Morgunblaðið - 12.01.1999, Side 11

Morgunblaðið - 12.01.1999, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1999 11 FRÉTTIR Óánægja hjá starfsfólki Norðuráls, einkum í skautsmiðju Kvartað undan vinnuálagi og mengun STARFSMENN hjá Norðuráli, einkum í skautsmiðju, era óánægð- ir með aðbúnað og vinnuumhverfí sitt, að sögn Hervars Gunnai-sson- ar, foiTnanns Verkalýðsfélags Akraness. Hann segir að starfs- mönnum í skautsmiðju þyki mikil mengun á sínum vinnustað og vinnuálag og kvarti undan því að lítið sé á þá hlustað. Kenneth Pet- erson, forstjóri Norðuráls, segir að mesti álagstíminn vegna upp- keyrslu fyrirtækisins sé nú að baki. Hervar Gunnarsson sagði að far- ið hefði að bera á óánægju hjá starfsmönnum síðla hausts og þeg- ar líða fór á veturinn. Hervar sagði að starfsmenn hefðu borið mengun í skautsmiðjunni, vinnuálag og vinnuaðstæður saman við það sem gerist í álveram í Þýskalandi, þangað sem starfsmenn voru send- ir til þjálfunar, og hefði niðurstað- an verið sú að aðstæður á Grundar- tanga stæðust ekki samanburð. „Miðað við frásagnir starfsmanna er bæði undirmannað miðað við þau verkefni, sem þeim er ætlað að leysa, og einnig er mjög mikið ryk í skautsmiðju,“ segir hann. Verkalýðsfélög starfsmanna og Norðurál gerðu vinnustaðasamn- ing og segir Hervar að vegna þess séu það trúnaðarmenn, sem annist bein samskipti við stjórnendur. Tránaðarmenn hafi óskað stuðn- ings verkalýðsfélaga í desember og milli jóla og nýárs og aftur í liðinni viku hafi verið farið yfir umkvört- unaratriðin og rætt við starfs- mannastjóra fyrirtækisins. Hervai' segir að nú sé að reyna á hvort það fyrirkomulag, sem samið var um, lialdi. Hann sagði að komið hefði verið til móts við starfsmenn að hluta til með því að innrétta gám sem starfsmannarými, en þó hafi við- ræður ekki skilað þeim árangri sem starfsmenn höfðu vænst. „Þeir telja að það skili ekki því sem þarf og komi ekki á því ástandi sem þyrfti til að þetta væri sæmilega þrifalegur vinnustaður," sagði Hervar. Talsvert um mannaskipti Hann sagði einnig að talsvert hefði verið um mannaskipti hjá fyr- irtækinu og þótt ýmsar skýringar væra á því kvaðst hann vita til þess að einhverjir hefðu hætt störfum vegna þess að þeir teldu vinnustað- inn ekki mönnum bjóðandi. Hervar sagði að næstu tvær til þrjár vikur skýrðist væntanlega hvort takist að leysa málið innan fyrirtækisins eða hvort verkalýðs- félagið komi að því. Kenneth Peterson, forstjóri Norðuráls, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að um þessar mundir væri verið að ljúka við upp- keyrslu verksmiðjunnar, sem hefur staðið frá því hún tók til starfa, og sagði hann að því tímabili fylgdu alltaf ákveðnir erfiðleikar og mikið álag. „Við erum komnir yfir versta hjallann, sem rakst á við jólafríin," sagði hann. Peterson sagði að nauðsynlegt hefði verið að hliðra ýmsu til í rekstrinum til að ná að hámarka álagið vegna uppkeyrsl- unnar íyrir jól, svo draga mætti úr álaginu yfir hátíðarnar. Aðspurður um kvartanir starfs- manna í skautsmiðju vegna meng- unar sagði Peterson að eftir upp- keyrslutímann næði ástand í verk- smiðjunni jafnvægi við lægra álag en verið hefur undanfarið. Um samanburð við mengun í skautsmiðjum annarra álvera sagði hann að fyrirtækið hefði aðeins sent menn til að kynna sér starf í kerskálum en ekki skautsmiðjum erlendis og þótt starfsmenn kynnu að hafa komið í skautsmiðjur kvaðst hann ekki telja að um mark- ÚR álverksmiðju Norðuráls að Grundartanga. tækan samanburð væri að ræða fyrir fyrirtæki með sams konar framleiðslu. Ósambærilegt ferli við Straumsvík Hann sagði að ekki væri hægt að bera fyrirtækið saman við álverið í Straumsvík því framleiðsluferli ál- veranna tveggja væri ósambæri- legt. Meðal þess sem fram fer í skautsmiðju Norðuráls er að skautin era brotin niður og er það hluti af endurvinnsluferli