Morgunblaðið - 03.02.1999, Síða 7

Morgunblaðið - 03.02.1999, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1999 C 7 UMRÆÐAN NÚ GET ég ekki leng- ur setið á mér og verð að skrifa nokkrar línur um þau vinnubrögð sem Hafrannsóknunastofn- un viðhefur í sambandi við loðnumælingar. Pegar mælingarnar voru framkvæmdar í haust mældust einungis 400.000 tonn, en það er það magn sem skilið hefur verið eftir til hrygningar. Þegar skip- in voru í þeim leiðangri, var mjög lítil veiði og okkur sem vorum á sjó þessa daga fannst ekki mikið að sjá af loðnu, en gi-einilegt var að loðnan var mjög dreifð og sýndi sig á mjög afmörkuðu svæði. Allan tímann sem veiðarnai' voru stundaðar í haust og fram að jólafríi, vorum við að veiða á svipuðum slóðum, í kantinum norð- austur úr Langanesi á milli 13. og 15. gráðu, og var greinilegt að þar voru einhver þau skilyrði fyrh- loðnuna til að sýna sig, en þegar hún gekk suð- austur fyi-ir 13. gráðuna hvarf hún. Ekkert skip frá Hafró á svæðinu En síðustu dagana fyrir jólafrí fannst mönnum allt í einu mjög mikil breyting eiga sér stað, þá allt í einu sást mjög mikið mapi af loðnu, og menn voru bjartsýnir á mjög góða vertíð, en viti menn, auðvitað var ekkert skip frá Hafró á svæðinu. Eftir jólafrí fóru nokkur skip til loðnuleitar, og var mitt skip eitt af þeim. Leituðum við norður fyrir Iand utan við landgrunnskantinn mjög skipulega en fundum Iítið, en þegar við komum til baka á hefðbundið svæði loðnunnar á þessum árstíma fannst strax mjög mikið magn af loðnu sem vai’ dreifð. Fóru skipin nú að leita á stærra svæði en menn voru vanir að stunda veiðar á, og þá gerist það að það fmnst loðna frá land- grunnskantinum og alveg austur á 9. gráðu, og á milli 9. og 10. gráðu var mjög góð veiði um tíma í mjög góðu veðri. En hvar voru skipin frá Ha- fró? Jú, þau voru rígbundin við bryggju í Reykjavíkurhöfn. En nú vill svo vel til að Hjálmar Vilhjálmsson fær sér far með Víkingi AK á miðin og verður vitni að því sama og við, hann sér loðnu á svæði sem hann hafði ekki átt von á að sjá þann flökkufísk, og meira að segja loðnu sem hann hafði ekki fundið í haustmæling- unum. Hvar var hún þá? Var þarna á ferðinni loðna sem var mjög stór og heyrði ég, ásamt mörgum öðrum, Hjálmar segja að þarna væri á ferðinni loðnan sem við áttum að veiða á síðasta sumri, en veiddist aldrei vegna þess að hún fannst ekki. Okkur, sem vornm á sjó þessa fyrstu daga ársins við loðnuveiðar, fannst þarna mjög mik- ið magn á ferðinni og töldum okkur Rannsóknir Þá á að leggja Haf- rannsóknastofnun nið- ur, skrifar Grétar Rögnvarsson, og hætta við smíði á nýju skipi, sem verður bundið við bryggju í Reykjavíkur- höfn á þeim tímum sem nauðsynlegt væri að hafa það á sjó. ekki í annan tíma hafa séð jafnmikið af loðnu og vil ég taka það fram að meðal okkar, sem þarna vorum, voru skipstjórar sem stundað hafa loðnu- veiðar frá því þær veiðar hófust og þeir voru á sama máli. Hvað gerist nú? Jú, ákveðið er að fá hafrannsóknaskipin austur til að mæla þetta mikla magn, en ekki fyrr en 10.—11. janúar og hvernig er ástandið þá á miðunum? Það er þannig að það er vitlaust veður og ekkert skip á sjó. Ekki tókst að mæla nema dag og dag þeg- ar veður var gott, en þessa daga um miðjan janúar var rysjótt tíð. Auðvit- að fannst ekki loðnan á milli 9.