Morgunblaðið - 03.12.1998, Blaðsíða 2
2 C FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
675 milljóna kr. hagnaður Búnaðarbankans
Gott vega-
nesti í hluta-
fjárútboðið
HAGNAÐUR af rekstri Búnaðar-
bankans nam 675 milljónum króna
fyrstu níu mánuði ársins, samkvæmt
óendurskoðuðu bráðabirgðaupp-
gjöri. Að teknu tilliti til reiknaðs
tekjuskatts nam hagnaður tímabils-
ins 506 mkr. Fyrir sama tímabil í
fyrra var hagnaður fyrir skatta 527
milljónir króna og hagnaður eftir
skatta 354 mkr. Aukning hagnaðar
eftir skatta er 43% en raunarðsemi
eigin fjár er 15,5% að teknu tilliti til
reiknaðs tekjuskatts, samkvæmt
fréttatilkynningu. _
Búnaðarbanki Islands hf. stækk-
aði um rúma 17 milljarða á fyrstu
níu mánuðum ársins eða um 26% og
var heildarfjármagn bankans í lok
september 84,7 milljarðar til saman:
burðar við 67,4 milljarða í janúar. I
ársbyrjun 1997 var heildarfjármagn
bankans 54,2 milljarðar en í dag er
sú tala komin í 88 milljarða. Bankinn
hefur því stækkað um rúma 34 millj-
arða á síðustu tveimur árum.
Útlán aukist um 22%
Utlán bankans jukust um 10,6
milljarða frá áramótum eða um 22%
og voru í lok september tæpir 60
milljarðai-. I fréttinni kemur fram að
samkvæmt bráðabirgðatölum frá
Seðlabanka íslands jukust útlán við-
skiptabanka og sparisjóða um rúm
13% á sama tíma. Aukningin skýrist
aðallega af miklum fjárfestingum í
þjóðfélaginu og hins vegar af aukinni
áherslu bankans á lánveitingar til
stærri fyrirtækja, einkum þeiiTa
sem skráð eru á Verðbréfaþingi Is-
lands. Innlán Búnaðarbankans á
fyrri helmingi ársins hækkuðu um
6,4 milljarða og verðbi'éfaútgáfa
jókst um 2,6 milljarða, sem er 60%
aukning.
Stefán Pálsson, aðalbankastjóri
Búnaðarbankans, sagði í samtali við
Morgunblaðið að afkoman væri mun
hæn-i en gert var ráð fyrir í rekstr-
aráætlunum. „Við áttum von á svip-
uðum hagnaði og í fyrra en þegar
upp var staðið jókst hagnaðurinn eft-
ir skatta um 148 milljónir króna.“
Stefán segir Ijóst að niðurstaðan
komi ekki til með að draga úr þeim
mikla áhuga sem virðist vera á vænt-
anlegu hlutafjárúboði Búnaðarbank-
ans sem hefst í næstu viku.
Búnaóarbanki Islands
úr milliuppgjöri 1. janúar til 30. september 1998
Úrrekstrí 1998 1997 Breyting
Vaxtatekjur Milljónir króna 4.792 4.309 +11%
Vaxtagjöld 2.574 2.432 +6%
Hreinar vaxtatekjur 2.218 1.877 +18%
Aðrar rekstrartekjur 1.321 1.082 +22%
Hreinar rekstrartekjur 3.539 2.959 +20%
Önnur rekstrargjöld 2.460 2.140 +15%
Framlög í afskriftareikning 404 292 +38%
Hagnaður fyrir skatta 675 572 +28%
Skattar 169 173 ■2%
Hagnaður tímabilsins 506 354 +43%
Efnahagsreikn. 30. sept. 1998 — 31/12 '97 Breyting
j Eignir: j Milljónir króna
Sjóður, ríkisvíxl. og kröfur á lánast. 6.650 8.006 ■17%
Útlán 59.159 48.578 +22%
Markaðsverðbréf og eignarhl. í fél. 15.429 7.646 +102%
Aðrar eignir 3.477 3.137 +11%
Eignir alls 84.715 67.367 +26%
| Skuldir og eigið íé:
Skuldir við lánastofnanir 6.812 3.770 +81%
Innlán 46.804 40.424 +16%
Lántaka 24.380 17.217 +42%
Aðrar skuldir 667 1.225 ■46%
Reiknaðar skuidbindingar 327 324 +1%
Eigið fé 4.938 4.407 +12%
Skuldir og eigið fé samtals 84.715 67.367 +26%
Vickers
tekur við
Ulstein
London. Telegraph.
VICKERS í Bretlandi hyggst
komast yfir norska skipaverk-
fræðifyrirtækið Ulstein Hold-
ing fyrir 346 milljónir punda og
verða það fyrstu kaup fyrir-
tækisins síðan það seldi lúxus-
bílaframleiðandann Rolls
Royce fyrr á þessu ári.
