Morgunblaðið - 12.01.1999, Side 50

Morgunblaðið - 12.01.1999, Side 50
> 50 ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + Jóhann Krist- insson fæddist 24. maí 1958 í Aust- urhlíð í Biskups- tungum. Hann lést 30. desember sfðast- liðinn. Foreldrar Jóhanns eru Krist- inn Ingvarsson, f. 1922, og Sigríður Guðmundsdóttir, f. 1934, bændur í Austurhlíð. Jóhann var annar í röð fjög- urra systkina: Magnús, f. 1953, Guðmundur f. 1962, d. 1973, og Kristín Heiða, f. 1964. Jóhann var ókvæntur og barnlaus. Hann stundaði bú- skap alla sína tíð í Austurhlíð ásamt foreldrum sínum og Magnúsi bróður sínum. Utförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þegar blánaði yfir berjamó bernskunnar fórum við krakkarnir í túninu ósjaldan upp í fjall og keppt- umst við að fylla krúsir okkar af 'þessum ávöxtum jarðarinnar sem biðu eftir því að mæta vörum okkar eða skreyta skyrið heima á bæjun- um. Við þessar aðstæður var gott að eiga stóran bróður sem vissi manna best hvar gjöfulustu lyngin var að finna og hann var fús til að aðstoða litla putta sem gekk illa að koma höndum yfir skoppandi berin. Og þegar við fórum öll saman arkandi yfir blauta mýrina niður að tjörn til að veiða silung, varstu leiðtoginn í broddi fylkingar og við stubbarnh' iögðum mikið á okkur til að halda í við þig, þú varst svo stórstígur og fórst svo létt með að stökkva yfir keldumar en það var spurning um að halda mannorðinu að komast með tæmar þar sem þú hafðir hælana. Svo mikið litum við upp til þín. En aldrei sýndir þú okkur yfirgang þótt þú léth' okkur stundum spenna bog- ann til fulls og alltaf komstu til hjálpar ef hindranin var óyfirstígan- leg fyiir klofstutta. Eg get enn fundið fyrh' aðdáuninni sem fór um sál og líkama þegar þú sviptir mér yfir botnlaust dý eða kastaðir mér yfir einhvem skurðinn. Svo átaka- laust og eins og þú hefðir þetta allt í hendi þér. í seinni tíð fann ég svip- aða tilfinningu þegar þú leiddir okk- ur Grámúsarflokkinn um fjöll og fimindi þar sem þú þekktir hverja þúfu og hvern stein. Naust þín vel í hlut- verki kóngsins með jöfnuð að leiðarljósi. Settir okkur þó eina ófrávíkjanlega reglu: I hestaferðum inn til fjalla mátti engin klukka vera meðferðis. Stemningin hverju sinni átti að ráða ferð- inni en ekki vísir á skífu. Þetta er góð regla sem þessi fá- menni flokkur verður nú að reyna að halda í heiðri en við fráfall þitt eram við nánast eins og höfuðlaus her. En eitt er víst, það verður oft áð í Grámúsarferðum framtíðarinnar og drakkin skál í minningu kóngs- ins. Það er af miklu að taka þegar horft er til baka og ég geymi allar góðu minningarnar sem ég á um þig og með þér, í fráteknu hólfi í hjartanu og geng að þeim vísum þegar pig langar að hafa þig hjá mér. Ég veit ekki hvar ég á að byrja þakkarlistann en ég þakka þér sérstaklega velvildina við börn- in mín, Melkorku og Kristin. Þakka þér það traust sem þú sýndir mér með því að fá mig alltaf til ykkar á vorin til að aðstoða við sauðburð- inn, og veita mér þannig árlega sál- arhreinsun. Þakka þér fyrir að draga mig upp í hlíðar Högnhöfð- ans og annarra fjalla og láta mig öskra, svitna og hlaupa á eftir óþægum rollum. Þakka þér alla reiðtúrana og allan sönginn. Þakka þér öll snörpu skoðanaskiptin um landsins gagn og nauðsynjar. Þakka þér alla kjötskrokkana sem þú hefur fært mér í gegnum tíðina. En ég þakka þér fyrst og síðast bróðurþelið hlýja og trygga. Ég má til með að vitna í lokin í Einar gamla Ben. því á góðum stundum varstu nánast í beinu sam- bandi við hann: Svo há og víð er hjartans auða borg, að hvergi kennir rjáfurs eða veggjar. En leiti ég manns, ég iít um múgans torg; þar lifir kraftur, sem minn vilja eggjar. Hvað vita þessir menn um sælu og sorg, er supu aldrei lífsins veig í dreggjar. Ég þrái dýrra vín og nýja vini og vel mér sessunaut af Háva kyni. Elsku Jói, síðustu þrjú árin hefur þrengt harkalega að því olnboga- rými sem þér hefur alltaf verið nauðsynlegt. Ég virði ákvarðanir þínar sem ekki voru alltaf eins og við hin vildum hafa þær og svo var einnig um þína síðustu ákvörðun í þessu lífi. Það verður jú hver að ráða sínum næturstað. Þín systir, Kristín. „Að hittast og gleðjast hér um fáa daga, að heilsast og kveðjast það er lífsins saga.