Morgunblaðið - 26.02.1999, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 26.02.1999, Qupperneq 9
VÍKING Menning á Góugíeði FLUCLEIDIR Leiklist Þjóðleikhúsið sýnir gamanleikinn Tveir tvöfaldir á stóra sviðinu. Örn Árna, Edda Heiðrún og Hilmir Snær eru ( stærstu hlutverkunum í ekta farsa sem kitlar hláturtaugarnar veru- lega. Brúðuheimili Henriks Ibsens er einnig sýnt á stóra sviði Þjóðleikhússins um þessar mundir. Á litla sviði Þjóðleikhússins er nú ver- ið að sýna leikritið Abel Snorko býr einn og á Smíðaverkstæðinu arkar um Maður [ mislitum sokkum en það leikrit er eftir Arnmund Bachman. Borgarleikhúsið býður uppá farsann Sex í sveit, sem sýndur hefur verið við miklar vinsældir [ nokkuð langan tíma og svo virðist sem landinn sé enn að springa úr hlátri. Edda Björgvins fer á kostum ásamt eiginmanninum Gísla Rúnari og fleiri góðum leikurum. Einnig er verið að sýna á stóra sviði Borgarleikhússins verkið sígilda Horft frá brúnni eftir Arthur Miller. Hellisbúinn Bjarni Haukur arkar enn um svið (slensku óperunnar og sýnir áhorfendum á gamansaman hátt hve samskipti kynjanna geta verið grát- brosleg. Felix Bergsson er á mannlegum nót- um á sviði (slensku óperunnar þar sem hann kynnir okkur fyrir nokkrum hommum og sýnir okkur inn í hugar- og menningarheim þeirra [ leikritinu Hinn fullkomni jafningi. ( Loftkastalanum má sjá þá Jóhann Sigurðarson og Hilmi Snæ í hlutverk- um Lenny og George í hinni slgildu sögu John Steinbeck, Mýs og menn. Jóhann þykir fara á kostum sem hinn vitgranni George. (Iðnó er verið að sýna hið átakanlega gamanleikrit Rommf en það leikrit er einnig sýnt á Akureyri. Þjónn í súpunni er einnig sýnt I Iðnó en þjónarnir þar eru kynlegir kvistir og meðhöndla gestina á annan hátt en tfðkast á öðrum veitingahúsum. Boðið er uppá hádegisleikrit ( Iðnó þessa dagana. Leikritið sem i boði er heitir Leitum að ungri stúlku og er eftir Kristján Þórð Hrafnsson. Myndlist ( Listasafni Islands stendur m.a. yfir sýningin Fjórir frumherjar þar sem sýnd eru verk eftir Þórarinn B. Þorláksson, Ásgrím Jónsson, Jón Stef- ánsson og Jóhannes Kjarval. Þar stendur einnig yfir sýning á verkum þýska listmálarans Sigmar Polke. Þrjár sýningar standa yfir f Listasafni AS(, Freyjugötu 41. I Ásmundarsal og á svölum sýnir Brynhildur Þorgeirs- dóttir skúlptúra. Ný aðföng listasafns- ins verða sýnd í arinstofunni og f gryfjunni sýnir Steinunn Helgadóttir málverk. Safnið er opið á milli kl. 14 og 18 alla daga nema mánudaga. (Listasafni Kópavogs, Gerðarsafni eru nú sýnd myndverk eftir Svölu Þóris- dóttur Salman en sýningin er haldin til minningar um hana. Stöðlakot, Bókhlöðustíg 6. Þar hanga uppi olíumálverk og teikningar eftir Gunillu Möller og er sýningin opin daglega kl. 14-18. Sigurður Magnússon myndlistarmað- ur er nú með einkasýningu í Listhúsi Ófeigs, Skólavörðustíg S, Reykjavík. Sýningin er opin á verslunartíma á virkum dögum en milli kl. 11 og 14 á laugardögum. ( Hallgrímskirkju stendur yfir sýning á málverkum eftir Kristján Davfðsson. Gallerf Geysir, Hinu Húsinu. Þar stendur yfir sýningin Ljósbrot, Ijósmyndasamkeppni FF. Sýningin er opin frá 8-22 virka daga og 12-18 um helgar. Gunnhildur Björnsdóttir sýnir verk sín á Hótel Selfossi. Sýningin opnaði 19.febrúar og stendur [ fjórar vikur. Hafnarborg, Strandgötu 34, Hafnar- firði. Þar stendur yfir sýning á verkum sænsku textíllistakonunnar Gun Johansson. ( Sverrissal er Sigurð- ur Ellasson með sýningu á tréristum. Opið er milli kl. 12 og 18 alla daga nema þriðjudaga. .Tónlist Sinfóníuhljómsveit Islands. Gula röðin 4. Mars. Mozart og Mendelson. Ein- leikari er Edda Erlendsdóttir og stjórn- andi er Rico Saccani. Bláa röðin 6. Mars í Laugardalshöll. Giaccomo Puccini:Turandot. Stjórnandi er Rico Saccani. Listaklúbbur Leikhúskjallarans. Mánu- daginn l.mars munu þau Þórarinn Hjartarson og Ragnheiður Ólafsdóttir flytja og fjalla um ástarljóð þau sem Páll Ólafsson skáld orti til unnustu sinnar og slðar eiginkonu, Ragnhildar Björnsdóttur. Dagskráin ber yfirskrift- ina Eg skal kveða um eina þig. Húsið opnar kl. 19:30 en dagskráin hefst kl. 20:30. GÓUGLEÐI M A T U R DRYKKUR MENNING 1. - 7. mars

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.