Morgunblaðið - 06.01.1999, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 06.01.1999, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1999 C 3 ÍÞRÓTTIR Morgunblaðið/Þorkell in, sem lék vel með FH-liðinu, kastar sér inn úr horni og skorar eitt af mörkum sínum. Heimavöllur Eyjamanna dijúgur EYJAMENN gefa ekkert eftir á heimavelli sínum, hvorki í deild né bikar. Þeir mættu leikmönnum KA í Eyjum í gær- kvöldi og gestirnir voru engin hindrun fyrir ákveðna Eyja- menn sem sigruðu 27:23 og hafa þar með fullt hús stiga á heimavelli sínum. Sigfús Gunnar Guðmundsson skrifar Eyjamenn tóku snemma leiks á honum stóra sínum og náðu for- ystu. Sigmai- Pröstur Óskarsson var í fínu formi í marki IBV og vörnin prýðileg og þar með lagði liðið grunninn að þægilegri stöðu, 12:8, er sjö mínútur voru til leikhlés. En þá tóku KA-menn á sig rögg með Hilmar Bjamason í broddi fylkingar og tókst að jafna 12:12 en staðan í leikhléi var 13:12 fyrir ÍBV. í upphafi síðari hálfleiks stefndi allt í hörkuleik en KA-menn misstu Hilmar Bjarnason út af þriðja sinni þegar níu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik í stöðunni 16:15. Hann hafði verið öflugastur KA- manna, bæði í vörn og sókn og við þetta riðlaðist leikur gestanna og Eyjamenn gengu á lagið og komust mest í 25:18. Þrátt fyrir mikla bar- áttu KA-leikmanna undir Iokin þeg- ar þeir gerðu 4 mörk í röð á rúm- lega þriggja mínútna kafla tókst þeim ekki ætlunarverk sitt. Sigmar Þröstur Óskarsson var bestur Eyjamanna, varði oft geysi- lega vel, þar á meðal 3 vítaköst. Enginn skar sig úr úti á vellinum heldur lék liðið sem ein heild. Slavis Rakanovic kom inn í lið Eyjamanna aftur eftir meiðsl, spilaði hluta úr síðari hálfleik og gerði það vel. Hjá KA var Hilmar Bjamason öflugur í vörn og sókn þann tíma sem hann lék. ærandi sigur FH á Fram LEIKMENN FH, sem hafa átt undir högg að sækja í deildar- keppninni í vetur, unnu sannfærandi sigur á slökum Frömurum í Kaplakrika í gærkvöldi, 30:25. Leikurinn var aldrei spennandi enda náðu heimamenn snemma forystu og höfðu m.a. yfir, 17:10, í leikhléi. Orsök þessa mikla forskots FH-inga var stirður og einhæfur sóknarleikur Fram auk máttlítillar varnar, sem FH- ingar nýttu sér til fulls. Þess má geta að varnarleikur beggja liða var ekki upp á marga fiska í þessum leik. Framarar náðu aðeins að rétta úr kútnum í síðari hálfleik og minnkuðu muninn í fjögur mörk. Þór Björnsson leysti Sebastían fíTgnvaidsson Alexandersson af skrífar seint í fym halfleik og stóð sig a.m.k. betur en sá síðarnefndi, varði sjö skot og hóf í kjölfarið nokkur hraðaupphlaup Framara í síðari hálfleik. En leikmenn Fram virtust aldrei hafa trú á að hægt væri að vinna upp forskot FH og vel stemmt lið heimamanna vann því verðskuldaðan sigur. Liðið náði vel saman, var lengi vel skipað ungum leikmönnum, því Hálfdán Þórðar- son og Guðjón Amason, þeir reyndu kappar, komu ekkert við sögu. Framarar léku án Gunnars Berg Viktorssonar. áfram ingum mál og taka ákvörðun um leikmanna- kaup eftir leikinn gegn Haukum á fímmtudag,“ sagði Guðjón Þorsteins- son, framkvæmdastjóri KFI. Allt þegar þrennt er Úrvalsdeildarlið Hauka hefur fengið þriðja Bandaríkjamanninn í sínar raðir og vonast til að hann verði út tímabilið. Hann heitir Antonie Brockington og er 24 ára gamall bakvörður. Hann er 1,88 metrar á hæð og leikur fyrsta leik sinn með liðinu gegn KFI í Hafnarfirði ann- að kvöld. Myron Walker hóf leiktíðina með Haukum og síðan kom Brian Hol- bert en lék aðeins einn leik áður en hann yfírgaf liðið rétt fyrir jólin. í ljósi þess hlýtur þessi sigur FH að auka sjálfstraust yngri leik- manna liðsins til muna. Gunnar Beinteinsson, sem gerði 6 mörk fyrir FH, er því sammála. „Já, þessi sigur hefur eflaust mjög góð áhrif. Það var gaman að sjá hvað þeir börðust vel í vörninni og léku vel undir álagi.