Morgunblaðið - 12.01.1999, Síða 38

Morgunblaðið - 12.01.1999, Síða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. HVEITIBRAUÐS- DAGAR Á ENDA RÍKISSTJÓRN Verkamannaflokksins breska hefur upp á síðkastið orðið að takast á við hvert vandræðamálið á fætur öðru og eru þeir nú orðnir þrír ráðherrarnir er hafa orðið að láta af störfum vegna hneykslismála. Þótt ekkert þeirra tengist með beinum hætti störfum stjórnarinnar er ljóst að þetta veikir ímynd ríkisstjórnar Tonys Blairs forsæt- isráðherra og dregur athygli frá stefnumálum hennar. Það á einnig við um umræður á borð við þá er blossaði upp um helgina vegna bókar er fyrrverandi eiginkona Robins Cooks utanríkisráðherra ritar um samband þeirra og einkalíf ráð- herrans. Meginvanda stjórnarinnar má hins vegar rekja til innri valdabaráttu er átt hefur sér stað allt frá því að gengið var til leiðtogakjörs innan Verkamannaflokksins árið 1994 í kjölfar skyndilegs fráfalls Johns Smiths. Tony Blair og Gordon Brown, sem nú gegnir embætti fjármálaráðherra, tókust þar á. Þrátt fyrir náið samstarf Blairs og Browns í ríkisstjórn er Ijóst að ekki er enn gróið um heilt á milli þeirra, eða að minnsta kosti fylkinganna í kringum þá. Virðist flest benda til að uppljóstranir um fjárhagsleg tengsl Peters Mandelsons viðskiptaráðherra og Geoffreys Robinsons, aðstoðarráðherra í fjármálaráðuneytinu, sem leiddu til afsagnar þeirra beggja í síðasta mánuði, megi rekja beint til þessarar valdabaráttu. í kjölfarið lét einn nánasti aðstoðarmaður Browns af störfum. Tvennt olli því öðru fremur að Blair og Verkamannaflokk- urinn unnu stórsigur í síðustu kosningum. Annars vegar þreyta kjósenda í garð íhaldsflokksins og spiliingarmál tengd flokknum. Hins vegar sú breyting á stefnu og ímynd Verka- mannaflokksins sem þeir Blair og Brown knúðu í gegn. Sú hætta er fyrir hendi að hneykslismál síðustu mánaða leiði til að mesti ljóminn fari af stjórn Blairs, sem vissulega hefur átt lengri hveitibrauðsdaga en ríkisstjórnir í Bretlandi eiga að venjast. Umfjöllun breskra fjölmiðla er orðin óvægn- ari og talsmenn stjórnarinnar virðast vera að missa það tang- arhald er þeir höfðu á umfjöllun um störf og stefnu ríkis- stjórnarinnar. Alvarlegra fyrir stjórnina er hins vegar að hin nýja hugmyndafræði Verkamannaflokksins virðist ekki hafa verið jafn fastmótuð og hin nýja ímynd. Leitin að þriðju leið- inni, sem hefur verið meginþema hugmyndafræði Blairs, virðist enn standa yfir. Það er hins vegar allt of snemmt að fella endanlegan dóm yfir ríkisstjórn Verkamannaflokksins. Ekki eru tvö ár liðin frá því hún komst til valda og lítið lífsmark er með stjórnar- andstöðunni, sem gengur erfiðlega að nýta sér vandræði stjórnarinnar. Það eru sömuleiðis engar vísbendingar um, að fulltrúar hinna „gömlu“ gilda Verkamannaflokksins, með John Preseott aðstoðarforsætisráðherra í broddi fylkingar, eflist svo mjög að þeir ógni stöðu Blairs. Hugsanlega verða afsagnir síðustu daga til að draga úr skotgrafahernaði innan stjói'narinnar. Verði sú raunin, samhliða aukinni áherslu á efni máls en minni á ímynd, má líta á vandræði síðustu vikna sem upphaf hversdagslegrar tilveru stjórnarinnar þar sem skin og skúrir skiptast á. SKOTELDAR SKOTELDAR og notkun þeirra eru að verða vandamál og spurningar vakna um það hvort fólki er ljóst að sérstaka heimild þarf frá lögreglu til notkunar þeirra utan þess tíma, sem á við um gamlárskvöld og á þrettándanum. Fréttir af vandræðaástandi í skólum borgarinnar vegna notkunar skot- elda þar og frétt sem um helgina birtist um að skoteldur sem skotið var upp frá Þingholtunum í Reykjavík hefði farið óþægilega nálægt Fokkerflugvél í aðflugi að Reykjavíkur- flugvelli vekja þessar spurningar. Skoteldar eru notaðir í neyðartilfellum. Þeir eru merki um að aðstoðar sé þörf, t.d. frá sjófarendum og öðrum, sem þurfa aðstoðar við í lífshættu. Samt sem áður virðir fólk ekki bann við notkun þessara skotelda og er nú svo komið að skoteldar eru meira eða minna notaðir allt skammdegið. Fólk er kannski af athugunarleysi að nota einhverja afgangsskotelda frá gamlárskvöldi fram eftir janúarmánuði og félög og félaga- samtök fá oft leyfi til