Morgunblaðið - 03.02.1999, Qupperneq 2
2 C MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Búist við jafnari
eftirspurn eftir
íslenskum þorski
Góður markaður
íslenskan fisk
LOGI Þormóðsson, fram-
kvæmdastjóri útflutningsfyrir-
tækisins Tross hf., sem selur
fyrir íslenskan físk ferskar fiskafurðir til Bandaríkj-
^ anna, segir að sú ákvörðun sjáv-
arútvegsyfirvalda á Nýja-Englandi í Bandaríkjunum að minnka þorskkvóta
dagróðrabáta um helming muni að öllum líkindum gera spurn eftir íslensk-
um físki stöðugi'i. Logi segir þó að þetta muni sennilega ekki hafa nein af-
gerandi áhrif þar sem innanfjarðarkvótinn, sem um ræðir, hafí verið lítill og
þorskveiðar verði enn stundaðar suðaustur af Þorskhöfða.
Góður markaður hefur verið fyrir
ferskan íslenskan fisk í Boston í
Massachusettsríki. Árið 1997 vora
flutt á Bandaríkjamarkað 2.150
tonn af ferskum ýsuflökum, 1.563
tonn af ferskum þorskflökum, 234
tonn af ferskum karfaflökum, um
270 tonn af ferskum flatfiskflökum
i •
og 18 tonn af ferskum laxa- og sil-
ungsflökum. Þá voru flutt út 588
tonn af heilum ferskum silungi, 185
tonn af heilum ferskum laxi og
nokkur hundruð kíló af öðrum heil-
um fiski. Útflutningsverðmæti
þessa sjávarafla nam yfir tveimur
milljörðum króna.
Mikið skorið niður
við Nýja-England
SJÓMENN í Nýja Englandi í Banda-
ríkjunum eiga ekki sjö dagana sæla
um þessar mundir. Vegna slæmrar
stöðu fiskstofnanna hefur verið
þrengt að þeim á ýmsan hátt á síðustu
árum og nú hefur fiskveiðiráðið í Nýja Englandi ákveðið að helminga dag-
legan þorskafla og loka stóra svæði á miðunum. Nær það frá Maine til
Þorskhöfðaflóa.
2.500 sjómenn
missa atvinnuna
Sjómenn eru mjög óhressir með
þessar nýju takmarkaðnir og
segja, að þær muni segja til sín í
allri greininni, allt frá veiðunum til
veitingahúsanna. Eru sumir þeirra
farnir að svipast um eftir annarri
atvinnu en fiskkaupmenn eru nú að
leita fyrir sér með þorsk í Kanada,
íslandi og við Kyrrahafið. Segja
þeir, að neytendur muni fljótlega
fá að finna fyrir þessu. I sjálfu sér
sé engin hætta á þorskskorti en
fiskurinn frá Kanada og Islandi sé
dýr.
Svæðinu, sem verður lokað, verð-
ur skipt upp í fjögur svæði og gildir
lokunin raunar aðeins á einu í senn í
maí, júní, október og nóvember. Þá
verður einnig bannað að nota botn-
veiðarfæri. Þessar reglur eiga þó
eftir að fá samþykki bandaríska við-
skiptaráðuneytisins.
Of mikil sókn
Á síðustu áram hefur verið gripið
til margs konar aðgerða til að
vernda þorskinn og aðra fiskstofna
úti fyrir Nýja Englandsríkjunum en
í desember sl. sögðu fiskifræðingar,
að staða þorskstofnsins í Maineflóa
hefði ekki verið verri í 30 ár. Þá var
ákveðið að draga úr veiðinni um
80%. Sögðu þeir, að sóknin væri
einfaldlega allt of mikil en talið er,
að aðgerðirnar, sem nú hafa verið
ákveðnar, muni leiða til þess, að 700
bátum verði lagt og 2.500 sjómenn
missi atvinnuna.
10 fyrirtæki sýna
á Boston Seafood
ALLS munu 10 íslensk fyrirtæki
taka þátt í alþjóðlegri sjávarátvegs-
sýningu sem haldin verður í Boston
dagana 16.-18. mars nk. Útflutn-
ingsráð íslands skipuleggur þátt-
töku íslensku fyrirtækjanna.
Boston Seafood Show er alþjóðleg
sjávarátvegssýning, ein hin stærsta
sinnar tegundar í heiminum. Uppi-
staðan í sýningunni era sjávarafurð-
ir en auk þess era sýndar vélar, tæki
og ýmis búnaður íyrir sjávarútveg.
Alls taka um 750 fyrirtæki þátt í
sýningunni og hana sækja um 22
þúsund gestir.
