Morgunblaðið - 12.01.1999, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 12.01.1999, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1999 35 Stj órnunarnám fyrir fólk úr ýmsum fögum Núna í byrjun febrúar verður kynning á Norska stjórnunarskólanum í Reykja- vík. Gunnar Hersveinn hitti þrjá nem- endur úr skólanum sem voru hér í leyfi yfír áramótin. Þau telja námið veita sér alþjóðlega yfirsýn. NORSKI stjórnunarskólinn var stofnaður árið 1943 og er nú annar fjölmennasti viðskiptaháskólinn í Evr- ópu. Hann nefnist Handelshoyskolen BI á norsku og Norwegian School of Management - BI á ensku en öll kennsla fer fram á ensku. I honum eru bæði svið fyrir háskólamenntaða og fólk úr atvinnulífmu. Þótt hann sé fjölmennur er hann dreifður um Noreg og er iðulega kennt i litlum einingum með nemendum hvaðanæva úr heiminum. Aðalstöðv- ar skólans eru í Sandvika sem er 12 km frá Osló. Undanfarin ár hafa ís- lenskir nemendur lagt stund á nám við skólann. MBA (Master of Business Ad- ministration) er eins árs (11 mánuð- ir) stjórnunamám við skólann og á markmið þess að vera að búa nem- endur undir að vera skilvirkir stjórnendur. Hugmyndin er að kenna þeim að vera útsjónarsamir og sjálfstæðir stjórnendur sem jafn- framt geti unnið með hópa. Guðrún Ýr Gunnarsdóttir lyfja- fræðingur er meðal þeirra Islend- inga sem verið hafa í MBA námi við skólann. I auglýsingabæklingi frá skólanum segir hún: „Námið bjó yfir því sem ég sóttist eftir; alþjóðlegu umhverfi, eins árs tímabili, hóflegri hópastærð og nemendum frá ólíkum löndurn." Nemendur í MBA í norska stjórnunarskólanum hafa að meðaltali 8 ára reynslu úr atvinnulíf- inu og hljóta konunglega viðurkenn- ingu fyrir námið. Alþjóðlegt stjórnunarnám MSc sviðið The Master Science í skólanum er sérhæfðara og einbeita nemendur sér til dæmis að stjómun orkufyrirtækja, efnahagsmálum, við- skiptum og markaði. MSc er tveggja ára nám og veitir aðgang að doktor- snámi við skólann. Námið gerir miklar kröfur til nemenda eins og meistaranám á að gera. Áherslan er á greiningu og stjómun í viðskiptum og ríkisrekstri. Námsefnið er alþjóðlegt og er nemendum ævinlega miðlað nýjustu kenningum og greiningaraðferðum. Stúdentar geta sótt um að vera eina önn sem skiptinemar við sérvalda skóla í öðrum löndum til að öðlast víðari sýn. Núna í byrjun febrúar verður kynning á Norska stjórnunarskólan- um í Reykjavík en stjómendur hans leitast við að fá sem breiðastan hóp nemenda í skólann. Telja þeir það skólar/námskeið ____________nudd_______________ ■ Ungbarnanudd Námskeið fyrir foreldra bama á aldrinum frá eins til tíu mánaða byijar fimmtudag. 14. jan. kl. 12 og fimmtud. 21. jan. kl. 13. Skráning hafin. Tak- markaður fjöldi, 6 böm. Báðir foreldrar velkomnir. Uppl. og innritun á Heilsusetri Þórgunnu eða í símum 896 9653 eða 5521850. ___________tungumál ______________ ■ Enskuskólinn Enska er okkar mál. 7 vikna námskeið að hefjast. Áhersla á talmál. Einnig 12 vikna um- ræðunámskeið og 10 vikna námskeið í skriflegri ensku og viðskiptaensku. Bama- og unglinganámskeið. Málaskólar í Bretlandi. Innritun stendur yfir. Enskuskólinn, Faxafeni 10, s. 588 0303/588 0305. ■ Enskunám í Englandi Við bjóðum enskunám við einn virtasta málaskóla Englands. Skólinn sér jrér tyrir fæði og húsnæði hjá enskri fjölskyldu. Um er að ræða alhliða ensku 18 ára og eldri. 2ja til 11 vikna annir; unglingaskóla, júlí og ágúst; 13-17 ára, 4ra vikna annir; viðskipta-ensku, 2ja og 4ra vikna annir. Upplýsingar gefur Jóna María Júlíusdóttir á kvöldin í síma 462 3625 og 862 6825. ýmislegt Kynning á námi í hómópatíu. ^cée Um er að ræða 4ra ára .« — nám. Robert Davids- í on, skólastjóri, kynnir. Stjórnunarskólinn, Sogavegi 69. Lau. 16/1 kl. 18.00. /6ocop*v Upplýsingar gefur Martin í s. 567 4991. ■ Kennsla hefst 18. janúar. Fjölbreytt námskeið fyrir 5—14 ára nem- endur. Upplýsingar og innritun í símum 562 8283 og 588 1038. http://www.islandia.is/~hskoli/ tónlist ■ Píanókennsla Kenni á píanó, bömum og fullorðnum. Tónfræðikennsla innifalin. Einnig sértímar í tónfræði. Guðrún Birna Hannesdóttir, Bólstaðarhlíð 50, sími 588 3277. __________myndmennt ■ Myndlistarnámskeið fyrir böm, unglinga og fullorðna - byrjen- dur og lengra komna. Teikning, málun (vantslitir, akríl, olía, sil- kimálun), myndvefnaður, teiknimyndasö- gur, og