Morgunblaðið - 06.12.1998, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 06.12.1998, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1998 E 3 \+/ 6»'* HEILBRIGÐISSTOFNUNIN Á HÚSAVÍK Síml: «55 4000-Símbrif: «55 ■ -Símbrdf: <SSS 4010 - Pósthótf: 20 Staða sérfræðings i skurðlækningum. Laus er til umsóknar staða skurðlæknis við Heilbrigðisstofnunina á Húsavík með starfsskyldu á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri og Heilbrigðis- stofnuninni á Sauðárkróki. Umsoknarfrestur er til 1. janúar nk. en staðan veitist eftir nánara samkomulagi. Stofnunin skiptist í tvö svið, sjúkrasvið og heilsugæslu- svið. Sjúkrasviðið starfar samkvæmt lögum um almennt sjúkrahús og veitir sérfræðiþjónustu á sviði handlækninga, lyflækninga og meltingarfærasjúkdóma ásamt farandþiónustu a ýmsum sérsviðum læknis- fræðinnar. Heilsugæslusviðið veitir íbúum héraðsins heilbrigðisþjónustu í samræmi við ákvæði heilbrigðis- laga um starfsemi heilsugæslustöðva. Sex læknar starfa við stofnunina. Hér er um að ræða fjölbreytt og krefjandi starf. Vinnuaðstaða og tækjakostur er miög góður. Við stofnunina starfar gott og metnaðarfullt starfsfólk. Hér er löng hefð fyrir öflugri heilbrigðisþjónustu og framundan eru spennandi tímar. Heilbrigoisstofnanir á Norðurlandi eru að vinna að nánari samvinnu með það að markmiði að bæta þjónustu við Norðlendinga. Viðkomandi myndi því hafa starfsskyldum að gegna á Sauðárkróki og á FSA en á móti kæmu sérfræðingar þaðan til Húsavíkur. Þetta er því kjörið tækifæri fyrir næfan einstakling til að taka þátt í enn frekari upp- byggingu þjónustunnar á næstu árum. Staða heilsugæslulæknis - sérfræðimenntun á íslandi! Laus er til umsóknar staða heilsugæslulæknis við Heilbrigðisstofnunina á Húsavík. Umsóknarfrestur er til 1. janúar nk. en staðan veitist eftir nánara samkomulagi. Hér er um að ræða fjölbreytt og krefjandi starf. Vinnuaðstaða og tækjakostur er miög góður. Við stofnunina starfar gott og metnaðarfulít starfsfólk. Hér er löng hefð fyrir öflugri heilbrigðisþjónustu og framundan eru spennanai tímar. Þetta er því kjörið tækifæri fyrir hæfan einstakling til að taka þátt i enn frekari uppbyggingu þjónustunnar á næstu árum. í samvinnu við Heimilislæknadeild Háskóla íslands og Fiórðungssjúkrahúsið á Akureyri getum við nú boðið upp a sérfræðimenntun á sviði heilsugæslu- lækninga. Við vilium því hvetja lækna sem hug hafa á slíku námi að skoða vel þennan möguleika. Umsóknir um þessi störf skulu sendast til Friðfinns Hermannssonar, framkvæmdastjóra, á sérstökum eyðublöðum sem fást hjá landlæknisembættinu. Upplýsingar veita Friðfinnur Hermannsson, framkv.stjóri (hs. 464 1558) og Sigurður Guðjónsson, yfirlæknir (hs. 464 1479) í síma 464 0500. Heilbrigöisstofnunin á Húsavík - reyklaus vinnustaður Yfirlæknir. Laus er til umsóknar staða yfirlæknis handlækningasviðs stofnunarinnar, um er að ræða 100% stöðu. Æskileg sérgrein er almennar skurðlækningar, kvensjúkdóma- lækningar eða önnur sambærileg sérgrein. Möguleiki er á að nluti af stöðunni verði í formi starfsskyldu við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Stofnunin skipist í tvö svið, sjúkrasvið og heilsugæslu- svið. Sjúkrasviðið starfar samkvæmt lögum sem aímennt sjúkrahús og veitir sérfræðiþjónustu á sviði hand- lækninga og lyflækninga ásamt farandþjónustu á ýmsum sérsviðum Yæknisfræoinnar. Undir sjukrasviðið heyrir einnig rekstur hjúkrunar- og dvalarheimilis. Sex læknar starfa við stofnunina. Hér er um að ræða fjölbreytt og krefjandi starf