Morgunblaðið - 12.01.1999, Síða 76

Morgunblaðið - 12.01.1999, Síða 76
MORGUNBLAÐW, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTII ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Metdagur á VÞI 13% hækkun Flugleiðabréfa ÞR JÚ met voru slegin í viðskiptum á Verðbréfaþingi Islands (VÞI) í gær. Um var að ræða mestu hlutabréfa- viðskipti á einum degi, flest hluta- bréfaviðskipti á einum degi og flest heildarviðskipti á einum degi. Hluta- bréfaviðskipti gærdagsins námu rúmum 502 milljónum króna en heildarviðskipti á VÞÍ í gær námu 835 milljónum. Hlutabréf flestra fé- laga VÞI hækkuðu í verði í gær og hækkaði úrvalsvísitalan um 4,47%. Gengi hlutabréfa í Flugleiðum hækk- aði mest eða um 13%, úr 3,58 í 4,05. Mest viðskipti voru með bréf Eim- skipafélagsins eða fyrir 116 milljónir að markaðsvirði og Flugleiða, fyrir 98 milljónir króna. Þá námu viðskipti með hlutabréf Tryggingamiðstöðvar- Minnsta tóbakssala í nær hálfa öld RÚMLEGA 402 tonn voru seld af tóbaki á síðasta ári hér á landi samkvæmt útreikningum tó- baksvarnanefndar. Útreikning- aynir eni byggðir á tölum frá Afengis- og tóbaksverslun rílds- ins. Þetta er 2,7% minni sala en árið áður. í frétt frá tóbaks- varnanefnd segir að tóbakssala hafí minnkað stöðugt síðan 1984 en þá var hún 134 tonnum meiri en nú. Tóbaksvarnanefnd segir að samdráttur í tóbakssölu sé enn augljósari þegar tillit er tekið til fjölgunar iandsmanna. Heildar- sala tóbaks árið 1998 var 1.935 grömm á hvern fullorðinn íbúa, sem er minnsta sala síðan 1951, sígarettusala var 1.682 stykki, sem er minnsta sala síðan 1969, vindlasala var 58 stykki, sem er einhver minnsta sala síðan 1963, og sala á reyktóbaki, neftóbaki og munntóbaki var 108 grömm á hvern fullorðinn íbúa, sem er minnsta sala síðan mælingai’ hófust árið 1941. innar 40 milijónum, FBA 37 milljón- um, Opinna kerfa 24 milljónum og Samherja 22 milljónum. Töluverð hækkun varð á gengi hlutabréfa í gær. Flugleiðabréf hækkuðu mest eða um 13,1%, bréf Pharmaco um 12,3%, Síldarvinnsl- unnar um 8%, Tæknivals um 7,9%, Eimskipafélagsins um 5,9%, Nýherja um 5,9%, Skeljungs um 5,7%, Trygg- ingamiðstöðvarinnar um 5,6%, Granda um 5,2%, Þróunarfélagsins um 5,2% og SH um 5%. Gengi hluta- bréfa lækkaði aðeins í einu félagi, Eignarhaldsfélaginu Alþýðubankan- um hf., um 3,2%. ■ Hlutabréfaviðskipti/16 ■ Eignarhlutur/16 Hvasst á Suður- landi MIKIÐ hvassviðri gekk yfir Suðurland í gær. Náði vind- hraðinn mest 10 vindstigum á Stórhöfða í Vestmannaeyjum en 9 vindstig mældust á veður- athugunarstöðinni á Skarðs- fjöruvita í Mýrdal. Mikil hálka og krap var á vegum og inikil úrkoma, ýmist hagl eða rign- ing. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Islands átti vindinn að lægja í nótt sunnan- og austanlands og snúast í vestan hvassviðri og éljagang á Vesturlandi. Mikið brim var í hvassviðrinu við Vík en þessir Víkurbúar létu hvassviðrið sem vind um eyru þjóta og skelltu sér í smá göngutúr. Alþingi kærir Tvíhöfða ALÞINGI hefur kært umsjónar- menn útvarpsþáttarins Tvíhöfða og stjórnendur útvarpsstöðvarinnar X- ins til lögreglunnar í Reykjavík fyrir að láta gera hróp að þingmönnum af þingpöllum. Að sögn Friðriks Ólafs- sonar, skrifstofustjóra Alþingis, er farið fram á það í kærunni að tiltek- inn starfsmaður á vegum þáttarins verði dæmdur tii þeirra viðurlaga, sem lög kveða á um, og að auk þess verði þáttur stjómenda útvarpsstöð- varinnar í málinu athugaður. Um er að ræða atvik, sem átti sér stað daginn eftir að Alþingi sam- þykkti lög um gagnagrunn á heil- brigðissviði, þegar starfsmaður út- varpsstöðvarinnar kom á þingpalla og gerði hróp að þingheimi. Friðrik sagði að maðurinn hefði við yfirheyrslu játað að hafa verið sendur út af örkinni af útvarpsþætt- inum