Morgunblaðið - 06.01.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.01.1999, Blaðsíða 4
FOLK ■ NOTTINGHAM Forest leysti knattspyrnustjórann Dave Bassett frá störfum í gær, en Forest hefur leikið sautján deildarleiki án sig- urs. Aðstoðarmaður hans, Mieky Adams, mun stjórna liðinu í leik gegn Coventry á laugardaginn. ■ FOREST hefur leitað til Ron Atkinson, fyrrverandi knatt- spymustjóra Man. Utd., Aston Villa og Sheff. Wed. og boðið hon- um „stjórastarfíð." ■ RÚSSNESKI landsliðsmaðurinn Sergei Juran, sem hefur leikið með þýska liðinu Bochum, er hættur að leika með því og hefur hug á að fara á ný til Spartak í Moskvu. ■ LEE Sharpe, útherji Leeds United, hefur verið lánaður til ítalska liðsins Sampdoria út tíma- bilið. Þetta eru fyrstu „kaup“ nýráðins knattspymustjóra, Da- vids Platts, sem tók við liðinu í des- ember. Sharpe, sem er 27 ára, var meiddur allt síðasta tímabil og hef- ur ekld náð að festa sig í byrjunar- liði Leeds í vetur. ■ PAOLO Di Canio mun ekki leika með Sheffield Wednesday næsta mánuðinn að minnsta kosti. Hann er enn á Ítalíu frá því í nóvember. Hann fékk ellefu leikja bann fyrir að hrinda dómara í leik með liðinu í lok nóvember. Umboðsmaður hans segir að hann sé enn niðurbrotinn andlega og þurfi lengri tíma til að jafna sig áður en hann snýr aftur til Englands. ■ CELSO Alaya, vamarmaðm- Paraguay, kom fjórum dögum of seint til æfinga hjá spænska félag- inu Real Betis eftir jólafríið og fær mánaðar leikbann fyrir vikið. „Celso hefur tekið sér sumarfrí aft- ur í jólafríinu og það líðum við ekki. Hann verður því að æfa í mánuð til að koma sér í æfingu," sagði Javier Clemente, þjálfari Real Betis, sem er fyrrverandi landsliðsþjálfari Spánar. ■ DUNCAN Ferguson framherji Newcastle fór á mánudaginn í upp- skurð vegna meiðsla í nára og verður frá keppni af þeim sökum næstu sex vikurnar að því að talið er. ■ GERARD Houllier knattspyrnu- stjóri Liverpool er að ganga frá kaupum á 19 ára gömlum Norð- manni, Frode Kippe, frá Lil- leström. Kaupverðið er 700.000 pund en gæti hækkað upp í 2 millj- ónh- allt eftir frammistöðu pilts, en hann leikur í stöðu miðvarðar. ■ PA ULO Wanchope leikmaður Derby verður að sætta sig við að taka út þriggja leikja bann fyrir slá til Andy Townsend leikmanns Middlesbrough í leik fyrir rúmri viku. Forráðamenn Derby reyndu að fá bannið fellt niður á þeim rök- um að Wanchope hefði verið að reyna að koma í veg fyrir að detta á Townsend í stað þess að slá til hans. Á þau rök var ekki hlustað. ■ ENSKA knattspyrnusambandið hefur vísað frá ósk Arsenal þess efnis Patrick Viera verði ekki dæmdur í þriggja leikja bann vegna rauðs spjalds sem hann fékk í leik við Charlton 28. desember. Viera getur leikið með Arsenal gegn Liverpooi á Highbury nk. laugardag, en tekur síðan út bann sitt í bikarleik Arsenal og Wolves í deildarleikjum við Nottingham Forest og Chelsea. ■ BRUCE Grobbelaar, fyrrverandi markvörður Liverpool, er nú í Suð- ur-Afríku til að ganga frá þjálfara- starfi hjá 1. deildarliðinu Seven Stars. Grobbelaar, sem er 41 árs, lék síðast í desember með enska liðinu Lincoln City. Arnar Pétursson bjargvættur Stjörnunnar í annað sinn á skömmum tíma hepprti! Eftir liðlega þrjár mínútur var staðan 3:0 fyrir Aftureldingu og mátti halda að létt verk væri framundan hjá gest- Steinþór unum’ kom á Guðbjartsson daginn. Stjarnan skrifar jafnaði 7:7 þegar rúmlega níu mínútur voru til hálfleiks, var tveimur mörk- um yfir í hléi, 12:10, náði íljótlega þriggja marka forystu og virtist með pálmann í höndunum. En munurinn stóð ekki lengi, Afturelding minnk- aði hann fljótlega í eitt mark og jafn- aði um miðjan hálfleikinn, 18:18. Eftir það var jafnt á öllum tölum og Afturelding ávallt á undan að skora þar til Stjarnan sneri enn dæminu við og komst í 22:21. Gest- irnir jöfnuðu og heimamenn tóku • leikhlé þegar 89 sekúndur voru til leiksloka. Þeir héldu síðan boltanum, fengu þrjú aukaköst og þjálfarinn Einar Einarsson gerði eina mark sitt í leiknum þegar 36 sekúndur voru eftir. Afturelding tók leikhlé og klukkan sýndi að liðið hafði 24 sek- úndur til að jafna. Gintaras Savu- kynas þurfti