“ Gunnar sagði einnig að FH hefði jafnan átt í nokkrum erfiðleikum með Fram í gegnum tíðina og að félagar hans hefðu verið staðráðnir í að láta finna fyrir sér og „bursta þá,“ eins og hann komst að orði. Erfitt framundan hjá Selfyssingum Það fór ekki mikið fýrir varnar- leik framan af leik Selfoss og Hauka í gærkvöldi en gestirnir sigruðu 33:30 og Sigurður Fannar Uóst að Það verður Guðmundsson erfitt ár hjá Sel- skrifar fyssingum. I byrjun fyrri hálfleiks var eins og bæði lið gætu skorað að vild og mikið baráttuleysi ein- kenndi leik beggja liða. Þegar líða tók á hálfleikinn virtust Haukarnir átta sig á mikilvægi vai-narinnar. Jónas, markvörður þeirra, varði 8 skot á stuttum tíma og Haukarnir náðu að snúa leiknum sér í vil áður en flautað var til leikhlés. Fram að þessum kaflaskiptum í leiknum höfðu Selfyssingar haft yf- irhöndina en þeir náðu aldrei að stilla saman strengina í vörninni og því varð það hlutskipti þeirra að byrja síðari hálfleikinn þremur mörkum undir. Sá munur hélst framan af síðari hálfleik en þá loks náði vörn Selfyssinga saman og heimamenn náðu nokkrum hraða- upphlupum sem gáfu mörk og þeir náðu að minnka muninn í 21:10. Þá sögðu Haukarnir hingað og ekki lengra og náðu aftur þriggja marka forystu sem þeir héldu til leiksloka. Selfyssingar áttu mögu- leika á að jafna í lok leiksins en fóru illa með færi sín og Haukarnir fóru með nokkuð sanngjarnan sig- ur af hólmi að þessu sinni. Bestir í hði Hauka voru Óskar Armannsson og Jónas markvörður Stefánsson. Óskar fór fyrir sókn- inni á meðan Jónas gaf vörninni tóninn. Hjá Selfyssingum var það helst Sigurjón Bjamason sem lék vel en yfir höfuð virtust leikmenn liðsins afar mistækir og áhugalaus- ir. Björgvin Rúnarsson, fyrirhði Selfoss, var afar óhress í leikslok. „Við misstum þetta út úr höndun- um á okkur, nýttum ekki færin og spiluðum alls ekki nógu góða vörn.“ Hann segir úthtið ekki bjart en það býr meira í liðinu og Björg- vin telur að á góðum degi geti liðið sýnt mun betri handbolta en það hefur gert í vetur. Finnur barg stigi fyrir ÍR-inga Enn einu sinni brenndu HK- menn sig á sama soðinu, þ.e. þeir féllu í gryfju fljótfæmi og ^—I skorts á yfirvegun jvar þegar sigur var inn- Benediktsson an seilingar. Þetta skrifar henti þá nú í heim- sókn til IR-inga í íþróttahús Austurbergs. Þegar rúmar 2 mínútur voru eftir höfðu Kópavogspiltar, undir stjórn Sig- urðar Sveinssonar, þriggja marka forskot og með skynsemi í farteski og yfirveguðum leik áttu þeir að geta unnið bæði stigin gegn afar slökum IR-ingum. En kappið bar skynsemina ofurliði og IR-ingar nýttu sér það til hins ýtrasta og tókst að jafna leikinn í þann mund sem flautað var af, lokatölur 26:26. Finnur Jóhannsson og Hrafn Margeirsson innsigluðu dýrmætt stig íyrir heimamenn. Hrafn varði slakt skot Stefáns Freys Guð- mundssonar þegar örfáar sekúnd- ur vora eftir, sendi knöttinn fram í hendur Finns sem skoraði af ör- yggi rétt áður en flautað var til leiksloka. IR-ingar dönsuðu af gleði enda verðskuldaði leikur þeirra að þessu sinni ekki að þeir fengju stig úr leiknum. HK-menn gengu hins vegar hnípnir af leik- velh og gátu engum nema sjálfum sér kennt um hvemig fór. Þessi úr- sht geta vegið þungt þegar tímabil- ið verður gert upp. Annars var leikurinn í heild slak- ur og oft nokkuð stórkallalegur. Baráttan bar