-10. gráðu því hún var gengin upp á land- grunnið, ásamt allri þeirri loðnu sem við sáum strax eftir áramótin, og horfín suður í heita sjóinn eins og hún gerir alltaf, þegar hún gengur upp á landgrunnið. Hefði nú ekki verið gott að hafa hafrannsóknaskipin á svæðinu strax eftir áramót? Þá var blíðuveður og öll skilyrði góð til mælinga og til að reyna að finna þau 1.000.000. tonn sem eru týnd, og ekki hefði skemmt fyrir ef þau hefðu verið á svæðinu síðustu dagana fyrir jól, þegar mikið magn sást. Jú, það var áætlað að við mættum veiða um 1,2 milljónir tonna og meira að segja vinir okkar Norðmenn og Grænlendingar fá að veiða úr upp- haflega áætlaða magninu, 1.420 þús- und tonnum, á meðan flest íslensku skipin eru langt komin með sína kvóta, vegna þess að þau fengu út- hlutað úr einungis 675.000 tonnum. Nú standa menn jafnvel frammi fyrir því að fá ekki að veiða meira vegna þess að mælingar hafrannsóknaskip- anna hafa algjörlega mistekist. Nú er spurt, hvað varð um loðnuna sem upphaflega mátti veiða? Og eru menn ekki tilbúnir að viðurkenna að mæl- ingar hafi mistekist, ef ekki, þá á að leggja Hafrannsóknastofnun niður og hætta við smíði á nýju skipi, sem verður bundið við bryggju í Reykja- víkurhöfn á þeim tímum sem nauð- synlegt er að hafa það á sjó. Hver stjórnar því hvenær þessi skip eru á sjó? Hefði ekki sá hinn sami átt að sjá áð nauðsyn þess að fínna þá loðnu sem vantar í veiðistofninn? Ekki stundargræðgi Hér er ekki um stundargræðgi að ræða. Enginn vill útrýma loðnu- stofninum, hvorki ég né aðrir. Menn verða bara að vera raunsæir og horfa á þetta í heild sinni. Bæði ég og margir aðrh- skipstjórar hafa ekki séð annað eins magn af loðnu í annan tíma og mælingar hafa algjörlega mistekist. Það er mín skoðun og margra ann- arra að veiða eigi upphaflega áætl- aða magnið, án nokkurs ótta. Að lokum. Þið hjá Hafrannsóknastofnun verðið að viðhafa vandaðri vinnu- brögð, ef ekki, þá missa allir trú á ykkur, og það held ég að sé ekki gott upp á framtíðina. Höfundur er skipstjóri á Jóni Kjnrt- anssyni SU-111. Lo ðnumælingar Grétar Rögnvarsson Morgunblaðið/Finnur EIGENDURNIR fyrir framan bátinn: Guðlaugur Jónsson, Björgvin Björgvinsson, Gunnar Egilsson og Aðalsteinn Magnússon, en hann er jafnframt framkvæmdastjóri. Bjóða viðgerðir á plastbátunum NYTT húsnæði á Tálknafirði, sem XTxrff vavketairíichiíc hýsil' viðgerðarverkstæði fyrir iNyLL Vcl rköLctíUlnílLlb plastbáta, hefur nú verið tekið í notkun. Það er fyrirtækið Allt í jámum ehf. sem stendur að verk- stæðinu og hyggjast eigendur þess bjóða þar upp á alla almenna viðgerðai'- og viðhaldsþjónustu íýrir smærri plastbáta. Húsið er 170 fermetrar að grunnfleti og gerir mögulegt að taka inn 2 handfærabáta af hefðbundinni stærð. verkstæðishús reist á Tálknafírði Allt í járnum ehf. er fyrirtæki sem fjórir ungir menn stofnuðu, ásamt fimm fyrirtækjum á Tálknafirði, í haust. Fyrirtækið tekur að sér alla almenna viðgerðar- og viðhaldsvinnu fyrir báta, bíla og vélar ásamt ný- smíði. Þá tekur fyrirtækið að sér breytingar og viðhald á plastbátum eins og áður sagði. Einnig starfai’ með fyrirtækinu rafVirkjameistari, sem sinnir viðgerðum og nýlögnum í smábátum. Þar sem plastbátum hefur fjölgað verulega á Tálknafirði og víðar á undanförnum árum, hefm- það kallað á aukna þjónustu við þá og er þessi uppbygging viðhalds- og viðgerðar- þjónustu