Morgunblaðið - 09.03.1999, Síða 4
4 B ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ1999
HANDKNATTLEIKUR
MORGUNBLAÐIÐ
Systurnar Jolanta og Ljana Slapikiene frá Litháen verja markið hjá Stjörnunni og FH
„ÞAÐ hvarflaði aldrei að mér
að ég myndi spila handbolta á
íslandi og því síður að systir
mín yrði líka hér að keppa,“
sagði Jolanta Slapikiene mark-
vörður fyrstu deildarliðs FH í
handknattleik því systir henn-
ar, Ljana Sadzon, leikur með
nágrannaliðinu Stjörnunni í
Garðabæ. Ljana er á öðru ári
sínu hér á landi og vakti at-
hygli á systur sinni, sem gekk
í raðir FH fyrir yfirstandandi
tímabil.
Jolanta, sem er 27 ára, býr í
Hafnarfirði ásamt manni sínum
og kann vel við sig á íslandi þó að
■■■■■g hún hafi ekki haft
Stefán mörg tækifæri til að
Stefánsson ferðast um landið -
sknfar fyj-jj. ufan íþróttahús-
in, sem hún hefur
keppt í. „Það er of mikið að gera í
handboltanum en ég ætla að reyna
að ferðast í sumar og skoða landið,“
sagði Jolanta, sem vinnur á Hrafn-
istu í Hafnarfirði og líkar vel -
vinnufélagar hennar eru líka
ánægðir með hana og segja hana
duglega og hressa. Hún hefur lært
svolítið í íslensku og lét það flakka:
„skjóta, skref, skúra, takk,“ þuldi
hún upp en bætti svo við á lægri
nótunum eina blótsyrðinu sínu.
Markvörðurinn hafði ekki spilað í
öðrum löndum en ákvað að slá til,
en var hún ekkert smeyk. „Nei, ég
hafði engar áhyggjur því systir mín
var hér fyrir og ég sé ekki eftir því,
hér er gott að vera, það er bara
veðrið, sem hefur komið mér á
óvart. Það er samt skrýtið að vera á
Islandi og keppa við systur sína en
þegar leikurinn er kominn í gang
legg ég mig alla fram um að vinna
og myndi ekki hika ef ég fengi tæki-
færi til að skora hjá henni,“ sagði
Jolanta, sem lék með landsliði Lit-
háen eins og Ljana systir hennar en
hún þvertók fyrir að þær einokuðu
markvarðarstöðuna. Systurnar
koma frá smábænum Pasvalys, sem
er norðarlega í Litháen, en hún veit
ekki hvað framtíðin ber í skauti sér
og veit ekki hvað hún verður lengi á
Islandi. „Mér líkar vel hér og ef ég
verð áfram hér mun ég fá hingað
þriggja ára son minn, sem er hjá afa
og ömmu í Litháen því við töldum of
erfitt fyrir hann að koma eitt ár
hingað."
Ragnheiður
markahæst
STÓRSKYTTAN Ragnheiður
Stephensen úr Stjörnuimi var
markahæst í 1. deild kvenna
með 167 mörk svo að hún
hefur gert meira en 9 mörk í
leik að meðaltali.
„Ég hef oft verið nálægt
þvf að vera inarkaliæst en
spái lítið i það. Bg spila stöðu
skyttu og hef drjúgan skot-
kvóta en í ár hef ég nýtt fær-
in betur og það skilaði þess-
ari niðurstöðu," sagði Ragn-
heiður. Eru einhver mörk eft-
irminnilegri en önnur hjá
stórskyttunni? „Já, það eru
auðvitað vippurnar þegar ég
kemst inn úr horninu."
Morgunblaðið/Þorkell
SYSTURNAR frá Litháen, Ljana í Stjörnubúningi og Jolanta í FH-búningi.
Herdís ekki með týrr en næsta vetur
„ÉG hef það ágætt en vildi helst
af öllu geta spilað en af því verð-
ur ekki fyrr en næsta vetur og þá
kem ég líka tvíefld til leiks svo að
það er af og frá að ég sé hætt,“
sagði Herdís Sigurbergsdóttir
leikstjórnandi Stjörnunnar eftir
leikinn við Fram á laugardaginn.
Hún sleit sem kunnugt er hásin í
landsleik en sat á varamanna-
bekknum á laugardaginn og
stappaði stálinu í stöllur sínar.
„Það er miklu erfiðara að þurfa
að sitja á bekknum en mig óraði
fyrir og ég á mjög bágt með mig
þar en ég reyni livað ég get til að
hvetja stelpurnar áfram. En ég er
ekki hætt - langt í frá því ég er
búin að leggja mikið á mig hjá
sjúkraþjálfara svo að það kemur
ekkert annað til greina en að
halda áfrain,“ sagði baráttujaxl-
inn ódrepandi. Algengt er að þeg-
ar hásin slitnar þurfi að vera í
gifsi í 8 vikur, siðan taka við tvær
vikur þar sem ekki má hreyfa fót-
inn og loks endurhæfing en þessi
ferill getur tekið hálft til eitt ár.
Ljúfur og sætur
„ÞETTA var Ijúfur og sætur sigur,“ sagði Gústaf Björnsson, þjálf-
ari Fram, eftir 32:29-sigur á Stjörnunni á iaugardaginn þegar
fram fór síðasta umferð deildarkeppni fyrstu deildar kvenna. Og
þjálfarinn leit björtum augum fram á veg, ánægður með gengið í
vetur. „Þegar vinnubrögðin í vörn og sókn eru góð þarf enginn
að vera hissa á að vel gangi en þegar þau eru ekki fyrir hendi
þarf maður að vera viðbúinn því að horfast í augu við tap en
sem betur fer hefur verið mikið um sigra í vetur. Við bíðum
spennt eftir úrslitakeppninni og í hana ætlum við af fullum
krafti. Við fáum nú hálfan mánuð til að bæta við okkur og ég tel
að við eigum ennþá heilmikið inni en það munu óvæntir hlutir
gerast í úrslitakeppninni."
