Morgunblaðið - 03.12.1998, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 03.12.1998, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1998 C 7 irtækjum, hvort sem það er UPS, DHL, Eimskip, Samskip, Flugleiðir eða Islandsflug. Það eina sem ég sé fyrir mér að gæti gerst í framtíðinni til bóta er að gámaflutningarnir verði ódýi-ari.“ Thomas segir landflutningakerfið á íslandi í raun einstakt, enda sé hægt að koma pakka hvert á land sem er innan 36 tíma. „Flutningafyr- irtækin gera fyrirtækjum kleift að veita góða þjónustu á hæfilegu verði, þó sjálfsagt eigi verð enn efth- að lækka með meiri samkeppni." Mjólkurbúðirnar komnar á Netið Thomas telm- að sjóflutningar í gámum eigi eftir að færast enn meira í aukana, en einnig telur hann að pakkasendingai' með flugi eigi efth' að aukast og tengist það beint aukningu í verslun á Netinu, að hans sögn, sem á eftir að verða snar þáttur í daglegu lífi manna áðm' en langt um líður. „Vefbúðir verða eins sjálfsagðar og mjólkm-búðh' í gamla daga. Lykla- borð framtíðarinnar á heimilistölvum verða með kortalesara þar sem mað- ur getur straujað kortið hvai' sem maður kemst í tölvu. Fólk mun fara minna út í búð, því í tölvunni verður geymdur innkaupalisti fjölskyldunn- ar, krossað verður við það sem vantar í dag og pöntunin send til fyrrnefndra vörudreifingarstöðva eða beint í búð- imar sjálfai'. Vörurnar verða sendar heim og settar í lítinn kæliskáp fyrh' neðan bréfalúguna, eins og þegar er byrjað að gera tilraunir með í Þýska- landi. Þess vegna munu pakkasend- ingar innanbæjar stóraukast. Islend- ingar voru t.d. eldsnöggir að temja sér jólabókainnkaupin 1998 með Net- inu og póstinum." Samkeppnin mun snúast um upplýsingagjöf „Það sem mun ráða því hver sigr- ar í samkeppninni á flutningamark- aði er hver gefur bestu upplýsing- arnar, upplýsingar um staðsetningu pakkans eða gámsins, kostnað við flutningana, um ástand vörunnar, majgn birgða o.fi. I dag snýst hagræðingin í fyrir- tækjunum að miklu leyti um það að minnka birgðirnar, enda er almennt viðui'kennt að það kostar 23% af verði vörunnar að geyma hana í eitt ár. Hundrað þúsund króna umfram- birgðir kosta því um 23 þúsund krón- ur í fjármagnsgeymslu, rýrnunar- og skráningarkostnað. Almennt er við- urkennt að þessi kostnaður fai'i upp í um 75% ef um tölvur er að ræða, en sem kunnugt er þá rýrna þær í verð- mætum um allt að 1% á viku! Öll fyi'- irtæki eru að minnka bh'gðir þvi birgðir eru dauðh' peningar. En hversvegna eru menn með miklar birgðir? Það er vegna þess að það vantar ítarlegi'i upplýsingar um væntanlega sölu, nákvæmara pönt- unarmagn og staðsetningu vörunnar hverju sinni,“ segir Thomas. Að hans sögn skilar þessi sparnað- ur í birgðum sér 100% beint sem hagnaður í fyiii'tækjum meðan við- bótarsala skilar sér aðeins um 5-30%. Prentaðu þessa bók fyrir mig, takk Thomas sér fyrir sér að bóka- og geisladiskabúðh- framtíðarinnar verði ekki með birgðahald. „Bóka- búðh' framtíðarinnar verða með Nettengingu og litla prentsmiðju. Þú biður um Laxness-bók, eða Tom Clancy-bók, og henni er hlaðið inn af Netinu og hún prentuð út fyrir þig meðan þú færð þér kaffibolla og bíð- ur. Og geisladiskabúðir framtíðar- innai’ verða einnig birgðalausar, öllu verður hlaðið af Netinu með tölvu yf- ir á diska meðan þú bíður. Bækur, myndbönd og geisladiskar eru bara upplýsingar og sama má segja um Morgunblaðið og tímaritin, þau munu koma gegnum símalínurar í hús og við hættum að láta fólk labba með fréttirnar til okkar. Þannig fengjum við Moggann á mánudögum líka!