Þegar samningai' hafa náðst
verður skipasmíðadeild Ulstein
skilin frá öðmm rekstri og seld
aftur fyrri eigendum í Noregi
samkvæmt tilkynningu frá
Vickers.
Ulstein, sem hefur 4.150
starfsmenn í 17 löndum, hann-
ar og framleiðir skrúfur, stýr-
isbúnað, jafnvægisútbúnað og
önnur siglingatæki. Vickers er
alþjóðlegt fyrirtæki, sem fæst
við gerð siglingatækja, bíla og
varnarkerfa, auk þess sem það
framleiðh' hluta í gastúrbínur.
Samningurinn á að gera
Vickers óháðara hergagna-
smíði og með honum verður
fyrirtækið helzti skipsskrúfu-
framleiðandi heims með sölu
upp á um 500 milljónir dollara.
Verð hlutabréfa í Vickers
lækkuð um 4 pens í 179,5 eftir
að samningar náðust, þar eða
óttazt var að Ulstein hefði
fengið of hátt verð.
Spáð er að Ulstein skili 28
milljóna punda hagnaði í ár.
GEC og
Alcatelí
eina sæng?
London. Reuters. Telegraph
Breytingar fyrirhugaðar hjá flugfélaginu Luxair í Lúxemborg
Ihugar að hefja áætlunar-
GENERAL ELECTRIC Co
flug til Islands á næsta ári
Plc í Bretlandi og franska fjar-
skiptafyrirtækið Alcatel munu
íhuga 30 milljarða punda sam-
runa, sem mundi leiða til stofn-
unar eins af 20 stærstu fyrir-
tækjum Evrópu samkvæmt
blaðafréttum.
Að sögn Sunday Times mundi
slíkur samruni leiða til nánara
sambands Marconi hergagna-
og raeindakjarna GEC og
Thomson-CSF, hins kunna
franska fyrirtækis, sem Alcatel
á 16% í.
Sunday Times hermir að af-
staða sumra stjórnenda til slíks
samnings mótist af gát, þai' eð
þeir telji að hluthafar muni bera
meira úr býtum, ef gengið verði
til liðs við brezka loftiðnaðarfyi'-
irtækið British Aerospace, BAe.
Þeir óttast einnig að GEC
geti mætt mótspyrnu hluthafa,
sem hafí áhyggjur af afkomu
fjarskiptaarms Alcatels. Fyrir-
tækið sendi frá sér afkomuvið-
vörun í september.
BAe-Dasa samruni?
Um leið hermir Sunday Tele-
graph að senn ljúki viðræðum
British Aerospace og Dasa, her-
gagnaarms Daimler-Chrysler,
sem geti leitt til ákvörðunar um
samruna innan nokkuiTa vikna.
Þrátt fyrir viðræður um tví-
hliða bandalag verður þeim
möguleika haldið opnum að
Aerospitale og Matra í Frakk-
landi - sem á að sameina ein-
hvern tíma á næsta ári - gerist
aðilar síðar.
Kunnugir benda á að þessi
þróun sé „mjög erfið“, en vona
að samkomulag náist fyrir
áramót. Daimler Chrysler, sem
á Dasa að mestöllu leyti, yrði í
minnihluta og mundi líklega
eiga þriðjung í sameiginlegu
fyrirtæki, en hluthafar BAe tvo
þriðju.
FLUGFÉLAGIÐ Luxair í Lúxem-
borg hefur nú til skoðunar að hefja
reglubundið áætlunarflug milli
Lúxemborgar og íslands í tilrauna-
skyni. Rætt er um að slíkt flug
hæfist um páskana og flogið yrði
tvisvar í viku meðan á tilrauninni
stæði.
Emil Guðmundsson, stöðvar-
stjóri Flugleiða í Lúxemborg, segir
að málið sé nú í skoðun hjá Luxair.
„Ef ráðist verður í þessa tilraun
yrði það væntanlega í samvinnu við
Flugleiðir. Hugmyndin er enn á
teikniborðinu og á niðurstaða að
liggja fyrir innan tveggja vikna. Ef
af verður yrði einungis um að ræða
LANDSSÍMI íslands hf. hyggst
ekki lækka verð á millilandasím-
tölum, a.m.k. ekki að svo stöddu,
til að bregðast við Net-símanum,
nýrri þjónustu Skímu ehf. Lands-
síminn hyggst sjálfur bjóða Net-
símaþjónustu en ekki er nákvæm-
lega ljóst hvenær það verður.
Skíma ehf., dótturfyrirtæki
Landssímans, hóf í vikunni síma-
þjónustu yfir Netið og geta sím-
notendur því valið milli tveggja
kosta þegar þeir hringja til út-
landa. Net-síminn er töluvert
ódýrari en þjónusta Landssímans
og munar 20-30% í mörgum tilvik-
um.
