Morgunblaðið - 09.03.1999, Síða 5

Morgunblaðið - 09.03.1999, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ HANDKNATTLEIKUR ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1999 B 5 Tíundi heimasigur ÍBV HK-menn færast nær sæti í átta liða úrslitum „ÉG var 39 ára í síðasta leik og gat ekki neitt og nú á fimmtugs- aldrinum fór þetta fyrst að ganga,“ sagði Sigurður Valur Sveins- son þjálfari og leikmaður HK kampakátur eftir mikilvægan bar- áttusigur á Haukum, 28:25. HK-menn bjrrjuðu vel í leiknum og náðu að komast tveimm- mörkum yflr. Sá munur hélst þó ■■■■■■ ekki lengi því Hauka- Tómas Gunnar menn náðu að jafna Viðarsson þegar um sjö mínútur skrífar voru ijgnar af feikn. um, 2:2. Vamarleikur beggja liða var ágætur og iiðunum gekk erfiðlega að skora íyrst um sinn. Það má eiginlega segja að varnarleikurinn hafí verið á kostnað sóknarleiksins. Mikið jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik. HK var þó alltaf skreflnu á undan en yflrleitt þurfti ekki að bíða lengi eftir jöfnunar- marki Haukamanna. Það var því í takt við hálfleikinn að jafnt var í leikhléi, báðum liðum tókst að skora ellefu sinnum. Seinni hálfleikurinn var líkur þeim fyrri hvað jafnræðið varðar. Varnarleikurinn var hins vegar ekki í sama gæðaftokki. Á fyrstu tuttugu mínútum hálfleiksins var vamar- leikurinn það slakur að liðin gátu nánast skorað að vild. Á þessum kafla voru gerð 22 mörk, sem skipt- ust jafnt á milli liðanna, og segir það í raun allt sem segja þarf. Eftir þetta mikla markaregn ákvað HK að taka Ieikhlé og það átti eftir að skila sér. Með ræðu Sig- urðar í huga náðu leikmennirnir að þétta varnarleikinn. Uppskeran varð sú að þeir gerðu fjögur mörk í röð og breyttu stöðunni í 28:24. Það var þessi góði lokakafii sem skóp sigurinn. Haukar náðu þó að klóra í bakkann áður en yflr lauk, lokatölur 28:25. Oft hafa Haukamenn leikið betur. Sóknarleikur þeima var tilviljunar- kenndur og varnarleikurinn, á köfl- um, ekki upp á marga fiska. HK er hins vegar á mikilli siglingu. Liðið hefur einungis tapað tveimur leikj- um í síðari umferðinni og allt annað er að sjá til liðsins nú en í upphafi móts. Með sigri tókst HK-mönnum að skjótast upp um eitt sæti. Þeir eru jafnir IR og Val að stigum en verma það níunda sökum óhagstæðara markahlutfalls. Næsti leikur þeirra er einmitt gegn Valsmönnum og ekkert nema sigur gulltryggir þá í átta liða úrslitin þó svo að jafntefli FOLK „HVAÐ næst... verða settir tveir menn mér til höfuðs,“ getur Sigurður Valur verið að hugsa, en hann var tekinn úr umferð í leiknum gegn Haukum. ■ EINAR Gunnar Sigurðsson leik- maður UMFA skoraði mark frá miðju um miðjan fyrri hálfleik þegar hann komst inn í sendingu frá Sig- mari Þresti Oskarssyni markverði Eyjamanna. ■ ÞÁ voru Eyjamenn á leið í hraða- upphlaup, Einar Gunnar sá að Sig- mar Þröstur var ekki í markinu og stökk upp á miðjunni og skaut og þrátt fyrir hetjulega tilraun Sigmars Þrastar tókst honum ekki að koma í veg fyrir mark. ■ SIGMAR Þröstur bætti síðan fyr- ir þetta því í einu vítakasti sem Bjarki Sigurðsson tók var Sigmar kominn niður, nánast sestur, en var þó nógu snöggur upp til að slá bolt- ann frá Bjarka í þverslána. ■ ÞAÐ var háður nokkurs konai- forleikur að þessum leik í Eyjum þegar sömu lið mættust í undanúr- slitum bikarkeppni 4. flokks. Rétt eins og í meistaraflokki sigi-uðu Eyjamenn með þriggja marka