Morgunblaðið - 06.12.1998, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1998 E 11
Skattstjórinn
í Reykjanesumdæmi
Á Skattstofu Reykjanesumdæmis, Suöurgötu
14, Hafnarfirði, eru lausar stöður við:
Skatteftirlit
Starfið felst aðallega í athugun á réttmæti
skattskila þeirra, sem stunda atvinnurekstur,
bæði virðisaukaskattskila og almennra skatt-
skila. Leitað er að starfsmanni sem á gott með
samskipti og skýrslu- og textagerð.
Umsækjendur skulu hafa lokið prófi í viðskipta-
fræði eða hafa aðra sambærilega menntun.
Álagningu
Um er að ræða starf við álagningu tekjuskatta
og eignarskatts einstaklinga, sem ekki hafa
með höndum atvinnurekstur, svo og þjónustu
vegna þessara skatta. Leitað er að starfsmanni,
sem hefurtamið sér nákvæm og skipulögð
vinnubrögð og hefur gott vald á rituðu máli.
Umsóknir vegna þessara starfa, ásamt upplýs-
ingum um menntun og fyrri störf, meðmæl-
endur og annað, sem umsækjendur óska eftir
að taka fram, þurfa að berast embættinu fyrir
22. desember nk. Laun eru samkvæmt kjara-
samningum opinberra starfsmanna. Æskilegt
er að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst.
Öllum umsóknum verður svarað.
Nánari upplýsingar veitir skrifstofustjóri í sím-
um 555 1788 eða 565 3588.
REYKJMUNDUR
Iðjuþjálfun
Laus er staða iðjuþjálfa á gigtarsviði.
Um er að ræða 100% afleysingastöðu sem
fyrst.
Hæfnikröfur: Próf í iðjuþjálfun frá skóla viður-
kenndum af Alheimssamtökum iðjuþjálfa
(WFOT) og með íslenskt starfsleyfi og löggild-
ingu frá Heilbrigðisráðuneyti.
Meginstarfssvið og skyldur eru:
• Að skipuleggja og hrinda í framkvæmd sér-
hæfðum meðferðaráætlunum fyrirskjól-
stæðinga gigtarsviðs í samræmi við siðaregl-
ur, grundvallarsjónarmið og starfshætti
iðjuþjálfunar.
• Að vinna náið með öðru starfsfólki deildar-
innar, gigtarteymis og öðru starfsfólki stofn-
unarinnar.
• Fagleg mótun iðjuþjálfunar á gigtarsviði í
samráði og samvinnu við yfiriðjuþjálfa.
Fylgjast með nýjungum í hlutum og tækja-
búnaði á gigtarsviði.
• Ráðgjöf um íhlutun iðjuþjálfa á gigtarsviði.
Nánari upplýsingar gefur Lilja Ingvarsson,
yfiriðjuþjálfi, í síma 566 6200.
Frá Menntaskólanum
við Hamrahlíð
Stundakennara
vantar í kínversku og
kínverskri menningu
Um er að ræða 6 kennslustundir á viku á
vorönn 1999.
Ekki þarf að sækja um á sérstökum eyðu-
blöðum, en umsóknir með upplýsingum um
menntun og fyrri störf skal senda rektor MH,
sem einnig veitirfrekari upplýsingar í síma
568 5140.
Um laun fer eftir kjarasamningum fjármálaráð-
herra og kennarafélaganna HIK/KÍ.
Umsóknarfrestur er til 17. desember 1998.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörð-
un um ráðningu liggur fyrir.
Rektor.
Ljósmyndari
Lausráðinn
Viðskiptavinur okkar sem m.a. starfrækir
blaðaútgáfu hefur falið okkur aðleita að
lærðum ljósmyndara til verktakastarfa.
Starfssvið:
• Blaða- og fréttaljósmyndu.
• Ljósmyndun úr starfsemi fyrirtækisins
og atburðum tengdum því.
Góðir tekjumöguleikar.
Upplýsingar veitir l’órir Þorvarðarson
í síma 550 5300.
Áhugasamir sendi upplýsingar um nafn og
starísemi til Ráðningarþjónustu
PricewaterhouseCoopers merktar
„Ljósmyndun" fyrir 12. desember nk.
>W
Gcnöctbær
Leikskólinn Sunnuhvoll
Leikskólakennari
Garðabær óskar eftir að ráða leikskólakennara
eða starfsmann, með reynslu af starfi með
börnum, á leikskólann Sunnuhvol.
Um er að ræða hlutastarf eftir hádegi.
Leikskólinn er tveggja deilda og þar er haft að
ieiðarljósi hið kínverska máltæki: „Leyfðu mér
að fást við það, þá skil ég það."
Laun eru samkvæmt kjarasamningum er Laun-
anefnd sveitarfélaga hefur gert við Félag
leikskólakennara eða Starfsmannafélag
Garðabæjar.