aðeins 13 sekúndur til þess en Arnar bætti um betur. Ekki fer á milli mála að þótt menn hafi æft vel yfir jólin tók hátíðin langa sinn toll. Þrátt íyrir góða bar- áttu á báða bóga og sterkan varnar- leik léku í raun aðeins markverðim- ir, Birkir í. Guðmundsson hjá Stjömunni og Ásmundur Einarsson hjá Aftureldingu, eins og þeir best < geta. Aðrir sýndu góða takta af og til en voru mistækir þess á milli. Að þeim orðum skrifuðum má benda á ýmislegt sem lofar góðu. „Önnur“ sóknarlína Stjörnunnar, Heiðmar Felixson, Einar og Rögn- valdur Johnsen, stóð sig vel og Ali- aksand Shamkuts var mjög sterkur á línunni þótt liðleikanum sé ekki fyrir að fara. Bergsveinn Berg- sveinsson er ekki orðinn góður af meiðslum en Afturelding þarf ekki að örvænta með Ásmund í stuði gær- kvöldsins. Varnarleikur liðsins var líka lengst af mjög góður og sérstak- f lega var Einar Gunnar Sigurðsson öflugur. Hann var ekki með í haust vegna meiðsla en spilaði nú annan leik sinn og lék einnig í sókninni síð- asta stundarfjórðunginn. Þar sýndi han gamla takta og gerði fyrsta mark sitt í vetur. Eintóm ARNAR Pétursson kom Stjörn- unni í annað sætið með ævin- týralegu sigurmarki á móti Aft- ureldingu á síðustu sekúndu í íþróttahúsinu Ásgarði og fékk „flugferð" hjá samherjunum fyrir vikið. „Ég sá markið og var viss um að skora en auðvitað var þetta eintóm heppni, rétt eins og á móti FH,“ sagði jarð- bundinn leikstjórnandinn við Morgunblaðið eftir áfangann, . 24:23 sigur á efsta liðinu. Hann tryggði Stjörnunni sigur í Kaplakrika með ámóta marki um miðjan desember - skoti utan punktalínu vinstra megin rétt áður en flautað var til leiksloka. „Þetta er ótrúlegt en verður ekki miklu skemmti- legra," bætti Arnar við. „Eigum við ekki að segja að ég hafi gert þetta sérstaklega fyrir Patrek Jóhannesson." Morgunblaðið/Kristinn SIGURÐUR Sveinsson, hornamaður Aftureldingar, gerði þrjú mörk hjá Birki í. Guðmundssyni en Stjörnumaðurinn Konráð Olavson, sem náði ekki að stöðva mótherja sinn að þessu sinni, var marka- hæstur heimamanna með sjö mörk, þar af þrjú úr vítaköstum. Hrikalegt á Hlíðarenda Jafntefli, 17:17, varð niðurstaðan í viðureign Vais og Gróttu/KR á Hlíðarenda í gærkvöldi og náðu gestirnir að jafna metin á lokasekúndunum. w Urslitin verða að teljast sann- gjöm, þvi bæði lið voru jafn- slök og buðu upp á einhvem lakasta handknattleik sem Bjöm Ingi undirritaður hefur Hrafnsson séð í mörg ár. Leiks- skrifar ins verður þó helst minnst fyrir frábæra frammistöðu Sigurgeirs Höskulds- sonar, markvarðar Gróttu/KR. Fyrri hálfleikur var afar slakur, leikmenn gripu boltann sjaldnast og fórst betur að senda á mótherja en samherja. Skelfileg sóknarnýting beggja liða segir eflaust meira en mörg orð og í fyrri hálfleik var hún 31% hjá heimamönnum og 30% hjá gestunum. Valsmenn höfðu eins marks forystu í leikhléi, 9:8. Seinni hálfleikur var því miður litlu skárri og mistökin mýmörg. Engu var líkara en boltinn væri sjóðandi heitur, því mönnum gekk afar illa að höndla hann og fyrir vik- ið urðu sóknimar mjög tilviljunar- kenndar. Gestimir náðu að jafna í upphafi hálfleiksins og náðu síðan tveggja marka forystu. Heimamenn jöfnuðu metin litlu síðar og liðin skiptust síðan á að hafa framkvæðið eftir það. Staðan var jöfn, 16:16, þegar þrjár mínútur voru til leiksloka, Valsmenn komust þá í 17:16, og í kjölfarið komu þrjár mis- tækar sóknir hvors liðs um sig áður en Gísla Kristjánssyni lánaðist að jafna metin fyrir gestina þremur sekúndum fyrir leikslok. Bestur heimamanna í jeiknum var homamaðurinn Davíð Ólafsson, sem jafnframt var markahæstur þeirra með sjö mörk. Aðrh' náðu sér vart á strik og nýttu færin sín illa. Bestur gestanna og jafnframt maður leiksins var hins vegar án efa Sigurgeir Höskuldsson, markvörð- ur, sem átti sannkallaðan stórleik og varði alls 24 skot, utan af velli, úr hraðaupphlaupum og af línunni. Sigurgeir reyndist Valsmönnum óþægur ljár í þúfu og tryggði sínum mönnum stigið með frammistöðu sinni. Þá átti Einar Baldvin Árna- son ágætan leik og sýndi gamal- kunna takta í sókninni. HANDKNATTLEIKUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.