Urslit voru flest eftir bókinni
þar sem Víkingur vann FH
26:21, Grótta/KR sigraði KA 35:22
og Valsstúlkur unnu
Stefán ÍR 25:13 í Breiðholt-
Stefánsson inu en lánleysið fór
skrifar með Haukastúlkum
til Eyja þar sem ÍBV
hafði betur, 24:20, svo að Hafnfirð-
ingamir féllu niður í 5. sætið og
missa af möguleika á fleiri heima-
leikjum í úrslitakeppninni.
í Safamýrinni á laugardaginn
létu Jóna Björg Pálmadóttir og
Marina Zoveva skotin dynja á
marki Garðbæinga og skoruðu átta
af fyrstu níu mörkum Fram. Stór-
skyttan Ragnheiður Stephensen
svaraði fyrir gestina á meðan stöll-
ur hennar reyndu hvað þær gátu
að skipuleggja sóknarleikinn, en
þeim gengur afar illa að koma sér
upp leikstjórnanda eftir að Herdís
Sigurbergsdóttir meiddist. Fyrir
vikið náði Fram undirtökunum og
það varð hlutverk Stjömustúlkna
að eyða öllu púðrinu í að revna að
vinna upp muninn. Undir lokin
reyndu Garðbæingar að taka Mar-
inu og Jónu Björgu úr umferð og
það gekk vel um tíma en dugði
samt ekki.
Framstúlkur sýndu í þessum
leik að þær era til alls vísar í úr-
slitakeppninni. Hugrún Þorsteins-
dóttir markvörður varði mjög vel
og Marina, þrátt fyrir að hafðar
væru á henni góðar gætur, hélt
sínu striki og skoraði grimmt.
Stjarnan aftur á móti verður að
finna ráð við leikstjórnandavanda
sínum. „Það var lítið um mark-
vörslu í fyrri hálfleik, enda varnar-
leikurinn slakur svo að það stefndi
í að Framstelpurnar skoraðu fjöra-
tíu mörk,“ sagði Ragnheiður, sem
átti góðan leik ásamt Ingu Fríðu
Tryggvadóttur og Nínu K. Bjöms-
dóttur. „Það gerði gæfumuninn að
við misstum þær of langt fram úr
okkur í byrjun og voram allan leik-
inn að reyna að vinna það upp og
það var of erfitt að elta þær. Ur-
slitakeppnin leggst vel í mig og
hefur alltaf gert en það verður erf-
iðara núna en áður þó að takmark-
ið sé enn það sama. Við erum enn-
þá að leita leiða til að fylla skarðið
sem myndaðist þegar Herdís
meiddist en við höfum góðan tíma,
hálfan mánuð í fyrsta leik og þá
mánuð ef við vinnum fyrstu leikina.
Sjálfstraustið hjá liðinu er í góðu
lagi þó að það hafí verið dauft yfir
leiknum á undan þessum, en Fram
er með gott lið og engin skömm að
því að tapa fyrir þeim. Við vorum
líka búnar að tryggja okkur deild-
armeistaratitil og þær vildu sýna
okkur að þær væru rétt við hælana
á okkur.“
Eyjastúlkur að
hrökkva í gang
Lið ÍBV sigraði Hauka í Eyjum á
laugardag, 24:20, í hörkuspenn-
andi leik. Eyjastúlkur hafa því lagt
■■■■■■ að velli tvö af sterkari
Sigfús Gunnar liðum landsins á
Guðmundsson heimavelli í tveimur
síðustu umferðum
mótsins og þar með
hringt viðvöranarbjöllum fyrir úr-
slitakeppnina þar sem þær mæta
Framstúlkum.
Leikurinn á laugardag var hörku-
spennandi, Eyjaliðið hafði þó gott
framkvæði í fyrri hálfleik og náði
mest 4 marka forskoti en Haukar
klóraðu í bakkann fyrir hlé svo
munurinn var aðeins 2 mörk í hléi.
Haukar héldu uppteknum hætti í
upphafi síðari hálfleiks, jöfnuðu
Liðin sem
mætast
STJARNAN leikur við
Gróttu/KR í úrslitakeppninni
19. mai-s og þá eigast einnig
við Valur og Haukar. Liðin
leika sinn annan leik 21. mars
og ef þau þurfa að leika þriðja
leikinn verður hann 23. mars
20. mars leikur Fram við
ÍBV og Víkingur mætir FH.
Liðin mætast aftur 22. mars
og ef þau þurfa að leika þriðja
leikinn, verður hann 24. mars.
Undanúrslitin hefjast síðan
12. apríl.
leikinn og lengi vel var jafnt á öll-
um tölum. En þegar staðan var
16:17 Haukum í vil tóku Eyjastúlk-
ur góðan sprett, gerðu 4 mörk í röð
og sigraðu að lokum með fjögurra
marka mun, 24:20, og enduðu í 7.
sæti deildarinnar.
Sem íýrr var vöm liðs IBV góð
og Lukrecija Bokan sterk í mark-
inu, Améla Hegic var og öflug í
sókninni. Hjá Haukum varði Vaiva
Drilingaite oft vel og Thelma Árna-
dóttir átti góða spretti.
■ Úrslit/ B14
■ Staðan/B14