“ sagði Thomas að endingu og blaðamaður kveður, fullviss um hvað framtíðin ber í skauti sér. Morgunblaðið/Ásdís FRÁ undirritun samningsins milli Morgunblaðsins og CCI. Sitjandi f.v.: Guðbrandur Magnússon, framleiðslustjóri, Hallgrímur Geirsson, framkvæmdastjóri, og Palle John Jensen, verkefnisstjóri CCI. Stand- andi: Björn Vignir Sigurpálsson, ritstjórnarfulltrúi, Björn Thors, tæknistjóri, og Kristján Bergþórsson, verkstjóri framleiðsludeildar. Morgunblaðið semur um nýtt ritstjórnar- og framleiðslukerfi MORGUNBLAÐIÐ og danska hugbúnaðarfyrirtækið CCI Europe hafa staðfest samninga um kaup blaðsins á nýju ritstjórn- ar- og framleiðslukerfi frá danska fyrirtækinu. Verður kerfið sett upp fyrrihluta næsta árs og kom- ið í fulla notkun á ritstjórn og í framleiðsludeild næsta haust. Framleiðslukerfi CCI þykir eitt fullkomuasta og öflugasta útlits- og umbrotskerfi á markaðnum og er í notkun hjá dagblöðum, út- gáfufyrirtækjum og prentsiniðj- um víða um heim. Ritstjórnar- kerfi CCI er hins vegar nýrra af nálinni, kom á markað á siðasta ári, og er samofið umbrotskerfinu í gegnum sérstakt gagnagrunns- kerfi, þar sem fæst heildarsýn yf- ir framleiðslustöðu alls efnis blaðsins á öllum stigum. CCI-fyrirtækið er með bækistöð í Árósum og liefur á síðustu árum náð miklum árangri í sölu á þess- um hugbúnaði sinum til blaða báðum megin Atlantshafsins. Þar á meðal eru stórblöð á borð við Washington Post, USA Today og nú nýverið Chicago Tribune í Bandaríkjunum og í Evrópu t.d. Jyllands-Posten í Danmörku, Adresseavisen, Aftenposten og Verdens Gang í Noregi, The Economist og Radio Times, dag- skrárblað BBC, í Bretlandi, Die Welt í Þýskalandi og Le Monde í Frakklandi. Nýja ritstjórnarkerfið frá CCI leysir af hóhni ritstjórnarkerfi frá Norsk Data sem verið hefur í notkun á Morgunblaðinu í um 15 ár, en umbrotskerfið kemur í stað QuarkXPress. Ráðstefna um bókhaldskerfí og 2000-vandann Nýtt bókhaldskerfí rík- isins tilbúið árið 2003 Á RÁÐSTEFNU, sem haldin var á Grand Hótel í gær, voru saman- komnir meðal annarra fjármálastjór- ar, forstjórar og framkvæmdastjórar ríkisstofnana til að kynna sér nýj- ungai' í bókhaldsmálum ríkisins og hvernig beri að mæta hinum svokall- aða 2000-vanda í tölvum. Geir H. Haarde fjármálaráðherra setti ráðstefnuna, sem Ríkiskaup, Ríkisbókhald, fjármálaráðuneytið og 2000-nefndin stóðu að, og sagði þar meðal annai's að fyrirtæki þyrftu að fara að bretta upp ermarnar til að þau yrðu í stakk búin til að mæta ár- inu 2000 án þess að efnahagslíf landsins bæri skaða af. Hann sagði að nefnd sem hann hefði skipað fyrr á þessu ári, 2000- nefndin, myndi skila af sér vinnu í byrjun næsta árs en hennar hlutverk er að sögn Geirs að tryggja ánægju- legt upphaf nýrrar aldar. Um bókhaldskerfi ríkisins, sem þarna var einnig til umræðu, sagði Geh' það mikilvægt, þó svo almenn- ingur hefði kannski ekki mikinn áhuga á ríkisbókhaldskerfum dags daglega, og stefnt væri að því að flytja bókhaldið í auknum mæli út í ríkisstofnanirnar sjálfar. Gunnar H. Hall, forstöðumaður ríkisbókhalds, kynnti á eftir ræðu Geirs, ný lög um fjárreiður