Morgunblaðið - 26.02.1999, Qupperneq 8
Corona
Extra
"t
Matur, á&t og kynlíflf
mikil áfengisneysla
getur valdið varan-
legum skaða á kyn-
getu fólks.
Pú hwrgmr 2,000 ©§
fmré bjér ©§ uiai
®!f)$ ©§ þu ylJt, Irá
! Nðuftkráfif)!
Nú þegar Samtök ferðaþjónustunnar
standa fyrir Góugleði, og allskyns til-
boð á ferðum, gistingu, mat og drykk
eru I boði, er tilvalið fyrir ástfangið
fólk að nýta sér þau, og á það ekki
síður við um þá sem verið hafa í
löngu sambandi og finnst vanta örlít-
ið krydd í tilveruna. Fátt er meira gef-
andi fyrir fólk en að dekra við sig
sjálft, komast eitthvað tvö saman og
njóta næðis og rómantíkur. Slík ferð,
sem gefin er án sérstaks tilefnis, kem-
ur örugglega í stað margra blóm-
vanda sem kannski hefðu að ósekju
mátt rata til elskunnar þinnar án þess
að kaupmenn ýttu sérstaklega við þér
með áminningu um konu-, bónda-
og/eða Valentfnusardaga.
Rómantísk uppskríft
Hvernig er hægt að nýta sllk tilboð
sem best svo að þau skili tilbreytingu
og kryddi I tilveruna? Ef um er að
ræða par sem búið hefur lengi saman
er upplagt að láta hugann reika til
þess tlma þegar þið voruð ung og
nýorðin ástfangin og sjá hvaða hlutir
höfðuðu til ykkar þá, á meðan til-
hugalífið var með hvað blómlegust-
um hætti.
Nauðsynlegt er að daðra hvort við
annað sem oftast og ekki síst á svona
rómantískri helgi. Daðrið gefur okkur
ánægju og ekki síður fullvissu um að
við séum enn eftirsóknarverð. Leiknir
daðrarar hafa á takteinunum úrval
aðferða sem óþarfi er að tíunda nán-
ar. Félagssálfræðingar hafa komist að
því I tilraunum sínum, að augun og
atferlið hafi fjórum sinnum meira
vægi í daðri en hið talaða orð, ekki
síst í kynferðislegu samhengi.
Ástarlyf
Til eru á skrá yfir 900 efni sem sögð
eru kveikja kynlöngun fólks. Þó hafa
einungis fá þeirra staðist tímans tönn.
Ef gerður væri listi yfir allt það sem í
gegnum tíðina hefur verið talið valda
frygð, myndi hann sjálfsagt fyrst og
fremst verða vitnisburður um trúgirni
manna og örvæntingarfulla leit að
hinum eina og sanna ástarelexír.
Um aldirnar hafa menn látið sér detta
í hug allskyns samsull sem þeir hafa
svo innbyrt í von um áhrif til örvunar
á kynhvöt sinni, eða jafnvel I von um
lækningu á getu- eða áhugaleysi sínu
og maka síns í kynlífinu. Til dæmis
um það sem menn hafa neytt í þessu
skyni mætti nefna asnaeistu og inn-
yfli úr fuglum, að ótöldum getnaðar-
limum hinna ólíklegustu dýra, svo
sem úlfa og broddgalta. Einnig höfðu
menn trú á villikáli, lauk, ávöxtum og
kryddi.
Grikkir og Rómverjar höfðu mikla trú
á ýmiss konar ástardrykkjum sem þeir
brugguðu. Sérstaklega kraftmiklir
þóttu drykkir bruggaðir úr "satyrion"
(það er efni unnið úr skógar-brönu-
grasi). Sagt er að slíkan drykk hafi
Herkúles drukkið forðum áður en
hann tók til við að afmeyja 50 dætur
gestgjafa síns.
Þeir sem staðið hafa framarlega í eró-
tískum listum eru Arabar, Hindúar og
Kínverjar og bera kynllfshandbækur
þeirra þess glögg merki, en þar er að
finna námu uppskrifta á kynörvandi
efnum.
Á okkar tímum afneitar fólk oft þess-
um fornu fræðum á þeirri forsendu
Sú matargerð sem mest leggur upp
úr kryddi eins og chili, engifer og hvít-
lauk er indversk matargerð og er því
ekki úr vegi, ef upplifa á rómantíska
og ekki síður erótíska kvöldstund, að
elda indverskan mat eða bregða sér á
indverskan veitingastað. Fróðlegt
verður að fylgjast með matseðlum
veitingahúsa sem vilja sérstaklega
höfða til para í erótískri helgarferð.
Eitt er víst að af nógu er að taka og til
að fullkomna kvöldið væri ekki úr
vegi að fara saman í ilmolíubað.