íslensku íyrirtækin sem taka þátt
í sýningunni eru, auk Útflutnings-
ráðs: Eimskip, Marel, TM Software,
Umbúðamiðstöðin, Flugleiðir, 3X-
Stál, Landssmiðjan, Formax, Nor-
fisk og Genis.
Mikilvæg sýning
Útflutningsráð íslands skipulegg-
ur sýningarsvæði íslensku fyrir-
tækjanna og segir Katrín Björns-
dóttir hjá Útflutningsráði að þau
verði með sama sýningarsvæði og
undanfarin ár. Hún segir að þó
áherslan sé einkum lögð á sjávaraf-
urðir á sýningunni sé uppistaðan á
sýningarbás íslensku fyrirtækjanna
vélar og tæki. Engu að síður sé sýn-
ingin talin geysilega mikilvæg.
„Sýningin í Boston var stærsta sjáv-
arafurðasýning í heimi áður en sýn-
ingin í Brassel hófst. Hinsvegar má
segja að Boston-sýningin miðist
meii'a við Ameríkumarkað og hún er
því mikilvæg að því leytinu til,“ seg-
ir Katrín.
MOKFISKA Á LINUNA FYRIR VESTAN
• ÞEIR hafa verið að mok-
físka á línuna fyrir vestan eins
og annars staðar. Áhöfnin á
Fjólu BA frá Patreksfírði er
ein þeirra sem hefur verið að
gera það gott. Þeir lönduðu
fyrir skömmu 12 tonnum eftir
30 bala lögn eða um 400 kíló á
bala. Aflinn hefur farið í enn
meira á bala, að minnsta kosti
Morgunblaðið/Birgir Þórbjarnarson
500 kíló. Þeir eru því kampa-
kátir félagarair Óskar Jóns-
son, skipstjóri, Grímur Grét-
arsson og Guðmundur Birgis-
son.
T ogkraftur mikilvæg’ur
við veiðar á kolmunna
FÆREYSKA fjölveiði-
skipið Christian í Grót-
inum náði mjög góðum
árangri á síðasta ári.
Það var gert út í um 9
mánuði og fiskaði fyrir
rúmlega 640 milljónir
króna á þeim tíma. Alls varð aflinn 60.000 tonn, þar af 45.000 tonn af
kolmunna. Útgerðarmaður skipsins, Kristian M. Rassmusen, segist ekki
eiga von á svo gjöfulu ári í ár. Hann segir verð á hinum svokallaða uppsjáv-
arfiski fara lækkandi.
„Samvinna við veiðarnar
nauðsyn fyrir íslendinga
og Færeyinga“
„Við fengum skipið nýtt frá Chile
í marz í fyrra. Það fór beint á veiðar
og stundaði þær allt fram til jóla án
þess að dagur dytti úr vegna byrj-
unarörðugleika. Þetta skip hefur
reynzt frábærlega vel og er greini-
legt að skipasmiðir í Chile kunna
vel til verka,“ segir Rassmusen í
samtali við Verið.
Ævintýri líkast
„Þetta var ævintýri líkast í fyrra.
Veiðarnar gengu eins og í sögu og
verð á öllum tegundum, kolmunna,
maki-fl, loðnu og sfld var í hámarki.
Við hefðum ekki getað byrjað betur,
en þetta verður ekki sama gósenár-
ið í ár. Verðið er farið að lækka á
þessum tegundum og þá gildir að ná
sem mestum afla. Við geram okkar
bezta í því. Þetta er öflugt skip og
það er togkrafturinn sem gildir,
þegar veiðar á kolmunna eru stund-
aðar. Það er meira en 7.000 hestafla
vél í skipinu og togkrafturinn yfrið
nægur. Það hefur gert gæfumuninn
hjá okkur,“ segir Kristian M.
Rassmusen.
Auk 45.000 tonna af kolmunna
veiddi Christian í Grótinum, sem er
gerður út frá Klakksvík, 5.000 tonn
af loðnu og 10.000 tonn af síld og
markrfl. Skipið er nú á kolmunna-
veiðum, en þær stundar það fram á
vorið er síldin, makríllinn og síðan
loðnan taka við. Kolmunnaveiðin
hefst svo á ný að áliðnu sumri.
Rassmusen segir að kolmunninn
haldi sig innan lögsögu Islands,
Færeyja og í Síldarsmugunni
megnið af árinu, en á útmánuðum
gangi hann inn fyrir lögsögu Evr-
ópusambandsins og hrygni út af ír-
landi og víðar. Þá þétti hann sig og
veiðin verði þá mest. Það sé hins
vegar aðeins stuttur tími, megnið af
árinu sé hann aðgengilegur fyi-ir ís-
lendinga og Færeyinga.