“ Einhvers staðar standa þessi orð og koma þau mér oft í hug þegar ég heyri andlát náinna ættingja. Svo er einnig nú þegar Jóhann bróðir minn hefur fallið frá fyrir aldur fram. Eitt af því dýrmætasta sem við mann- anna börn eigum er heilsan og ef hún bregst verða málin alvarleg. Það gerðist hjá þér, elsku Jói minn. Heilsan brást þér illilega fyrir þremur og hálfu ári, sú þrautaganga er fyrst og fremst búin að vera þér og okkur sem næst þér stóðum, mjög erfiður tími. Að leiðarlokum óska ég þess og við trúum því öll að þeim þrautum sé nú lokið. Þegar leiðir skilur Jói minn, hrannast minningamar að mér. Þú varst nátt- úrabam af Guðs náð, mér fannst þú vera fæddur náttúrafræðingur. Sjálf náttúran og skepnumar vora þér hugleiknar og þar bar hæst sauð- kindina, hún var númer eitt hjá þér til lokadags. Enda vora horn af sauðkindum og leggir af hrossum það fyrsta sem þú fórst að leika þér að sem barn. Þú trúðir statt og stöðugt á þetta drifhvíta náttúrafyr- irbæri. Þær era orðnar æði margar, elsku bróðir, haustleitirnar okkar saman inn á hálendið. Þá voram við báðh' í essinu okkai', oft með fallega dilka á undan okkur og við veltum fyrir okkur hvað þetta eða hitt lambið væri með góð læri eða gott bak. Þetta era dýrmætar minningar sem ég bróðh' þinn geymi með sjálf- um mér og þær verða ekki frá mér teknar. Foreldrar okkar eignuðust fjögur börn og nú eftir dauða þinn stöndum við aðeins tvö eftir á lífi úr þeim systkinahóp því við misstum Guðmund bróður árið 1973. Megi góður Guð styrkja foreldra mína í þessari miklu sorg sem nú knýr dyra í annað sinn. Elsku Jói minn, við höfum verið hlið við hlið í 40 ár, nánast óslitið. Ég sakna þín sárt en ég hugga mig við að þú sért laus við þær miklu þjáningar sem fylgdu sjúkdómi þín- um. Við skiljum um stund en hitt- umst aftur síðar og þá fóram við á brúnum viljugum gæðingum að smala sauðfé. Sæll að sinni, kæri bróðir. Þinn bróðir, Magnús, Austurhlíð. Fátt er það sem er sjálfgefið í þessum heimi og ef til vill einna síst traust vinátta. Þó virðist hún svo sjálfsögð og án allra tímamarka meðan hún varir að hún verður órjúfanlegur hluti af daglega lífinu. Dauðinn sem hins vegar er sjálfgef- inn, er okkur alla jafna svo fjarlæg- ur að við leiðum ekki hugann að honum dags daglega. Vorið 1986 kom ég fyrst að Austurhlíð og kynntist þá heimilisfólkinu þar lítil- lega en auðfundið var á falslausu og yfirveguðu andrúmslofti að þar bjó gæðafólk sem kunni að taka á móti gestum. Haustið eftir hófust svo kynni okkar fyrir alvöru þegar við fóram að smala með þeim nokkra daga inni í Úthlíðarhrauni, Brúar- árskörðum og næsta nágrenni. Upp frá því þróuðust kynni okkar í djúp- stæða vináttu sem byggð er á traustum grunni. Við Jói urðum mjög nánir og per- sónulegir vinir, höfðum í grundvall- aratriðum sömu lífsviðhorf og áhugamál. Það sem einkenndi Jóa vin minn var að hann var ekki staðlaður eins og flestir í dag og ekki var hann steyptur í sama mót og þeir sem byrja kornungir á leik- skólum og era upp frá því mataðir á skoðunum og námsefni. Hann kynnti sér þá hluti sem hugur hans stóð til og dró sínar eigin ályktanii- og gat verið mjög rökfastur þótt skoðanir hans samræmdust ekki hugmyndum fjöldans. Alltaf var hann tilbúinn að taka upp hanskann fyrir þá sem minna máttu sín og stundum svo rækilega að mér fannst úr hófi keyra. Einn var sá kostur Jóa sem mér virðist vera á miklu undanhaldi í samfélagi okk- ar, en það var að tala helst aldrei illa um fólk sama hvernig það hafði hagað sér eða komið fram við hann. Hann einfaldlega vorkenndi því og ef hann vildi benda manni á eða kenna manni eitthvað, þá var það gert á mjög nærgætinn hátt. Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt, sem dropi breytir veig heillar skálar. Þel getur snúist við atorð eitt. Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Svo oft leyndist strengur í brjósti, sem brast við biturt andsvar, gefið án saka. Hve iðrar margt líf eitt augnakast, sem aldrei verdur tekið til baka. (Einar Ben. úr Einræðum Starkaðar.) Jói var sérstaklega hjartahlýi', barngóður og næmur á tilfinningar annarra. Hann tók það mjög nærri sér ef einhverjum í kringum hann leið illa og heilsu og velferð annarra lét hann sig miklu skipta. Það skýr- ir ef til vill að einhverju leyti af- stöðu hans til síns eigin sjúkdóms. Hann gerði, í aðalatriðum aðeins tvær kröfur til lífsins, að vera heil- brigður og að vera bóndi, þess vegna sætti hann sig aldrei við sjúkdóminn sem gerði honum í rauninni hvorugt kleift. Jói var fyrst og fremst sauðfjár- bóndi enda sauðfjáraækt honum í blóð borin. Hann hafði sérstakt dá- læti á hrútum og átti ávallt af- bragðs fé, eins og vigtarseðlar síð- ustu hausta bera glöggt vitni. En hrossin skipuðu líka stóran sess í lífi Jóa, houm gekk vel í hrossarækt sinni þó ekki væri hún stór í sniðum eða löguð að kröfum markaðaris, heldur hafði hann sín eigin mark- mið. Kröfumar vora miklar um vilja, þol og mýkt sem hann taldi vera á hröðu undanhaldi í hrossa- ræktinni almennt. Það voru hans bestu stundir þegar hann var vel ríðandi í góðra vina hóp á fjöllum og margar óborganlegar minningar eigum við úr fjölmörgum hesta- ferðalögum og smalamennskum þar sem hann var ávallt titlaður kóngurinn. í Fákum Einars Bene- diktssonar er meðal annars komist svo að orði: Sá drekkur hvem gleðinnar dropa í gmnn, sem dansar á fákspori yfir grund. I mannsbarminn streymir sem aðfalls unn af afli hestsins og göfugu lund. Maðurinn einn er ei nema hálfúr, með öðrum er hann meiri en hann sjálfur. - Og knapinn á hestbaki er kóngur um stund, kórónulaus á hann riki og álfur. Kæri vinur, ég gæti haldið enda- laust áfram að segja frá þér og samskiptum okkar og vináttu en ég held að þér þætti ég vera kominn nú þegar langt yfir strikið, því það var ekki þín deild að hæla þér eða sitja undir einhverjum lofrullum eins og þú orðaðir það. Vertu sæll, kæri vinur, minningin um góðan dreng og traustan vin skipar stóran sess í lífi okkar. Það skarð sem nú hefur myndast í vinahópinn verður ekki fyllt í þessu lífi. Þínir vinir, Grétar, Ollý og börn. Sú dapurlega frétt barst um Biskupstungur á næstsíðasta degi nýliðins árs að Jói í Austurhlíð hefði kvatt heiminn þá um morgun- inn. Það er erfitt að átta sig á þess- um kalda veruleika. Við Jói höfum þekkst svo lengi sem ég man eftir mér, enda hefur samgangur milli Helludals og Aust- urhlíðar verið mikill í gegnum tíð- ina og aldrei borið þar skugga á. Jói hafði sjö ár fram yfír mig í aldri og hefur hann því verið innan við fermingu þegar ég man fyrst eftir honum. Allar götur síðan hefur JÓHANN KRISTINSSON GUÐFINNA JÓNSDÓTTIR + Guðfínna Jóns- dóttir fæddist í Reykjavík 14. febr- úar 1916. Hún Iést í Sjúkrahúsi Reykja- víkur að morgni gamlársdags 31. A desember síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Jón Steingrímsson, f. 1.4. 1868, d. 21.4. 1930, og Elín Anna Halldórsdóttir, f. 7.9. 1879, d. 21.10. 1951. Systkini Guð- fínnu voru: Helga, f. 8.5. 1905, d. 1989; Steingrímur, f. 17.7. 1906, d. 1962; Andrea Þórdís, f. 17.9. 1908, d. 1945; Guðrún, f. 3.4. 