Morgunblaðið - 12.01.1999, Síða 34

Morgunblaðið - 12.01.1999, Síða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1999 MORGUNB LAÐIÐ MENNTUN Samvinna Sjálfsvígum ungs fólks hefur fjölgað hér á landi líkt og annars staðar á Vesturlöndum. Kristján Kristjánsson ræddi við Dr. Gil Noam um áhættuhegðun ungs fólks og ráð til að vinna meðal annars gegn vímu- efnanotkun sem leiðir til sjálfsvíga. Noam mælir sterklega með góðri samvinnu við skóla í forvarnarstafí. Vandamál barna leyst í skólum? • Skólinn getur skapað jafnvægi og hjálpað fjölskyldum # Pað er ekki rétt að unglingar séu nógu gamlir til að DR. GIL Noam prófessor við Harvard-háskóla í Boston í Bandaríkjunum flutti fyrirlestur á nám- skeiði á Akureyri um áhættuhegðun ungs fólks, fíkniefnaneyslu og of- beldi, áhættuþætti og forvarnir. Dr. Gil Noam er einnig forstöðumaður Hall-Mereer Laboratory of Develop- ment and Developmental Psychopat- hology við Harvard-læknaskólann og McLen-spítala. Hann stýrir verkefni í Boston um forvarnir í tengslum við áhættuhegðun bama og unglinga. Sjálfsvígum ungs fólks hefur fjölgað viðast hvar á Vesturlöndum undanfarna áratugi og er ísland þar engin undantekning. Mikill hluti fólks sem fremur sjálfsvíg misnotar áfengi eða önnur vímuefni og vímu- efnafíkn er því einn algengasti áhættuþáttur sjálfsvíga. Þá veldur áfengis- og önnur efna- víma aukinni hættu á sjálfsvígi vegna hömlulosandi verkunar og samfara vímunni. Að undanfómu hefur sjónum í auknum mæli verið beint að ýmsum öðrum áhættuþátt- um í tengslum við vímuefnafíkn, s.s. misþroska, ofvirkni, lestrarörðug- leika og ýmsum áfóllum í lífi barna. Dr. Gil Noam var á íslandi í annað sinn á dögunum, á vegum mennta- málaráðuneytsins, sem hefur í sam- ræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar unnið að forvarnarstarfi í skólum. Dr. Noam sagði í samtali við Morg- unblaðið að áhættuþættir sjálfsvíga væru margii- og tengdust m.a. þung- lyndi og fíkniefna- og áfengisnotkun. Hann sagði nauðsynlegt að skil- greina vandann sérstaklega og síðan að setja í gang verkefni, þar sem skólar og samfélagið vinni saman að forvarnarstarfi, jafnt í skólanum sjálfum og utan hans. Þai- gætu einnig komið að máli lögregla, slökkvilið, kii-kjan og margir fleiri. sjá um sig sjálfir „Ég er ekki hingað kominn til að segja fólki hvað það eigi að gera, heldur til að miðla minni þekkingu og reynslu og aðstoða þá sem vinna að þessum málum, enda eru aðstæð- ur á Islandi allt aðrar en í Bandaríkj- unum. Hér á landi er áhættan vissu- lega fyrir hendi en hún er að mínu mati viðráðanleg. Astandið í Band- aríkjunum er mun alvarlegra en með því að nýta þá þekkingu sem til er annars staðar er hægt að vinna að forvarnarstarfi." Skólar þurfa að vera skeinmtilegir Dr. Noam sagði að skólinn gæti gert ástandið verra, ef börnunum líð- ur ekki vel þar og ef þeim gengur illa með námið. Skólinn geti hins vegar skapað jafnvægi og hjálpað fjöl- skyldum að leysa sín vandamál. „Ég tel þó að skólarnir þurfí að breytast þannig að bömin vilji vera í skólan- um og hafí gaman af. Þetta á ekki síst við þau eldri og ég tel að hægt sé að gera skólann það áhugaverðan að eldri börn og unglingar njóti þess líka að