Morgunblaðið - 06.01.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.01.1999, Blaðsíða 1
B L A Ð A L L R A LANDSMANNA 1999 HANDKNATTLEIKUR MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR BLAÐ c Spenna í Ásgarði ASMUNDUR Einarsson var frábær í marki Aftureldingar í gærkvöldi þegar 14. umferð 1. deildar fór fram. Frammistaða hans nægði samt ekki efsta liðinu, því Stjarnan hafði betur, vann 24:23 og gerði Arnar Pétursson sigurmarkið með skoti utan punktalínu á síðustu sek- úndu. FH skellti Fram, ÍBV lagði KA, Haukar fóru sigurferð til Selfoss, en ÍR og HK gerðu jafntefli eins og Valur - Grótta/KR að Hlíðarenda. Allt seldist í hlutafjárút- boði Fram HLUTAFJARUTBOÐI í Fram - Fótboltafélagi Reykjavíkur hf. - lauk á gamlársdag l\já Kaup- þingi hf., en markinið þess var að afla hlutaQár til reksturs og uppbyggingar félagsins. Niðurstaða útboðsins varð sú að allt hlutaféð seldist. Eru hlutliafar í félaginu 437 taisins, en í boði voru 30 miiljónir að nafnvirði, eða 40% af heildarhlutafé félagsins. Gengi bréfanna var 1,15 og seldust því bréf fyrir 34,5 milljónir króna. Eiríkur Jensson hjá Kaupþingi hf. segir að þar á bæ séu menn ánægðir með ___ niðurstöðu útboðsins enda hafi menn rennt algjörlega blint í sjóinn. „Þetta hljóta að teljast jákvæð viðbrögð markaðarins, því hér er uni nýjung á tjármálamarkaöi að ræða,“ sagði Eiríkur. Hann bætti því við að útboðið hefði geugið afar rólega fyrst í stað, en svo hafi margar áskriftarbeiðnir borist síð- ustu dagana og hiutaféð því selst allt. Um umframeftir- spurn hafi ekki verið að ræða og því skerðist hiutur hvers og eins ekki. Eiríkur vildi ekki gefa upji livernig skipting eignariiluta hefði verið milli einstakra hluthafa, sagði að Hlutafé- lagaskrá myndi birta þann lista í næsta mánuði. Greiðsluseðlar verða sendir nýjum hiuthöfum fyrir 14. janúar nk. og er greiðslu- frestur 29. janúar nk. Stjórn Fótboltafélagsins hefur ákveðið að sækja um skráningu hlutabréfa á Vaxt- ariista Verðbréfaþings ís- lands á árinu, þegar félagið liefur uppfyilt öll skilyrði þar að lútandi. Hlutafjárútboð KR-Sport hf. stendur enn yfir, en það hófst 21. des sl. og stendur til 15. janúar. Þar er uni að ræða 50 inilljóna hlutafé á nafnvirði, eða genginu 1,0. Morgunblaðið/Kristinn LYFJAMAL Skiptar skoðanir um hvort refsa eigi félögum falli einstaklingur á lyfjaprófi Beita á þyngstu refsingu NÝJASTA lyfjamálið hér á landi, meint neysla körfuknatt- leiksmanns úr Grindavík, virðist gefa tilefni til vangaveltna um reglur sem gilda um lyfjaeftirlit hér á landi. Eins og fram kom hjá Pétri Hrafni Sigurðssyni, fram- kvæmdastjóra Körfuknattleiks- sambandsins, í blaðinu í gær virð- ast reglurnar fyrst og fremst sniðnar að einstaklingsíþróttum. Pétur Hrafn benti meðal annars á að sér virtist sem KKÍ yrði að fara eftir reglum Alþjóða körfuknatt- leikssambandsins varðandi viður- lög ef einhver yrðu. Fjórða málsgrein 12. greinar reglugerðar ISI um lyfjaeftirlit hljóðar svo: „Utilokun skal taka gildi afturvirkt frá þeim degi sem lyfjaeftirlit það er leiddi brotið í ljós var framkvæmt eða íþrótta- iðkandinn neitaði að gangast undir lyfjaeftirlit. Skal allur árangur sem íjiróttaiökandinn kann að hafa náð í keppni frá og með þeim degi og þar til dómur er upp kveðinn jafn- framt dæmdur ógildur." Samkvæmt þessari málsgrein á íþróttamaður sem fellur á lyfja- prófi að fara í bann frá og með þeim degi sem hann fór í lyfjapróf- ið. Niðurstöður úr lyfjaprófi liggja yfirleitt ekki fyrir fyrr en tveimur til fjórum vikum eftir að prófið er tekið og getur félag viðkomandi íþróttamanns leikið marga leiki á þeim tíma. Samkvæmt reglugerð- inni á að ógilda árangur íþrótta- mannsins, en hvemig það er gert í flokkaíþróttum er vandséð. Ef við tökum ímyndað dæmi af íþróttamanni í liði A og gefum okk- ur að hann sé tekinn í lyfjapróf í byrjun nóvember og í byrjun febr- úar liggi niðurstaðan fyrir; hann neytti ólöglegra lyfja. Á þessum þremur mánuðum lék lið hans tíu leiki í deildinni auk leikja í bikar- keppni, þar sem liðið lék til úrslita. Á að ógilda alla þessa leiki? Sam- kvæmt reglugerðinni virðist það hið rétta en skoðanir virðast skipt- ar ef marka má viðbrögð þeirra sem rætt var við í gær vegna þessa máls. Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ, sagði að hugsunin með reglugerð- inni væri að hún gilti fyrir hópí- þróttir jafnt sem einstaklingsí- þróttir. „Þegar niðurstaða í lyfja- prófi liggur fyrir er viðkomandi íþróttamanni, félagi hans og viðeig- andi sérsambandi sagt frá því og eftir það má segja að það sé á ábyrgð félagsins hvort leikmaður liðsins er settur í bann eða ekki þar til dómur hefur verið kveðinn upp,“ segir Ellert. Hann segir í rauninni erfitt að gera þetta með öðrum hætti. „Ef við tökum dæmi um hópíþrótta- mann sem er tekinn í lyfjapróf í dag og eftir mánuð liggur niður- staðan fyrir og í ljós kemur að hann hefur neytt ólöglegra lyfja. Á að sleppa liði hans og honum al- veg? Lyfjamisnotkun er mjög al- varlegt brot og stangast á við grundvallarreglur íþróttanna. Noti menn lyf til að reyna að auka ár- angur sinn á að beita þyngstu refs- ingu, það má hvorki hlífa íþrótta- manninum né liði hans. Það verður að taka hart á slíku því annars yppta menn bara öxlum og kæra sig kollótta. Það verður að hræða menn frá því að beita ólöglegum aðferðum til að ná betri árangri," sagði Ellert. Geir Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri Knattspyrnusam- bandsins, sagðist ekki hafa lesið reglugerð ÍSÍ en viðurlögin hjá bæði FIFA og UEFA væru þau að einstaklingurinn væri dæmdur í sektir og leikbann, en liðinu væri hins vegar sjaldnast refsað. „Mér finnst ekki skynsamlegt að refsa heilu liði ef einstaklingur innan þess verður uppvís að lyfjamis- notkun. Séu reglur ÍSÍ þannig finnst mér brýnt að endurskoða þær því reglur þurfa að vera þannig að þær séu framkvæman- legar og skynsamlegar,“ sagði Geir. STEINAR EGE OG S-KOREUMAÐURINN YOON FARA TIL KIEL/C3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.