1910; Kristín ** Á gamlársdag lést í Reykjavík Guðfinna Jónsdóttir. Siggi og Finna, Sigurður Guðmundsson föð- urbróðir okkar og Guðfinna Jóns- dóttir eiginkona hans gegndu sér- stöku hlutverki í tilvera okkar systkinanna. Áhugi þeirra á velferð okkar og umhyggja þeirra fyrir ’^'kkur í hvívetna brást hvergi. Þau hjón voru mjög samrýnd eins Halldóra, f. 25.8. 1911; Guðmundur Hjalti, f. 21.5. 1913, d. 1987; Steinunn, f. 12.10. 1919; Jóel, f. 10.9. 1922. Guðfínna giftist 27. maí 1944 Sigurði Guðmundssyni hús- gagnasmið, f. 12.3. 1914, d. 18.1. 1988. Guðfinna vann í prentsmiðjunni Akta fram að gift- ingu og söng með Dómkórnum í ára- tugi við kirkjuat- hafnir og önnur tilefni. títför Guðfínnu fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. og algengt er um bamlaus hjón og nutum við systkinin þess. Alltaf þegar við komum í Bakkagerðið var hátíð. Siggi frændi var heimsóttur í kjallarann þar sem alls kyns smíða- tól og framandi ilmur heillaði. Síðan var trítlað upp á loft til að þjarma svolítið að orgelinu og að lokum var það vöffllulyktin af miðhæðinni sem átti vinninginn. Siggi og Finna ferðuðust mikið um Island og var það fastur liður í jólaboðum að líta afrakstur ferðar- innar á kvikmyndatjaldi. Aldrei vora heldur jólin komin á Fornhag- ann fyrr en Finna var búin að syngja í jólamessunni í útvarpinu. Þá var hjálpsemi Sigga frænda þeg- ar til einhverra fræmkvæmda kom í fjölskyldunni viðbragðið og enginn efaðist um að Guðfinna fylgdi hon- um að málum. Finna missti mikið þegar Siggi féll frá, þó átti hún sína innri ró og frið sem eflaust létti henni missinn. Þennan frið tókum við líka alltaf með okkur heim að lokinni heimsókn. Á síðustu jólum fengum við að hafa hana með okkur í jólahaldinu. Finna lék á als oddi og naut skarka- lans og barnafjöldans í stórfjöl- skyldunni. Það kom okkur því öllum mjög á óvart hversu kveðjustundina bar brátt að. Öll eigum við eftir að sakna samverustundanna við þessa elskulegu og hæglátu „frænku" okkar. Systkinin af Fornhaganum og fjölskyldur. Nú er hún Finna frænka okkar dáin. Ekki datt okkur í hug að hún myndi leggja upp í þá ferð strax þar sem hún var enn svo hress og kát um jólin en þó fór hún hljóðlega í skjóli nætur aðfaranótt gamlárs- dags. Finna var ein af þessu fólki sem hreinlega Ijómaði öll þegar hún hló og virtist vera öllum stundum brosandi. Alltaf var hún himinlifandi að sjá okkur þegar við komum í heimsókn og ekki fékk neinn að fara fyrr en hann hafði þáð einhverjar veitingar. Finna var sérstaklega barngóð og hafði alltaf tíma til að dekra við okkur krakkana þegar við kíktum í heimsókn. Ekki vora það aðeins börn sem fengu að kynnast góðmennsku Finnu því hún var mik- ill dýravinur og sérstaklega elskaði hún fuglana. Var hún iðin við að gefa fuglunum að borða þegar snjóþungt var eða þegar hún taldi að þeir ættu erfitt með að finna sér æti og alltaf var mikið um fugla í kringum húsið hennar í Bakkagerði. Sérstaklega er það minnisstætt þegar Finna fékk sér páfagauka og mikið ósköp þótti henni vænt um þessa fugla. Þeir fengu oft að fljúga frjálsir um stof- una og oftar en ekki sátu þeir lang- tímum saman á hausnum á henni. Það var því mikil sorg þegar ókunn- ur köttur komst inn í húsið og hremmdi annan páfagaukinn. Ekki fékk hún þó óbeit á köttum eftir þetta því síðasta árið bauð hún oft tvo nágrannaketti velkomna í heim- sókn og hafði jafnvel tilbúið smá góðgæti sem hún hafði keypt sér- staklega handa þeim. Finna var góð og gjafmild kona sem gott var að vera í kringum og eram við þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast henni. Guð geymi þig. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingib. Sig.) Margrét Sigrún, Guðrún Mjöll, Gunnar, Arnór og Helga Kristín. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú íylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Með þessum orðum viljum við 'eðja þig og þakka þér allt. Ásta Ingibjörg, Halla Dröfn og Þóra Kristín.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.