verk- smiðjunnar, eins og flestra álverk- smiðja. Þessu fylgi ryk. Þetta sé hins vegar ekki gert í Straumsvík. Aðspurður hvernig fyrirtækið vildi koma til móts við óánægða starfsmenn sagði hann að stöðugt væri unnið að því að bæta starf- semina og leita betri leiða í sam- vinnu við starfsfólk. Hann sagði að rætt hefði verið við starfsmenn í viðræðum, sem að mestu fóru fram fyrir nokkram vikum. Ymsar ráð- stafanir hefðu verið gerðar í kjölfar þeirra viðræðna. Aðspurður hvort mannaskipti hefðu verið tíð í starfsliði sagðist Kenneth Peterson þvert á móti hafa talið að mannaskipti væru til- tölulega lítil. Fæstir starfsmenn hefðu verið vanir vinnu í þungaiðn- aði en engu að síður hefði hann talið að gott samstarf hefði tekist á vinnustaðnum. Starfsfólk hefði enst betur í starfi í þessu framandi vinnuumhverfi en hann hefði fyrir- fram gert sér vonir um. Athugasemd MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfar- andi athugasemd frá Guðmundi Gunnars- syni, formanni Rafiðnaðarsambands Is- lands: „Vegna fréttar í Morgunblaðinu laugar- daginn 9. janúar er rétt að eftirfarandi komi fram. Forysta Rafiðnaðarsambandsins skilur ekki niðurstöðu skipulagsnefndar með sama hætti og forysta VR virðist gera. Skipulags- nefnd ASI er vel kunnugt um að yfirgnæf- andi meirihluti félaga FIS rámast vel innan 10 aðildarfélaga RSI og þá í fullu samræmi við skipulagsreglur ASI. Skipulagsnefnd veit vel að forysta RSI mun ekki gera neinar athugasemdir við það þótt einhverjir félaga FIS vilji vista sig í öðram stéttarfélögum. Niðurstöðu hennar skiljum við sem spurn- ingu skipulagsnefndar ASÍ um hvort við ætlum okkur að færa rafeindavirkja innan FÍS úr félaginu í Félag rafeindavirkja, raf- virkja í félög rafvirkja, tæknifólk í Félag tæknifólks o.s.frv. Því er til að svara að eng- in ákvöráun hefur verið tekin um þetta inn- an RSI eða aðildarfélaga sambandsins og engin áætlun er um að hafa um það samráð við aðra hvort og þá hvenær það verði gert. Við ráðskumst ekki með okkar félagsmenn með þessum hætti, þeir verða sjálfir að ráða þar ferðinni. Foi'ysta RSI vill en einu sinna minna á að þetta er nákvæmlega sama þró- un og hefur átt sér stað á öllum hinna Norð- urlandanna. Þar hafa samtök símamanna gengið í rafiðnaðarsamböndin þegar lands- sími viðkomandi lands hefur verið einka- væddur. Forysta RSI skilur niðurstöðu skipulags- nefndar fyrst og fremst á þann veg að hún sé alvarleg aðvöran til forystu VR, að félag- ið láti af þeirri venju að vista launamenn svo hundraðum skipti, sem eiga samkvæmt skipulagi ASÍ að vera í öðrum stéttarfélög- um innan ASÍ en VR, má þar benda á bíl- stjóra, iðnaðarmenn, benzínafgreiðslufólk, flugfreyjur, starfsfólk í bakaríum og þannig mætti lengi telja. Sérstök ástæða er að geta þess að ekkert stéttarfélag innan ASÍ hefur farið fram á það við VR að félagið vísi launa- mönnum sem vilja vera í VR á dyr, en for- ysta VR virðist aftur á móti ekki hika við að viðhafa þau vinnubrögð gagnvart öðrum stéttarfélögum. Viðhorf forystu VR í þessu máli flokkast undir óþolandi forsjárhyggju og tilheyra löngu úreltum viðhorfum og eiga ekki þekkjast innan nútíma verkalýðshreyf- ingar. Við viljum minna á að forysta VR hefur á engu stigi haft samband við RSÍ vegna þessa máls til þess að leita upplýsinga eða samráðs. Ætíð hefur verið leitað annað. Það er skoðun okkar að raunveralegur tilgangur þessa málatilbúnaðar forystu VR sé einhver allt annar en í veðri ei’ látið vaka.“ Frábær tilboð • Eitt besta verðið Peysur.......995, Vesti........495, Jakkar....I «490, Kápur.....2*900, A.m.k. 50% afsláttur af öðrum fatnaði og skóm - 30% afsl. af töskum Buxur......795.- Pils.......795,- Dragtir..1.990,- Blússur....995,- (Suelle D a I vc g u r 1 Sími 5M1000 ÞYSKUR GÆ FATNAÐUR - ALLAR STÆRÐI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.