Morgunblaðið - 06.02.1999, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 06.02.1999, Blaðsíða 3
2 B LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ + MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 1999 B 3 ÚRSLIT ÍÞRÓTTIR BADMINTON Körfuknattleikur Úrvalsdeildin í körfuknattleik karla íþróttahúsið Torfunesi, ísafirði: Gangur leiksins: 4:0, 12:2, 18:8, 20:18, 30:19, 39:28,52:30, 60:35, 62:47,70:54,82:61, 86:71. Stig KFÍ: James Cason 32, Ólafur Ormsson 17, Hrafn Kristjánsson 12, Mark Quasie 9, Baldur Jónasson 6, Reynir Þrastarson 4, Pétur Sigurðsson 4, Tómas Hermannsson 2. Fráköst: 31 í vörn -13 í sókn. Stig Þórs: Brian Reese 25, Sigurður Sigurðsson 8, Einar Aðalsteinsson 7, Óðinn Asgeirsson 7, Davíð Guðlaugsson 5, John Carglia 5, Magnús Helgason 5, Konráð Óskarsson 4, Hafsteinn Lúðvíksson 4, Hermann Hermannsson 1. Fráköst: 25 í vörn -12 í sókn. Villur: KFÍ 22 - Þór 23. Dómarar: Einar Skarphéðinsson og Erlingur Erlingsson. Áhorfendur: Um 200. 1. deild karla Hamar - Stjarnan...............79:88 Þór Þ. - Breiðablik...........100:77 Handknattleikur 2. deild karla Þór A. - Fylkir................20:19 Þýskaland 1. deild Bad Scwartau - Gummersbach.....32:24 Blak 1. deild karla KA-ÍS............................1:3 Knattspyma England 1. deild Bristol City - Q.P.R.............0:0 2. deild Colchester - York................2:1 3. deild Swansea - Brighton...............2:2 Tennis Pan Pacific open í Tókýó Einliðaleikur kvenna, 8-manna úrslit: 3- Jana Novotna (Tékklandi) vann 8-Natasha Zvereva (Hvíta-Rússlandi) 7-6, keppni hætt. 4- Monica Seles (Bandar.) vann 6-Anna Ko- umikova (Rússlandi) 7-5 6-3 7-Amanda Coetzer (S-Afríku) vann 1- Lindsay Davenport (Bandarík.) 2-6 6-4 6-3 2-Martina Hingis (Sviss) vann 5-Steffi Graf (Þýskalandi) 3-6 6-2 6-4 SUND Thorpe hættir námi IAN Thorpe, heimsmeistari í 400 metra skriðsundi, hefur ákveðið að leggja skólagöngu á hilluna í bili og einbeita sér að undirbúningi fyrir Ólympíuleikana í Sydney. Thorpe er aðeins 16 ára. Hann vann gull í 400 m skriðsundi á HM fyrir ári, vann tvenn gullverðlaun á Samveld- isleikunum í haust og var í sveit Astralíu sem setti heimsmet í 4x200 metra skriðsundi. UM HELGINA Badminton 50. Meistaramút íslands_ verður haldið í TBR-húsinu um helgina. I dag hefst keppni kl. 10, þar sem leikið verður fram að úrslit- um í tvíliða- og tvenndarleik. Á morgun, sunnudag, hefjast undanúrslit í einliðaleik kl. 10. Úrslit hefjast kl. 14. Körfuknattleikur Laugardagur: Bikarúrslit í Laugardalshöll. KONUR KR - ÍS.............................15 KARLAR Keflavík - Njarðvík ................17 Sunnudagur: 1. deild karla: Egilsstaðir: Hötttur - Skafholtstungur .. .14 Pylkishús: Fylkir - ÍS .............14 Selfoss: Selfoss - ÍR...............14 Handknattleikur Laugardagur: 1. deild karla: Digranes: HK - UMFA...............16.15 Sunnudagur: Vestm.: IBV : Stjarnan ..............20 Austurherg: ÍR - FH..................20 KA-heimili: KA - Grótta/KR...........20 Selfoss: Selfoss - Valur ............20 Strandgata: Haukar - Fram.........20.30 1. deild kvenna: Laugardagur: Ásgarður: Stjaman - Grótta/KR ...16.30 Austurberg: ÍR - Haukar...........16.30 Valsheimili: Valur - Víkingur.....16.30 Vestm.: ÍBV - FH .................16.30 Blak Laugardagur: 1. deild karla: KA-heimili: KA - ÍS.................13 1. deild kvenna: KA-heimili: KA - ÍS..............14.30 íþróttir fatlaðra fslandsmeistaramót fatlaðra í fijálsíþróttum (í flokkum þroskaheftra og hreyflhamlaðra) fer fram í Baldurshaga og Laugardalshöll á morgun, sunnudag. Keppt verður í 60 m hlaupi og iangstökki með atrennu í Baidur- haga fyrir hádegi. Kl. 13.30 hefst keppni í Laugardalshöll og verður þá keppt í kúlu- varpi, hástökki og langstökki án atrennu. Áætlað er að mótið standi til kl. 16110. KÖRFUKNATTLEIKUR Guðmundur Bragason kominn í úrslitarimmu GUÐMUNDUR Bragason hefur leikið vel með liði sínu í norður- hluta 2. deildarinnar þýsku í körfuknattleik. Guðmundur gekk til liðs við Weissenfels um ára- mótin og hefur leikið fimm leiki með liðinu. „Ég er þokkalega ánægður með hvernig ég hef leikið. Þetta er stærri og jafnari hópur en hjá Hamborg í fyrra, níu leikmenn leika mjög jafnt. Ég hef leikið um tuttugu mínútur í hverjum leik og er ætlað að ein- beita mér að vörninni og taka fráköst. Ég hef gert í kringum tíu stig að meðaltali í leikjunum," sagði Guðmundur. Weissenfels er í efsta sæti deildarinnar ásamt BCJ Ham- borg, liðinu sem Guðmundur lék með í fyrra. Ein umferð er eftir af deildinni og sex efstu liðin í riðlinum komast áfram í úrslita- keppnina þar sem leikið er heima og að heiman. Þegar þeirri keppni er lokið fara tvö efstu lið- in áfram í keppnina um tvö laus sæti í fyrstu deild. Hún fer þannig fram að tvö neðstu liðin úr efstu deild og tvö efstu úr úr- slitakeppni hvors riðils 2. deildar leika í tveimur þriggja liða riðl- um og sigurvegari hvors riðils leikur í efstu deild að ári. Auðveldur sigur ísfirðinga Isfirðingar unnu býsna auðveldan sigur á norðanmönnum í Þór, Akureyri, er liðin mættust vestra í gærkvöldi. Lokatöl- Magnús ur leiksins urðu Gíslason 86:71 og þar með skrifar þafa ísfírðingar nú 20 stig eftir sextán leiki og eru í 5. sæti, en Þór er í næstneðsta sæti með 8 stig. Leikmenn KFÍ hófu leikinn í gærkvöldi af kappi, pressuðu stíft út um allan völl og gáfu Þórsurum lítinn tíma til að athafna sig. Fyrir vikið dró strax sundur með liðunum og í leikhléi var ellefu stiga munur. Hið sama var upp á teningnum í seinni hálfleik. ísfirðingar drógu nokkuð úr hraðanum og leyfðu yngri og efnilegri leikmönnum að spreyta sig og hið sama gerðu norð- anmenn síðustu tíu mínúturnar, þegar leikurinn var í reynd tapaður. Fyrir vikið náðu flestir leikmanna að komast á blað, t.d. allir í liði Þórs. Bestir í liði heimamanna voru þeir James Cason og leikstjórnand- inn Hrafn Kristjánsson átti einnig ágæta spretti. I liði Þórsara bar einna mest á nýja útlendingnum, Reeves. Sá er greinilega ekki í neinni leikæfingu, en gæti orðið sterkur í næstu leikjum. Gunnar marka- hæstur í Sviss GUNNAR Andrésson er markahæstur í úrslitakeppni átta efstu liða svissneska handknattleiksins þegar fjórar umferðir eru að baki. Gunnar hefur gert 27 mörk eins og hinn þekkti handknattieiksmaður Marc Baumgartner, þjálfari og leikmaður efsta liðsins, Pfadi Winterthur. Lið Gunnars, Amicitia Zúrich, hefur aðeins unnið einn leik af ljórum og er í sjöunda og næst neðsta sæti með 2 stig. Pfadi Winterthur er í efsta