hugsuð til þess að mæta þörfum mai-kaðarins. Áformað er að veita plastbátaeigendum alla al- menna viðgerðar- og viðhaldsþjón- ustu á sama stað. Fyrsti báturinn inn á hið nýja verkstæði var Skarpur BA, sem er planandi plastbátur af Sóma 800- gerð í eigu Magnúsar Kr. Guðmunds- sonar. Bátinn á að lengja og dekka. Einnig hefur Þórhalla BA 144 verið tekin inn og á að slá út síðum, þ.e. að taka út lunningar til þess að auka vinnupláss um borð. Aður en hið nýja húsnæði var tekið í notkun, hafði fyrirtækið tekið að sér viðgerðir og breytingar á bátum, og notaðist þá við húsnæði, sem var þröngt og óhentugt að mörgu leyti. Smíði á skutgeymum og síðustokkum er dæmi um það sem unnið hefiir ver- ið af fyrirtækinu. Nú hafa þrír starfs- menn starfsleyfi til plastbátasmíði. Aðkomubátar eiga að geta fengið alla þjónustu sem þeir þurfa. Vagnai- til þess að taka upp báta eru til taks og þá er í boði hagstæð gisting, þannig að eigendurnir geta dvalið á staðnum og fylgst með og jafnvel að- stoðað við viðhald og breytingar á bátum sínum. Framkvæmdastjóri hins nýja fyiii'tækis er Aðalsteinn Magnússon. ATVIISIIM A Ráðningarþjónusta sjávarútvegsins Menn strax! Sérhæfð ráðningarþjónusta fyrir sjávarútveginn. Útvegum gott starfsfólk til sjós og lands. Símar 562 3518 og 898 3518 (Friðjón). BÁTAR/SKIP Til sölu er Súgfirðingur ÍS-16 sem er 21,8 m stálbátur, smíðaður í Hafnarfirði 1973 með 408 hestafla Caterpillar-aðalvél frá 1988. Báturinn er útbúinn til línu- og snurvoðarveiða, með Óseyjarspilum frá 1995, og selst með eða án aflahlutdeildar. LM skipamiðlun /Jjf Friðrik J. Arngrímsson hdl., ÍQ/ löggiltur skipasali, /Jf sími 562 1018 - fax 562 9666. Nýsmíði fiskiskipa í Kína lceMac ehf. er einkaumboðsaðili á íslandi fyrir kínversku skipasmíðastöðina Guang Huangpu Shipyard sem er ein fullkomnasta og tækni- væddasta skipasmíðastöð í Kína. Stenst ýtrustu gæði miðað við vestrænar kröf- ur. Vottuð ISO 9002-gæðastaðli. Bjóðum fullkomin fiskiskip af öllum gerðum og stærðum að ýtrustu óskum hvers kaupanda. Áætluð er kynnisferð í stöðina ásamt skipa- verkfræðingum frá Ráðgarði, skiparáðgjöf, í febrúar. Vinsamlegast leitið nánari upplýsinga og/eða tilboða. lceMac ehf., Faxaskála 2, sími 562 3518, fax 552 7218. IMetfang: icemac@islandia.is Kvóti Vantar 4—500 tonn af rækju, möguleg skipti á þorski. Höfum kaupendur að þorski, ýsu og rækju, einnig kaupendur og leigjendur að þorskaflahámarki. Aðstoðum menn á kvótaþingi. Skipasalan Bátar og búnaður, Barónsstíg 5, sími 562 2554, fax 552 6726, heimasíða: www.isholf.is/skip. TIL SÖLU Vegna vélaskipta Til sölu aðalvélar, rafalar og tilheyrandi búnað- ur úr ioðnuskipunum Hólmaborg og Jóni Kjart- anssyni. 2 stk. Nohab 1600 hö vélar. 1 stk. Alfa 3000 hö vél. 3 stk. rafalar, 1,2 MV hver. Hraðfrystihús Eskifjarðar. Upplýsingar í síma 476 1126. KVáTI KViilTABANKINN Kvótabankinn vinnur á kvótaþingi fyrir þig. Sími 565 6412, fax 565 6372, Jón Karlsson. Tékkvog til sölu Tékkvog, teg. LOCK-CE-310. Vogin er með frá- kasti á „undir og yfir mörkum". Vigtarsvið 0 — 2500 gr. IP 65 ryðfrítt stál. Með voginni fylg- ir innbyggður prentari, aðvörunarkerfi V/E regl- ur. Vogin er 1 árs og mjög lítið notuð. Tilboð óskast. Nánari upplýsingar veitir Jón Helgi Björnsson hjá KP, Húsavík í síma 464 0480.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.