ríkisins, bókhald ríkisins og bókhaldskerfi og nýja stefnu í bókhaldskerfum ríkisins en stefnt er að því að nýtt bókhaldskerfi verði tilbúið árið 2003. Hann sagði að helstu markmið nýrra laga um fjárreiður ríkisins væru þau að heildstæð löggjöf yrði til, helstu hugtök yi'ðu skýi'ð sam- kvæmt alþjóðlegu stöðlum og aukið tillit yi'ði tekið til reikningsskilaað- ferða fyrirtækja. Hann sagði að sam- ræma bæri fjárlög og ríkisreikning á rekstrargrunni og auka á ábyrgð forstöðumanna n'kisstofnana á fjár- málum og bókhaldi. Gunnar sagði að ríkisreikningur skyldi ná yfir alla flokka ríkisaðila, hvort sem það væru fyrirtæki á markaði, lánastofnanh' eins og íbúðalánasjóðui', sem og hlutafélög í meirihlutaeigu ríkisins, auk annarra. Hann sagði einnig að sú breyting yrði gerð að í framtíðinni kæmi ríkið til með að færa til eignar eignarhluta sinn í fyrirtækjum. BAR ónotendavænt Gunnar talaði síðan um bókhalds- kerfi ríkisins, BAR, sem að hans sögn er farið að eldast og margir telja það ekki notendavænt, að hans sögn. Hann sagði kerfið helst gagnrýnt fyrir að það tæki mið af þörfum rík- isins en miða þurfi það við þarfir stofnananna einnig. Ymis vandamál hafa komið upp í tengslum við kerfið og notkun þess að hans sögn, meðal annars það að ríkisfyrirtæki nýti ekki bókhaldið sem stjórntæki. Einnig nefndi hann að aðeins 9% rík- isstofnana skiluðu bókhaldi sínu til ríkisbókhalds á réttum tíma og því þyrfti ítrekað að ganga á eftir skilun- um. Hann sagði að meðal nýjunga í bókhaldsþjónustu ríkisins væri að stjórnendaupplýsingar væru nú sendar til fyrh'tækjanna í tölvupósti þar sem stjómendur fengju að vita fjárhagslega stöðu fyrirtækisins, samkvæmt bókhaldinu. Á næsta ári verður byrjað að bjóða upp á skönn- un fylgiskjala sem koma í Ríkisbók- hald og er talið að það verði til mik- illa bóta að koma skjölunum þannig beint á tölvutækt form, að sögn Gunnars. Gunnar sagði að undirbúnings- vinna að því að setja upp nýtt bók- haldskerfi væri nú á frumstigi hjá Ríkisbókhaldi en það á að þjóna upp- lýsingaþörf um fjármál ríkisins í heild og þjóna einnig einstökum rík- isstofnunum. Nýta á möguleika Netsins í hinu nýja kerfi. Að auki verður öll þjónusta í tengslum við kei-fið bætt til muna. Stærsta kerfí Islands Hann sagði að nýja kerfið, TBR, yrði stærsta hugbúnaðarkerfi sem smíðað hefur verið á íslandi þegar það verður tilbúið. Stefnt er að því að uppsetningu nýs bókhaldskerfis verði lokið um árið 2003. Aðspurður um kostnað við upp- setningu kerfisins sagði Gunnar að í Danmörku hefði uppsetning kerfis, sem ekki innihélt launakerfi, kostað 18 milljónir dki'. til samanburðar en ekki væri hægt að segja til um hver kostnaðurinn yrði við nýtt kerfi hér á landi að svo stöddu. STÓR OG GÓÐ VIN N U AÐSTAÐA ÞARF EKKI AÐ KOSTA ÞIG MIKIÐ Rekstrarleigusamningur Engin útborgun 36.140 kr. ó mánuði Fjármögnunarleiga Utborgun 312.450 kr. 19.797 kr. á mánuði Rckstrarleiga er miSuð er vi8 24 mánuSi og 20.000 km akstur á ári. Fjármögnunarieiga er mi8u8 vi8 60 mánu8i og 25% útborgun, greiðslur eru án vsk. Vsk leggst ofan á leigugreiðslur en viðkomandi fær hann endurgreiddan ef hann er me8 skattskyldan rekstur. Allt verð er án vsk. ATVINNUBÍLAR FyRIRTSKJAÞJÓNUSTA Ármúli 13 Sfmi 575 1200 Söludeild 575 1220 HYunDni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.