Heit böð með ilmsterkum olíum geta
verið lostavekjandi. Gott er að hafa
baðvatnið vel heitt, svo það stigi upp
frá því sterkt ilmandi gufa sem þið
getið andað að ykkur. Best er að láta
renna fyrst í baðið og setja olluna síð-
ast svo hún fljóti ofan á vatninu og
loði við húðina þegar þið standið
upp. Dæmi um ilmoltur með losta-
vekjandi áhrifum eru: Svartur pipar,
kardimommur, rósir, salvía, jasmín,
appelsínublóm, sandalviður og ylang
ylang.
Eitt er víst að möguleikar fólks á sam-
setningu hinnar fullkomnu helgar
með elskunni sinni eru nánast óþrjót-
andi og það eru einungis okkar eigin
hömlur sem eru takmarkandi. Nú er
lag að láta drauminn um rómantíska
helgi rætast.
Góða ferð og góða skemmtun.
að ekki séu vísindalegar sannanir fyr-
ir því að þau geri gagn. En eitt er víst:
Ástarlyf hafa miklu frekar áhrif ef við
trúum á mátt þeirra og höfum til
þeirra fordómalaus viðhorf. Þau eru
ekki lækningalyf og þarf annað en
þau til að lækna kynlíf I kröggum.
Ýmis krydd hafa verið talin góð, svo
sem kúmen og kóriander sem notuð
hafa verið í ástarfæði allt frá tímum
forn-Egypta. Einnig er chilipipar
þekktur og er talið að rétt magn af
honum geti leyst úr læðingi meiri
löngun en fólk á von á, en of mikið
geti llka kæft alla löngun.
Chilisósa er oft notuð með ostrum
sem eru sívinsælt og gamalt ástarlyf,
og einnig er chilisósa notuð í krem
fyrir karlmenn til að fá stinningu.
Það krydd sem talið er fjölhæfast af
sterku kryddtegundunum er engifer,
og er talið að sé þess neytt í krist-
allaformi eða sem súkkulaði þá sé
það kynörvandi.
Áfengi og kynlíf
Áfengi hefur löngum verið talið til
ástarlyfja og sjálfsagt er sú skoðun til
komin vegna þess að I litlu magni
getur það minnkað kvíða og losað
um hömlur. Fyrir bragðið hefur það
auðveldað fólki að kynnast öðrum og
I framhaldi af því að brydda upp á
kynlífi.
Magn áfengisins sem innbyrt er skipt-
ir þá nánast öllu máli því að of mikið
magn getur haft þveröfug áhrif á
kyngetu fólks. Of mikið magn dregur
úr öllum taugaviðbrögðum og getur
valdið tímabundnu getuleysi, og
Það er ýmislegt sem
getur haft áhrif á
magn áfengis í blóði
fólks. Þar á meðal er
kynferði, aldur, þyngd, magn áfengis
sem innbyrt er og á hve löngum tíma
það er innbyrt, sömuleiðis hvort mat-
ur er f maganum eða ekki svo og ýmis
sérkenni f líkamsstarfsemi þess sem
drekkur.
Ég rakst á athyglisverða töflu um
áhrif áfengis eftir magni á kyngetu
fólks. Þar var stuðst við sjússamæli
sem mælieiningu. Talað var um magn
annarsvegar og kynferðisleg viðbrögð
hinsvegar. Áhrif af einum tvöföldum
eru: Afslöppun, minni félagslegar
hömlur og væg örvun. Kynferðisleg
örvun veitir aukið blóðstreymi sem
auðveldar stinningu.
Tveir tvöfaldir leiddu til óskýrs mál-
fars, erfiðleika f samhæfingu hreyf-
inga og aukið kynferðislegt áreiti.
Kynferðisleg viðbrögð voru áhrif á
heilastöðvar sem stjórna fullnægingu
sem þýðir að þörf er á aukinni ertingu
fyrir fullnægingu eigi hún að nást.
Þrír tvöfaldir valda klaufalegum hreyf-
ingum. Maðurinn eða konan slagar
og tilfinningar verða ýktar. Kynferðis-
leg viðbrögð eru þau að margar kon-
ur eiga erfiðara með að fá fullnæg-
ingu og mögulega er líka um full-
nægingarerfiðleika að ræða hjá karl-
mönnum.
Fjórir tvöfaldir valda óskýrri hugsun
og stjórnlausum hreyfingum.
Kynferðisieg viðbrögð eru þá sífellt
meiri erfiðleikar karla við að halda
stinningu og fullnæging oft útilokuð.
Uppskriftin að vel heppnuðu ástarllfi
er hinsvegar örugglega frekar sú að
stunda edrúmennsku en fyllerí.
MEIRA ►