sæti með fullt hús að leikjunum fjórum loknum en tók með sér þrjú stig inn í úrslitakeppnina fyrir að vinna deildarkeppnina sem fram fór fyrir áramót. St. Otmar, lið Júlíusar Jónassonar, er í öðru sæti, hefur einnig unnið leikina fjóra það sem af er en St. Otmar fékk aðeins eitt stig með sér áfram í úrslitakeppnina þar sem liðið hafnaði í þriðja sæti deildarkeppninnar. Júlíus hefur leikið alla leiki liðsins, átt góðan leik í vörninni og verið sterkur í nýju hlutverki í sókninni, þ.e.a.s. á línunni. RALL / HEIMSMEISTARAKEPPNIN Bfll McRaes ólöglegur Alþjóðasamband akstursíþrótta- félaga, FIA, úrskurðaði í vik- unni að áfrýjun Ford-liðsins í heimsmeistarakeppninni í rallakstri gegn þeirri ákvörðun að nýi keppn- isbíllinn, Ford Focus Cosworth WRC, sem brezki ökuþórinn Coiin McRae ók í Monte Carlo-rallinu á dögunum, skyldi teljast ólöglegur þar sem vatnsdælan í bílnum var ekki í samræmi við reglur. McRae náði þriðja sætinu í Monte Carlo, sem var fyrsta umferð heimsmeistarakeppninnar í ár, en með fyrirvara um að áfrýjun Ford- liðsins yrði hafnað. í úrskurði FIA var þó viðurkennt, að það hafi ekki verið ásetningur Ford-liðsins að brjóta reglurnar. Martin Whittaker, liðsstjóri Ford-liðsins, sagðist vonsvikinn yf- ir niðurstöðunni en hann sætti sig við hana. Hét hann því að Ford- menn kæmu tvíefldir til leiks í næsta rall, sem hefst í Svíþjóð 12. febrúar. UPPHAFSÁRIN EINAR Jónsson, fyrsti íslandsmeistarinn « einliðaleik, sést hér í tví- liðaleik með Friðriki Sigurbjörnssyni, sem varð fyrsti meistarinn í tvfiiðaleik ásamt Quðjóni Einarssyni. kenndist af keppni milli UMF Snæ- fells og TBR. Arið 1933 var Jón Jóhannesson, síðar einn af bestu fimleika- mönnum íslands, í nokkurra vikna viðskiptaferð í Kaupmannaliöfn. Jón / hafði áhuga á flestum íþi-óttum, var s frábær íþróttamaður sjálfur, og las því íþróttasíður dönsku dagblaðanna ítai-lega meðan á dvöl hans í Dan- mörku stóð. Hann veitti því fljótlega athygli að mikið var skrifað um íþrótt, sem hann þekkti h'tt til og nefnd var badminton. Með Jóni í för var ljósmyndarinn og langhlaupar- inn kunni Jón Kaldal. Kunningi Jóns I Kaldal hafði þá hvatt hann til að 1 kynna sér þessa skemmtilegu íþrótt og þeir nafnarnir ákváðu því að fara j saman í sportvöruverslun í borginni þar sem veitt var badmintonkennsla. Þeir tóku frá tíma og fengu þarna hálftíma tilsögn í íþróttinni. Badmínton í svefnherberginu Jón Jóhannesson ' varð mjög hiifinn og taldi badininton tilval- ið til iðkunar á íslandi. Skipíi þar ekki minnstu máli, að bad- minton var leikið inn- anhúss og því ekki háð veðri og vindum, sem oft voru óhagstæð tit- anhússíþróttum á ís- iandi. Þeir félagarnir festu báðir kaup á ■ boltum og spöðum og hóldu með þá aftur til íslands. Katrín ; Skaptadóttir, kona Jóns Jóliannessonar, • sótti hann út á ílugvöll og svo mikið lá Jóni á að sýna henni;;þessa íþrótt, sem hann hafði uppgötvað, að hann } sló fyrsta badminton- boltann á Islandi í j svefnherbergi þeirra hjóna! Stuttu síðar hafði : hann samband við fólk úr tennisdeild íþróttafélags Reykjavikur, ÍR, og jj sýndi þeim þessa nýstárlegu íþrótt. ; Tennisfólkið varð strax áhugamikið og | á haustdögum fengust fáeinir tímar í íþróttahúsi ÍR nálægt Landakoti og var þá