Morgunblaðið - 05.02.1999, Blaðsíða 8
8 B FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1999
DAGLEGT LIF
MORGUNB L AÐIÐ
Virðing fyrir sjúklingum og aðstandendum
þeirra var leiðarljós Guðbjargar Þorvarð-
ardóttur dýralæknis þegar hún réðst í
að byggja hús til að hýsa nýja dýralækna-
stofu í hjarta borgarinnar. Valgerður
Þ. Jónsdóttir átti leið um Skólavörðu-
stíginn og gekk í bæinn.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
BÁRUJÁRN og rekaviður af Langanesi klæða Dýraiæknastofu Dagfínns. Hægra megin er húsið sem Guð-
björg keypti í félagi við bróður sinn og vinkonu árið 1991.
SJÚKUM og hrjáðum hundum,
köttum, kanínum, páfagauk-
um, hömstrum og hvers kyns
gæludýrum er ekki í kot vísað á
Dýralæknastofu Dagfinns, sem ný-
verið tók til starfa á Skólavörðu-
stígnum. Þar sem áður var óhrjá-
legur bflskúr hefur Guðbjörg Þor-
varðardóttir dýralæknir látið reisa
60 fm hús, sem fellur vel að um-
hverfinu, og er, ytra sem innra,
hannað með þarfir gæludýra og eig-
enda þeirra í huga. „Sjúklingarnir
koma aldrei einsamlir og því er líka
mikilvægt að bjóða aðstandendum
þeirra upp á vistlega aðstöðu,“ segir
Guðbjörg.
Drauminn um að eignast dýra-
læknastofu með fullkomnum tækja-
búnaði segir Guðbjörg hafa blundað
í sér um alllangt skeið. Ekki sá hún
þó hylla undir að hann rættist fyrr
en 1991 þegar hún, ásamt bróður
sínum og vinkonu, keypti hús Guð-
jóns heitins Samúelssonar arkitekts
á horni Skólavörðustígs og Kára-
stígs. „Bflskúrshræið sem var á lóð-
inni beið þess eins að verða jafnað
við jörðu og því eygði ég möguleika
á að byggja hús fyrir dýralækna-
stofu í hans stað, enda einkar þægi-
legt að hafa vinnu-
aðstöðu við hliðina á
heimili mínu. Með
byggingarleyfi, at-
vinnurekstrarleyfi og
önnur tilskilin gögn
upp á vasann var mér
síðan ekkert að van-
búnaði að hefjast
handa í fyrrahaust.“
Steindir gluggar
og rekaviður
frá Langanesi
Dýralæknastofa
Dagfinns var formlega
opnuð í byrjun janúar.
Þar starfa, auk Guð-
bjargar, dýralæknarnir
Sigríður Inga Sigurjóns-
dóttir og Hörður Sig-
urðsson. Guðbjörg segir
að nóg sé að gera, enda
fjölgi gæludýrum borgar-
búa jafnt og þétt og ýmsir
kvillar hrjái þau rétt eins
og mannfólkið. Þótt fátt
eitt létti þeim og áhyggju-
fullum eigendum þeirra
lund á slíkum stundum tel-
ur Guðbjörg að vistleg
Eggs
—
MOTTAKAN og biðstofan.
sinm
Kompass
m. reimum
Cacao
m. reimum
Kowa
m. frönskum
St. 36-41
Litur: Grár
Áferð: Glans
Verð kr. 4.800
Sími 553 2888
húsakynni séu mjög til bóta auk
þess sem fagrar byggingar séu vita-
skuld ávallt til prýði.
„Upphaflega vildi ég hafa húsið
bárujárnsklætt með bröttu þaki og
kvistum. Arkitektinn, Gunnlaugur
Björn Jónsson, taldi mig snarlega of-
an af því og benti mér á ýmsa ókosti.
Rökin á móti voru einkum þau að
slíkt þak byi’gði útsýnið úr húsinu
minu hérna við hliðina og því gat ég
vel fallist á flatt þak með torfþaki
upp á gamla móðinn. Einnig tillögu
hans um að klæða húsið með viðar-
klæðningu í bland við bárujárn.
Rekaviður frá Langanesi varð fyrir
valinu og síðar er ætlunin að hlaða
grágrýti á húsið neðanvert. Eg er
mjög ánægð með hvernig tfl hefur
tekist og t.d. finnst mér rúðurnar í
gluggunum, sem eru eftir vinkonu
mína, Píu Rakel, glerlistakonu í
Kaupmannahöfn, falla einkai- vel að
stíl hússins og gefa því svolítið list-
rænt yfirbragð. Ekki er allt búið
ennþá því núna er verið að hlaða óð-
algrýti á lóðina fyrir fi-aman húsið,
Skólavörðustígsmegin, og í framtíð-
inni ætla ég að nota afrennslisvatnið
í litla tjörn fyrir skrautfiska í bak-
garðinum," segir Guðbjörg, bjartsýn
á að nágrannabörnin séu prúð og vel
upp alin.
