Morgunblaðið - 15.12.1998, Qupperneq 8
8 B ÞRIÐJUDAGUR15. DESEMBER1998
MORGUNBLAÐIÐ
BÆKUR
Flakkarinn
ÁRNI Sigxirjónsson nefnir sína
fyrstu skáldsögu Lúx. Hann hefur
áður skrifað um bókmenntir og
kennt þær. Aðalpersónan, Helgi,
ræður sig í sumarvinnu í Lúxem-
borg, hjá íslenskum flugmanni,
sem er alitaf alveg að verða ríkur.
Helgi þarf að ferðast nokkuð
vegna starfsins, leita að sambönd-
um, en er leitandi heimspekistúd-
ent í Kaupmannahöfn yfir vetrar-
tímann. Húmorinn er ríkur og
stundum er eins og lesandinn sé
að hlæja að sjálfum sér. Það er
nokkuð óvenjulegt með svona
ferðasögu að aðalpersónan er jafn
rótlaus eftir flakkið, Helgi er ekki
ANNAR þegar hann kemur heim.
„Þessi saga er antí-þroskasaga og
sögupersónan andhetja miðað við
hugtök bókmenntafræðinnar.
Helgi talar um að þetta sé ekki
„fyrir og eftir", einu sinni var ég
svona en nú er ég æðislegur, hann
verður ekki æðislegur miðað við
hans eigin mælikvarða. Ég veit
ekki hvort hún virkar í nútíma-
bókmenntum þessi dæmigerða
þroskasaga, sagan um kotungsson
sem erfir ríkið. Á okkar tímum
eru hetjurnar ekki eins einhlítt já-
kvæðar, gildismatið er annað.
Það er svo rétt að rnargar sög-
ur enda á að persónan breytist en
það eru líka til sögur, sérstaklega
gamansögur, þar sem persónan er
gefin í upphafi og breytist aldrei
neitt eins og Don Kíkóti. Hann er
alltaf jafn vitlaus en saint er svo
gaman að lesa um hann,“ segir
Árni.
Hann lýsir aðalpersónunni sem
vitlausum náunga, klunnalegum
og seinheppnum.
„Ég er ánægður ef inenn liafa
fundið eitthvað að brosa að í þess-
ari bók, sem var nú aðaltilgangur-
inn með henni. Hún er ekki mjög
alvarleg þó það sé undirtónn í
henni. Þetta á bara að vera
Árni Sigurjónsson
skemmtisaga, mér finnst vanta
slíkar bækur,“ bætir Árni við.
Hvernig stóð á því að þú fórst
að skrifa skáldsögu?
„Tildrögin voru í raun þau að
ég var milli starfa. Ég hafði nýlok-
ið við að skrifa bók um sögu bók-
menntakenninga og var að leita
mér að vinnu og spá í hvað ég ætti
að gera næst. Þar sem ég sat við
tölvuna fór ég að fikta við að
skrifa, byijaði að prjóna við minn-
ingar sem ég átti en siðan tók ég
mjög snemma flugið og fór áð
skreyta og skrökva. Samt hef ég
spáð í þetta öðru hverju um dag-
ana, ég hef skrifað svo mikið um
bókmenntir, greinar og bækur.
Auðvitað hefur þá hvarflað að
manni að það væri gaman að vera
hinum megin við borðið og það er
það. Ég mæli með því að bók-
menntafræðingar prófi að skrifa
skáldskap. Maður hefur visst frelsi
til að skrökva og skrifa það sem
manni dettur í hug, en það kemur
líka til mjög strangur agi. Af því
að ég hef skrifað heimildarit áður
var ég þessu frelsi feginn en það
sem alvöru skáld geta vottað um
er að þetta frelsi er svosem ekki
mikið þegar á hólminn er komið.
Aginn er bara af öðru tagi. 011
góð verk hlíta einhvers konar
aga,“ eru lokaorð Árna.
Sjáðu til vinurinn, við erum
hérna að tala um gífurlega
möguleika. Ég hef verið í
sambandi við menn sem
eru í alvöru bisniss í Þýskalandi,
skilurðu, menn með sambönd. Ég
ætla að fitja upp á nýjung hjá þeim
þarna, í stórverslunum skilurðu.
Hefurðu smakkað pulsu? Hefurðu
... Hvernig finnast þér íslensku
pulsurnar? Ég meina, þetta er
júník, skilurðu, þessi íslenska
pulsa, þetta er ekki eins og þetta
þýska drasl eða hefurðu smakkað
enskan pork sausage sem þeir
hafa í morgunmat með spælegginu
í öll mál? Það er viðbjóður. Hann
næstum hrópaði þetta síðasta. Við-
bjóður!