Tvíhöfða á X-inu og að lögregl- an hefði áður verið kölluð til vegna svipaðra uppátækja á vegum þáttar- ins. Friðrik sagði að eftir atvikið hefðu forsvarsmenn stöðvarinnar sent þinginu blómvönd ásamt ein- hverjum orðum um að líta ætti á þetta sem fyndni. Svo virtist sem þeir hefðu ekkert séð athugavert við háttalagið en Friðrik sagði að ef mennirnir vildu biðjast afsökunai’ ættu þeir að gera það beint út. Hann sagði að kæra vegna máls- ins hefði verið send til lögreglustjór- ans í Reykjavík. Hjá lögreglunni í Reykjavík fengust í gær ekki upp- lýsingar um gang rannsóknarinnar. Morgunblaðið/RAX Dráttarvextir lögaðila felldir niður eða endurgreiddir vegna frestunar á álagningu 500 af 6.100 lögaðilum greiddu á réttum tíma FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur ákveðið að heimila innheimtumönnum ríkissjóðs að fella niður eða endurgreiða dráttarvexti sem lagðir voru á fyr- irframgreiðslu lögaðila, hlutafélaga og sameignar- félaga í ágúst, september og október á síðasta ári, ^^i'egna þess að skattyfirvöld ákváðu í júlí að fresta álagningu skatta um þrjá mánuði eða fram í októ- ber. Af alls um 6.100 skattskyldum lögaðilum í landinu stóðu um 500 gjaldendur í skilum með fyr- irframgreiðslu þinggjalda á þessu tímabili. Skv. upplýsingum Ragnheiðai’ SnoiTadóttur, lög- fræðings í íjármálaráðuneytinu, var talið eðlilegt að fella niður dráttarvexti hjá þeim gjaldendum sem fengu á sig áætlaða fyrirframgreiðslu þinggjalda á ,^4|imabi]inu ágúst-október ásamt dráttarvöxtum. Hún segir ástæðuna þá að vegna sérstakra að- stæðna sem rekja mátti til skattyfirvalda hafi verið nauðsynlegt að fresta álagningu á lögaðila á síðasta ári um nokkra mánuði. „Það var auglýst í Lögbirt- ingablaðinu og Morgunblaðinu en þegai’ upp vai’ staðið kom í ljós að af um 6.100 greiddu um 500 á réttum tíma. Lögaðilar sem hafa alla tíð staðið í skilum hafa ekki séð þessar tilkynningar og greiddu þai- af leiðandi ekki og fengu á sig dráttar- vexti. Það var því greinilegt að þrátt fyrir að fyrir- tæki hefðu greiðslugetu og greiðsluvilja fengu þau á sig dráttarvexti. Menn töldu þetta ósanngjarnt og vegna þessara sérstöku aðstæðna var ákveðið að fella dráttarvextina niður,“ segir hún. Að sögn Ragnheiðar liggja ekki fyrir upplýsing- ar um hversu háa fjárhæð er að ræða sem heimilt er að fella niður eða endurgreiða þar sem um áætl- aða fyrirframgreiðslu vai’ að ræða. „Stór hluti þurrkast sjálfkrafa út vegna þess að fyrirfram- gi’eiðslan er hærri en álagningin varð í raun og veru,“ sagði Ragnheiður. Samtök verslunarinnar mótmæltu innheimtu dráttarvaxtanna í nóvember sl. og héldu því fram að óviðunandi væri að gjaldendur sem staðið hafi skilvíslega við fyrirframgreiðslu gjalda fram til þessa skuli vera krafðii’ um greiðslu dráttarvaxta vegna tafa sem orðið hafi á álagningu og rekja mætti til tölvuvandræða hjá skattyfirvöldum. Hef- ur ráðuneytið nú tilkynnt samtökunum að ákveðið hafi verið að fella niður dráttarvextina. Fyrirtækj- um ber að beina kröfum um endurgreiðslu eða nið- urfellingu dráttarvaxta til innheimtumanna ríkisins. Fundu þýfi og fíkniefni á heimili LÖGREGLAN í Reykjavík hand- tók mann á heimili sínu í gær og lagði hald á talsvert magn fikní- efna og þýfi. Lögreglan hafði gi’un um að þýfi væri að finna á heimili mannsins í austurborginni. Hann hleypti ein- kennisklæddum lögreglumönnum inn til sín og veitti leyfi til húsleit- ar. Rúm 30 grömm af amfetamíni og 17 grömm af hassi fundust við leitina og mikið þýfí. Maðurinn er í vörslu lögreglu og málið fær sína venjubundnu fram- vindu í framhaldinu. Talið er að þýfið sé afrakstur margra inn- brota. Maðurinn hefur áður gerst brotlegur við lögin.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.