vera þar. Og það er okkur fullorðna fólkinu að kenna ef ung- lingar vilja yfírgefa skólann. Börn alast upp við mjög mismun- andi aðstæður og sumum börnum sem alast upp við erfiðar aðstæður gengur engu að síður vel í skóla. Ég hef verið að rannsaka hvernig þeim börnum, sem eiga erfitt heima, m.a. vegna hjónaskilnaðar og eða drykkju- og fíkniefnavandamála for- eldra, tekst að standa sig vel í skóla. Þrátt fyrir rannsóknir höfum við ekki enn svar við þeim spurningum, eða hvar börnin fá þann styrk sem þarf til að gera vel. Einnig erum við að leita svaia við þeim spumingum, af hverju sum börn geta sagt nei en önnur ekki.“ Dr. Noam sagði nauðsynlegt að Morgunblaðið/Björn Gíslason DR. GIL Noam flytur fyrirlestur sinn á námskeiði um áhættuhegðun ungs fólks, sem haldið var á Akureyri. börnin hefðu eitthvað við að vera eft- ir skóla, þau séu oft ein heima, for- eldarnir í vinnu og enginn viti nákvæmlega hvað þau hafí fyrir stafni. „Ég veit til þess að hér á landi er eitthvað gert fyiúr yngstu börnin eftir skóla en hef á tilfinningunni að þar sé hægt að gera betur og þá ekki síst fyrir þau eldri. Það er ekki rétt að unglingar sem eru 13, 14 og 15 ára séu nógu gamlir til að sjá um sig sjálfir, því þeir eru það ekki.“ Hvað eru bömin að gera? A námskeiðinu á Akureyri ræddi Dr. Noam um ýmsa áhættuþætti, fátækt, þunglyndi, streitu, fíkniefna- neyslu og sálarástand og nauðsyn þess að grípa nógu snemma til að- gerða gagnvart þeim eru í sjálfsvígs- hugleiðingum. „Þetta er eins og með aðra sjúkdóma, því lengur sem ekk- ert er aðhafst, því erfiðara er við vandann að eiga. Börn bregðast mjög mismunandi við vandamálum en með því að veita þeim hjálp í tíma, komast þau yfir sín vandamál mun fyiT en fullorðið fólk. Hins vegar getur verið erfitt að átta sig nákvæmlega á því hvað það er sem er að angra börn. Það er ekki hægt að gera með því að horfa eingöngu á viðkomandi, það þarf að tala við börnin og reyna þannig að komast að því hvað ami að.“ Vímuefnafíkn og annar vímuefna- vandi fer vaxandi meðal ungs fólks á Islandi. Neysla þessara efna er orðin almennai-i en áður og ungt fólk sem leitar sér meðferðar vegna vímu- efnaneyslu er verr fainð vegna neysl- unnar en áður hefur þekkst og kom- ið í harðari neyslu. Neysla áfengis og annarra vímuefna skapar umhverfí sem eykur líkur á ofbeldisverkum. Gerendur ofbeldis eru í mörgum til- vikum undh- áhrifum vímuefna og hið sama má segja um þolendur of- beldis. Meirihluti líkamsmeiðinga á íslandi gerist í framhaldi af deilum ölvaðs fólks. Þekking á vandanum hefur aukist Dr. Noam sagði að um leið og áhættan hér á landi hafi aukist, hafi þekking fólks á vandanum einnig aukist, auk þess sem meðferð- arúrræði og lyf séu betri. „Það sem vantar upp á er að kennarar, heil- brigðisstarfsfólk, ráðgjafar, kh’kj- unnar fólk og lögi-egla vinni saman að settu marki og þá geta fjölmiðlar einnig haft mikið að segja. Eins teldi ég ráðlegt að spyrja krakkana sjálfa að því hversu mikill fíkniefna- og áfengisvandinn er og þá hvort hann er eins mikill og sagt er. Ég hef þá tilfinningu eftir þessa stuttu heimsókn til Akureyi’ai’, að hér sé hægt að ná góðum árangri með samvinnu og sameiginlegu átaki allra þessara aðila. íbúafjöldi er af þægilegri stærð, hér er öflugt skóla- starf og stórt sjúkrahús, þannig að möguleikarnir eru miklir.