skoteldasýninga við hátíðleg tækifæri. Allt slíkt er þó gert með sérstöku leyfi lögregluyfirvalda. Það er nauðsynlegt að fólki sé gert ljóst að notkun skotelda að tilefnislausu er bönnuð allt árið um kring. Notkun þeirra er aðeins heimil tiltekna daga. Það er ekki að ástæðulausu sem notkun skotelda er svo takmörkuð. Fjölmörg dæmi eru um alvarleg slys vegna notkunar þeirra, í sumum tilvikum slys sem aldrei verða bætt. Munum sakna Lúx- emborgar Minningar um gamla og gróskumikla tíma voru Flugleiðastarfsmönnum ofarlega í huga á laugardag þegar síðasta áætlunarferðin til Lúxemborgar var farin. Arni Sæberg ljós- myndari og Jóhannes Tómasson blaðamaður voru með í för og námu stemmninguna meðal nokkurra farþega og starfsmanna. SÍÐASTA lendingin í Lúxemborg á 1: HÓPUR fólks var á flugvell- inum í Lúxemborg þegar Flugleiðaþota lenti þar í síðustu áætlunarferð sinni laust eftir hádegi á laugardag. Þarna voru Islendingar búsettir í Lúxem- borg, Lúxemborgarar, starfsmenn Flugleiða og farþegar að koma og fara. Margir voru bara að fylgjast með eins og jafnan þegar vélarnar höfðu viðdvöl, rétt eins og menn hafa fylgst með skipakomum í höfnum á Islandi. „Mér fínnst þetta hálfskrýtið sem gömlum Loftleiðamanni að fara nú í síðasta sinn til Lúxembogar," sagði Skúli Magnússon flugstjóri er rætt var við hann á leiðinni yfír hafíð. „Þetta var okkar annað heimili á ár- um áður og hér vora stundum áhafnahvíldir þannig að við kynnt- umst borginni vel. Þar fyrir utan bjó ég hér í tvö ár þegar ég starfaði fyrir Cargolux," sagði Skúli ennfremur. „Það er eftirsjá að Lúxemborg því hér var mikið um að vera og stund- um fjórar og fimm vélar frá Islandi á vellinum í einu,“ sagði Skúli og beindi orðum sínum einnig að Ár- manni Sigurðssyni flugmanni sem er ívið yngri að áram en flugstjórinn og kann þá sögu því ekki eins vel og hann. Hugsa með ánægju til Lúxemborgarferða Þannig var tónninn í áhöfninni, ekki síst þeim sem muna uppgangs- og annatímana þegar farnar voru nokkrar ferðir á dag milli landanna og hugsa til þeirra daga með sökn- uði. Þau rifja með angurværð og söknuði upp gömlu dagana en segja jafnframt að forráðamenn félagsins EMIL Guðmundsson, umdæmisstjóri Flugleiða í Lúxemborg, afliendir flugfreyjunum glaðning til minningar um þessa síðustu áætlunarferð Flugleiða við komuna þangað. telji þetta óhjákvæmilega ákvörðun vegna breyttra aðstæðna á markaðn- um. Menn hugsa líka með ánægju til margra Lúxemborgarferða, hafa oft farið þangað í frí og kunna vel við að hefja þar og enda ferðir til nálægra landa. „Þeir hljóta að hafa ástæður fyrir þessari ákvörðun," segir Skúli og á þar við ráðamenn Flugleiða, „en mér finnst samt undarlegt að ekki skuli þá hafa verið dregið úr ferða- tíðni fyrst og reynt að halda þessum áfangastað inni í stað þess að sleppa honum alveg.“ „Það var ótrúleg gróska á þess- um árum og það sem gerði Lúxem- borg líka skemmtilega var að flug- stöðin er lítil, samfélagið lítið og hér þekktu menn alla og alltaf ánægjulegt að koma til Lúxemborg- ar,“ sagði Sigrún B. Baldvinsdóttir LUXAIR rekur flugumsjón og þar h skrár og aðrar nauðsynlegar upplýsii um árai Hefur félagslegar breyt- ingar í för með sér FARÞEGAR í þessari síðustu ferð frá Islandi voru eins og í öðrum Lúxemborgarferðum til þessa, blanda Islendinga og útlendinga, Evrópubúa sem Bandaríkjamanna. Heldur dró úr nýtingu í síðustu ferðunum og hafa nokkrir starfs- manna Flugleiða nýtt sér það og farið eins konar pflagrímsferð til Lúxemborgar. „Þetta breytist talsvert hjá okk- ur því nú þarf að fara um Frank- furt eða Amsterdam og það þýðir Jestarferð og lengri tíma,“ sagði Þór Vilhjálmsson, dómari við EFTA-dómstólinn, sem fluttur var árið 1996 frá Genf til Lúxemborg- ar. Ragnhildur Helgadóttir kona hans sagði þau þurfa að skipta tvisvar um lest færu þau til Frank- furt og þannig væri Islandsferð fyrir þau framvegis mun meira mál en verið hefði með áætlun Flug- HJÓNIN Ragnhildur Helgadóttir og Þór Vilhjálmsson, sem nú búa í Lúxemborg, sjá fram á að lslandsferðir þeirra muni taka Iengri tíma í framtíðinni þegar fara þarf um Frankfurt eða Amsterdam.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.