Morgunblaðið - 26.02.1999, Page 3

Morgunblaðið - 26.02.1999, Page 3
VÍKING FLUCLEIDIR Landslið Islands i matreiðslu tekur við verðlaunum i heimsmeistarakeppninni i Lúxemborg i nóvember 1998. Frá vinstri: Hákon Már Örvarsson, Jón Daniel Jónsson, Ásbjörn Pálsson, Elmar Kristjánsson, Cuðmundur Guðmundsson og Ragnar Wessmann að taka þátt í móti sem haldið verður í Chicago á þessu ári en því miður verður ekkert af því vegna þess hve kostnaðurinn er mikill. Æfingar eru miklar fyrir keppnir því við þurfum jú að útbúa réttina aftur og aftur og á Ólympíuleikunum t.d. þurfum við að útbúa heitan mat fyrir 110 manns. Við höfum lært mikið á þeim keppn- um sem við höfum tekið þátt í og gerum okkur því von um enn betri ár- angur í framtíðinni." Landsliðið keppti á Ólympíuleikunum ( matreiðslu árið 1996 og krækti þar í silfurverðlaun fyrir heitan mat og brons fyrir kaldan mat. Árið 1994 Bárður Guðlaugsson framreiðslumaður varð heimsmeistari i blöndun kokkteila árið 1993. hlaut liðið gull og silfur I alþjóðlegri keppni í Lúxemborg og á Ólympíu- leikunum árið 1992 fékk liðið brons- verðlaun fyrir heitan mat. Heimsmeistari í blöndun kokkteila Það eru ekki einungis matreiðslu- menn sem náð hafa góðum árangri á mótum erlendis því bakarar, fram- reiðslumenn og kjötiðnaðarmenn hafa einnig komið heim með verð- laun I farteskinu. Bakararnir Jón Rún- ar Arillusson, Hafliði Ragnarsson og Gunnlaugur Valsson tóku þátt í Bella Center keppninni í Danmörku árið 1997 og hlutu þrenn af fimm gull- verðlaunum. Ári síðar hlaut Valdimar Hauksson bakaranemi gullverðlaun f alþjóðlegri keppni. Framreiðslumenn hafa náð frábærum árangri í alþjóð- legum keppnum og er skemmst að minnast árangurs Bárðar Guðlaugs- sonar, sem varð heimsmeistari í blöndun kokkteila árið 1993. Sama ár varð Margrét Gunnarsdóttir heimsmeistari í vinnubrögðum við gerð fagurdrykkja eða long drinks eins og þeir eru oftast nefndir. fs- lenskir framreiðslunemar hafa fjórum sinnum hlotið gullverðlaun I norrænu nemakeppninni. Kjötiðnaðarmenn hafa ekki látið sitt eftir liggja hvað varðar góðan árangur á erlendri grund. Þeir hafa verið iðnir við að koma landbúnaðarafurðum okkar á framfæri með þátttöku í alþjóðlegum keppnum og norrænum fagkeppn- um sem haldnar eru í tengslum við Interfair-matvælasýninguna í Herning á Jótlandi. Á síðustu sýningu voru 39 tegundirfrá 13 kjötiðnaðarmönnum. Af þeim vörum unnu 37 til verðlauna sem skiptust I 4 gull, 10 silfur og 20 brons. Kjötiðnaðarmenn hafa náð góðum árangri i fagkeppnum erlendis með islenskar land- búnaðarafurðir. Hér heggur Marlus Blom- sterberg, sem er mjög reyndur i faginu, nautahrygg i T-bein steikur. Jíátið tœran íoga kertanafrá Jíeimaey lýsa upp skammdegið Kertin frá Kertaverksmiðjunrú Heimaey eru framleidd eftir gömlum hefðum handverksmanna. Þau eru gegnumlituð og fáardeg í fjölmörgum fallegum litum sem eru þróaðir undir ströngu gæðaeftirliti. Allt hráefni til framleiðslunnar er sérstaklega valið til að tryggja sem lengstan og bestan brennslutíma. Kertaverksmiðjan Heimaey er verndaður vinnustaður sem veitir fjölda fatlaðra atvinnu. V* K S > ^^CehnaeAj/ Faxastíg 46 - 900 Vestmannaeyjum - sími 481 2905 Söluskrifstofa Reykjavík - sími 588 2905 Viltu 10?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.