Ég skaut bara að (já) og (jájá)
til skiptis og reyndi að sjá fyrir
hvar þetta myndi lenda. Hann
hljómaði eins og einhver mann-
kynsfrelsari nema hvað fagnaðar-
erindi hans var íslenska pylsan.
Eða það skildist mér.
tír Lúx.
Heillandi táknskógur
BÆKUR
Skáldsaga
BORGIN BAK VIÐ ORÐIN
Eftir Bjarna Bjarnason. Prentvinnsla:
Oddi hf. Vaka-Helgafell, Reykjavik
1998. 251 bls.
BJARNI Bjarnason hefur komið
inn í íslenskar bókmenntir sem
nokkur nýjungamaður. Hann er
einn af stofnendum tímaritsins
Andblæs sem birtir tilraunabók-
menntir af ýmsu tagi, fyrst í stað þó
einkum texta af þeirri gerð sem út-
gefendur tímaritsins kölluðu
draumbókmenntir. Draumbók-
menntirnar voru fantasíur eftir því
sem best varð séð en slíkar sögur
höfðu vissulega ekki átt mikið upp á
pallborðið hjá íslenskum rithöfund-
um í ár og áratugi, raunsæiski'afan
hafði verið yfirgnæfandi þótt hugar-
flug og ímyndun, undur og yfirnátt-
úra, draumar og fantasíur hafi alltaf
átt sinn sess í bókmenntum okkar
(samt mun meiri fyrr á öldum en á
þessari). Lengst framan af vai'
þetta ekki hávær uppreisn hjá
Bjama og félögum en síðan var það
fyrir tveimur árum að bók Bjarna,
Endurkoma Maríu, vakti mikla at-
hygli. Bókin lýsti af skemmtilegum
frumleika þar sem viðfangsefnið var
María mey í nútímaþjóðfélagi.
Verkið fékk góðar viðtökur hjá
gagnrýnendum og var tilnefnd til ís-
lensku bókmenntaverðlaunanna. Og
nú heldur hin hljóðláta endurkoma
fantasíunnar áfram í bókinni Borgin
bak við orðin, en fyrir hana hlaut
Bjai-ni Bókmenntaverðlaun Tómas-
ar Guðmundssonar árið 1998.
Bók Bjarna fellur vel að skil-
greiningu á hefðbundinni fantasíu
eða furðusögu eins og hún hefur
verið nefnd á íslensku. Fantasían
gerist í tilbúnum heimi, á ímynduð-
um tíma og í ímynduðu rúmi og seg-
ir frá persónum sem eru ýmist yfir-
náttúrlegar eða ónátt-
úrlegar. I fantasíunni
felst oft gagnrýni á
samtíma og samfélag,
leit að betri heimi
handan veruleikans.
Stundum lýsa þær
könnun á dulvitund
mannsins og draumum.
Dæmi um fantasíur eru
til dæmis Midsummer
Night’s Dream eftir
Shakespeare, Hobbit
eftir Tolkien og af ís-
lenskum fantasíum
mætti nefna Vikivaka
eftir Gunnar Gunnars-
son og Himinbjargar-
sögu eða Skógardraum
eftir Þorstein frá Hamri.
Borgin bak \ið orðin segir frá kon-
ungssyni, Immanúel að nafni, sem
gerður hefur verið brottrækur úr
konungsríkinu, klettaborginni
svokölluðu. Hann birtist í ótiltekinni
borg og enginn veit hvaðan hann
kom. Hann er götustrákur og þykir
heldur skrýtinn á meðal borgarbúa
sem tnía auðvitað ekki orði af því
sem hann segir um uppruna sinn.
