaður
knattspyrnudeildar Vals, segir að
langt sé síðan liðið hafi misst jafn
fáa menn eftir mót. „Þetta er mjög
ánægjulegt og eflaust afleiðing þess
að liðin era farin að gera samninga
við leikmenn til lengri tíma. Við höf-
um verið að vinna í því að styrkja
hópinn hjá okkur og segja má að
koma Einars Páls og Sindra sé liður
í því. Við ætlum að reyna að fá eins
og einn leikmann í viðbót, en það er
erfitt að keppa við ákveðin félög
sem bjóða háar fjárhæðir," sagði
Eggert.
Fleiri Júgóslavar til
Grindavíkur
Milan Stefán Jankovic er tekinn
við þjálfun Grindavíkurliðsins af
Guðmundi Torfasyni, en hyggst
ekki leika með liðinu, sem varð í 7.
sæti deildarinnar í sumar. Zoran
Ljubicic er genginn til liðs við Kefl-
víkinga, en allir aðrir verða áfram í
herbúðum liðsins.
Bjarni Andrésson, formaður
knattspyrnudeildar, segir að gengið
hafi verið frá samningum við Skot-
ann Scott Ramsay, Grétar Hjartar-
son og Sinisa Kekic. Þá sé verið að
ganga frá samningum við annan
Skota, Paul McShane, sem lék með
liðinu á síðustu leiktíð.
Grindvíkingar hyggjast styrkja
leikmannahóp sinn eitthvað fyrir
sumarið, en Bjarni segir að fáir séu
í boði hér innanlands. „Milan þjálf-
ari hefur nokkra Júgóslava í sigtinu
og það kemur í ljós á næstunni
hverjir það verða,“ sagði formaður-
inn ennfremur.
Formannaskipti hjá Blikum
Lið Breiðabliks sigraði með
nokkrum yfirburðum í 1. deildinni á
síðustu leiktíð og tryggði sér þar
með rétt til að leika í efstu deild
næsta sumar. Afskaplega litlar
breytingar hafa orðið á leikmanna-
hópi liðsins á sl. mánuðum, en þeim
mun meiri á yfirstjórn liðsins. Stað-
an er nefnilega sú að Guðmundur
Oddsson, sem verið hefur formaður
knattspyrnudeildar í þrjú ár, gaf
ekki kost á sér til endurkjörs sl.
mánudag, en ekkert framboð kom í
embættið og varð að boða sérstakan
aukaaðalfund sem verður í næstu
viku til að finna nýtt fólk í stjórnina.
„Þetta er nú ekkert stórmál,"
sagði Guðmundur við Morgunblaðið
í gærkvöldi. „Eg sagði á sínum tíma
að ég gæfi mér þrjú ár sem formað-
ur og ætla mér að standa við það.
Fólk virðist ekki hafa trúað þessu
og á aðalfundinum var einfaldlega
enginn tilbúinn að taka við.“
Hagnaður hefur verið á rekstri
knattspyrnudeildarinnar og Guð-
mundur segist skilja við gott bú.
„Þetta er hins vegar afskaplega
mikil vinna og ég er búinn að gera
skyldu mína. Eg er ekkert að
hlaupa í burtu og ætla að vinna að
þessu áfram, en kannski ekki á
hverjum einasta degi eins og verið
hefur,“ sagði Guðmundur.
Salih Heimir Porca er eini leik-
maðurinn sem genginn er í raðir
Breiðabliks frá síðustu leiktíð. Sig-
urður Grétarsson mun þjálfa liðið
áfram, en óvissa vegna stjórnar-
skipta mun hafa tafið leikmanna-
mál. Enginn mun vera farinn frá
liðinu, en verið er að vinna í endur-
nýjun samninga við nokkra leik-
menn. Guðmundur vildi ekki gefa
upp hverjir þeir væru, því „þá færu
önnur lið að róa í þeim,“ eins og
hann orðaði það.
Hjá Breiðabliki er allt komið á
fullt við undirbúning að breyttu
rekstrarformi meistaraflokks karla
og kvenna. Er stefnt að stofnun
hlutafélags þar að lútandi innan
skamms.
Draugasögur
um Víkinga
Víkingar fylgja Breiðabliki upp
úr 1. deild og miklar sögur hafa
gengið um meint leikmannakaup
þeirra í haust. Hefur liðið verið
bendlað við fjölmarga knattspyrnu-
menn. Þeirra á meðal eru Þórhallur
Dan Jóhannsson, sem leikur með
danska liðinu Vejle og títtnefndur
Kristinn Lárusson.
Guðmundur H. Pétursson, for-
maður knattspymudeildar Víkings,
segir að þetta séu aðeins drauga-
sögur. „Ég hef heyrt þetta sjálfur
og að fjölmargir leikmenn séu
bendlaðir við félagið. Ég kannast
hins vegar minnst við það sjálfur,“
sagði Guðmundur.
