Morgunblaðið - 06.02.1999, Side 4

Morgunblaðið - 06.02.1999, Side 4
tmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm KÖRFUKNATTLEIKUR / BIKARÚRSLIT Heilmikill hvevfarígur Fyrirliðar í Reykja- nesbæ ÞEIR verða í eldlínunni í bikarúrslitaleik karla í körfuknattleik í dag, fyrirliðarnir Guðjón Skúlason (t.v.) hjá Kefla- vík og Friðrik Ragnars- son hjá Njarðvík. ÓHÆTT er að kalla viðureign Keflvíkinga og Njarðvíkinga hverfaríg, því svo er komið að bæði félögin tilheyra sama bæjarfélaginu - Reykjanesbæ - og mætast þannig fyrsta sinni í bikarúrslitum. Guðjón Skúlason, fyrirliði Kefl- víkinga, segir að þetta sé skemmtileg staðreynd og örugglega verði mikill hverfarígur í Laugar- dalshöll. Hann viðurkennir að sam- kvæmt stöðu liðanna í deildinni megi telja Keflavíkurliðið sigur- stranglegra í leiknum, en Njarðvík- ingar séu með reynt lið og allt geti gerst í bikarnum. „Ef við höldum okkar striki er ljóst að við höfum ekkerí að óttast. Við höfum marga góða leikmenn - mikla breidd. Þannig ættum við að geta látið þá svitna vel og hafa fyrir hlutunum. Em jafnframt megum við ekki gera okkur seka um vanmat, slíkt býður aðeins hættunni heim og er ekki gott veganesti í bikarúrslita- leik,“ sagði Guðjón. Hann segir að allir séu heilir í Keflavíkurliðinu og hlakki mikið til. „Við höfum verið á mjög góðri sigl- ingu í deildinni og þess vegna hefur skapast skemmtileg stemmning í vetur, leikmenn og aðstandendur liðsins hafa sjálfstraustið í lagi. Við ákváðum fyrir tímabilið að stefna á sigur í öllum keppnum og höfum þegar staðið við það að sigra í Eggjabikarnum". Mikil hefð í herbúðum Njarðvíkinga Teitur Örlygsson er einn reynslu- mesti leikmaður Njarðvíkinga og hann þekkir vel þau átök sem fylgja spennandi úrslitaleik í bikarkeppn- inni. „Þeir eru sigurstranglegri í leiknum, það er ekki spurning," seg- ir hann um mótherjana og nágrann- ana í Keflavíkurliðinu. „Við lentum í hremmingum í síð- asta leik okkar í deildinni, töpuðum þá fyrir KR og kannski getum við nýtt okkur það í uppbyggingunni fyrir leikinn. Vandinn er að knýja fram þessa vonsku og orku sem fylgir spennandi íþróttaleikjum og nýta þessa þætti sér til framdráttar inni á vellinum. Við eigum vissulega við ramman reip að draga, en það er mikil hefð í herbúðum okkar Njarð- víkinga og við gefum ekkert fyrr en í fulla hnefana." Teitur segir ekki spilla fyrir að nú sé um sannkallaðan hverfísslag að ræða og íbúar Reykjanesbæjar verði áreiðanlega fjölmennir á áhorfendapöllum Laugardalshallar í dag. „En það verða líka aðrir áhuga- menn um körfuknattleik og ég er ekki í vafa um að bekkurinn verði þétt setinn. Það ætti líka að tryggja góða stemmningu og skemmtilegan leik, enda er þetta óneitanlega stærsti einstaki viðburðurinn í ís- lenskum körfuknattleik á hverju ári.“ ' Morgunblaðið/Björn Blöndal Afmælisgjöf til KR? KR-stúlkur hafa ekki tapað leik í deildinni á leiktíðinni og hafa ör- ugga forystu á toppi deildarinn- ar. Þær verða því að teljast, sterkari fyrirfram en Guðbjörg Norðíjörð Elíasdóttir segir þó ljóst, að þær hafi ekki efni á van- mati í úrslitaleiknum. „Það breytir ekki þeirri stað- reynd að við ætium okkur að sigra í þessum leik, það er alveg á hreinu. Stúdínur eru þó verð- ugir andstæðingar og tókst að slá Keflavík út í undanúrslitum, sem er ekki svo lítið. Hins vegar er KR hundrað ára þessu ári og bikarinn verður fyrsta afmælis- gjöfin til félagsins og við munum gera allt sem í okkar valdi stend- ur til að svo megi verða,“ sagði Guðbjörg. Af fremur augljósum ástæðum er Alda Leif Jónsdóttir, leikmað- ur íþróttafélags stúdenta, ekki jafnhrifin af hugmyndinni um af- mælisgjöf fyrir KR. „Nei, við