„Veistu hvað við gerðum við kóng-
inn, litli prins,“ spyrja þeir. „Við
hjuggum af honum tómt helvítis höf-
uðið fyrir rámum tvö hundruð ár-
um.“ Fólkið lítur á lýsingar hans á
konungsríkinu sem skáldskap og
sömuleiðis frásagnir hans af eigin ör-
lögum, af leit konungsins að fyrsta
tungumálinu, tungu guðs sem muni
færa mannfólkinu heiminn í sinni
réttu mynd. Þessar frásagnir stang-
ast á við heim fólksins, veruleikann
og þá þekkingu sem það hefur á hon-
um og það tráir þeim ekki. En fólkið
vill heyra meira vegna þess að því
finnst þetta fallegur skáldskapur og
sú venja kemst á að Immanúel segir
borgarbúum frá lífi sínu í konungs-
likinu á hverjum sunnudegi. Með
þessu getur hann sigrað hjörtu
þeirra en hann veit að það yrði á
fölskum forsendum,
hann er ekki skáld,
hann er að segja sann-
leikann. Ur verður heil-
mikil togstreita í sál
hans og á milli hans og
borgarbúanna sem
segjast njóta sagna
hans sem fagurs skóg-
lendis en ef hann vilji
ekki koma út úr tijá-
lendinu sjálíúr muni
hann glatast einn inni í
myrkviðnum. „Því ráð-
legg ég þér að gangast
við því að sögur þínar
séu skáldskapur, enda
munum við þá öll unna
þér af heilum hug,“
segir einn borgarbúanna. Að end-
ingu lætur hann undan og gengst við
því að sögur hans séu skáldskapur
en það hefur ófyrirséðar afleiðingar.
Bókina mætti túlka á ýmsa vegu,
meðal annars sem táknsögu um
stöðu eða eðli skáldsins og skáld-
skaparins í samfélaginu. Tungumál-
ið og veruleikinn, draumur og vera-
leiki, eru grunnþemu í sögunni, eins
og tíðum í fantasíum. Lýst er rofi á
öllum mörkum þarna á milli en van-
trúin hamlar skilningi.
Margar sögur eru innan sögunn-
ar, draumsögur og sögur af englum
og goðsagnapersónum; þarna koma
fyrir þekkt fantasíuminni og vísanir
í kunnar persónur úr goðsögum svo
sem Rafael erkiengil, Andromedu
og Amor. Sagan er raunar skógur
tákna og vísana sem stundum er
svolítið vandratað um. Á hinn bóg-
inn er hún kannski einmitt þess
vegna trú fantasíunni.
Borgin bak við orðin lýsir auðugu
ímyndunarafli höfundarins sem
tekst að skapa heillandi heim hand-
an hins skiljanlega, heillandi tákn-
skóg. Það er fagnaðarefni að
fantasían skuli hafa fengið rödd í ís-
lenskum bókmenntaheimi.
Þröstur Helgason
Bjarni
Bjarnason
BÆKUR
Barnabók
SÍÐASTI BÆRINN í DALNUM
Höfundur: Loftur Guðmundsson.
Orðskýringar: Hálfdan Ómar Hálf-
danarson. Ráðgjöf: Ragnar Ingi Aðal-
steinsson. Hönnun kápu: Erlingur
Páll Ingvarsson. Ljósmyndir: Hafnar-
fjarðarleikhúsið Hermóður og Háð-
vör/Guðmundur Ingólfsson. títgef-
andi: íslenska liókaúf gáfan ehf.
1998 - 167 síður.
ÞETTA -er önnur útgáfa kvik-
myndahandrits Lofts Guðmunds-
sonar frá Þúfukoti í Kjós, kennara
og blaðamanns. Slíkt er við hæfi, því
hin fyrri, frá 1950, er með öllu ófá-
anleg, mörgum til ama er vilja færa
barni eða barnabarni gleðina af
kynnum við þetta snilldarverk. Út-
gáfan á því ómælda þökk fyrir, hve
Gullljómi
vel er til vandað, - í engu til sparað.
Við hin eldri kunnum söguþráð-
inn um Sólránu og Berg, föður
þeirra Bjöm og ömmuna Gerði. Þau
lifa í sátt við dalinn sinn og land,
bera virðingu fyrir, því í gleði sinni
eru þau vinir alls lífs, líka dulmagna
móður jarðar. En flögð vilja þau
burt úr dal, tröll, forynjur. Hyskinu
hafði tekizt að flæma aðra alla í
burt, og beittu nú kænsku sinni að
síðustu ábúendum dalsins. Dulmögn
landsins ganga í lið með Birni
bónda og fjölskyldu hans, og þó orr-
usta virðist oft töpuð, þá vinnst þó
sigur að lokum.
Kannske hefir þessi saga aldrei
átt brýnna erindi við þjóð en nú, er
fjöldi staðhæfir, að „tröll" og fólk
takist á um land. Svari þar hver fyr-
ir sig. Mér er kristaltært, að efnis-
þræði til sögunnar dró höfundur úr
gullasjóði þjóðar, ekki geymslunnar
eða vasans, heldur brjóstsins. Því
snertir sagan tilfinningastrengi, -
er okkur svo kær.