byrjað að spila af nokkum al- vöru. Varð þegar vart mikils áhuga á íþróttinni. Éáir gátu þó stundað bad- minton að staðaldri til að byrja með, einkum vegna húsnæðiseklu, áhalda- skorts og ónógrar kennslu. Jón reyndi H að segja til, en kunnátta hans vai- tak- ; mörkuð við þann eina tíma, sem hann | og Kaldal höfðu fengið í Danmörku. i Jón mun reyndar hafa faríð mjög nærri því að slá rétt, þó ekki hafi tækni hans verið fullkomin. Á þessum tíma voru aðeins þrjú íjiróttahús, sem rúmað gátu badmintonvöll. í íþrótta- , húsi Jóns Þorsteinssonar var hægt að koma fyrir tveimur völium og í ÍR- | húsinu og á Laugarvatni var pláss fyr- : ir einn völl. Vegna þessara erfiðu að- 5 stæðna dró nokkuð úr áhuganum og ekki var mikið leikið fyrstu áiin eftir J að Jón kom með spaða og bolta frá J Kaupmannahöfn. Vinsældir í Hólminum i Árið 1947 kom ungur maður til Stykkishólms og tók við skólastjóra- stöðu í barnaskólanum. Hann hét Þor- j geir Ibsen og átti ásamt öðrum eftir i að afla badmintoníþróttinni óhemju s vinsælda í Hólmínum. Þorgcir hafði 1 fyrst komist í kynni við íþróttina þeg- ar hann var í Kennaraskólanum skömmu fyrir 1940. Kennaranemar I voru þá í skylduleikfími í íþróttahúsi S Jóns Þorsteinssonar og í tímum á eftir þeim voru Jón Jóhannesson og fleiri badmintonmenn. Þorgeh- heillaðist af íþróttinni, keypti spaða og þegar hann flutti stuttu síðar upp á Ákranes hóf hann að spila badminton í nýju íþróttahúsi Ákurnesinga ásamt fáein- um öðrum félögum sínum. Þegar hann kom til Stykkishólms var íþróttahúsið þar fokhelt, en um haustið 1947 var búið að ljúka við húsið og þeir byrjuðu að spila badminton, Þorgeir og Guð- Fyrsta íslandsmótið Fyrsta íslandsmótið var haldið vor- ið 1949 í íþróttahúsi Háskólans. Aðeins vai- keppt í einliðaleik og tvíliðaleik karla. Ei-fitt er að geta sér til um það, hví ekki var keppt í kvennaflokkum á þessu móti en líklegra er að dræm þátttaka þeirra hafi verið ástæðan heldur en að þeim hafi ekki veríð leyft að vera með. Einar Jónsson var fýrsti landsmeistai-inn í einliðaleik, en hann spilaði þetta ár fyrir |R, þó hann væri einnig féiagi í TBR. Ástæðan fyrir því að hann valdi að spila fyrii’ ÍR frekar en TBR var sú að félagi hans í tvíliða- leik, Sigurður Steinsson, var í ÍR. TBR-ingarnir Friðrik Sigurbjörnsson og Guðjón Einarsson hirtu síðan titil- inn í tvíliðaleik kai-la. Það veikti nokkuð keppnina, að Jón Jóhannesson sleit hásin snemma í mótinu og þurfti að hætta keppni. Dreymdi fjallkonuna Kvöldið fyrir mótið lagðist Einar Jónsson snemma til hvQu svo hann yrði vel upplagður í keppninni. Þegar hann festi svefn dreymdi hann ein- kennilegan draum. Fjallkonan birtist honum og Einari fannst sem hann ætti að þekkja hana, þó hann hefði ekki gert það þegar hann vaknaði. Konan færði Einari fjóra íslenska ríkisdali með þeim orðum að henni fyndist hann eiga þá skilið. Morguninn eftir hélt Einar síðan í íþróttahús Háskólans og kom þá í ljós að tii að vinna íslands- meistaratitilinn í einliðaleik, þuifti hann að vinna fjóra leiki. Það gerði Einar og varð fyrsti íslandsmeistarinn í badminton. Það má því með sanni segja að draumur hans hafi ræst. Hólmarar sterkir íslandsmótið í badminton var haldið 1950 um páskana í annað sinn og nú í