íslenzku skipin eiga góða
möguleika
„Ég tel að íslenzku skipin eigi
góða möguleika á kolmunnaveiðun-
um. Sum þeirra, eins og Beitir NK
og Þorstein EA, hafa þegar sannað
getu sína og nú er verið að setja
stærri vélar í nokkur önnur og ný
að koma inn. Það er hins vegar mik-
ilvægt að Færeyingar og íslending-
ar eigi með sér góða samvinnu við
þessar veiðar og heimili hvorir öðr-
um frjálsar kolmunnaveiðar innan
lögsögu sinnar, því kolmunninn get-
ur breytt göngum sínum og ekki er
alltaf á vísan að róa. íslendingar
hafa ekki möguleika á að elta
kolmunnann inn í lögsögu Evrópu-
sambandsins og verða því að nýta
möguleikana vel áður en hann geng-
ur of langt suður eftir,“ segir
Rassmusen.
Christian í Grótinum ber um
2.000 tonn í kælitönkum og landaði
hann tvívegis á Eskifirði í fyrra.
Rassmusen segir vel koma til
greina að landa á Islandi eins og í
Færeyjum og Noregi, það ráðist af
aðstæðum hverju sinni.
Norðmenn að kaupa sig inn
í færeysku bátaútgerðina
Norskur „tannfískbátur“
með veiðileyfi við Island
NORÐMENN eru
nú byrjaðir að kaupa
sig inn í færeyskan
sjávarútveg, en það
mætir mikilli and-
stöðu í Færeyjum. Tvö norsk fyrirtæki hafa, samkvæmt fréttum í norska
blaðinu Fiskaren, selt tvo gamla báta til Færeyja. Þeir eiga þriðjung hluta-
fjár í útgerðunum, sem keyptu bátana, sem er innan leyfilegra marka, þrátt
fyrir að þeir eigi í raun meirihluta fjár í útgerðinni. Bátarnir fá svo úthlutað
ákveðnum fjölda veiðidaga innan færeysku lögsögunnar eins og aðrir fær-
eyskir bátar.
Fiskaren segir að um sé að ræða
tvo báta, Fröyanes og Vendla. Síðan
segir blaðið svo: Á pappíranum er
það færeysk útgerð, sem á meiri-
hlutann í bátunum, en fjármagnið
er allt norskt. Hvað varðar Fröya-
nes hefur verið stofnað hlutafélag
með um 90.000 króna færeyskt
hlutafé og 30.000 króna norskt (eða
um 1,2 milljónir íslenzkar krónur)
til kaupa á bátnum til Færeyja.
Þannig halda menn sig innan
ramma færeysku laganna um eign-
araðild og fjárfestingu útlendinga í
sjávarútvegi. Sé hins vegar litið á
raunveralega fjárfestingu er hlutur
Norðmanna í bátnum 8 milljónir
norskar (72 milljónir íslenzkar) og
hlutur Færeyinga 4 milljónir (36
milljónir íslenzkar).
Vilja að leyfið
verði afturkallað
Ervik Havfiske gekk nýlega frá
samningi við færeyska útgerð um
kaup á bátnum Fröyanesi.
Færeyska útgerðin hefur leyfi til
línuveiða við Færeyjar og ísland.
Þau tíðindi að þessi tíu ára norski
línubátur sé nú orðinn færeyskur
hefur vakið harkaleg viðbrögð í
Færeyjum. Meðal annars hafa farið
fram umræður í Lögþinginu, en þar
hefur þess verið krafizt að veiðileyfi
bátsins verði afturkallað.
Þrjár ástæður liggja að baki kröf-
unni um afturköllun leyfisins; Af-
kastageta hans er mun meiri en
þeirra þriggja, sem hverfa úr rekstri
vegna hans; Hinn raunveralegi eig-
andi er ekki Færeyingur, heldur Er-
vik Havfiske (norsk útgerð) og að
báturinn er á skrá yfir þau skip, sem
hafa stundað ólöglegar tannfiskveið-
ar í Suðurskautshafinu.
Fyrrverandi hvalbátur
Hinn báturinn, Vendla, er fyrr-
verandi hvalbátur, smíðaður árið
1948 en hefur verið breytt til veiða í
nót og með flottroll. Það er félag í
eigu Svend Aage Ellefsen, athafna-
manns í Færeyjum, sem hefur
keypt bátinn frá Áustevoll í Noregi.
Félagið hefur neitað að gefa upplýs-
ingar um hvernig samningurinn er
og hverjir eigi hin 33%, sem eru í
eigu Norðmanna, en 66% hlutafjár
eru í eigu Færeyinga. Vendla verð-
ur gerður út á kolmunnaveiðar til
manneldis innan lögsagna Færeyja,
Noregs og Evrópusambandsins og
verður einnig beitt til veiða á al-
þjóðlegu hafsvæði eins og Sfld-
arsmugunni.