Morgunblaðið - 05.03.1999, Síða 1

Morgunblaðið - 05.03.1999, Síða 1
B L A Ð A L L R A LANDSMANNA 1999 Hlo rgunMaðtö ■ FÖSTUDA GUR 5. MARZ BLAÐ Vill banna kollspyrnur DAVID Kernick, liðslæknir enska 3. deildarliðs- ins Exeter, hefur lagt til að kollspyrnur í knatt- spyrnu verði bannaðar utan vítateigs til þess að vernda leikmenn fyrir heilaskemmdum. Hann segir útilokað að fá því framgengt að kollspyrn- ur verði bannaðar með öllu því þær séu svo snar þáttur í leiknum, ekki síst upp við mark. Hann segir að með tilliti til þess að milljónir manna leika knattspyrnu um heim allan þá hefði það læknisfræðilegar afleiðingar þó svo að hver kollspyrna ylli ekki nema óverulegum heilaskaða. Enska blaðið Times birti upplýsingar er ýta undir fullyrðingu Kernicks, en að sögn blaðsins hafa heilarit á norskum atvinnumönnum í knatt- spyrnu leitt í ljós lífeðlisfræðilegar skemmdir. KNATTSPYRNA Reuters Man. Utd. efst á blaði MANCHESTER United er efst á blaði hjá veðbankanum WiIIiam Hill í London yfir það lið sem líklegt er að verði Evrópumeistari í ár. Staðan hjá veðbankanum er þaunig eftir fyrri leikina í 8- liða úrslitum: 9- 4 Manchester United 3- 1 Juventus 10- 3 Bayern Miinchen 11- 2 Dynamo Kiev 8- 1 Real Madrid 12- 1 Inter Milan 25-1 Olympiakos Piraeus 66- 1 Kaiserslautern Ingólfur æfir og keppir í Stavanger SELFYSSINGURINN Ingólf- ur Snorrason æfir og keppir með karatedeild Stavanger í Noregi um þessar mundir. Hann hélt utan 22. febrúar og verður þar fram að páskum. Tvö mót eru á dagskrá hjá hon- um á þessum tíma, Skandinavi- an open í Svíþjóð og Noregs- meistaramótið, en þar keppir Ingólfur með liði Stavanger. í liði Stavanger eru þrír norskir landsliðsmenn og þjálfarar þess eru Morten Alstadsæter og Stein Ranning, fyrrverandi heimsmeistari. Lazio í góð- um málum CHELSEA, Lazio og Lokomotiv Moskva standa vel að vígi að loknum fyrri leikjum átta liða úr- slita Evrópukeppni bikarhafa sem fram fór í gær. Chelsea lagði Válerenga 3:0 á Stamford Bridge og Lokomotiv sigraði Haifa frá Israel með sömu markatölu í Moskvu. Afar sennilegt verður að telja að Lazio þurfi ekki að leggja hart að sér á heimavelli í síðari leiknum við gríska liðið Panioni- os því þeir unnu býsna auðveldan sigur í Aþenu, 4:0. NK Varteks og Mallorka skildu hins vegar jöfn í markalausu jafntefli í Zagreb og ljóst að þar ráðast úrslitin á Spáni að hálfum mánuði liðnum. Á myndinni að ofan er Norð- maðurinn Tore Andre Flo leik- maður Chelsea að berjast við landa sinn í vörn Válerenga. JÓN ARNAR MAGNÚSSON HEFUR SETT STEFNUNA Á GULL EÐA SILFUR / C3 FRJALSIÞRÓTTIR / HEIMSMEISTARAMOTIÐ INNANHUSS Gísli Sigurðsson, þjálfari Jóns Arnars Magnússonar, um sjöþrautina í Japan Erum klárir í slaginn „Við erum klárir í slaginn, búnir að jafna okkur á tímamuninum að mestu og bíðum bara eftir því að keppnin hefjist," sagði Gísli Sig- urðsson, þjálfari Jóns Arnars Magnússonar sjöþrautarkappa, staddur á hóteli í Maebashi í Jap- an í gær. Eftir miðnætti hefst fyrri dagur í sjöþrautarkeppni heimsmeistaramótsins þar sem Jór. Arnar Magnússon verður í eldlínunni og hann ætlar sér ekk- ert annað en verðlaunasæti. „Við erum búnir að skoða að- stæður og vera með létta æfíngu á vellinum og okkur líst vel á hann. Aðstæður eru eins og best verður á kosið og Jón er bjartsýnn á að vel takist til. Nú er bara næsta verkefni að ná góðum svefni og fara síðan í að einbeita sér að verkefninu.“ Gísli sagðist vera búinn að hitta helstu andstæðinga Jóns Amars, s.s. Sebastian Chmara, Tomas Dvorák, Roman Sebrle og Chris Huffins og létu þeir allir vel af sér. Dvorák segist hafa náð sér að fullu af meiðslum sem hrjáðu hann í fyrra og er klár í slaginn. Þannig að segja má að allir þeir bestu verði með hér að heimsmethafan- um, Dan O’Brien, undanskildum." Gísli sagði að vissulega væri slæmt að O’Brien væri ekki. „Hann hefur verið sá besti undan- farin ár, en það breytir ekki öllu að hann keppir ekki. Eini ókostur- inn við að hafa hann ekki með er að sigurinn hefði verið sætari hjá þeim sem vinnur," sagði Gísli og hló. „Mér líst vel á Jón. Hann er vel stemmdur og í góðu lagi lík- amlega og andlega þannig að við erum bjartsýnir. Meginmálið hjá Jóni er að hann byrji vel, hlaupi 60 metrana á skemmri tíma en 6,90 sekúndum og stökkvi að minnsta kosti 7,60 metra í lang- stökki. Takist það fær hann mik- inn byr í seglin og getur orðið til alls líklegur. Það er sama uppi á teningnum hér og annars staðar, það skiptir öllu máli að byrja vel.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.