ínnandyra blasir íyrst við af-
greiðsluborð og tölvur sem geyma
upplýsingar um sjúklingana. Verði
bið á að þeir komist undir læknis-
hendur er þeim og aðstandendum
þeirra vísað í heimilislega biðstofu
með myndum á veggjum, þægilegum
stólum, blómum, sjónvarpi og kaffí-
vél. Inn af móttökunni er aðgerðar-
stofa með röntgentækjum og ýmsum
læknisáhöldum, framköllunarher-
bergi og aðstöðu fyrir sjúklinga, sem
Morgunblaðið/Þorkell
DÝRALÆKNARNIR Hörður Sigurðsson
og Sigríður Inga Sigurjónsdóttir gera
að sárum kisu.
björg starfi héraðsdýra-
læknis á Hvolsvelli til
áramóta. Hún hyggst þó
ekki segja alveg skilið
við stóru ferfætlingana
og áformar að koma sér
upp aðstöðu á æskuslóð-
um sínum að KiðafeOi í
Kjós, á búi bróður síns
og stjúpa, og vitja bú-
penings bændanna í
kring ákveðna daga vik-
unnar.
Röntgen og
tannlækningar
óráðlegt er að senda heim að aðgerð
lokinni.
Sálfræðiaðstoð
Guðbjörg viðurkennir að vinnuað-
staðan á Dýralæknastofu Dagfinns
sé allsendis ólík því sem hún hefur
átt að venjast í tæpa tvo áratugi.
Sem héraðsdýralæknir, fyrst á
Hólmavík, síðar á Húsavík og núna
á Hvolsvelli, segist hún vön því að
vaða flórinn upp að hnjám og stund-
um hafi hún þurft að sinna starfi
sínu við ærið ófullkomnar aðstæður.
„Gæludýralækningar á stofu eru
allt annars eðlis. Mesti munurinn er
fólginn í að vinnan er fínlegi’i og
snyrtilegri og hér hef ég fullkomin
tæki við hendina. Aðhlynning gælu-
dýra krefst þess einnig að dýra-
læknirinn sé fær um að veita að-
standendum þeirra sálfræðiaðstoð,
hugga þá og hughreysta. Öðru máli
gegnir um búfénað, því þótt hann sé
bændunum mikils virði hefur hann
ekki jafn mikið tilfínningalegt gildi
fyrir þá og gæludýrin hafa fyrir eig-
endur sína. Hagkvæmnisjónarmið
ráða fremur ferðinni og skepnurnar
eru einfaldlega aflífaðar ef ljóst er
að þær eru með alvarlegan sjúk-
dóm.
Samkvæmt nýjum lögum verða
embætti héraðsdýralækna senn lögð
niður og eftirlit og meðferð í hönd-
um aðskildra aðila. Samhliða rekstri
dýi’alæknastofunnar gegnir Guð-
Guðbjörg útskrifaðist
sem dýralæknir frá land-
búnaðarháskólanum í Kaupmanna-
höfn árið 1981, en nam síðar og lauk
prófi í röntgenlækningum frá há-
skóla í Sydney í Ástralíu. Hún er
ánægð að geta nú loks nýtt sér til
fullnustu sérþekkingu sína í fræðun-
um og boðið sjúklingum upp á ör-
ugga sjúkdómsgreiningu í fullkomn-
um röntgentækjum. Varðandi annan
tækjakost hyggst hún síðar fjárfesta
í tannlækningatækjum því stundum
þurfi líka að bora og fylla í tennur
gæludýranna, einkum hundanna.
„Hundarnir hættu að nokkru leyti að
naga bein þegar þurrfóður varð aðal-
uppistaða fæðunnar og þá fór að
bera á auknum tannskemmdum og
tannrótarbólgu," upplýsir Guðbjörg
og bætir við að sjúkdómar manna og
dýra séu oft áþekkir og lyfjagjöfin
sömuleiðis svipuð þótt lyfin heiti
ekki sömu nöfnum.
„Gæludýr fá flestar gerðir krabba-
meina, t.d. er júgurkrabbamein al-
gengt hjá tíkum, sem ekki hafa verið
teknar úr sambandi, þau fá háls-
bólgu, jafnvel kvef og einnig verða
þau ekki síður fyrir slysum en menn-
irnir. Auk meðferða við sjúkdómum
og kvillum felst starfið á stofunni að
stórum hluta í bólusetningum, orma-
hreinsunum, ófrjósemisaðgerðum og
margs konar forvörnum," segir Guð-
björg, sem hafði virðingu fyrh’ sjúk-
lingum sem og eigendum þeirra að
leiðarljósi við byggingu Dýralækna-
stofu Dagfinns.