Morgunblaðið - 15.12.1998, Síða 1

Morgunblaðið - 15.12.1998, Síða 1
Einsemd og munúð 95 ára höfundur/2 Framsýnn merkismaður/2-3 Hef alltaf heillast af heimi geðveikinnar/3 Óendanlega verðmætt að lifa/4 Aðventa í Genúa - Smásaga eftir Enzo Musitelli - færeyskt stórvirki/5 Frænkur, tröll og hrekkjusvín - Maður er ekki einn/6 Tsjekhov - Kenningar í smásjá/7 Flakkarinn - Heillandi táknskógur/8 MENNING LISTIR ÞJÓÐFRÆÐI BÆKUR Prentsmiðja Morgunblaðsins Þriðjudagur 15. desember 1998 Blað Nýjar bækur Um skáld- skap og dægurmál • MOLDUXI - Rabb um kveðskap og fleira er eftir Helga Hálfdanar- son. I þessu úrvali gi’eina eru ritgerð- ir um kveðskap og bragfræði þar sem Helgi ræðir bæði erlenda hætti á íslenskri tungu, vanda þýð- andans og ýmis álitamál stór og smá sem upp kunna að koma þegar ort er á íslensku. Margar greinar eru þar um Jónas Hallgrímsson þar sem Helgi ræðir hugsanlegan aldur ýmissa kvæða, reynir að skýra torskilda staði í ljóðum Jónasar eða lætur sér nægja að opna augu lesenda fyrir fegurð ein- faldleikans í kvæðum hans. Einnig eru þar greinar um William Shakespeare, deilur við nýjunga- fúsa leikhúsmenn sem vilja yrkja Shakespeare upp og hugleiðingar um snilld hans. í bókinni eru einnig birtar gi-ein- ar Helga um ýmis dægurmál sem upp hafa komið í samfélaginu, og sýnishorn af ritdeilum hans við sveitunga sína, þá Hrólf Sveinsson og Magnús Björnsson. Utgefandi er Mál og menning. Bókin er 414 bls., unnin í Prent- smiðjunni Grafík hf. Kápumynd er eftir Jón Reykdal. Verð: 3.980 kr. • KVÍSKERJABÓK er gefín út til heiðurs systkinunum á Kvískerjum í Öræfum. Fjöldi greina er í bókinni eftir einstkalinga sem hafa kynnst Kvískerjaheimilinu og átt samstarf við ábúendur þar. Forseti íslands heiðrar systkinin með ávarpi fremst í bókinni, en auk hans leggja rúmlega 30 höfundar bók- inni til efni. í bókinni birtast nýjar rannsókn- ir á fjöl- mörgum sviðum og má í bókinni m.a. fínna rit- gerðir um náttúrufræði, jarðfræði, jöklarannsóknir, náttúruvernd, landvernd, plötur, hvali og fugla. Útgefandi er Sýslu- safn A-Skaftafells- sýslu á Höfn. Bókin er 304 bls. mikið myndskreytt og með fjölda korta. Bókin fæst í ýmsum bóka- verslunum og hjá útgefanda. Verð: 6.900 kr. Form, fanta- sía og mis- skilið menn- ingarsnobb Skáldsagnaflóran er að mörgu leyti meira spennandi nú en oft áður segir Þröstur Helgason, einkum eru hinir fjölmörgu nýliðar að hressa upp á ásýnd íslensku skáldsögunnar. HM/tt iM ií IHÍ ISLENSK sagnagerð stendur með miklum blóma. Samkvæmt Bókatíðindum eru ríflega þrjá- tlu nýjar íslenskar skáldsögur að koma út um þessi jól og er það svipaður fjöldi og undanfarin ár. Hins vegar þykir undirrituðum að skáldsagnaflóran sé að mörgu leyti meira spennandi nú en oft áður, einkum eru hinir fjölmörgu nýliðar að hressa upp á ásýnd íslensku skáldsögunnar. Smásagnaútgáfa er sömuleiðis áhugaverðari nú en oft áður. Hér er ætlunin að renna aug- unum hratt yfír sviðið en staldrað verður við þar sem eitthvað stendur upp úr. Leikur með form Ekkert eitt umfram annað ein- kennii’ skáldsögurnar sem eru að koma út þessa dagana, hvorki í efni né formi. Það er samt hægt að greina nokkra megindrætti. Það ánægjulegasta er að formið er að losna meir og meir úr viðjum hefðarinnar, ís- lenskir höfundar hafa fundið það betur og bet- ur síðustu ár að þeir mega bregða á leik án þess að eiga það á hættu að skáldskapur þeirra gjaldfalli með hraða rúss- nesku rúblunnar. Ýmis skemmtileg tilbrigði við skáldsöguna koma til dæmis fyrir í bókum frá bókaútgáfunni Bjarti sem sækir í sig veðrið með hverju árinu. Hér er átt við bæk- urnar Vargatal eftir Sigfús Bjart- marsson, Góðir Islendingar eftir Huldar Breiðfjörð, Næt- urgalinn eftir Jón Karl Helgason og einnig <0- nkr