skynsemina ofurliði oftar en ekki og leikmenn vora oft reknir út af, oft fyrir æði klaufaleg brot. Framan af fyrri Hálfleik var frumkvæðið HK-manna en eftir þrjú mörk í röð frá IRum miðjan fyrri hálfleik snera þeir stöðunni sér í hag og vora marki yfir í hálf- leik, 10:9. Doði einkenndi leikmenn ÍR í síðari hálfleik og virtist sem þeir hefðu engan áhuga á því sem fram fór á leikvellinum og metnaður var takmarkaður. Óvænt útspil Sigurð- ar og félaga í upphafi síðari hálf- leiks að setja Helga Arason í sókn- ina hafði tilætluð áhrif. Hann gerði fimm af fyrstu átta mörkum liðsins í hálfleiknum og mörkin virtust vera að leggja grann að sigri HK- liðsins. Jafnframt því sem Helgi var at- kvæðameiri losnaði um Sigurð Sveinsson og hann átti að vanda dýrmætar línusendingar. En sem fyrr segir gerði skynsemiskortur vart við sig í herbúðum HK og það reyndist þeim dýrt. ■ FYRIR báða leikina í Eyjum var Kristbjargar Þórðardóttur minnst með því að áhorfendur risu úr sæt- um og minntust hennar með skammri þögn. Bæði lið ÍBV léku með sorgarbönd. Kristbjörg varð bráðkvödd 4. janúar, en hún var sambýliskona Arnars Richardsson- ar, leikmanns ÍBV, og skilur einnig eftir sig tvö börn. ■ GAMLA kempan Elías Bjarahéð- insson hefur snúið aftur til Eyja eft- ir víking í nokkur ár í Svíþjóð þar sem hann lék handbolta við góðan orðstír. Elias fékk þó ekki að spreyta sig í leiknum í gærkvöldi en á örugglega eftir að styrkja leik- mannahóp Eyjamanna. ■ HALLGRÍMUR Jónasson, mark- vörður ÍR, og félagi hans, Ólafur Gylfason, léku ekki með liði sínu gegn HK. Hallgrímur er meiddur á lærvöðva en Ólafur á handlegg eftir högg sem hann hlaut í leik við Aft- ureldingu snemma í desember. ■ ÞULURINN á leik ÍR og HK í Austurbergi var ekki að teygja lopann við að kynna lið gestanna, liðsmenn HK. Lét hann nægja að kynna Sigurð Sveinsson og sagði það vera vegna þess að hann væri nú kominn á fimmtugsaldur. Því miður fyrir þulinn þá er það ekki rétt þar sem Sigurður verður ekki fertugur fyrr en 5. mars og þá fyrst kemst hann á fimmtugsaldurinn. ■ SIGURÐUR fór sér annars frek- ar hægt í leiknum, skoraði 3 mörk, þar af 2 úr vítakasti. Aldrei þessu vant brást honum bogalistin í tveimur vítaköstum. ■ JÓN Kristjánsson, þjálfari og leikmaður Valsmanna, var ekki með lærisveinum sínum i gær- kvöldi. Jón fór í aðgerð um hátíð- aniar vegna hnémeiðsla og verður líklega frá í hálfan mánuð. Þá vant- aði línumanninn Magnús Agnar Magnússon í lið Gróttu/KR, en hann var veikur. ■ ÁSMUNDUR Aniarsson, sem varð þriðji markahæsti leikmaður Fram í knattspymunni í sumar kemur einnig að handboltanum, því hann er sjúkraþjálfari Gróttu/KR. ■ OLEG Titov, hinn rússneski línumaður Fram, kom inn á fyrir lið sitt gegn FH í gær, en hann hefur ekkert leikið í vetur vegna meiðsla. Titov tók þrjú vítaköst í leiknum og misnotaði þau öll. Vantar ár í aldarfjórðung GUÐMUNDUR Þórðarson, ieikmaður ÍR, stóð að vanda í vörn liðsins í gærkvöldi, en með leiknum náði hann þeim áfanga að hafa verið i meistaraflokksliði 1. deild í 24 ár. Þar með sló hann met Gunnlaugs Iljálinarssonar sem eiunig lék lengst af sínum ferli með ÍR, en var einnig með Fram. Guðmundur, sem verður 41 árs 12. mars nk., hóf að leika með meistarafiokki ÍR í 1. deild 1975 og vantar því aðeins eitt ár í að liafa verið f ineistaraflokkki í aldarfjórðuug. Líkt og Gunn- laugur þá hefur Guðmundur ieikið með öðra félagi á löngum ferli því hann var með Stjörnumönnum úr Garðabæ um nokurra ára bil, en kom sfðan lieim á nýjan leik fyrir uokkrum árum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.