og er vinnuaðstaða og tækjakostur á stofnuninni mjög góour. Á sjúkrasviðinu er 71 rúm sem skiptast í 15 rúm á almennri sjúkra- og fæðingadeild og 56 rúm á hjúkrunaraeildum. Þar fyrir utan er 10 rúma þjónustudeild rekin ítengslum við stofnunina. Stofnunin nefur á að skipa góðu og samstilltu starfsfólki sem leggur metnað sinn í að gera góða stofnun betri. Þetta er pví kjörið tækifæri fyrir framtaksama og metnaðarfulla einstaklinga. Stöðunni fylgir embættisbústaður. Umsóknir skulu sendast til Birgis Gunnarssonar framkvæmdastjóra á eyðublöðum sem fást hjá landlæknisembættinu. Umsóknarfrestur er til 1. janúar 1999 en staðan veitist eftir nánara samkomulagi. Upplýsingar veitir framkvæmdasjóri í síma 455 4000. í Skagafirði búa tæplega 5.000 manns. Þar af búa 2.700 manns á Sauðárkróki. Sauðarkrókur byggir á öflugu og fjölbreyttu atvinnulífi og fjölbreytni f þjónustu við íbúa béraðsins. íþrotta- og félagslíf er hér í miklum blóma. í héraðinu eru tveir framhalasskólar, á Sauðárkróki er Fjölbrautaskóli Norðulands vestra með tæplega 500 nemendur og á Hólum í Hjaltadal er rekinn Bændaskófí. Sauðárkrókur liggur vel við samgöngum og eru þær góðar bæði á lofti og á landi. Skagafjörður er romaður fyrir náttúrufegurð og má segja að þar séu merkir staðir og sögustaðir úr ísYandssögunni víð hvert fótmál. Heilbrigðisstofnunin á Sauðárkróki - reyklaus vinnustaður Hæ FJÓRÐUNGSSjÚKRAHÚSIÐ Á AKUREYRl Staða sérfræðings í almennum skurðlækningum. Laus er til umsóknar staða skurðlæknis við hand- lækningadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Umsækjandi skal hafa fullgild réttindi í skurð- lækningum. Æskilegt er að umsækjandi hafi einnig góða reynslu í kviðsjáraðgerðartækni (laparoscopískri kirurgiu) og jafnframt reynslu í speglun meltingarfæra. Starfinu fylgir vaktskylda á handlækningadeild, þátttaka í kennslu heilbrigðisstétta og þjálfun aðstoðar- og deildarlækna, auk þátttöku í rannsóknavinnu. Starfsskylda er við heilbrigðisstofnanir á Norðurlandi samkvæmt fyrirfram ákveðnu skipulagi. Staða sérfræðings í kvensjúkdómalækningum. Laus er til umsóknar 75% staða kvensjúkdómalæknis við fæðinga-og kvensjúkdómadeild Fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri. Umsækjandi skal hafa fullgild réttindi í fæðinga- og kvensjúkdómalækningum. Starfinu fylgir vaktskylda á fæðinga- og kvensjúkdóma- deild, þátttaka í kennslu heilbrigðisstétta og þjálfun aðstoðar- og deildarlækna, auk þátttöku í rannsókna- vinnu. Starfsskylda er við heilbrigðisstofnanir á Norðurlandi samkvæmt fyrirfram ákveðnu skipulagi. Staða sérfræðings í öldrunarlækningum. Laus er til umsóknar staða sérfræðings í öldrunar- lækningum við öldrunarlækningadeild Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri. Umsækjandi skal hafa fullgild réttindi í öldrunarlækningum. Starfinu fylgir vaktskylda á öldrunar- og endurhæfingardeild, þátttaka í kennslu heilbrigðisstétta og þjálfun aðstoðar- og deildarlækna, auk þátttöku í rannsóknavinnu. Starfsskylda er við heilbrigðisstofnanir á Norðurlandi samkvæmtfyrirfram ákveðnu skipulagi. Heilbrigðisstofnanir á Norðurlandi stefna að náinni samvinnu með það að markmiði að bæta þjónustu við Norðlendinga. Því eru stöður sérfræðinga auglýstar með það í huga að starfsstöðvar verði fleiri en ein. Þetta er kjörið tækifæri fyrir hæfa einstaklinga til að taka þátt í að móta og byggja upp heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi til framtíðar. Við ráðningu verður lögð áhersla á faglega þekkingu ásamt hæfileikum á sviði samskipta, samvinnu og sjálfstæðra vinnubragða. Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningum sjúkrahússlækna. Umsóknum skulu fylgja ítarlegar upplýsingar um nám og starfsferil ásamt upplýsingum um fræðilegar rannsóknir og ritstörf, auk kennslustarfa. Umsóknir á þar til gerðum eyðublöðum, sem fást hjá landlæknisembættinu, ásamt fylgiskjölum þurfa að berast í tvíriti fyrir 20. janúar 1999 til Þorvaldar Ingvarssonar, lækningaforstjóra FSA, 600 Akureyri. Stöðurnar veitast eftir nánara samkomulagi. Nánari upplýsingar gefa: Shree Datye, yfirlæknir hand- lækningadeildar, Vilhjálmur Ándrésson, yfirlæknir fæðinga- og kvensjúkdómadeildar, Þorvaldur Ingvarsson, lækningaforstjóri, í síma 463 0100 og Halldór Halldórsson, yfirlæknir öldrunarlækninga- deildar, í síma 463 1100. Öilum umsóknum verður svarað. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri - reyklaus vinnustaður rfW"! tW LANDSPÍTALINN ...í þágu mannúðar og vísinda... Hjúkrunarfræðingur óskast: 1) í Bióðbankann sem fyrst. Um er að ræða 100% starf í blóðsöfnunardeild. Starfið felur í sér blóðtöku, söfnunarferðir og gæsluvakt- ir. í Blóðbankanum starfa um 40 manns og unnið er að uppbyggingu gæðakerfis og stefnt að vottun skv. ISO 9002. Starfsþjálfun og aðlögunartími í boði. Upplýsingar veitir hjúkrunarframkvæmda- stjóri í síma 560 2040. 2) Á lyflækningadeild 14-G. Deildin sérhæfir sig í hjúkrun sjúklinga með gigtar- og nýrnasjúkdóma. Unnið er þriðju hverja helgi og fáar næturvaktir. Upplýsingar veita Þóra Árnadóttir, deildar- stjóri og Bergdís Kristjánsdóttir, hjúkrunar- framkvæmdastjóri í síma 560 1000. Sjúkraliðar óskast á endurhæfingar- og hæfingardeild Landspítalans í Kópavogi, deild 18, sem er heimilisdeild átta aldraðra íbúa staðarins. Starfshlutfall samkomulag (ekki næturvaktir). Æskileg reynsla af öidrunarhjúkrun. Upplýs- ingar í síma 560 2700 virka daga, frá kl. 8:00— 16:00. Líffræðingur óskast á tæknifrjóvgunardeild kvennadeildar frá 1. janúar 1999. Um er að ræða fullt starf sem felur m.a. í sér vinnu með kynfrumur og fósturvísa, ætagerð og frumuræktanir. Upplýsingar veitir Júlíus Gísli Hreinsson, líffræðingur, sími 560 1175. Umsóknir berist til Þórðar Óskarssonar, yfir- læknis fyrir 20. desember nk. Lyfjatæknir óskast í apótek Landspítalans. Upplýsingar veitir Sigrún Valdimarsdóttir, lyfjafræðingur í síma 560 1617. Umsóknarfrestur er til 18. desember nk. Röntgentæknir óskast á röntgen- og myndgreiningadeild Landspítalans. Endurnýjun tækjabúnaðar og fleiri spennandi verkefni framundan. Upplýs- ingar veitir Nanna Friðgeirsdóttir, hjúkrunar- framkvæmdastjóri í síma 560 1080. Sérhæfður aðstoðarmaður óskast í 100% starf á dauðhreinsunardeild Landspítalans, Tunguhálsi 2. Vinnutími 8:00- 16:00 virka daga. Upplýsingar veitir Birna Lárusdóttir, deildarstjóri í síma 560 2495. . ■ ■ T Laun samkv. gildandi samningi viðkomandi stéttarfélags og fjármálaráðherra. Umsóknareyðublöð fást hjá starfsmannahaldi Ríkisspítala, Þverholti 18 og í uppiýsingum á Landspítala. Öllum umsóknum verður svarað þogar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. BHS Kennsla í bifvélavirkjun í Borgarholtsskóla Borgarholtsskóli auglýsir eftir kennara í bif- vélavirkjun frá áramótum. Um er að ræða fullt starf í ágætri aðstöðu í nýjum skóla. Laun samkv. kjarasamningum HÍK og KÍ. Ekki þarf að sækja um á sérstökum eyðublöðum. Umsóknir sendist skólanum sem fyrst og ekki síðar en 15. desember. Skólameistari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.