mun, 18:15. ■ FJÖLMÖRG vítaköst voru dæmd í leik HK og Hauka, eða alls fimmtán. Skorað var úr öllum nema tveimur. Sá leikmaður sem sá til þess að klúðra þeim, var enginn annai’ en Sigurður Vaiur Sveinsson. ■ SIGURÐVR Valur fékk blómvöng í leikhléi og þá mættu upprennandi dansstjörnur á gólfið og dönsuðu honum til heiðurs - í tilefni fertugs- afmæli hans síðastliðinn föstudag. gæti dugað. Haukar eru öruggir með sæti á meðal þeirra bestu, en ljóst er að liðið verður að leika bet- ur í úrslitakeppninni en það hefur verið að gera upp á síðkastið ef það ætlar sér einhverjar rósir. Hjá Haukum voru þeir Óskar Ár- mannsson og Kjetil Ellertsen einna sprækastir. Maður leiksins var þó án nokkurs vafa Sigurður Valur Sveinsson leikmaður og þjálfari HK. Hann var með vel hlaðna „fall- byssu“ - sem hann hefur sennilega fengið á fertugsafmælinu, í leiknum og skoraði 11 mörk þrátt fyrir að vera tekinn úr umferð nánast allan síðari hálfleikinn. Sigurður er kom- inn á fimmtugsaldurinn og skorar enn grimmt. Það er spurning hvort það segi meira um hann sem leik- mann eða íslenskan varnarleik. „Þetta segir miklu meira um mig sem leikmann,“ svaraði Sigurður hlæjandi þegar hann var inntur eft- ir þessu atriði. Sigurður sagðist ekki hafa fundið neinn mun á sér en ef eitthvað væri þá væri hann bara léttari á sér. En þrátt fyrir það ætl- ar hann að hætta eftir þetta tímabil. „Já, ég ætla að klára þetta verkefni, koma okkur í átta liða úrslit og standa okkur sæmilega þar, svo hengir maður skóna á snagann. Ástæðan er fyrst og fremst aldur- inn og tíminn.“ mui guiiuiciuiu/vjruui SIGURÐUR Valur Sveinsson skoraði ellefu mörk gegn Haukum. Hér er hann fyrir framan varnarmúr Hauka, tilbúinn að iáta skotið ríða af. Eyjamenn tóku á móti deildar- meisturum Aftureldingar í Eyjum á sunnudag en sigur var ■■■■■■ heimamönnum nauð- Sigfús Gunnar syn til að tryggja sér Guðmundsson gæti í úrslitakeppn- skrifar jnnj j,ag lánaðist leikmönnum ÍBV; þeir lögðu UMFA að velli með þriggja marka mun, 28:25. Settu þeir þar með punktinn yfir i-ið á glæsilegum árangri á heimavelli á leiktíðinni, sigruðu í 10 af 11 leikj- um sínum. Leikurinn var jafn í upphafi, liðin skiptust á um forskotið en svo fór að leikmenn Aftureldingar, sem mættu greinilega afslappaðir til leiks, fóru að síga framúr. Náðu þeir í tvígang um miðjan hálfleikinn fjögurra marka forskoti á kafla þar sem léttleikinn réð ríkjum hjá þeim og alls kyns „sirkussendingar" litu dagsins ljós og flestar þeirra báru árangur. Eyjamenn létu ekki slá sig útaf laginu heldur söxuðu á forskot- ið og náðu að jafna leikinn en Aftur- elding hafði þó eins marks forskot í leikhléi, 15:14. Það voru leikmenn UMFA sem byrjuðu siðari hálfleik betur, gerðu tvö fyrstu mörkin, en eftir það fóru heimamenn í gang, jöfnuðu og komust yfir. Höfðu þeir síðan frum- kvæðið nánast til leiksloka með þeim undantekningum þó að í tvígang tókst leikmönnum Aftureld- ingar að jafna en það dugði skammt og þriggja marka baráttusigur Eyjamanna, 28:25, var í höfn. Haraldur Hannesson var sterkur í vörn í annars jöfnu Eyjaliði auk þess sem hann skilaði góðum mörk- um úr hraðaupphlaupum. í liði Aft- ureldingar stóð Ásmundur Einars- son í markinu og stóð sig vel. Auk hans átti Savukynas Gintaras prýði- legan leik fyrir UMFA. Sigurður mætti með vel hlaðna „fallbyssu“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.