Stykkishólmi. Keppendur voru 27 tals- ins. Mótið vakti mikla athygli í Hólm- inum og heimamenn reyndust geysi- sterkir. Þeir settu mikinn svip á mótið og hirtu báða einliðaleikstitlana, Ágúst Bjartmars sigraði í karlaflokki og Ebba Lárusdóttir í kvennaflokki. Á íslandsmótinu, sem ft-am fór í Hálogalandi í Reykjavík vorið 1951, urðu Hólmarar sigursælir. Ágúst Bjartmars vai-ði einliðaleikstitil sinn frá árinu áður og það gerði Halla Árna- dóttir einnig. í tvfliðaleik karla sigi-aði Ágúst ásamt Ólafi Guðmundssyni og í tvenndarleik urðu sigurvegarar hjónin Þorgeir Ibsen og Halla Árnadóttir. Yfirburðir Hólmara voru jafnvel enn meiri en þetta gefur til kynna, því þeir hirtu einnig önnur verðlaun í þremur greinum. Þetta er versti árangur TBR á íslandsmóti fyir og síðai- Wagner kom, sá og sigraði Um páskana 1952 var haldið ís- landsmót i Stykkishólmi. Þar keppti Daninn Wagner Walbom í fyrsta sinn á mótinu fyrir TBR. Hann var að vísu ekki búinn að fá formleg ríkisborgara- réttindi þegar mótið fór fram. Alþingi hafði samþykkt réttindi hans, en stað- festing hafði ekki borist frá stjórnar- ráðinu. Samþykki Alþingis þótti hins vegar nægilegt til að íþróttasamband- ið heimilaði þátttöku hans. Wagner vai-ð þrefaldur meistari, með Einari .Tónssyni í tvfliðaleik og Unni Briem í tvenndarleik. Þetta vai- í fyrsta skipti, sem nokkur hafði sigrað í þremur greinum á íslandsmóti. EBBA Lárusdöttir varð íslandsmeistari ■ ein- liðaleik fimm ár í röð - 1952 til 1957. WAGNER Walbrom varð ís- landsmeistari í einliðaleik 1952-1955 og 1957. mundur Þórarinsson, frjálsíþrótta- þjálfari, sem var þá kennari í Hólmin- um. Bæjarbúar tóku að veita þeim félög- um athygli og fljótlega kviknaði mikill áhugi á badminton. ðlafur Guðmunds- son, síðai- sveitarstjóri, og Ágúst Bjart- mars, voru fyrstir til að byrja og náðu strax góðum tökum á leiknum. Fljót- lega eftir að þeir byrjuðu smitaðist áhuginn um allan bæ. Hólmarai- ui-ðu fljótt leiðir á að leika hver við annan og fóru að hugsa sér til hreyfings. Þeir buðu badmintonmönnum að sunnan í heimsókn til Stykkishólms og fóru sjálfir til Reykjavíkur. Loksins voru kornnir fram á sjónarsviðið góðir bad- mintonleikmenn, sem ekki voru í TBR og þar með skapaðist grundvöllur fyrú- landsmót. Fimmti áratugurinn ein- Spennandi keppni í einliðaleik karla á 50 ára Meistaramóti íslands Margir kallaðir, einn útvalinn ÍSLANDSMÓTIÐ í badminton fer fram um helgina og er þetta í 50. sinn sem keppnin fer fram en liðlega 31 ár er síðan Bad- mintonsambandið var stofnað. „Á þessum merku tímamótum er gaman að sjá að keppnin um íslandsmeistaratitilinn í einliðaleik karla hefur aldrei verið eins mikil en fimm manns koma væntanlega til með að berjast um hann,“ sagði Jafet S. Ólafsson, formaður Bad- mintonsambands íslands. Fyi’ir tæplega hálfum mánuði náði íslenska landsliðið besta árangri sínum þegar það varð meistari í keppni B-þjóða, sem var í Belfast á Norður-írlandi, og tryggði sér þar með rétt í keppni 16 bestu Evrópu- þjóða, sem verður í Glasgow í Skotlandi á næsta ári. „Ég fullyrði að þetta er sterkasta landsliðið sem við höfum nokkru sinni átt,“ sagði Broddi Kristjánsson, landsliðsþjálf- ari, við Morgunblaðið eftir keppnina, en hann og Árni Þór Hallgrímsson, elstu mennimir í landsliðinu, töpuðu ekki leik í keppninni, og unga fólkið stóð sig mjög vel. „Þeir eru fima- sterkir í tvíliðaleiknum og gefa ekk- ert eftir í baráttunni um íslands- meistaratitilinn í einliðaleik," sagði Jafet um Brodda og Áma Þór. „Hins vegar fá þeir hai’ða keppni frá Sveini Sölvasyni, Tryggva Nielsen og Tómasi Garðarssyni Viborg, sem all- ir æfa og keppa aðallega erlendis.