mætti nefna Fylgjur eftir Harald Jónsson. Allar eru þessar bækur á mörkum þess að geta talist til skáldsagna. Að vissu leyti afhjúpa þær staðlaða hugtakanotkun bók- menntafræðinnar og sjálfsagt myndi ekki vera til neitt hugtak til að lýsa þeim nema vegna þess að skáldsagnahugtakið hefur þanist út yfír öll eða að minnsta kosti flest mörk (er reyndar orðið eins konar bastarður meðal bókmenntahug- taka). Hæst þessara fjögurra bóka ber Vargatalið. Þar fer Sigfús Bjart- marsson á kostum í því að leiða okk- ur inn í hvasstennta veröld íslensku varganna. Hver vargur fær sinn kafla, hvítabjörninn þann fyrsta og maðurinn þann síðasta. Textinn er á köflum hreint undur og vitund les- andans flakkar á milli þess að vera í heimi sem hann þekkir, skiljanleg- um náttúrulegum heimi, og ein- hverjum allt öðrum heimi, heimi goðsögu ef til vill og þjóðsögu. Skýr- ingin er kannski sú að fæsta þessara íbúa landsins höfum við séð með eig- in augum, flest þekkjum __________ við þá einungis af sögum og sögusögnum, svo sem af orðum veiðimanna og annarra slíkra sem við teljum iðulega - og með nokkrum rétti - tómar fabúleringar. Skáldsagnaformið er líka á svolitlu flökti í bók Guðbergs Bergs- sonar, Eins og steinn sem hafíð fág- ar, sem er framhald af sögunni sem hófst í bókinni, Faðir og móðir og dulmagn bernskunnar, sem kom út í fyrra. Sjálfur segir Guðbergur að um skáldævisögu sé að ræða en í henni endurskapar hann liðinn tíma, „TEXTINN er á köfluni hreint undur og vitund lesandans flakkar á milli þess að vera í heimi sem hann þekkir, skiljanlegum náttúrulegum heimi, og einhverjum allt öðrum heimi, heimi goðsögu ef til vill og þjóðsögu." Myndin sem nefnist Vaknað er eftir Flóka. Formið er að losna meir og meir úr viðjum hefðarinnar æsku sína og mótunarár. Að vísu sagði Guðbergur að skáldskapur hans væri hreinn tilbúningur í blaðaviðtali fyrr í haust, að hann byggði skáldsögur sínar sjálfur, byggi til persónur úr sínum eigin hugmyndum en ekki úr hliðstæðum úti á götu og því liti hann á sig sem íyi-sta íslenska skáldsagnahöfund- inn. Þessi orð eru í svolítilli and- stöðu við skilgreiningu Guðbergs á bókum sínum sem skáldævisögum en við fáum heldur ekki betra vitni _________ um að eitthvað er skil- gi-einingin á skáldsög- unni á reiki þessa dag- ana. Þennan leik íslensku skáldsögunnar að formi ■■■■" má sjá í verkum fleiri höfunda, til dæmis í frá- bæru Parísarhjóli Sigurðar Pálsson- ar þar sem hefðbundið frásagnar- mynstrið er brotið upp með ljóðræn- um myndum og frásagnarbrögðum afþrejnngarbókmennta. Hér mætti einnig nefna bók Sindra Freysson- ar, Augun í bænum, þar sem leikið er með hlutverk og stöðu sögu- manns. Og sömuleiðis margradda verk Fríðu Á. Sigurðardóttur, Mar- íugluggann. Fantasía og raunsæi Uppbrot skáldsögunnar er einnig á dagskránni í bókum eins og Næt- ursöngvum Vigdísar Grímsdóttur, Upphækkaðri jörð eftir Auði Olafs- dóttur, Tári paradísarfuglsins eftir Einar Örn Gunnarsson og Borginni bak við orðin eftir Bjarna Bjarna- son, - bara með öðrum hætti. Hér er raunsæiskrafan látin lönd og leið og fantasíunni gefinn laus taumurinn. Vigdís er á kunnuglegum slóðum á milli draums og veruleika, ef eitt- hvað er hefur hún gefíð sig enn meir á vald draumnum. Það er líka leikið á mörkum tveggja heima í fallegri bók Auðar þar sem aðalsöguhetjan notar ímyndunaraflið til þess að upphefja sig yfir líkamlega ki-ank- leika sína. Slíkt rof á mörkum tveggja heima er líka viðfangsefni tragíkómíski'ar skáldsögu Einars Arnar. En sennilega gengur Bjarni Bjarnason lengst í fantasíunni þar sem sjálft tungumálið, sögur þess og goðsögur, verður veruleiki sögunn- ar. Ekki er ofsagt að segja að ► ■mé* Mm...Múm rt

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.