Morgunblaðið - 06.02.1999, Síða 1

Morgunblaðið - 06.02.1999, Síða 1
B L A Ð A L L R A LANDSMANNA Tólf mánaða 1999 ISI / LYFJAMAL Páll Axel hreinsað- ur af gmn PÁLL Axel Vilbergsson, leikmaður körfuknattleiksliðs Grindavíkur, var í gær hreinsaður af gran um að hafa gerst sekur um misnotkun karla- hormónsins testosterones, og ann- arra lyfja sem bannað er að neyta í tengslum við æfingar eða keppni í íþróttum, en um málið hefur verið nokkuð fjallað í fjölmiðlum síðastalið- inn mánuð. „Þann 12. nóvember sl. var Páll Ax- el Vilbergsson, leikmaður með úrvals- deildarliði UMFG í köifuknattleik, boðaðm- í lyfjaeftirlit,“ segir í fretta- tilkynningu frá Heilbrigðisráði ÍSÍ í gær. „Greining á sýni hans sýndi að hlutfallið milli kai-lhormónsins testosterones og óvirka efnisins epitestosterons (T/E-hlutfall) var 6.9, en svo hátt hlutfall gat bent til þess að Páll hefði gerst sekur um misnotk- un testosterons. Það gat þó einnig átt sér eðlilegar skýringar og samkvæmt heilbrigðisreglum Aiþjóða Olympíu- nefndarinnar bar heilbrigðisráði ISI skylda til að rannsaka málið ífekar." Síðai'_ í fréttatilkynningu Heilbrigðis- ráðs ISI segh-: „Með greiningu á fleiri sýnum sem tekin hafa verið af Páli síðustu vikur hefur verið sýnt fram á að honum er eðlilegt að hafa hátt T/E-hlutfall í lík- ama sínum. Auk þess hefur gi'eining á ísótópasamsetningu testosterons og skyldra efna í sýnum leitt í ljós með óyggjandi hætti að í þeim er ekkert utanaðkomandi testosteron að finna.“ I samtali við Morgunblaðið í gær sagðist Sigurður Magnússon, starfs- maður ISI, ekki telja að sú umfjöllun sem þetta mál hefði fengið á meðan rannsókn stóð yfir kalla á breytt vinnubrögð af hálfu Heilbrigðisráðs ÍSÍ, en á meðan rannsókn stóð yfir var talvert fjallað um það í fjölmiðl- um. „Eg tel að Heilbrigðisráð ISI hafi staðið rétt að málum þegar fjölmiðlar hafa óskað eftfr upplýsingum um það og sagst hafa heimildir fyrir því. Við höfum aldrei gefið upp nafn íþrótta- mannsins fyrr en nú þegai' endanleg niðurstaða iiggur fyrir, enda annað gagnstætt þeim vinnui-eglum sem við höfum. Það eina sem við gerðum var að viðurkenna aðspurðir að rannsókn á einstöku máli væri í gangi eftir að það komst til fjölmiðla. Þangað barst það að sjálfsögðu ekki að okkar frum- kvæði. Við töldum hins vegar betra að staðfesta að rannsókn á máli væri í gangi þegar þetta kom upp í stað þess að þegja. Þannig vildum við koma í veg fyrir að villandi upplýsingar kæmu fram,“ sagði Sigurður. LAUGARDAGUR 6. FEBRUAR BLAÐ VIÐURKENNINGAR leikbann AGANEFND Knattspyrnusambands íslands ákvað á fundi sínum í gær að úrskurða leikmann í 2. fiokki karla hjá KA í tólf mánaða keppnis- bann. tírskurðurinn er felldur í kjölfar atviks í leik á Islandsmóti innanhúss sem fram fór á Akureyri 29. janúar sl. Leikmaðurinn rotaði þá knattspyrnudómara eftir að hafa fengið að sjá rauða spjaldið fyrir að sparka í andstæðing. Bannið gildir í þeim aldursflokkum sem leik- maðurinn er hlutgengur til keppni í og byggist á ákvæðum í starfsreglum aganefndar KSI. Þær segja m.a. til um heimild til tímabundins keppn- isbanns í öllum aldursflokkum ef um alvarlegt eða ítrekað brot er að ræða. Stefán Gunnlaugsson, formaður knattspyrnu- deildar KA, sagði að KA-menn tækju dóminum af karlmennsku. „Auðvitað vonuðumst við eftir styttra banni, en við bjuggust allt eins við þessu. Aganefndin hefur lagt mjög mikla vinnu í þetta mál, m.a. aflað gagna frá útlöndum. Við hlítum að sjálfsögðu þessum dómi - hann er end- anlegur af okkar hálfu,“ sagði Stefán. Stefán bætti því við að hann væri sáttur við hversu skjótt aganefndin hefði brugðist við í þessu máli og væri það öðrum íþrótta- greinum til eftirbreytni. „Það er gott að þetta mál er afstaðið, þessi ungi og efni- legi leikmaður mun æfa vel með okkur næsta árið og mæta svo tvíefldur til leiks þegar banninu Iýkur.