Umsóknum skal skilað til leikskólastjóra, Odd-
nýjar S. Gestsdóttur, er veitir nánari upplýsing-
ar í síma 565 9480.
Leikskólafulltrúi.
Snæfellsbær
Leikskólinn Kríuból
á Hellissandi
Leikskólinn Kríuból er 2ja deilda leikskóli fyrir
öll börn á aldrinum 2ja—6 ára.
Okkur vantar þroskaþjálfa, leikskólakennara
eða starfsmann, sem hefur reynslu af að vinna
með þroskaheftum börnum. Um er að ræða
50% stuðningsstöðu fyrir hádegi.
Umsóknarfresturertil 15. desember og miðað
er við að starf hefjist 4. janúar 1999.
Upplýsingar veitir leikskólastjóri í síma
436 6723 eða á skrifstofu.
Umsóknareyðublöð liggja frammi í leikskólan-
um og á bæjarskrifstofu.
Raftækjaverslun
Þekkt fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu, sem
selur heimilistæki og eldhúsinnréttingarfrá
þekktum framleiðendum óskar eftir að ráða
sölumann í verslun í fullt starf.
Hæfniskröfur: Viðkomandi þarf að hafa
einhverja starfsreynslu á sviði sölumennsku
og eiga auðvelt með samskipti við aðra.
Tölvukunnátta æskileg.
Æskilegt er að umsækjandi hafi bílpróf og geti
annast sendiferðir.
Reyklaus vinnustaður.
Umsóknir, með greinargóðum upplýsingum
um menntun og fyrri störf, beristtil afgreiðslu
Mbl., merktar: „Raftækjaverslun — "1800",
fyrir 11. desember nk.
Vinna á
Hótel Loftleiðum
Birgðavöróur - húsvörður óskast til starfa sem fyrst.
Starfið krefst stundvísi, góðs skipulags, handlagni og
snyrtimennsku.
Brigðar- og húsvörður sér um móttöku og afgreiðslu
drykkjarvara, hreinlætisvara, eftirliti með ræstingu, umsjón
með sorpmálum, létt viðhaldsvinna og önnur störf.
Upplýsingar og umsóknir hjá framkvæmdastjóra
milli kl. 13.00 - 17.00 mánudag og þriójudag.
(Gengió inn um Víkingasal).
G&Gveitingar, HóteL Loftleióum
HOTEL LOFTLEIDIR.
ICELANDAIR HOTELS
Sjúkrahús Suðurlands
Ljósmæður
Á Heilbrigðisstofnunina Selfossi vantar Ijós-
móður í fasta stöðu.
Fæðingardeildin er nýlega endurnýjuð og að-
staða fyrir fæðandi konur og sængurkonur er
mjög góð. M.a. er baðkar inn af fæðingarstofu
sem mikið er notað.
Þetta er upplagt tækifæri fyrir konur sem vilja
komast burt úr borgarerlinum en þó samt stutt
í höfuðborgina. Selfoss er miðstöð verslunar-
og þjónustu á Suðurlandi og margar náttúru-
perlur í nágrenninu. Aðstaða til íþróttaiðkunar
er góð og 4 dagvistunarstofnanir fyrir börn
eru starfræktar í bænum.
Ath. Nýir kjarasamningar hafa tekið giidi. Þær '
Ijósmæður sem hafa áhuga hafi samband við
hjúkrunarforstjóra sem fyrst í síma 482 1300.
Elli- og hjúkrunarheimilið Grund
Starfsfólk óskast
Okkur bráðvantar starfsfólk í umönnun, morg-
un-, kvöld- og næturvaktir.
Einnig vantar okkur starfsmann á þvottavagn,
vinnutími frá kl. 8.00 — 17.00 virka daga.
Nánari upplýsingar veittar í síma 552 6222 frá
kl. 8.30-12.30.
Starfsmannastjóri.
Vélsmiðir/rafvirkjar
Marel hf. óskar að ráða vélsmiði og rafvirkja
til framtíðarstarfa. Marel hf. framleiðir vogir,
vélar og tækjabúnað fyrir matvælaiðnaðinn
og eru allir íhlutir og smíðaðir úr plasti eða
ryðfríu stáli. 80—90% framleiðslunnar fara til
útflutnings og er Marel hf. í fararbroddi á sínu
sviði.
Boðið er upp á spennandi vinnustað þar sem
áhersla er lögð á gott starfsmannaumhverfi
og góðan liðsanda.
Umsóknareyðublöð fást í afgreiðslu Marels
hf.
Umsóknum skal skilað fyrir mánudaginn 14.
desember nk.
Marel hf.
Höfðabakka 9, Reykjavík,
sími 563 8000, fax 563 8001.