Guðmundur staðfesti þó að Vík-
ingar ættu í viðræðum við Kristin
Lárusson og Steinar Guðgeirsson,
rétt eins og fleiri lið. Hins vegar
væri ekki lengur inni í myndinni að
Þórhallur Dan kæmi frá Danmörku,
hann væri samningsbundinn danska
liðinu og því í eigu þess.
Víkingai- hafa fengið tvo leik-
menn frá öðrum félögum, varnai'-
manninn Asgeir Halldórsson úr
Fram og Jakob Hallgeirsson úr
Skallagrími. Enginn hefur yfirgefið
herbúðir félagsins frá síðustu leik-
tíð, en tveir segjast hættir, eins og
formaðurinn orðaði það, þeir Hörð-
ur Theódórsson og Marteinn Guð-
geirsson. Hörður verður aðstoðar-
þjálfari við hlið Lúkasar Kostics.
KÖRFUKNATTLEIKUR
Króatar allt
of sterkir
Islenska landsliðið í körfuknattleik
tapaði 111:77 fyrir Króötum í Si-
benic þar í landi í gærkvöldi en leik-
urinn var liður í Evrópukeppni
landsliða. Staðan í leikhléi var
62:44.
Að sögn Jóns Kr. Gíslasonar
landsliðsþjálfara vora Króatar rosa-
lega sterkir og alltof sterkir fyrir ís-
lenska liðið. „Við lékum ágætlega í
sókninni en nú náði vörnin sér ekki
á strik. Króatar era með nokkra
leikmenn sem eru 210 sentímetrar
og því erfitt að eiga við þá. Þetta
sést meðal annars á því að í fyrri
hálfleik gerðu þeir 30 stig innan
teigs en við aðeins fjögur," sagði
Jón Kr. í samtali við Morgunblaðið í
gærkvöldi.
Jón Kr. sagði að Falur Harðarson
hefði verið í miklum ham og gert 15
stig í fyrri hálfleik, en hann var
stigahæstur með 21 stig. Herbert
Arnarson átti einnig góðan leik,
Teitur Örlygsson átti góða spretti
en var ekki með góða nýtingu. Fal-
ur var með 55% nýtingu í þriggja
stiga skotum, 100% innan teigs og
100% í vítum. Skotnýting íslenska
liðsins var 43% en Króatar hittu úr
68% skota sinna.
Helgi Jónas Guðfinnsson meidd-
ist á tá á æfingu fyrir leikinn og gat
því ekki leikið með í gær. Jón Kr.
sagði að ekki yrði ljóst hversu al-
varleg meiðslin væru fyrr en tekin
yrði mynd af þeim þegar hann
kæmi til Hollands þar sem hann
leikur með Donar Groningen.
Eistar töpuðu á heimavelli fyrir
Litháum, 60:91 og Bosníumenn rétt
mörðu Hollendinga 68:60. Staðan í
riðlinum er nú þannig að Bosníu-
menn eru efstir, þá Ki'óatar, Lithá-
ar, Hollendingar, Eistar og íslend-
ingar reka lestina.
■
Reuters
HERBERT Arnarson reynir hér að stöðva Veljko Mrsic, sem var
stigahæstur Króata með 26 stig.
Létt hjá Þjóðverjum
ÞÝSKA Iandsliðið í handknattleik, sem tekur þátt í HM í Egyptalandi,
fór létt með Egypta i tveimur landsleikjum um sl. helgi. Þjóðverjar
byrjuðu á því að vimia stórt fyrir framan 4.500 áhorfendur í
Hannover, 37:21 (20:10). Þar fór Daniel Stephan, Lemgo, á kostum og
skoraði tfu mörk. 4.200 áhorfendur sáu Þjóðverja vinna seinni leikinn
í Bremen, 28:20, eftir að staðau var 12:11 í leikhléi. Kretzschmar, sem
skoraði fjögur mörk í fyrri lciknum, var markahæstur með sex mörk.
Heiner Brand, landsliðsþjálfari Þjóðverja, var ánægður með sfna
menn og segir þýska liðið í stöðugri framför. „Við verðum komnir
með sterka liðsheild fyrir heimsmeistarakeppnina."
BSSI OG
VlFILFELL KYNNA
(cca
OPIÐ BIKARMÓT
dagana 5. og 6. des í snóker- og poolstofunni
í Lágmúla 5
Úrslit verða spiluð sunnudaginn 6. des. og hefjast kl. 12.00.
Úrslitaleikurinn verður sýndur í sjónvarpi og eru allir hvattir til að
mæta og horfa á.
Þátttökugjald kr. 1.500
Snyrtilegur klæðnaður.
Allir velkomnir!