Guðbjörg Gunnarsdóttir, kynn-
flug til íslands en ekki áfram til
Ameríku."
Luxair er í eigu banka og ann-
arra einkaaðila í Lúxemborg en
ríkið á einnig hlut félaginu. Emil
segir að rekstur þess hafi gengið
þokkalega á síðustu árum og það
aukið umsvif sín og fjölgað við-
komustöðum. „Luxair hefur sterka
stöðu á heimamarkaði og flýgur til
fjölda viðkomustaða í Evrópu. Það
á fimm Boeing 737-500-vélar og
myndi^ vafalaust nota þær til að
sinna Islandsfluginu. Það á einnig
fjórar Fokker 50-vélar en er að
skipta þeim út fyrir litlar fimmtíu
sæta farþegaþotur af gerðinni
ingarfulltrúi Landssímans, segir
að fyrirtækið hyggist að svo
stöddu ekki grípa til sérstakra
ráðstaíána vegna nýju þjónustunn-
ar.
Markaður í örum vexti
„Hins vegar er gjaldskrá okkar
alltaf í endurskoðun og ég minni á
að mikil lækkun hefur orðið á verði
millilandasímtala á undanförnum
misserum. Þau lækkuðu um 22% í
nóvember í fyrra og um 13-14% til
viðbótar í haust. Við tökum því
virkan þátt í þeirri þróun, sem rík-
ir á alþjóðlegum fjarskiptamai'k-
aði, að verð á millilandasímtölum
fer lækkandi."
Brazilia EM-4. Fyrirtækið hefur
nú þegar fengið þrjár slíkar þotur
afhentar og er með fimm til viðbót-
ar í pöntun. Þessi vélakostur nýtist
vel á millivegalengdum í Evrópu og
Luxair flýgur nú til allra helstu
stórborga Evrópu. Þá er fyrirtæk-
ið öflugt í sólarlandafluginu," segir
Emil.
Island spennandi kostur
Emil segir að greinilegt sé að
Luxair-mönnum finnist áætlunar-
flug til Islands spennandi hug-
mynd en málið verði þó skoðað vel
áður en ákvörðun verður tekin.
„Þeir líta til þess að 450 íslending-
Guðbjörg segir að það verði að
koma í Ijós hvort Landssíminn
missi viðskipti vegna Net-síma-
þjónustu Skímu. Hún bendir á að
markaður fyrir millilandasímtöl sé
í vexti, ekki síst vegna gjaldskrár-
lækkana, og því megi alveg eins
búast við því að viðskiptin haldi
áfram að aukast. Hún segir að þótt
Skíma ehf. sé alfarið í eigu Lands-
símans, sé fullur aðskilnaður þar á
milli. „Landssíminn stefnir að því
að hefja Net-símaþjónustu. Ekki
er nákvæmlega ljóst hvenær það
verður en sú þjónusta verður að
sjálfsögðu á samkeppnishæfu
verði miðað við önnur fyrirtæki,"
segir Guðbjörg.
ar eru búsettir hér í Lúxemborg og
a.m.k. 250 í Belgíu. Þjónusta við
þennan hóp stendur líklega ekki
undir áætlunai-flugi ein og sér en
til viðbótar kemur að ferðamanna-
straumur frá Lúxemborg til ís-
lands hefur aukist á undanfórnum
árum og margir Islendingar kjósa
að fljúga í fríið til Lúxemborgar,
m.a. vegna ódýrra bílaleigubíla. Þá
liggur Lúxemborg t.d. vel við
Brussel og ferðalögum íslendinga
þangað fer varla fækkandi. Allt
þetta verður vafalaust tekið með í
reikninginn hjá Luxair áður en
ákvörðun verður tekin um flug til
íslands," segir Emil.
Volvo segir
upp starfs-
mönnum
Stokkhólmi. Reuters.
SÆNSKU Volvo bílaverksmiðj-
urnar ætlar að fækka starfsmönn-
um um 5.300 og leggja niður rúm-
lega 700 ráðgjafastörf vegna
dræmrar eftirspurnar.
, Um 2.600 þessara starfsmanna
vinna í Svíþjóð, en 2.700 erlendis.
Af þessum hópi eru um 3.100 skrif-
stofumenn. Uppsagnirnar ná til
eins af hverjum 15 staifsmönnum,
sem eni alls 79.000, og þær koma
til framkvæmda um mitt næsta ár.
„Tekjumáttur fyrirtækisins er
ónógur og við verðum að láta til
skarar skríða til að tryggja sam-
keppnisgetu Volvos til frambúðar,"
sagði Leif Johannsson aðalfram-
kvæmdastjóri í tilkynningu.
Landssíminn lækkar ekki
verð millilandasímtala