“ Námskeiðið um áhættuhegðun ungs fólks var einkum ætlað skóla- stjórnendum, umsjónarkennurum, námsráðgjöfum, forvarnafulltrúum, skólasálfræðingum og skólahjúkrun- ai’fræðingum í grunn- og framhalds- skólum. Þar kom fram að markvisst forvamarstarf í skólum getur haft mikið að segja gegn ýmiss konar áhættu og sjálfseyðandi hegðun ungs fólks. Leggja verður áherslu á getu skóla til þess að greina áhættu- hegðun bai’na og unglinga og veita þeim aðstoð sem í vanda eru staddir. Því er talið mikilvægt að starfsfólk skóla sé í stakk búið að koma auga á og liðsinna nemendum sem eiga í erfiðleikum. fejLANDIC / íslenskar fyrirsætur Er þetta þitt tækifæri? Við kynnum módel/fyrirsætunámskeið sem hefjast fimmtud. 21. janúar og eru í 6 vikur/12 kennslustundir • Hvernig ná má árangri • Hvað veistu um myndatökur? Ljósmyndari frá New York kennir • Hver nemandi fær video-bók • Choreography, uppsetning á tískusýningu, kennt að setja upp sýningu • Ganga á palli/snúningar, ganga milli borða/posing - Starf fyrirsætunnar, heilsa-, förðun-, viðtöl og fleira • Erlendir gestakennarar • Þekkt umboðsskrifstofa frá London sendir fulltrúa sinn til að leita að nýjum andlitum • Myndir teknar af öllum í vinrtubók, sem þú færð að eiga og þarft að vinna með HAFIN ER LEIT AÐ ELITE-STULKU 1999 - ERT ÞAÐ ÞU? Innritun frá kl. 10-16.00. Upplýsingar í sími 588 7799/588 7727, enigma@islandia.is Skeifunni 7,108 Reykjavík Tveggja mánaða nám- skeið í kvikmyndagerð INNRITUN stendur yfir í vornám- skeið Kvikmyndaskóla Islands. Kvik- myndaskóli Islands hefur starfað frá árinu 1992. Meginmarkmið skólans hefur verið að halda viðamikil nám- skeið í kvikmyndagerð fyrii’ byrjend- ur í faginu. Úm 200 nemendur hafa setið námskeið skólans. Allmargir hafa tengst kvikmyndagerð að námi loknu sem aðstoðarfólk í kvikmynda- gerð, einhverjir hafa haldið til frekara náms í kvikmyndagerð er- lendis en aðrir hlotið styrk úr Kvik- myndasjóði Islands. Fjallað verður um framleiðsluferli kvikmynda allt frá því að hugmynd fæðist og þar til mynd er sýnd. Skoðuð verða brot úr mismunandi tegundum mynda. Byrjað er á ítar- legri, bóklegri kennslu og er merk- miðið að nemendur öðlist þekkingu á undirstöðugreinum kvikmynda- gerðar, m.a. handritsgerð, leik- stjórn, kvikmyndatöku, klippingu og hljóðvinnslu. Seinni hluti námskeiðs- ins er að mestu verklegur en þá eru framleiddar tvær 15 mínútna stutt- myndir upp úr völdum handritum tveggja nemenda. Nemendur kynn- ast þar hvernig framleiðsluferlið er í raun og hvernig mynd er kláruð þannig að hún sé útsendingarhæf í sjónvarpi. Auk þess er boðið upp á fyrir- lestra um helgar og kvikmyndasýn- ingar. Leiðbeinendur við skólann eru allt starfandi íslenskir kvikmynda- gerðarmenn og alls hafa á þriðja tug kvikmyndagerðarmanna kennt við skólann í lengri eða skemmri tíma. Skólastjóri Kvikmyndaskóla Is- lends er Böðvar Bjarki Pétursson. Framkvæmdastjóri er Inga Björk Sólnes. Upplýsingar um Kvikmyndaskóla íslands og námskeið eru veittar í símum 588 2720 og 896 0560.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.