“ Aukin útbreiðsla Jafet sagði að þessi mikla breidd og skemmtilega bai-átta hefði mikið að segja. „Við rekum Badminton- sambandið eins og hvert annað fjrr- irtæki, eyðum ekki meira en við öfl- um, og fjárhagsstaðan er því góð. Útbreiðslan eykst stöðugt og nú iðka hátt í 7.000 manns badminton hjá félögunum en þar af em lang- flestir hjá TBR. í sambandi við út- breiðsluna má nefna að á undan- förnum fimm ái’um höfum við gefið samtals 720 badmintonspaða í íþróttahús á landinu þannig að ansi margir vellir geta verið í notkun á sama tíma á landinu þess vegna. Síðast gáfum við spaða í nýja og glæsilega íþróttahúsið á Þórshöfn og það var gaman að sjá að þegar greint var frá húsinu í sjónvarps- fréttum á dögunum var fólk einmitt að leika badminton í því. TBR hefur líka gefið spaða í grunnskóla og boð- ið krökkum upp á fría kennslu og allt er þetta liður í útbreiðslunni." Um liðna helgi kom Þjóðverjinn Gúnther Húber til landsins á vegum Badmintonsambandsins og verður hann við kennslu víða um land næstu mánuði. Hann var landsliðs- þjálfari Þýskalands 1984 til 1988 og landsliðsþjálfari Sviss 1989 til 1991 en hefur starfað hjá þýska badmint- onsambandinu síðan 1992. „Á und- anförnum árum höfum við reglulega sent þjálfara út á land til að leið- beina fólki og það var gríðarlegur fengur fyrir okkur að fá Þjóðverj- ann en Ólympíusamhjálpin gerði okkur það kleift með því að styrkja okkur vegna átaksins. Hún greiðir allan kostnað sem þessu fylgir, styrkir okkur um 20.000 dollara vegna verkefnisins,“ sagði Jafet. Hann sagði ennfremur að miklu máli skipti að allir gætu iðkað bad- minton bui-tséð frá aldri. „Það góða við þessa íþrótt er að krakkar geta byrjað ungir, sex til sjö ára, og fólk Morgunblaðið/Ásdís JAFET S. Ólafsson, formaður Badmíntonsambands íslands. getur haldið áfram að spila fram á grafarbakkann." Fjögur á Ólympíuleikana? Eins og gi’eint hefur verið frá hefur Alþjóða badmintonsambandið mikla trú á Sveini Sölvasyni og kom því til leiðar að Ólympíusamhj álpin styrkir hann fram að Ólympíuleik- unum í Sydney árið 2000 og greiðh- ferðakostnað vegna móta. Sveinn er einn af 14 badmintonspilurum sem Samhjálpin styrkir með Ólympíu- leikana í huga og hann hefur staðið sig vel á alþjóða mótum í vetur en árangurinn frá 1. apríl í ár til 1. apr- íl á næsta ári skiptir öllu varðandi val þátttakenda í Sydney. , .Aukinn árangur hefur vakið at- hygli og Andrew Ryan, yfirmaður þróunar- og þjálfunarsviðs Alþjóða badmintonsambandsins, lagði til að Sveinn yrði styrktur en að okkar mati hefðu Tryggvi og Elsa Nielsen líka getað komið til greina. Auk fyiTnefndra stráka æfir Drífa Harð- ardóttir líka erlendis þannig að auk- in breidd er bæði hjá piltum og stúlkum. Þessi breidd er ánægjuleg og éftir því sem Broddi og Ámi Þór hafa fengið meiri keppni hafa þeir bara bætt