ætl- um að mæta í þennan ieik og taka bikarinn. Þótt við höfum tapað fyrir KR í deildinni í vetur erum við samt eina liðið sem hef- ur náð að vinna KR á leiktíðinni, það gerðum við í haust þegar við unnum Reykjavíkurmótið. Það er því vel hægt að sigra þær og það ætlum við okkur að gera með góðum leik,“ sagði Alda Leif enn- fremur. Segja má að um tvö Vestur- bæjarlið sé að ræða, en með mis- mikla hefð að baki. Þannig mun KR-klúbburinn hita upp sérstak- lega fyrir leik og mæta með stóran hóp stuðningsmanna, en ÍS státar ekki af slíku, „stuðn- ingsmennirnir eru kannski meira svona vinir og vanda- menn,“ eins og Alda Leif orðar það. Engu að síður segir hún að þeirra menn muni hafa hátt á bekkjunum og styðja vel við bakið á sínu liði. Szabo með Evrópumet í stöng UNGVERJINN Zsuzsa Zsabo setti í fyrrakvöld Evrópumet í slangarst ökki kvenna á móti í Búdapest. Zsabo stökk 4,51 metra, en fyrra met átti Daniela Bartova frá Tékk- landi, 4,48 inetra, það setti hún í Sindelfingen í Þýska- Iandi 9. mars í fyrra. Þessi árangur Zsabo er jafn Evr- ópumetinu utanhúss en það er í eigu Bartovu hinnar tékknesku. Árangur Zsabo lofar góðu fyrir heimsmeist- aramótið í fijálsíþróttum sem fram fer í Japan fyi-stu helgi marsmánaðar. Núver- andi heimsmeistari í stangar- stökki kvenna er Bandaríkja- inaðurinn Stacy Dragila. FOLK ■ RYAN Giggs verður a.m.k. einn mánuð frá keppni með Manchester United eftir meiðsli sem hann hlaut gegn Derby á miðvikudaginn. Þetta kom í ljós við læknisskoðun í gær. ■ MANCHESTER UNITED sækir neðsta lið úrvalsdeildarinnar, Nott- ingham Forest, heim í dag. Leik- menn United hafa ekki tapað í síð- ustu fjórum heimsóknum sínum á City Ground og ekki beðið lægri hlut í sex viðureignum í deildinni og bik- arnum á þessu ári. ■ CHELSEA, sem er í öðru sæti úr- valsdeildarinnar, fær hins vegar ann- að botnlið í heimsókn, leikmenn Southampton. ■ BRIAN Kidd og liðsmenn hans hjá Blackburn fara til Villa Park í Brim- ingham og leika við Aston Villa, en Blackburn vann fyrri leikinn á heimavelli, 2:1. Sigurmai-kið gerði Tim Sherwood, sem nú hefur gengið í raðir Tottenham. ■ REIKNAÐ er með að Sherwood verði í byrjunarliði Tottenham, sem leikur í dag við Coventry á White Hart Lane. ■ ALEX Ferguson knattspyrnu- stjóri Manchester United var í gær útnefndm- knattspyrnustjóri mánað- arins í ensku úrvalsdeildinni. Þetta er í sjöunda sinn sem hann er út- nefndur og hefur enginn knatt- spyrnustjóri hlotið þessa nafnbót oft- ar síðan hún vai- fyi'st kynnt til sög- unnar haustið 1993. Manchester United vann alla fimm leiki sína í deildinni í janúar. ■ DWIGTH York lærisveinn Fergu- sons var útnefndur leikmaður janú- armánaðar í ensku úrvalsdeildinni í gær. Hann skoraði fimm mörk í leikj- um úrvalsdeildarinnar í nýliðnum mánuði. ■ IAN Rush, sem nú er leikmaður og þjálfari hjá Wrexham, segist hafa í hyggju að hætta að leika knatt- spyrnu í lok þessa mánaðar og ein- beita sér að þjálfun. Rush er 37 ára gamall og gerði í fyrrasumar eins árs samning við Wrexham. ■ STEVE McLaren þjálfari hjá Der- by hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Alex Fergusons hjá Manchester United og er honum ætlað að koma í stað Brians Kidds sem réðist sem knattspyrnustjóri Blackburn fyrir nokkru. í stað McLarens hjá Derby er kominn Ray Harford sem eitt sinn var knattspyrnustjóri hjá Blackburn. ■ JOHN Barnes fyrrverandi leik- maður Liverpool og enska landsliðs- ins gæti verið á leið til Charlton. Al- an Curbishley, framkvæmdastjóri liðsins vill gjarnan fá kappann í sínar raðir en Barnes hefur aðeins leikið í 23 mínútur með Newcastle á leiktíð- inni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.