Morgunblaðið - 22.01.1999, Síða 1
B L A Ð
A L L R A
LANDSMANNA
i
> (K
rníj''
6b •
rnis
-nk.
i 6i
ííj
fífiii
KNATTSPYRNA
1999
FÖSTUDA GUR 22. JANÚAR
BLAÐ
Góð byrjun
í Belfast
Smári næsti
formaður ÍA?
SMÁRI Guðjónsson, sem
hefur þjálfað kvennalið ÍA í
knattspyrnu, gefur kost á
sér sem formaður Knatt-
spyrnufélags íA á aðalfundi
félagsins í næstu viku. Gylfi
Þórðarson, formaður fé-
lagsins, gefur ekki kost á
sér til endurlyörs. Ljóst er
að miklar breytingar verða
á stjórn félagsins, þar sem
sex af átta stjórnarmönnum
gefa ekki kost á sér.
Döring frá
Magdeburg
LOTHAR Döring, þjálfari
þýska handknattleiksliðsins
Magdeburg, sem Ólafur
Stefánsson leikur með, var
leystur frá störfum í gær.
Ástæðan er slæmt gengi
liðsins að undanförnu. Að-
stoðarmaður hans Peter
Rost tekur við stjórninni og
stýrir liðinu í leik gegn
Wuppertal um helgina. Al-
freð Gislason tekur við
þjálfun liðsins 1. júlí.
ÍSLENSKA landsliðið f badminton lék fyrsta leik
sinn í riðlakeppni Evrópumóts B-þjóða, Helvetia
Cup, í Belfast á Norður-írlandi í gær. Mótherj-
arnir voru frar og sigraði íslenska liðið 3:2 í
spennandi leik. í dag mæta íslendingar liði Sló-
vena og er íslenska liðið talið sigurstranglegra.
Ef Island sigrar fer það í milliriðil þar sem keppt
verður við þær þjóðir sem sigra í hinum þremur
riðlunum sem spilaðir eru í Belfast.
Tryggvi Nielsen sigraði í einliðaleik karla,
15/8, 13/15 og 15/11. Brynja Pétursdóttir tapaði
i' einliðaleik kvenna, 4/11 og 9/11. Broddi Krist-
jánsson og Ámi Þór Hallgrímsson unnu í tvíliða-
leik karla, 15/9 og 15/4. Elsa Nielsen og Brynja
unnu ítvíliðaleik kvenna, 15/11, 15/17 og 17/14
og þá var sigurinn í höfn. Drífa Harðardóttir og
Tóinas Viborg spiluðu síðan
tvíliðaleikinn og voru að spila
í fyrsta sinn sarnan og Tómas
að leika fyrsta landsleik sinn.
Þau töpuðu 13/15 og 7/15.
Morgunblaðið/Kristinn
KR-ingur á
afmælinu
ARNA Steinsen, fyrrverandi þjálf-
ari KR í knattspyrnu kvenna, hefur
gengið til liðs við FH og gæti svo
farið að hún léki með félaginu næsta
sumar. „Ég er ekki tilbúin að hætta
í íþróttum á meðan ég hef ánægju
af,“ segir Arna
Þrátt fyrir félagsskiptin segist
Arna, sem er dóttir Arnar Steinsen,
íyrrverandi landsliðsmanns úr hinu
sigursæla KR-liði 1959, ekki full-
komlega hafa sagt skilið við KR. í
tilefni 100 ára afmælis félagsins í
næsta mánuði hyggst hún skipta
tímabundið á ný yfir í KR.
„Ég hef verið að velta því fyrir
mér að fara aftur yfir í KR fyrir af-
mælið og vera KR-ingur rétt á með-
an veislan er haldin," segir Arna.
„Skipti síðan yfir í raðir FH-inga að
afmælisfagnaðinum loknurn."
Hér á myndinni fyrir ofan er
Ama með eiginmanni sínum, Magn-
úsi Pálssyni og börnum þeirra Ernu
Guðrúnu, Erni Rúnari og Andra
■ Ætla... / C3
KÖRFUKNATTLEIKUR / ÚRVALSDEILDIN
189 eriendir leikmenn
hafa komið - og farið
Erlendir leikmenn í úrvalsdeild-
inni í körfuknattleik hafa aldrei
verið flerri en í ár. Alls hafa 27 er-
lendir leikmenn komið við sögu í
leikjum liðanna í deildinni og fjórir
vora væntanlegir í gær eða á næstu
dögum þannig að 31 erlendur leik-
maður mun hafa leikið í úrvalsdeild-
inni áður en langt um líður.
Talsverð sprengja varð í þessum
málum fyrir þremur árum eftir að
dæmt var í hinu svokallaða Bosman-
máli þvi í kjölfarið var liðum heimiit
að hafa eins marga leikmenn frá
löndum innan Evrópska efnahags-
svæðisins. Veturinn 1995/96 voru 14
erlendir leikmenn í deildinni en vet-
urinn eftir 28 og í fyrravetur voru
þeir 25 sem komu við sögu hjá félög-
unum tólf í úrvalsdeildinni.
Frá því erlendir leikmenn voni
leyfðir á ný, haustið 1989, hafa 189
leikið í úrvalsdeildinni og hér eru
þeir aðeins taldir sem náð hafa að
leika einhvern leik. Þegar farið er
yfir þessi tæpu tíu tímabil kemur í
ljós að sum lið virðast alltaf fá leik-
menn sem þau eru ánægð með en
önnur virðast alltaf í einhverjum
erfiðleikum og þurfa stöðugt að
skipta. Mestur hefur stöðugleikinn
verið hjá Njarðvíkingum en þar
hafa 7 erlendir leikmenn komið við
sögu síðan haustið 1989. Valsmenn,
sem leikið hafa í deildinni í níu af
þessum tíu tímabilum, hafa einnig
verið fastheldnir á sína menn en
þar hafa 9 erlendir menn komið við
sögu. Ellefu leikmenn hafa verið
hjá Keflvíkingum þennan tíma en
efstir tróna KR-ingar og Grindvík-
ingar en þar hafa 18 erlendir leik-
menn leikið á þessum tíma.
KR skipti tvisvar um leikmann
veturinn 1992/93 og aftur tveimur
árum síðar. Síðustu tvö ár hafa
einnig verið Vesturbæingum erfið
því fjórir leikmenn komu við sögu í
hitteðfyrra og þrír í fyrra og flestir
léku mjög fáa leiki.
Hjá Grindvíkingum hefur þetta
verið jafnt og þétt og aðeins eitt
tímabil þar sem ekki var talin
ástæða til að skipta um leikmann,
1993/94, er Wayne Casey lék með
liðinu.
Skallagrímsmenn voru sáttir við
sína menn frá 1989 til 1996 en þessi
fimm tímabil komu aðeins tveir er-
lendir leikmenn við sögu, Maxim
Krupachev og Alexander Ermol-
inskíj. Síðan þá hefur félagið fengið
til sín níu erlenda leikmenn. Sömu
sögu er að segja norðan frá Sauðár-
króki en frekar tíðindalítið var á
leikmannamarkaði liðsins allt til
keppnistímabilsins 1996/97 er fimm
leikmenn léku með liðinu.
■ Umhyggja... / C6
■ Óeðlilegt... / C6
■ Þjálfarar... / C5
SUND: ÖRN ARNARSON ÆTLAR AÐ SAUMA AÐ METUM í FLUGSUNDUM / C8