sig. Við höfum hugsað til * framtíðar með því að senda krakka á sumarnámskeið í Þýskalandi og Danmörku en undanfarin ár hafa Badmintonsambandið og félögin tekið sig saman og sent átta ung- linga á námskeið erlendis þeim að kostnaðarlausu. Þetta hefur allt sitt að segja og að okkar mati er raun- hæft að ætla að tvær konur og tveir karlar nái lágmörkunum fyrir Ólympíuleikana í Sydney." Broddi Kristjánsson sér fram á harða keppni „Örugglega erfitt að veria titilinn" BRODDI Krisljánsson, landsliðs- þjálfari í badminton, á Islands- meistaratitil að verja í einliðaleik karla og tvíliðaleik, en 50. Is- landsmótið fer fram um helgina. „Það verður örugglega erfitt að verja titilinn í einliðaleiknum því margir gera tilkall til hans og ekki færri en fimm eiga mikla möguleika," sagði Broddi við Morgunblaðið. 14 keppendur eru skráðir til leiks í einliðaleiknum og koma þrír la.idsliðsmenn gagngert frá útlöndum þar sem þeir æfa. Sveinn Sölvason og Tryggvi Nielsen stunda íþróttina í Danmörku en Tomas Viborg í Svíþjóð. Broddi sigraði Svehi Sölvason frekar örugglega í úrslitum í fyrra en ljóst er að báðir geta ekki farið í úrslit þar sem Broddi mætir Sveini eða Þorsteini Hængssyni í átta manna úrslitum. „Það er ekkert við þessu að gera,“ sagði Broddi um töfluröð- ina en hann er númer eitt og Árni Þór Hallgrímsson númer tvö sem gerir það að verkum að þeir geta aðeins mæst í úrslitum. Dregið var um röð annarra keppenda. „Mfn skoðun er sú að raða ætti Qórum mönnum en samkvæmt reglum verða keppendur að vera 16 til að það sé hægt. Hins vegar er ekkert víst að slíkt fyrirkomu- lag hefði komið betur út fyrir menn því þetta er mikið happ- drætti og töfluröðin skiptir ekki öilu máli.“ Landsliðsþjálfarinn, sem er 38 ára, er sigursælasti badminton- spilari landsins. Frá 1980 hefur hann 14 siimum orðið íslands- meistari í einliðaleik og 17 sinn- um í tvíliðaleik, þar af undanfarin níu ár með Áma Þór. „Það skemmtilega við keppnina núna er hvað hún er tvísýn,“ sagði Broddi, „og því er ómögulegt að veðja á einhvern einn. Eftir ís- landsmótið í fyrra sagði ég að ég myndi ekki leggja mikið upp úr einliðaleiknum að ári og þó ég mæti alltaf til leiks með því hug- arfari að sigra verður aðalatriðið hjá mér að þessu sinni að spila gott badminton og hafa gaman af þessu. Siðan verður að koma í ljós hvað það færir mér.“ Broddi sagði að með hveiju ár- inu sem liði og stöðugt fleiri titl- um væri æ erfíðara að ná rétta hugarfarinu. „Þó ég vilji verða meistari sætti ég mig alveg við að komast ekki alla leið en tilfellið er að þegar sigramir era eins margir og raun ber vitni er mjög erfítt að ná þeirri baráttu sem til þarf. En að sjálfsögðu reyni ég að koma rétt stemmdur til leiks og takist það er aldrei að vita hvað gerist." 12 af 14 keppendum koma frá TBR og 10 þeirra eru með sama kínverska þjálfarann, Sveinn og Tryggvi æfa erlendis sem fyrr segir en keppa fyrir TBR. „Þjálf- arinn getur ekki dregið menn í dilka og því verða þeir að sjá um þetta sjálfir,“ sagði Broddi um baráttuna sem fram undan er. „Mér þykir líklegt að Árni Þór og Tryggvi mætist í undanúrslit- um en vængurinn mín megin er ekki eins ljós og þar vil ég engu spá.“ 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.