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Broddi íþróttamaður Reykjavíkur BRODDI Kristjánsson, badmintonmaður, var í gær útnefndur íþróttamaður Reykjavíkur og tók hann á móti viðurkenningu sinni úr hendi Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra Reykjavíkur. Broddi er 38 ára og hefur unnið 37 íslandsmeistaratitla í iþrótt sinni auk þess sem hann er lands- liðsþjálfari. Þetta er í annað sinn sem Broddi hlýtur þessa viðurkenningu. KNATTSPYRNA Jón Kr. til Fylkis JÓN Kr. Gíslason, landsliðs- þjálfari í körfuknattleik, hef- ur tímabundið tekið við þjálf- un meistaraflokks Fylkis þannig að liðið geti a.m.k. lok- ið keppni á íslandsmótinu, en til stóð að draga liðið út úr keppni í 1. deild karla. Ástæð- an var fjárhagsvandi og erfið- leikar við að fá fólk til starfa, en nægur áhugi var fyrir hendi hjá ungmeunum í Árbæ að stunda æfhigar í körfuknattleik. Körfuknatt- leikssamband íslands ákvað að hlaupa undir bagga með Fylkismönnum svo þeir gætu lokið keppni í 1. deild með því að lána þeim Jón Kr. landslið- þjálfara. Mun hann stýra Fylkismönnum íþeim leikjum sem eftir eru á íslandsmótinu jafnframt því sem hann þjálf- ar liðið þrisvar í viku. Fer Arnar beint í byvjunarliðið? ARNAR Gunnlaugsson, framherji íslenska landsliðsins í knatt- spyrnu, skrifaði í gær undir samning til þriggja og hálfs árs við enska úrvalsdeildarliðið Leicester City. Staðfest hefur verið að kaupverð hans nemi tveimur milljónum punda, eða um 230 millj- ónum króna. Jafnar það dýrustu kaup Leicester til þessa og gerir Arnar að dýrasta leikmanni íslenskrar knattspyrnu. Þetta er frábært tækifæri fyrir leikmanninn,“ sagði Martin O’Neill, knattspyrnustjóri Leicester, á blaðamannafundi í gærkvöldi. „Hann hefur hæfileikana til að leika í úrvalsdeildinni og nú er fyrir hann að sanna að hann hafi andlegan styrk til að standa sig þar,“ sagði O’Neill enn- fremrn-, en Árnar fékk aðeins tvö tækifæri í byrjunarliði Bolton í úr- valsdeildinni á síðustu leiktíð, en kom þeim mun oftar inn á sem varamaður. „Ég vil ekki leggja of mikið á hann í byrjun, hann er ekki lausnin á öllum vandamálum okkar, en Arnai' er metnaðarfullur og nú er í hans valdi að sýna hvað hann getur. Við væntum ekki kraftaverka, en hans framlag gæti reynst dýrmætt," sagði O’Neill, sem telur að með tiikomu Arnars muni samkeppni um stöður í liðinu aukast, þótt það verði varla fyrst í stað. O’Neill bætti því við að hann teldi Arnar koma til liðsins á hárréttum tíma. Liðið sé í undanúrslitum déild- arbikarsins og ætli sér sæti í Evrópu- keppni á næstu leiktíð. Hann viður- kenndi þó að helst af öllu hefði hann viljað kaupa John Hartson, framherj- ann sem Wimbledon keypti á dögun- um fyrir 7,5 milljónir punda frá West Ham, en því hafi Leicester hreinlega ekki haft efni á. „Ég er þó sannfærð- ur um að í Arnari höfum við gert mjög góð kaup, en 230 milljónir er ekki lítið fé fyrir leikmann sem ekki leikur í efstu deild.“ Arnar Gunnlaugsson sagði að draumar hans væru nú að rætast. „Ég vil leika í úrvalsdeildinni. Ég hef mikla trú á Leicester og þeim mark- miðum sem liðið hefur sett sér. Ég tel að leikstíll minn henti Leicester vel.“ Á fundinum kom fram að O’Neill hefði lengi fylgst með Arnari með það í huga að fá hann í framlínuna við hlið Emile Heskey og Tony Cottee. Amar fékk skyrtu nr. 13 og hann er í leikmannahópi Leicester sem tekur á móti Sheffield Wednesday í dag. O’Neill vildi ekki staðfesta hvort íslenski framherjinn færi beint í byrjunarliðið. Arnar sagðist þó yfir sig spenntur. „Ég veit að ég er í hópnum og vonandi fæ ég að taka þátt. Það væri frábært að byrja fyrir framan aðdáendur liðsins á heima- velli." Hann bað sjálfur um treyju- númerið, þar sem 13 er happatala fóður hans. „Vonandi verður hún happatalan mín líka,“ sagði hann. 50. MEISTARAMÓT ÍSLANDS í BADMINTON / B3

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.