1950-1998, ekki langur tími í ald-
anna rás, en snjallt er það hjá útgef-
anda að láta orðskýringar fylgja
hverri síðu, því Loftur lék á hörpu
tungunnar af mikilli snilli, og ósk-
andi, að sem flestir, er íslenzkir
vilja teljast, kunni á þeirri leikni
einhver skil. Skýringarnar eru vel
gerðar, stuttar, hnitmiðaðar, ljósar.
Myndir lífga bók.
Allt prentverk er mjög vel unnið.
(Skoðið vel síðu 12, þegar til viðbót-
arprentunar verður kallað.) Hafi út-
gáfan kæra þökk fyrir. Þetta er sí-
gild bók, gleður því þá er góðu
unna.
Sig. Haukur
Dansað um á
beinunum
SKÁLDSAGAN Saga af stúlku
eftir Mikael Torfason er Reykja-
víkursaga sem gerist í samtím-
anum og segir frá 17 ára stúlku,
Auði Ögn Arnarsdóttur. Hún
stendur líkt og aðrir táningar
frammi fyrir vali sem snertir
kynferði hennar og sjálfsmynd
en í hennar tilfelli eru ákvarðan-
ir þessu lútandi flóknari en
gengur og gerist.
En hvað kemur til að höfund-
ur sem þekktur hefur verið fyrir
að fjalla um harðan heim ofbeld-
is, eiturlyfja og óhugnaðar skrif-
ar uin sjálfmyndarkreppu ungr-
ar stúlku? „Auður Ögn er búin
að vera draumur hjá mér síðan
ég las ítarkafla í félagsfræði
103. Þar las ég um svona „keis“
(tilfelli) og siðan hefur þetta ver-
ið eins konar fantasia hjá mér.
Ég skrifaði einþáttung um þessa
stelpu og leyfði henni að þróast
hjá mér. Þetta er búinn að vera
langur drauinur.“
Mikael segir það erfitt að
kynna Auði Ógn mikið án þess
að ljóstra upp því sem hún þarf
að glíma við. Það megi þó ljóst
vera að það tengist kynlífi og
kynferði. Mikael segir ákvörð-
unina sem Auður Ögn stendur
frammi fyrir ýktari en þá sem
venjulegir táningar standa
frammi fyrir og geti kannski
gert þessa ákvörðun léttbærari
fyrir aðra. „Þetta vandamál
hvílir svolítið á þessari veröld.
En allt öðruvísi á Auði Ögn.
Hennar vandi getur kannski ró-
að okkur hin sem hugsum sífellt
um kynlíf. Þetta getur verið svo
rosalega flókið fyrir suma og
getur eflaust eyðilagt Iíf fólks í
sumum tilfellum. Það hvílir
þessi krafa á okkur frá samfé-
laginu að við tökum ákvörðun
um hvort við ætlum að stunda
kynlíf og með hverjum. Það er
endalaus þrýstingur um Ieið og
þú verður kynþroska, þá verð-
urðu að taka þessa ákvörðun,
t.d. um að koma út úr skápnum.
En þá er þetta orðið eitthvað
meira en þessi venjulega
ákvörðun unglingsins." En
hvað verður um Auði Ögn þeg-
ar bókinni sleppir? Er lífið létt-
ara framundan? Mun hún mæta
meira umburðarlyndi? „Ætli
hún verði bara ekki bara um-
burðarlyndari gagnvart sjálfri
sér.“ Mikael segist hafa skrifað
endinn mörgum sinnum.
„Stundum skildi ég eftir ógur-
lega von en ákvað að láta þetta
standa opið. Ég held að hún
komi til með að höndla þetta
betur.“
Mikael Torfason
Auður snýr kortinu við. Þar
er allt hvítt og glansandi
fyrir utan orðin:
It ain’t no sin to take off your
skin/ and dance around in your bo-
nes.
Orðin snei'ta hana. Það er engin
synd að klæða sig úr skinninu og
dansa um á beinunum. Ha? hugsar
Auður með sér og langar helst til að
henda kortinu frá sér. Hættir við og
snýr því á hina hliðina.
Hver er þessi Ragnar? Hún
þekkir engan Ragnar og spyr sig
því hver þessi Auður sé. Hvort hún
búi í blokkinni hennar, stigagangin-
um eða í næsta stigagangi? Ein-
hvern veginn efast Auður um það.
Hún hefur búið hérna frá því hún
kom af fæðingarheimilinu og veit að
hún er örugglega eina Auður Ögn
Arnarsdóttir hverfisins. Hún ákveð-
ur samt að rannsaka það frekar.
Bara á morgun. Nú væri fínt að ná
smásvefni.
tír Sögu af stúlku.