fjöltækninámskeið fyrir böm og unglinga. Upplýsingar og innritun í síma 562 2457 og 552 6570. Myndlistarskóli Margrétar ■ Þýskunámskeid Germaniu hefjast 18. janúar. Boðið er upp á byrjendahóp, framhaldshópa og talhópa. Upplýsingar í síma 551 0705 kl. 17-19.30. ■ MYND-MÁL myndlistarskóli Málun, teiknun. Undirstöðuatriði og tækni. Byrjendur og framhaldsfólk. Upplýsingar og innritun kl. 14—21 alla daga. Símar 561 1525 og 898 3536. Rúna Gísladóttir, listmálari. MENNTUN Morgunblaðið/Kristinn JON PALL, Jenny Rut og Vigfús Þór eru af ólikum fagsviðum og hafa valið sitt sviðið hvert með mismunandi áherslum; alþjóðaviðskipti, markaðsfræði og Qármálahagfræði. gefa góða raun vegna þess að nemendur geti lært álíka mikið hver af öðrum eins og af kennur- um og námsefni í skólan- um. Skólinn er dreifður um Noreg og er honum skipt í ýmsar deildir eftir viðfangsefnum og eru um 17 þúsund nemendur í honum. Námið sem hér er um rætt er í Sandvika. Heimasíða norska stjómunarskólans á Net- inu er http://www.bi.no og er þar hægt að fá margvíslegar upplýsing- ar um hann. Geta hugsað sér að vinna í útlöndum Þrír íslenskir nemendur sem byrj- uðu í MSc námi við skólann í haust voru hér í jólafríi fram í janúar. Þeir eru Jenny Rut Sigurgeirsdóttir líf- efnafræðingur sem er í markaðs- fræði, Vigfús Þór Sveinbjörnsson viðskiptafræðingur frá HI sem er í fjármálahagfræði og Jón Páll Hreinsson rekstrarmarkaðsfræðing- ur frá Tækniskóla íslands og er hann í alþjóðaviðskiptum. „Þetta er einkarekinn skóli sem er þekktur fyrir góð tengsl við at- vinnulífið," segir Jenný, „kennai-ar eru oft bæði starfandi í skólanum og hjá fyrir- tækjum og stunda þar rannsóknir. En það er einmitt áhersla á rannsóknh' í skólan- um.“ „Norðmenn eru í minnihluta í master- námi við skólann,“ seg- ir Vigfús Þór, „nem- endur eru frá flestum heimsálfum og einnig eru þar skiptinemar sem dvelja í hálft ár í senn. Öll kennsla fer fram á ensku og nem- endur fá 20% af ein- kunn metna í virkni á námskeiðum." Jón Páll segir að skólaárið kosti 450 þúsund íslenskar krónur og sé ódýrara en til dæmis í Bandaríkj- unum. Hins vegar er uppihald fremur dýrt í Noregi. Hann leigir lítið hús vestur af Osló vegna þess að fjölskyldan er með honum. „Það er líkt og að búa í sveitinni," segir hann. Vigfús Þór býr á stúdentagörðum. Jenny Rut er hins vegar alin upp í Noregi og líður líkt og heima hjá sér. „Ég ætla mér að fá vinnu hérna þegar ég er búin með námið,“ segir hún og segist vel geta hugsað sér að samþætta lífefna- og markaðs- fræði í framtíðarstarfi enda sé sá markaður stór. Vigfús segist líka geta hugsað sér að vinna úti til að dýpka reynsluna en ætlar svo að fara heim aftur. Hann segir stærð norsku fyrirtækjanna gefa marga mögu- leika. Jón Páll segir freistandi að vinna úti vegna margfalt betri launa en hann efast þó um að aðstæður leyfi það. Haldnir eru sérstakir ráðn- ingardagar í skólanum þar sem fyr- irtæki kynna sig og nemendur sækja ef til vill um vinnu. Ánægð í skólanum en vöruúrval í búðum Iítið Þau segja að skólaárinu sé skipt í sex annir og kennt sé óháð árstíðum. Nemendur velja sér leiðbeinanda og eru fáir um hvern þeirra. Námið endar svo með stóru verkefni. Vigfús á að skrifa fræðilega ritgerð, Jenna á að vinna rannsókn og Jón Páll á að samþætta rannsókn og fræðilega rit- gerð en hann ætlar að einbeita sér að útflutningsfræðum með áherslu á sjávarútveg. Þau segjast vera mjög ánægð með skólann og hann bjóði upp á marga möguleika. Húsnæði er þó dálítið vandamál fyrir fjölskyldufólk en því sé hjálpað til að finna það. Einnig segja þau vöruúrvalið í búð- um vera meira á íslandi en í Noregi, e.t.v. vegna verndunar á norskum landbúnaði. Guðrún Ýr Gunnarsdóttir á ótrúlegu veröi • Hátt og lágt drif - byggður á grind • Kraftmikil og hljóðlát vél • Einstaklega góður í endursölu I I FULL FRAMI ám & SUZUKI SUZUKIBILAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. Heimasíða: www.suzukibilar.is TEGUND: VERÐ: JLXSE3d 1.580.000 KR. JLXSE 5d 1.830.000 KR. DIESEL 5d 2.180.000 KR. Sjálfskipting kostar 150.000 KR. ALLIR SUZUKI BÍLAR ERU MEÐ: • vökvastýri • 2 loftpúða • • aflmiklar vélar • samlæsingar • • rafmagn I rúðum og speglum • • styrktarbita í hurðum • • samlitaða stuðara • VITARA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.